Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 B 7 SIGRÍÐUR Fanney Pálsdóttir stóð á milli stanganna hjá KR á laugardag- nn, en hún var kölluð inn í KR-liðið eftir að Þóra Helgadóttir, landsliðs- markvörður, fór utan til Bandaríkj- anna til háskólanáms. Þetta er í ann- að sinn í sumar sem Sigríður stendur marki KR-liðsins en eftir fyrri leik- nn var nokkuð öruggt að hún væri orðin Íslandsmeistari og eftir þann síðari hampaði hún bikar, þ.e. eftir bikarúrslitaleikinn við Val á laug- ardaginn. Ekki nóg með það því hún spilaði einnig einn leik með liði á Ermarsundseyjunni Jersey í sumar og hampaði eftir það bikarmeist- aratitli. „Vanda hafði samband við mig í vor eftir að ég hafði spilað með liði á eyjunni Jersey á Ermarsundinu, reyndar bikarúrslitaleik sem við unnum og það var mjög gaman að koma aftur,“ sagði Sigríður Fanney en eins og kunnugt er lék hún árum saman í marki KR-liðsins.. „Hóp- urinn er mjög góður, samstilltur og iðsandinn virkilega góður enda er Vanda góður þjálfari og ekki hægt að koma við betri aðstæður. Það ger- st varla betra. Mér fannst við eiga eikinn því til dæmis í fyrri hálfleik komust Valsstúlkur einu sinni inn fyrir vörnina og áttu eitt skot framhjá svo að ég þurfti ekkert að gera,“ sagði Sigríður Fanney eftir eikinn á laugardaginn en er ekki viss með framhaldið. „Ég tognaði í kálfa og veit ekki hvort ég verð með – ætli ég fari ekki þetta með gömlu hörkunni. Ég sé til hvort ég fari á fullt, ætli ég verði ekki að láta lík- amann ráða því það er hann sem ræður,“ sagði Sigríður Fanney Páls- dóttir, markvörður KR-inga eftir bikarúrslitaleikinn. Þrír leikir og þrír bikarar Ég sagði við þær að það væri umtvennt að velja: gefast upp eða fara og vinna síðari hálfeikinn og það kusu stelpurnar að gera. Við settum okkur markmið að vinna síðari hálfleik og náðum því og það hefði verið slæmt að tapa stórt í bikarúrslitaleik. Ég hrósa liðinu fyrir að halda áfram allan leikinn og þjálfari er auðvitað ánægður með hann því einhver lið hefðu brotnað í stöðunni eins og hún var í leikhléi. Það sýnir að það þarf að hafa trú og ég tel okkur ekki með mikið slakara lið en auðvitað er KR með reynslu- mikla máttarstólpa. Ég hefði viljað hafa leikinn aðeins lengri og er viss um að við hefðum skorað. Að vísu var KR-liðið svo til hætt í lokin en það getur verið dýrt og ég hefði viljað bæta við tíu mínútum.“ Þriðja markið næstum banabiti „Við vorum alveg inni í leiknum en brá nokkuð við fyrsta markið og svo kemur strax annað og við vor- um nokkurn tíma að átta okkur á stöðunni en það var síðan næstum banabiti að fá á sig þriðja markið,“ sagði Rósa Júlía Steinþórsdóttir, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Við töp- uðum þessu með því að fá á okkur þrjú mörk á stuttum tíma en við vorum staðráðnar inni í klefa að láta ekki jarða okkur og reyna að sýna styrk okkar. Við ætluðum að skora þrjú mörk og gerðum það en fengum á okkur eitt aulalegt mark. Við hleyptum þó spennu í leikinn og um þrjár mínútur til viðbótar hefðu dugað til að jafna en við áttum að vera löngu búnar að komast í gang. Við erum sáttar við að skora þrjú mörk eftir hlé en maður er samt aldrei sáttur við að tapa bikarúr- slitaleik, það er hundfúlt. Ljósi punkturinn er að minnka muninn en við tókum líka áhættu með því að fækka í vörninni og fjölga í frammi enda urðum við að gera eitthvað til að skora.“ Gefast upp eða að vinna „VIÐ byrjuðum vel því við vildum ekki fá á okkur mark fyrstu fimm- tán mínúturnar,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari Valsstúlkna, eftir leikinn. „Við héldum út í hálftíma og þá fengum við á okkur mark eins og við var að búast en við vorum þá búnar að fá fín færi sem við náðum ekki að skora úr, eins og hefur háð okkur í síðustu leikjum. Reyndar bognuðum við um tíma eftir fyrsta mark þeirra og að fara með þrjú mörk á bakinu í leikhlé er mikið,“ bætti þjálfarinn við en var ánægður með síðari hálfleikinn. Liðin tóku sér fyrstu fimmtánmínúturnar til að halda sjó því KR-stúlkur urðu að halda ró sinni og Valsstúlkur máttu eiga von á miklum sóknar- þunga og marki frá Vesturbæjarstúlk- unum í byrjun, sem þannig hafa oft slegið mótherja sína út af laginu í sumar. Um það bil sem KR var að ná tökum á leiknum geystist Valur í sókn og minnstu munaði að Ásgerð- ur H. Ingibergsdóttir kæmi Val í forystu eftir snarpa sókn og góða sendingu Dóru Maríu Lárusdóttur á 16. mínútu en Sigríður Fanney Pálsdóttir í marki KR kom í veg fyrir það. Þetta var nóg fyrir KR- stúlkur, þær settu allt á fullt í sókn- inni og Ásthildur Helgadóttir og Olga Færseth áttu sitt færið hvor áður en Dóra Stefánsdóttir náði að svara fyrir Val, þegar aukaspyrna hennar fór rétt yfir mark KR. Rétt á eftir small boltinn í stöng Vals eftir skot Hólmfríðar Magnúsdótt- ur og á 34. mínútunni í slánni eftir skot Olgu en Hrefna Jóhannesdótt- ir fylgdi vel á eftir og kom KR í 1:0. Það braut ísinn fyrir KR og níu mínútum síðar átti Hrefna góða sendingu inn fyrir vörn Vals á Olgu, sem lék á markvörð Vals og skoraði örugglega. Á síðustu mínútu gaf síðan Olga fyrir mark Vals á Hólm- fríði, sem kom KR í 3:0 og það var þung byrði fyrir Valsstúlkur til að bera til búningsherbergja í leikhléi. Eftir hlé lagði Valur meiri áherslu á sóknarleik og náði að færa baráttusvæðið nær vítateig KR en þar við sat því færin létu á sér standa. Það skapaði hins vegar hættu hinum megin á vellinum enda náði Ásthildur boltanum á eigin vallarhelmingi og sendi fram völlinn á Olgu, sem skoraði af ör- yggi og kom KR í fjögurra marka forystu þegar hálftími var eftir. Það braut ekki niður baráttuvilja Valsstúlkna heldur spýttu þær í lóf- ana og þremur mínútum síðar skallaði Dóra í slá KR en mínútu síðar gerði hún betur og skoraði með skalla. Það raskaði ekki ró Vesturbæjarstúlknanna og áfram sótti Valur en það var ekki fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok að þær uppskáru gott færi og þá minnkaði Ásgerður muninn í 4:2 með góðu skallamarki. Enn hélt KR-liðið ró sinni en hrökk heldur betur við þegar Dóra María minnk- aði muninn í 4:3. Hins vegar var of stutt til leiksloka til að þeim tækist að jafna. KR er vel að sigrinum komið, spilaði af miklu öryggi og yfirvegað lengi vel og uppskar samkvæmt því. Ásdís Þorgilsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir voru traustar í vörninni og Ásthildur á miðjunni en í sókninni voru stúlkurnar skæð- ar með Hólmfríði, Olgu og Hrefnu snöggar. Reyndar gáfu þær heldur mikið eftir með góða forystu og þó að það gerist oft er ekki hægt að telja það sjálfsagt. Ljóst er að Vanda Sigurgeirsdóttir hefur byggt upp öflugt lið með gott sjálfs- traust enda tóku ungar stúlkur við með sóma þegar reyndar stúlkur fóru utan til náms. Valsstúlkur fá mikið hrós fyrir baráttu allan leikinn en þeim tókst samt heldur illa upp með síðasta spölinn að marki KR. Fyrir hlé voru þær yfirspilaðar á miðjunni en eftir hlé þegar þær hófu að sækja af krafti mæddi því meira á vörninni og þar stóðu Rósa Júlía Steinþórs- dóttir, Málfríður Erna Sigurðar- dóttir og Íris Andrésdóttir sig með mikilli prýði. Dóra var drjúg á miðjunni og Dóra María og Ásgerð- ur oft góðar frammi en það dugði ekki til. Morgunblaðið/Jim Smart öð frá vinstri: Olga Andrea Færseth, Anna Berglind Jónsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Hrefna Jóhann- unn Helga Jónsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir. Efri röð frá vinstri: Rauða r Helgadóttir, Ólafía Kristín Sigurgeirsdóttir, Ásdís Þorgilsdóttir, Anna Rún Sveinsdóttir, Guðný Ein- r Fanney Pálsdóttir með Þórunni Ástu Árnadóttur dóttur sína og Halldóra Sigurðardóttir aðstoðarþjálfari. 21 sekúnda var ekki nóg fyrir Val og KR tók bikarinn HELDUR rættist úr spennunni í bikarúrslitaleik kvenna í Laug- ardalnum á laugardaginn. KR náði fjögurra marka forystu, sem ætti að vera nóg til að brjóta á bak aftur hvert lið en Valsstúlkur neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 4:3 þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Lengra komust þær ekki og KR-stúlkur fögnuðu verð- skulduðum bikarmeistaratitli en líkurnar á að þær hampi ekki Ís- landsmeistaratitli eru eingöngu tæknilegar. Stefán Stefánsson skrifar KNATTSPYRNA FÓLK  VALGERÐUR Sverrisdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráðherra var heið- ursgestur á bikarúrslitaleik KR og Vals á Laugardalsvelli á laugardag- inn. Hún heilsaði upp á leikmenn og dómara í fylgd Halldórs B. Jónsson- ar, varaformanns KSÍ, og formanns dómara- og mótanefndar.  FJÓRIR leikmenn voru kallaðir í lyfjapróf eftir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Dregin voru út nöfn Guðrúnar Jónu Kristjánsdóttur og Hrefnu Jóhannesdóttur úr KR og Valsaranna Írisar Andrésdóttur og Laufeyjar Jóhannsdóttur.  ÁSGERÐUR H. Ingibergsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu fyrir Val í öðrum úrslitaleiknum í röð. Þær gerðu mörk Vals þegar lið- ið vann Breiðablik 2:0 í úrslitaleikn- um í fyrra.  ÞETTA var í sjötta sinn sem KR- liðið lék til úrslita í bikarkeppninni en aðeins í annað sinn sem það stendur uppi sem sigurvegari. Valur hefur leikið þrettán sinnum til úr- slita og þar af unnið bikarinn í átta skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.