Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 2
KNATTSPYRNA 2 B ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  LEIKMENN Þórs léku með sorg- arbönd í gær gegn Fylki vegna and- láts Áskels Egilssonar, föður Hall- dórs aðstoðarþjálfara Þórs og fyrrverandi landsliðsmanns.  ORRI Freyr Hjaltalín kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik þegar Tromsö vann Hödd, 3:0, í norsku 1. deildinni. Tromsö er í öðru sæti, stigi á eftir efsta liðinu, Sandefjord.  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Betis sem vann óvæntan og góðan sigur á De- portivo La Coruna á útivelli, 4:2, í fyrstu umferð spænsku 1. deildar- innar á sunnudag.  FJÓRIR ungir KA-menn skrifuðu undir nýja þriggja ára samninga við knattspyrnudeild félagsins um helgina. Þetta voru þeir Elmar Dan Sigþórsson, Jóhann Helgason, Sig- urður Skúli Eyjólfsson og Örn Kató Hauksson.  CHRISTIAN Ziege, þýski knatt- spyrnumaðurinn hjá Tottenham, hefur dregið sig út úr þýska lands- liðshópnum fyrir leik liðsins gegn Litháen í Evrópukeppni landsliða um næstu helgi. Móðir Zieges lést skyndilega á laugardag og hann fór beint heim til Þýskalands og lék því ekki með Tottenham gegn South- ampton. Ziege kvaðst ekki geta hugsað sér að spila landsleikinn við þessar aðstæður.  DEPORTIVO keypti hinsvegar sóknarmanninn Albert Luque frá Mallorca um helgina og samdi við hann til átta ára. Luque er 24 ára gamall og var í hópi Spánverja á HM í sumar, og kvaðst vera kominn til síns uppáhaldsfélags. Mallorca fékk 1,3 milljarða króna fyrir hann og að auki sóknarmennina Turu Flores og Walter Pandiani.  HANNOVER 96, nýliðarnir í þýsku Bundesligunni í knattspyrnu, hafa fengið liðsstyrk en liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum í deildinni. Framherjinn Fredi Bobic er kominn til félagsins sem láns- maður frá Dortmund en hann lék undir lok síðasta tímabils með Bolt- on. Þá hefur liðið fengið varnar- manninn Kostas Konstantinidis frá Herthu Berlin auk þriggja leik- manna frá Deportivo, Jose Manuel, Juan Acuna og Jaime Fernando.  CHELSEA samdi við þrjá unga leikmenn á lokadegi félagaskipt- anna. Þeir eru Frakkinn Jean Yves Avis, sem fæddur er á Fílabeins- ströndinni. Hann er 21 árs gamall bakvörður sem verið hefur á mála hjá Rennes. Portúgalinn Mauro Oscar Coelho Da Silva, 18 ára gam- all miðvörður, sem kom frá Porto, og Mbark Boussoufa, 18 ára gamall hollenskur framherji, sem kom frá Ajax. FÓLK Theódór Óskarsson skaut Fylki átoppinn með eina marki leiksins og var hann í sannkallaðri sigurvímu að leik loknum. „Þetta var tvísýnn leikur en að mínu mati var þetta öruggt hjá okkur. Nú erum við komnir þar sem við vilj- um vera og getum klárað dæmið í næsta deildarleik gegn KR. Annars einbeitum við okkur að bikarnum því við eigum KA næst og ætlum okkur að standa okkur gegn þeim og kom- ast alla leið í úrslitaleikinn. Við reyn- um að útiloka allt tal um hina svo- kölluðu septemberlægð Fylkis og höldum okkar striki. Í markinu kom þessi fíni skalli innfyrir vörnina frá Finni og ég og Sævar áttum greiða leið að markinu. Hann var búinn að klúðra tvisvar svo ég sagðist taka boltann og klára þetta. Það var greinilega rétt ákvörðun.“ Allt undir í leiknum Óðinn Árnason, varnarmaður Þórsara, lék mjög vel í leiknum en hann var að vonum nokkuð svekktur en bar þó höfuðið hátt í leikslok. „Nú erum við komnir með bakið upp að veggnum og verðum að vinna báða leikina sem eftir eru til að halda okk- ur í deildinni. Við höfum verið að vinna í því að byggja upp spilið og það gekk ágætlega en þeir voru heppnari en við í dag. Við reyndum okkar besta en því miður gekk það bara ekki. Nú skiptir öllu að vinna næsta leik, gegn Grindavík. Við unn- um þá nokkuð sannfærandi fyrr í sumar og ætlum að endurtaka það. Svo verður gaman að spila lokaleik- inn í Frostaskjóli. Andstæðingarnir skipta ekki máli í þessum leikjum. Við verðum bara að berjast, vera einbeittir og gefa allt sem við eigum. Við höfum náttúrlega misst Orra og Ashley frá okkur en Ingi Hrannar og Santos hafa komið inn í staðinn. Við erum með breiðan hóp og fullt af ungum strákum svo allt tal um að liðið sé að veikjast er ekki rétt,“ sagði Óðinn. Engin septemberlægð í ár Einar Sigtryggsson skrifar Leikurinn var afskaplega fjörugurog skemmtilegur. Bæði liðin mættu með því hugarfari að sækja enda mikið í húfi; Þór að berjast fyrir til- veru sinni í deildinni en Fylkir með bjarm- ann af bikar Íslands- meistaranna í augunum. Á Akureyr- arvelli var hins vegar jafnræði með liðunum framan af. Theódór Óskars- son skaut fram hjá marki Þórs úr góðu færi á 2. mínútu og tónninn var gefinn. Boðið var upp á snarpar sókn- ir á báða bóga. Jóhann Þórhallsson tók kunnuglega rispu á 18. mínútu en skot hans var varið. Skömmu síðar átti Óðinn Árnason bylmingsskot í þverslá Fylkismarksins eftir vel út- færða aukaspyrnu. Áfram komu færin. Hlynur Eiríks- son var í dauðafæri á markteig á 28. mín. en Kjartan Sturluson varði vel. Atli Már Rúnarsson varði síðan stór- vel skot frá Finni Kolbeinssyni á 30. mín. og aftur frá Sævari Gíslasyni skömmu síðar. Alexandre Santos átti síðasta skot hálfleiksins en Kjartan varði það. Staðan því markalaus í leikhléi eftir fjörugan fyrri hálfleik. Fyrsti stundarfjórðungurinn í seinni hálfleik var tíðindalítill. Hið netta spil hvarf um stund og í staðinn kom barningur og heldur grófari leik- ur. Völlurinn var líka orðinn nokkuð blautur. Hlynur Eiríksson fékk fyrsta færið þegar hann skaut fram hjá marki Fylkis á 60. mínútu og var þetta upphafið að mikilli pressu Þórs- ara. Þeir léku mjög hratt og skemmti- lega á milli sín og sköpuðu sér mörg færi næstu 10 mínúturnar en markið sem lá í loftinu kom aldrei. Lánið var einfaldlega ekki með Þórsurum. Nú fóru Fylkismenn að hressast og leikurinn snerist við. Atli Már varði margsinnis frábærlega og Fylkir fékk ótal færi næstu tíu mínúturnar. Svo virtist sem Þórsarar ætluðu að halda hreinu og ná jafntefli en á 82. mín. stakk Theódór Óskarsson vörn Þórs af og lyfti boltanum yfir Atla og í netið. Sorglegt fyrir Atla Má sem hafði átt stórleik en að sama skapi gleðilegt fyrir Fylkismenn að pressa þeirra skyldi bera árangur. Leikurinn opnaðist mikið síðustu mínúturnar. Þórsarar reyndu að jafna og voru fáliðaðir í vörninni. Í lokin fóru Fylkismenn síðan að halda boltanum en þeir tilburðir fóru mjög í taugarnar á Þórsurum og varð ágæt- ur dómari leiksins, Bragi V. Berg- mann, að sýna röggsemi til að halda mönnum í skefjum. Fylkir hélt sínum hlut og fögnuðu liðsmenn að vonum innilega en Þórsarar gengu hnípnir af velli. Þeir sýndu engu að síður mjög góðan leik og af þeim sökum voru úr- slitin mikil vonbrigði fyrir þá. Atli Már var frábær í markinu, Hlynur Birgisson sterkur í vörninni og fé- lagar hans líka lengst af, Kristján Örnólfsson drífandi á miðjunni og Jó- hann Þórhallsson að vanda duglegur frammi. Hjá Fylki átti Kjartan Sturluson góðan dag, vörnin var traust á köflum og Theódór Óskars- son og félagar framsæknir þegar á þurfti að halda. Morgunblaðið/Kristján Theódór Óskarsson, markaskorari Fylkismanna, og Óðinn Árnason, varnarmaður Þórs, berjast um boltann á Akureyrarvelli. Fylkir á toppinn SKILIN á milli heppni og óheppni reyndust æði glögg þegar Þórs- arar fengu Fylki í heimsókn í gær. Heimamenn voru ívið betri lengst af í skemmtilegum leik en lánið var ekki með þeim og knötturinn vildi ekki í netið þrátt fyrir mörg færi. Pressa Fylkis undir lokin bar hins vegar árangur og liðið skaust á topp deildarinnar með marki á 82. mínútu en þetta sama mark geirnegldi Þórsara við botninn. Reyndar geta Þórsarar enn bjargað sér en ansi er þó farið að hausta mikið í herbúðum þeirra. Stefán Þór Sæmundsson skrifar                                ! "  ##                    !" #  $%&  # '    ( )* +, - .  # /, !0#+ $1& 2 3* "  4 5    6 7  !+ 2 * %%& 8 5 9  . ,  # 7,.    :;< .4  # =  $ #  % &%''%  > ( &     ) * ( 4   +', ?.  - - & . +   . /  # !0  0)  1   7 *.    #      ;@ ;< % 1   11 23  7  + 5)A  5 ? 8 . B .  '3 = B 3* . 0 2 C 7=7= B 0 +,   7>= 5+, '3 B( C3 !7 ,. 8  <D& -2  1. 2   &3452  +  3   3   2 6   &37%5& E ;34%5 !@& D  !@&

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.