Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 B 9 FÓLK Lokeren mátti þakka fyrir jafn-tefli, 1:1, gegn La Louviere í belgísku 1. deildinni í knatt- spyrnu á laugar- dagskvöldið. Arn- ar Grétarsson fór veikur heim klukkutíma fyrir leik og það var dýrkeypt fyrir lið Lokeren þar sem Arnar hefur leikið mjög vel á miðjunni það sem af er tímabilinu. Fyrir vikið þurfti Rúnar Kristinsson að fara aftar á völlinn snemma í leiknum og bitnaði það á sóknarleik Lokeren. La Louviere náði að skora snemma í leiknum og lék sterkan varnarleik eftir það en Lokeren náði að jafna 12 mín- útum fyrir leikslok. Rúnar átti þokkalegan leik en skilaði ekki eins miklu og hann hefur gert framar á vellinum. Arnar Þór Viðarsson gat leikið þrátt fyrir veikindi alla vikuna og stóð sig vel. Auðun Helgason sat uppi í stúku sem fyrr og eru hans mál hjá félaginu óbreytt. „Það var mjög slæmt að missa Arnar því hann hefur verið liðinu afar mikilvægur, og sú samvinna sem hann, Rúnar og Arnar Þór hafa náð sást ekki í þessum leik. Reyndar hefur helmingur liðsins ekkert getað æft vegna veikinda eða meiðsla og ástandið er því mjög slæmt,“ sagði Paul Put, þjálfari Lokeren. Liðið er í 6. sæti eftir fjórar umferðir með 7 stig. Lokeren í vandræðum Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Teitur Þórðarson,þjálfari norska knattspyrnufélagsins Brann, sagði í norskum fjölmiðlum í gær að hann væri ekki að gef- ast upp þrátt fyrir slæmt gengi liðsins að undanförnu. Brann steinlá fyrir Bryne, 4:0, í úrvalsdeildinni á sunnudag og er í þriðja neðsta sætinu þegar sex leikjum er ólokið. „Ég hef ekki hug á að gefa eftir. Það er í höndum stjórnarinnar að meta mína stöðu. Eina lausnin á vanda- málum liðsins er að leggja enn harðar að sér. Staðan er orðin mjög alvarleg, á því er enginn vafi, og ég skil við- brögð stuðningsmanna okkar mjög vel. Við erum jafn svekktir og þeir,“ sagði Teitur við Dagbladet í gær. Björn Dahl, stjórnarformaður Brann, vildi ekki útiloka að gripið yrði til þess ráðs að skipta um þjálf- ara. „Við verðum að finna lausn, stigin skila sér ekki. Við munum ræða bæði við leikmenn og þjálfara og fá fram þeirra sjónarmið. Ég vil ekki vera með vangaveltur um hvað við gerum, en við munum taka á þessu af festu. Ef við föllum, verður erfitt að komast upp á ný,“ sagði Dahl við Dagbladet. Í gær tilkynnti stjórn Brann að ekki væri í umræðunni að skipta um þjálfara. Málin yrðu rædd ítarlega og ekki væri útilokað að leitað yrði til sálfræðinga til að ráðast að rót vand- ans. Stjórn stuðnings- klúbbs Brann er lítt hrifin af slíkum hug- myndum og hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að hún hafi ekki lengur trú á þjálfurum og stjórnendum Brann. „Margir í okkar röðum vilja breyt- ingar, og meðal annars er rætt um þjálfaraskipti. Ég er ekki viss um að það sé rétta lausnin en ljóst er að leikmennirnir verða að fara að gefa allt sitt í leikina, berjast fyrir lífi þess eins og gert er í öðrum liðum,“ sagði Silje Nordtveit, formaður stuðnings- klúbbsins, við Nettavisen í gær. Falli Brann úr úrvalsdeildinni er ljóst að hlutafélagið Brann ASA verður gjaldþrota og stuðningur þess við liðið verður úr sögunni. Engin upp- gjöf hjá Teiti Teitur Þórðarson Brasílíumaðurinn Ronaldo gekká laugardaginn til liðs við Real Madrid á Spáni og voru stuðningsmenn Inter á Ítalíu allt annað en ánægðir með það og telja að félagið eigi eitthvað inni hjá kappanum enda töldu þeir að hann hefði leikið allt of lítið fyrir félagið vegna meiðsla. Kona Ronaldos, Milene Dom- ingues, var heldur ekkert allt of hrifin því hún vildi vera áfram á Ítalíu og leika þar knattspyrnu með Fiammamonza. Forráðamenn kvennaknattspyrnunnar hjá Atle- tico de Madrid glöddust þó og ætla að krækja í stúlkuna enda liðtæk á knattspyrnuvellinum. „Við stöndum betur eftir að Ron- aldo fór,“ sagði Massimo Moratti, forseti Inter í gær. „Við erum bæði sterkari og ríkari,“ bætti hann við og sagði að erfitt hefði verið fyrir Ronaldo að vera áfram hjá félaginu eftir að hann tilkynnti að hann vildi fara frá því. Flutningur Ronaldos snertir fleiri lið en Inter og Real því Inter keypti Argentínumanninn Hernan Crespo frá Lazio um leið og gengið hafði verið frá samningi Ronaldos. Lazio seldi einnig einn besta varn- armann sinn, Alessandro Nesta, til AC Milan og var það ekki til að bæta skap stuðningsmanna félags- ins. Lazio lék æfingaleik við Juve á sunnudaginn, sem lauk með 2:2 jafntefli. Utan við leikvanginn gerðu stuðningsmenn félagsins allt vitlaust, kveiktu í þremur lögreglu- bílum og brutu allt og brömluðu auk þess sem brotist var inn í bækistöðvar félagsins þar sem menn fengu útrás fyrir skemmd- arfýsn sína og reiði. Þrír stuðnings- menn Juve voru stungnir með hnífi en sár þeirra eru ekki alvarleg. Reuters Ronaldo með nýja búninginn sinn, en hann verður númer 11 í stjörnum prýddu liði Real Madrid. Ronaldo kominn til Madrid Leikmenn Start voru betri aðil-inn lengst af og fengu mikið hrós í norskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína. Guðni Rúnar Helgason lék síðasta hálftímann með Start en Árni Gautur Arason var hvíldur í fyrsta skipti á tíma- bilinu og sat á varamannabekknum hjá Rosenborg. „Mér leið einkennilega eftir sig- urmarkið, mér fannst þetta hálf- gerður þjófnaður,“ sagði Bratt- bakk, sóknarmaður Rosenborg. „Þetta var besti leikur Start und- ir minni stjórn, nú eru leikmenn- irnir farnir að endast út leikinn en ekki í 60 mínútur eins og þegar ég tók við liðinu, og það var með ólík- indum að við skyldum ekki nýta betur öll þau dauðafæri sem við fengum. Það segir allt um gang mála að markvörður Rosenborg var valinn maður leiksins,“ sagði Guð- jón Þórðarson við Morgunblaðið. Guðjón sagði að staða liðsins í deildinni væri orðin vonlítil. „En það er engin taugaveiklun í gangi yfir því, mitt verkefni er fyrst og fremst fólgið í því að hjálpa við að endurskipuleggja þjálfun félagsins og innviði þess til framtíðar,“ sagði Guðjón. Lögregla var kölluð til eft- ir stórsigur Bryne á Brann, 4:0, til að vernda leikmenn Brann fyrir sínum eigin stuðningsmönnum. Þeir síðarnefndu höfðu þó ekkert ofbeldi í huga eftir leikinn en stóðu þögulir fyrir utan völlinn, sumir sendu reyndar leikmönnunum og Teiti Þórðarsyni þjálfara tóninn, og sneru síðan baki í rútu liðsins þegar hún ók á brott. Ármann Smári Björnsson lék sinn fyrsta leik með Brann, kom inná sem varamaður 8 mínútum fyrir leikslok. Brann er nú í þriðja neðsta sætinu og þarf að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Lyn heldur í við Rosenborg í toppbaráttunni og vann Bodö/ Glimt, 1:0, á útivelli. Helgi Sigurðs- son lék allan leikinn með Lyn en Jóhann B. Guðmundsson var ekki með vegna meiðsla. Molde er áfram í þriðja sæti eftir 3:2 útisigur á Moss. Bjarni Þor- steinsson lék allan leikinn með Molde og Ólafi Stígssyni var skipt inn á þegar 52 mínútur voru liðnar. Andri Sigþórsson er hinsvegar enn fjarri góðu gamni vegna meiðsl- anna sem hann varð fyrir í vor. Viking komst uppfyrir Stabæk með útisigri, 2:1. Tryggvi Guð- mundsson var mjög atkvæðamikill með Stabæk, krækti í vítaspyrnu sem færði liðinu forystu og átti m.a. sláarskot. Hann lék allan leikinn og Marel Baldvinsson kom inn á sem varamaður hálftíma fyrir leikslok. Hannes Þ. Sigurðsson var vara- maður hjá Viking en kom ekki við sögu. Í gærkvöld áttust við Vålerenga og Lilleström á Ulelvaal vellinum í Ósló og voru þeir Indriði Sigurðs- son og Gylfi Einarsson í byrjunar- liði Lilleström. Liðin skildu jöfn, 1:1, og jafnaði Lilleström á lokasek- úndum leiksins. Ríkharður Daða- son kom inná sem varamaður á 60. mínútu en Davíð Þór Viðarsson var á varamannabekk Lilleström. Rosenborg stal sigri START, undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, var tveimur mínútum frá því að knýja fram óvæntustu úrslit tímabilsins í norsku knattspyrn- unni á sunnudaginn. Start náði forystu gegn meisturum Rosen- borg, 1:0, þegar 10 mínútur voru eftir en á síðustu tveimur mín- útum leiksins náðu Azar Karadas og Harald Brattbakk að svara fyrir meistarana og tryggja þeim sigurinn, 2:1. Start er því sem fyrr eitt og yfirgefið á botni deildarinnar og á nú litla von um björgun en Rosenborg er með þriggja stiga forystu á toppnum.  HARRY Redknapp, knattspyrnu- stjóri Portsmouth, var í gær út- nefndur stjóri ágústmánaðar í ensku 1. deildinni. Undir stjórn Redknapps hefur Portsmouth byrjað tímabilið með látum. Liðið hefur unnið 5 leiki og gert eitt jafntefli og trónar á toppi deildarinnar. Í 2. deildinni varð Wally Downes, knattspyrnustjóri Brentford, fyrir valinu.  GRAHAM Stuart, fyrirliði Charl- ton, verður frá æfingum og keppni næstu 6 mánuðina. Meiðsli sem hann varð fyrir á hné í leik á móti Bolton í 1. umferð úrvalsdeildarinnar reynd- ust það alvarleg að hann þarf að gangast undir aðgerð.  JARI Litmanen hefur yfirgefið herbúðir Liverpool og gengið til liðs við Ajax og gert fjögurra mánaða samning við félagið sem hann lék með í sex ár á síðari hluta tíunda ára- tugar síðustu aldar. Litmanen hefur verið ósáttur hjá Liverpool síðustu mánuði og viljað róa á önnur mið.  LITMANEN, sem er 31 árs, segist ætla að sjá til hver staða hans verður hjá Ajax eftir 4 mánuði og þá kemur ljós hvort hann fær lengri samning.  AC MILAN keypti um helgina ítalska landsliðsmanninn Aless- andro Nesta frá Lazio fyrir um 2,5 milljarða króna. Nesta, sem er 26 ára gamall varnarmaður, skrifar undir fimm ára samning við Mílanóliðið.  JON Dahl Tomasson, Daninn ís- lenskættaði, byrjaði ferilinn með AC Milan vel á sunnudaginn. Hann skor- aði sigurmarkið, 1:0, gegn Inter í upphitunarleik. Ítalska deildakeppn- in hefst 15. september en henni var frestað um tvær vikur vegna deilna um rétt á sjónvarpsútsendingum.  RIVALDO og Sam Dalla Bona, sem einnig eru nýir í röðum AC Mil- an, voru líka aðsópsmiklir í leiknum og voru nálægt því að bæta við mörk- um. Áhorfendur voru 44 þúsund og helmingur ágóðans rennur til fjöl- skyldna þeirra sem fórust í flugslysi í Mílanó í október á síðasta ári en þá létust 118 þegar SAS-þota rakst á litla einkaflugvél í flugtaki.  DJALMINHA, brasilíski miðju- maðurinn hjá Deportivo La Coruna á Spáni, hefur verið lánaður til aust- urríska félagsins Austria Wien til næsta vors. Djalminha kom sér í erf- iða stöðu hjá Deportivo í vor þegar hann skallaði þjálfarann, Javier Ir- ureta, á æfingu liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.