Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bæði lið fengu ágæt færi í upp-hafi leiksins. Hjörtur Hjartar- son fékk kjörin færi til að skora fyr- ir heimamenn í tvígang og hinum megin á vellinum var það Bjarni H. Aðalsteinsson sem þrumaði í stöngina á 4. mínútu, fyrir Fram. Segja má að á þessum kafla hafi Hjörtur annars vegar og lið Fram sýnt þverskurð af tímabilinu til þessa þar sem fátt gengur upp fyrir framan mark andstæðinga. Skagamenn léku gegn vindinum í fyrri hálfleik og var Ellert Jón Björnsson mjög duglegur á hægri væng Skagamanna. Eftir góða byrj- un fengu Skagamenn ekki mörg marktækifæri í fyrri hálfleik og sama má segja um Framara sem náðu ekki að hemja knöttinn er þeir léku undan vindinum. Í síðari hálfleik bætti heldur í vindinn og auk þess fór að rigna. Hafi Ólafur Þór Gunnarsson, mark- vörður Skagamanna, átt í vandræð- um með að koma knettinum í leik í fyrri hálfleik var enn erfiðara fyrir Gunnar Sigurðsson, Framara, að sparka knettinum frá marki í þeim síðari. Ólafur Ragnarsson, dómari leiks- ins, þurfti í tvígang að taka stórar ákvarðanir í leiknum. Í fyrra skiptið slapp Hálfdán Gíslason einn í gegn- um vörn Fram á 52. mínútu. Ingvar Ólason reyndi að brjóta á Hálfdáni utan teigs en tókst ekki að fella hann. Ingvari tókst það hins vegar inni í vítateignum og dæmdi Ólafur í fyrstu vítaspyrnu en færði síðan brotið út fyrir teig eftir að hafa ráð- fært sig við Garðar Örn Hinriksson aðstoðardómara. Að margra mati hagnaðist Framliðið á þessum ákvörðunum Ólafs og að auki var Ingvar greinilega aftasti maður í vörn Fram og hefðu margir vísað honum af velli fyrir brotið. Tíu mínútum síðar gerði Gunn- laugur Jónsson sig sekan um slæm mistök er honum mistókst að senda knöttinn á Ólaf, markvörð ÍA. Kristján Brooks var fljótur að átta sig og „stal“ knettinum en Gunn- laugur elti hann uppi en dæmd var vítaspyrna á Gunnlaug og honum var vísað af velli. Erfitt var að sjá hvort Gunnlaugur hefði fellt Krist- ján en af sjónvarpsmyndum virðist Gunnlaugur hafa nokkuð til síns máls en hann sagði eftir leikinn að hann hefði aðeins tekið knöttinn af Kristjáni. „Það hefði nánast verið hægt að ganga inn í miðhringinn og kasta upp á úrslitin,“ sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Framara, í leiks- lok. „Veðrið var skelfilegt og þrátt fyrir að við værum manni fleiri í um hálftíma sá varla högg á vatni þar sem við sóttum gegn vindinum. Gunnar markvörður okkar kom varla knettinum út fyrir vítateig í útspörkum sínum. Þetta verður því sama strögglið í næstu tveimur leikjum gegn FH á heimavelli og gegn KA á Akureyri. Við verðum að vinna þessa leiki ef við ætlum okkur að leika í efstu deild að ári,“ sagði Kristinn. Reynir Leósson, varnarmaður ÍA, sagði veðrið hafa verið álíka slæmt og gegn Breiðabliki í fyrra en ekki eins slæmt og gegn Fylki er leikurinn var blásinn af. Reynir var ekki sáttur við dómgæsluna og taldi á lið sitt hallað í þeim efnum. „Það hefði mátt dæma víti á Framarana í seinni hálfleik og ég skil ekki hvern- ig hægt er að færa brotið út fyrir teig. Ingvar braut á Hálfdáni fyrst fyrir utan teig en náði ekki að fella hann fyrr en í teignum. Annars var þetta leikur sem ekki var við neitt ráðið vegna veðurs og ég held að flestir hafi verið fegnir að komast í heita sturtu í leikslok,“ sagði Reyn- ir. Kári í aðal- hlutverki á Akranesi ÞAÐ var drungalegt veður á Skipaskaga á laugardag er ÍA tók á móti Fram og má segja að veðrið hafi sett sinn svip á leikinn. Framarar voru fyrir leikinn með 13 stig og í fallsætinu ásamt Þór frá Akureyri, en Skagamenn með 19 stig og enn að hrista af sér falldrauginn. Bæði lið skoruðu eitt mark í leiknum og þar við sat og þrátt fyrir ágæt tilþrif af og til voru veðurguðirnir í þannig skapi að lítið varð við ráðið. Jafntefli liðanna setur Fram í erfiða stöðu fyrir loka- umferðirnar tvær en Skagamenn geta andað örlítið léttar. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar * 4* +,                      );  )   )2 / :   (  +# 4           #;#  /  0       2 -     2  :          11  4 5+ 3* . ?3* . + 8 #  + 3 7= +A  4 7 )* .   3 3   !'    <%& / 8 '3 * 4* +, 2*7 #  !+  + $& 9  . ,  # 7,.    :;< .4    =  (  #  A?&%''%  > :  )     ) 7  1     ) ( 4   +4, ?.  D      & ! &1   . /  !   / /  7 *.    #      ;< ; %     + 7  7>= + 3 - =  / 74* ? + .  . *  !0#2  %1& '3    (  +# 4 B + 3  7 > !5 C3 7= <E&  0L !2 3* ' <E& +  3   3  /   0  &<3,%5 ; E3%45 ; ;3,%5 !$& 1 ; !1& 9  D  & 3+A5 :    &<3*,5 /"  :  &<34*5 Við vorum með leikinn í okkarhöndum allan leikinn,“ sagði Olga Færseth, sem skoraði tvö af mörkum KR og skapaði oft usla uppi við mark Vals. „Við höfum í sumar farið í alla leiki með það í huga að setja strax mark á mótherjana og það var engin breyting á því í dag. Það var gott að fara með þriggja marka forskot til leikhlés en síðan gerðist eins og svo oft áður að þær bættu í sóknina og við bökkuðum aft- ar á völlinn. Það var því ekkert óeðli- legt að við bættum þá við mörkum. Allir bikarúrslitaleikir eru erfiðir eins og sýndi sig, til dæmis þegar við vorum með fjögurra marka forskot en samt varð spenna í lokin. Það fór ekki mikið um mig því það var svo lít- ið eftir. Vanda sagði við okkur í morgun að henni þætti við nokkuð afslappaðar og ég held að það hafi einmitt verið svo. Við vissum alveg út í hvað við vorum að fara og það þýðir ekkert að æsa sig, þetta er eins og hver annar leikur þó að hann heiti bikarúrslitaleikur og við ákváðum að gera eins og við höfum gert í allt sumar,“ bætti Olga við og ætlar sér ekki að láta staðar numið. „Við náð- um okkar markmiði að vinna tvöfalt og það er alltaf gaman að ná mark- miðum. Við ætlum ekki að vinna Ís- landsmótið á markahlutfalli, heldur stigum og vantar ennþá eitt. Við ætl- um að ljúka mótinu með sæmd.“ Með leikinn í höndunum Morgunblaðið/Jim Smart KR-ingarnir Hrefna Jóhannesdóttir og Olga Færseth berjast um boltann við Rósu Júlíu Stein- þórsdóttur. Olga var á skotskónum í leiknum, skoraði tvö marka bikarmeistaranna. S m in e m a a í in o s b a s E o a v e r u k e s u li V a is le k f f g le v k – h f a r d b VALSSTÚLKUR fóru hægt inn í leikinn og ætluðu ekki að láta okkur skora í byrjun eins og við gerum svo oft því það brýtur oft ísinn og þá get- um við spilað afslappaðri saman og fleiri mörk fylgja í kjölfarið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir úr KR eftir leikinn en hún stóð sig mjög vel. Við vorum alveg tilbúnar í þennan leik og tel að við höfum sýnt það með því að skora þessi fjögur mörk. Eftir það lékum við mjög vel og unn- um boltann úti á vellinum en þegar við náðum meiri forystu bökkuðum við ósjálfrátt. Það fór aðeins um mig í lokin en ég spurði dómarann eftir þriðja markið hvað væri mikið eftir og þegar hann sagði tuttugu og ein sekúnda taldi ég að allt yrði í lagi. Við gerðum því út um leikinn með þessum fjórum mörkum því eftir þau bökkuðum við og fórum ósjálf- rátt að slaka á. Það var ekki líklegt að Val tækist að skora fjögur mörk eftir það en það var samt óþarfa- spenna fyrir þjálfara og áhorf- endur,“ bætti Ásthildur við ánægð með uppskeruna í sumar. „Sumarið hefur verið frábært og það sýnir styrk okkar þegar við missum fjóra sterka leikmenn til útlanda og náum samt að sigra.“ Vorum ekki yfirspenntar „Við vorum ekkert endilega að leggja upp með skora í byrjun, held- ur að vinna leikinn en við fengum samt nokkur dauðafæri áður en við skoruðum fyrsta markið,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, eftir sigurinn á laugardaginn. „Við vorum mjög einbeittar fyrir leikinn og alls ekkert með vanmat á Valslið- inu en það var samt ákveðin ró yfir liði mínu, sem mér finnst mjög ánægjulegt því þá voru þær ekki yf- irspenntar, sem getur gerst í svona leikjum og hefur slæm áhrif. Ég var samt aldrei róleg í leiknum, reyndar aðeins þegar staðan var 4:0 en í lok- in var ég farin að hafa áhyggjur. Reyndar var svo lítið eftir að leikn- um eftir síðasta mark Vals að ég trúði ekki að mínar stelpur myndu klikka enda gerðu þær það ekki. Einhvern tímann var ég kölluð Vanda varkára því ég er ekki örugg fyrir leikurinn er búinn.“ Vanda gerði samning um eitt ár. „Ég samdi um eitt ár með jákvæðu hugarfari um framhald og við eig- um bara eftir að setjast niður til að ræða málin. Nú förum við til Vest- mannaeyja í næsta leik og vonandi ljúkum við að vinna Íslandsmótið þar en við settum okkur að mark- miði að vinna alla titlana í sumar. Mér finnst styrkur í liðinu að þegar við missum fjóra stelpur sýna hinar hvað þær eru góðar.“ Fór aðeins um mig í lokin KR – Bikarmeistarar 2002. Neðri rö esdóttir, Embla S. Grétarsdóttir, Þóru ljónið, Pálína Bragadóttir, Ásthildu arsdóttir, Tinna Hauksdóttir, Sigríðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.