Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.09.2002, Blaðsíða 3
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 2002 B 3 Þróttur vann 1. deildina ÞRÓTTUR úr Reykjavík vann sér sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn með því að sigra Hauka, 2:0, í úr- slitaleik 1. deildar á Ásvöllum í Hafnarfirði. Anna Björg Björnsdóttir, sem skoraði 39 mörk fyrir Þrótt á tímabilinu, gerði fyrra markið og þjálfarinn, Íris Björk Eysteinsdóttir, það síðara, beint úr aukaspyrnu. Þróttarkonur unnu þar með 1. deildina annað árið í röð en þær óskuðu eftir því að leika áfram í 1. deild á þessu tímabili þrátt fyrir sigurinn í fyrra. Haukastúlkur fá annað tækifæri til að komast upp því þær mæta næstneðsta liði úrvalsdeildar, líklega FH, í aukaleikjum um sæti þar. WILLUM Þór Þórsson þjálfari KR var að vonum ekki ánægður með eitt stig. „Við ætluðum okkur þrjú stig en Eyjamenn börðust eins og ljón og náðu sér í eitt stig. Þeir spiluðu mjög fast og það er ekki um annað að ræða en mæta því en það tók okkur nokkurn tíma að svara því. Við bættum aðeins sóknina og breyttum nokkuðskipulaginu en það er alltaf mjög tvíeggjað því um leið og skipulaginu er breytt koma ein- hvers staðar upp dauðir punktar. Eyjamenn gefa fá færi á sér í vörn- inni og hafa gert í sumar. Þeirra veikleiki er helst að sækja fram á við en þeir fengu mark í gjafaum- búðum,“ sagði Willum Þór en hann fer með lið sitt á Fylkisvöllinn í næsta leik. „Nú er tekin fyrir næsta æfing og síðan næsti leikur. Við vinnum samkvæmt því og því verður ekki breytt.“ Vel barist fyrir stiginu „Ég er ánægður með stigið þó að þrjú hefði verið betra því það eru ekki margir sem sækja stig hingað á KR-völlinn en við ætluðum að fá þrjú,“ sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjamanna eftir leikinn. „Strákarnir eiga heiður skilinn fyrir að leggja sig vel fram, ég held að all- ir hafi séð að það var vel barist fyrir þessu stigi. Við ætluðum að setja á þá pressu en sáum fljótlega að þeir unnu miðjuna svo að við færðum okkur aftar hægt og sígandi og það gekk upp. Auðvitað var mikil fórn í leiknum. Bjarnólfur og Atli fara í leikbann en barátta kostar alltaf eitthvað og þetta er ekkert of mikil fórn fyrir eitt stig hérna.“ Leikurinn var sá fyrsti hjá Heimi eftir að Njáll Eiðsson var látinn taka pokann sinn. „Það er ekki uppáhaldsbyrjun fyrir þjálfara í þessari stöðu að koma hingað á KR- völlinn en maður verður að byrja einhvers staðar og að sjálfsögðu var maður með mikinn fiðring í mag- anum fyrir leikinn,“ sagði Heimir og leist vel á framhaldið. „Það er hægt að leggjast í eymd og volæði eða líta jákvætt á stöðuna. Við eigum tvo leiki eftir í deildinni og fáum há- marksstigafjölda úr þeim sem skilar okkur í ágætt sæti. Auk þess erum við í undanúrslitum í bikarkeppninni svo það getur endað með því að sumarið verði gott fyrir ÍBV.“ Menn hrukku í gang strax áfyrstu mínútu þegar minnstu munaði að Tómas Ingi Tómasson skoraði fyrir ÍBV. Síðan hófst baráttan um miðjuna og um það bil sem Vest- urbæingar voru að ná þar völdum skoraði Gunnar Heið- ar fyrir gestina. KR-ingar héldu samt áfram að pressa gesti sína aft- ar í vörnina og náðu undirtökunum en það var ekki fyrr eftir hálftíma leik að kom að fyrsta umtalsverða færi þeirra. Þá sendi Arnar Jón Sig- urgeirsson góða sendingu innfyrir vörn ÍBV á Sigurð Ragnar Eyjólfs- son en Birkir Kristinsson kom vel út á móti og varði í horn. Þrátt fyrir góð tök á miðjunni þurftu heimamenn að gæta sín í vörninni á góðum sprett- um Gunnars Heiðars og sendingum Tómasar Inga, sem sjálfur komst í ágætt færi á 32. mínútu en skaut framhjá. Það virtist herða á KR-ing- um því nokkrum mínútum síðar small aukaspyrna Sigurvins Ólafs- sonar í þverslá Eyjamanna og mín- útu síðar uppskáru þeir mark Einars Þórs. Atli fékk rautt spjald Í síðari hálfleik fór ekki mikið fyr- ir færum en því meira var um brot. Besta færið og í raun eina, sem var eitthvað var varið í, kom strax á 48. mínútu en þá fór skallabolti Einars Þórs beint í hendur Birkis í markinu. Baráttusvæðið færðist hægt og bít- andi aftur yfir á vallarhelming gest- anna og nokkrum sinnum skapaðist þvaga inni í markteig þeirra, ekki síst eftir að Veigar Páll Gunnarsson sýndi skemmtilega takta þegar hann prjónaði sig í gegnum vörn Eyja- manna, en þar vantaði á lokahnykk- inn. Á 63. mínútu lenti Tómas Ingi í miklu samstuði og varð að yfirgefa völlinn svo mesta bitið fór úr sókn- arleik ÍBV og tíu mínútum síðar var Atli Jóhannsson rekinn af velli með verðskuldað rautt spjald. KR-ingum tókst hinsvegar ekki að nýta sér það og gekk illa síðasta spölinn að marki gestanna, sem börðust með kjafti og klóm í vörn fyrir stiginu sínu. Undir lokin fikruðu Eyjamenn sig framar á völlinn og fengu tvær hornspyrnur á síðustu mínútum á meðan stuðnings- menn KR í stúkunni héldu niðri í sér andanum en allt kom fyrir ekki. KR-ingar höfðu ágæt tök á vörn- inni og á miðjunni tóku þeir öll völd en lögðu ekki eins mikla áherslu á sóknarleikinn. Nokkuð virtist harka gestanna slá þá út af laginu en þeir mega vita að þá verður að spýta enn meira í lófana. Þeir virtust ekki eiga neitt svar við því hve gestir þeirra færðu sig aftarlega og ekki heldur hart var tekið á þeim. Sigurvin Ólafsson, leikmaður KR og fyrrverandi leikmaður ÍBV, meiddist og varð að fara af leikvelli þegar 20 mínútur voru eftir og er óvíst um frekari þátttöku hans á Ís- landsmótinu. Eyjamenn fá ekki hrós fyrir góða knattspyrnu. Leikmenn virtust hugsa meira um hörkuna og láta finna fyrir sér en spila knattspyrnu. Hinsvegar er eins og venjulega að- eins spurt að leikslokum og eitt stig er góð uppskera. Harkan kostaði hinsvegar sitt og líklega verða Atli og Bjarnólfur Lárusson úrskurðaðir í leikbann eftir þennan leik. Morgunblaðið/Þorkell Kjartan Antonsson stóð fyrir sínu í vörn ÍBV þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við KR í Vesturbænum í gær. Hér nær hann boltanum af Ein- ari Þór Daníelssyni, sem átti á tíðum erfitt uppdráttar, og Hjalti Jóhannesson, félagi Kjartans, fylgist grannt með framvindu mála. Stig fyrir hörkuna EYJAMENN mættu grimmir KR-ingum í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og uppskáru þannig eitt stig í hörkuleik, sem helst verð- ur minnst fyrir mörg glóru- og tilefnislaus brot svo spjöldin fóru átta sinnum á loft. Eyjamenn geta vel við 1:1 jafntefli og eitt stig unað en KR-ingar máttu varla við því, eru nú einu stigi á eftir efsta liðinu, Fylki, þegar tvær umferðir eru eftir. Stefán Stefánsson skrifar 8  #  9  :      ); )        #    +   5 =      )    0 :     82   );  -     / 5? , )   "   <-1          D; B F  7   +, + /  !# ='3  $& 5 . /  8 -/ , C   87   7 =  4 !2   4  <@& B )* +  5   8 / 5? , !+ .  '   $E& 7  /#3 4 9  . ,  # 7,.    :;< .4 0  3 =  $ #  % &%''%  > =  # & >2  ) 4 & 1   ; ( 4   ?*74 ?.  / 0)  &  @A   . B2 :   82 .   7 *.    #      @ < D     ' 2  '3  +B   # 74* 23    3 8  !G ' ? D<& - 7  '3   4 *   4 !3 8 $&  8 . - . !H  . 4 <1& + 5 =  0)  &<-13,5& -2   (  &<-13A?5&   #  & 2     &<-13C+5& :   /   & 3+'5& -2  /1   &<-13,A5&  #D   &<-13*+5& 8 E   & 3*+5& +  3   3  0)  &<-13*%5     2 # E ;3?A5 ; ;3A,5 !1& % E !1& Mark í gjafa- umbúð- um Kristinn dæmir í Bolton KRISTINN Jakobsson, milli- ríkjadómari, dæmir vin- áttulandsleik 21-árs landsliða Englands og Júgóslavíu sem fram fer á Reebok Stadium, heimavelli Bolton Wander- ers, á föstudagskvöldið. Að- stoðardómarar verða Pjetur Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson. Enska knatt- spyrnusambandið óskaði eft- ir því að fá Kristin á þennan leik en hann dæmdi leik Eng- lands og Hollands í þessum aldursflokki í fyrra og þótti standa sig vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.