Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist í samtali
við Morgunblaðið vera ánægður með það sam-
komulag sem náðist við Samson ehf. vegna sölu á
hlut ríkisins í Landsbanka Íslands. Salan hafi
gengið saman með góðum hætti fyrir ríkissjóð og
verðið sem fengist hafi fyrir bankann sé vel við-
unandi.
„Þetta er sennilega stærsti áfanginn í einka-
væðingarferlinu sem nú er að verða að veruleika.
Áformin ganga út á að nýta fjármunina til að
greiða erlendar skuldir okkar og búa þannig í hag-
inn fyrir þjóðina til lengri tíma og minnka vaxta-
byrðina sem við höfum gagnvart erlendum lánum.
Það er mjög jákvætt að aðilar sem hafa verið að ná
fjármunum erlendis skuli festa þá svo aftur í ís-
lenskum veruleika,“ segir Davíð.
Hann segir samkomulagið vera mjög í anda
þeirra markmiða sem ríkið hafi sett sér fyrirfram.
Ríkisendurskoðun hafi sömuleiðis verið búin að
taka undir sjónarmið erlendra ráðgjafa um að
einkavæðingarnefnd hafi verið á réttri braut í
meðferð málsins. „Ég hygg að menn geti samein-
ast um að viðurkenna að þarna hafi verið allsæmi-
lega vel að verki staðið, þó að alltaf megi finna að
hinu og þessu eins og er í flóknum og erfiðum mál-
um sem þessum,“ segir Davíð.
Stærri hlutur seldur strax
en ráðgert var upphaflega
Forsætisráðherra er spurður hvort eitthvað
hafi ekki gengið eftir í viðræðunum við Samson.
Hann segir svo ekki vera. Þó sé verið að selja eilít-
ið stærri hlut í byrjun en upphaflega hafi verið
áætlunin, eða rúm 33% í stað um og yfir 25% í
fyrstu auglýsingu einkavæðingarnefndar. „Ann-
ars er ágætt að selja svo stóran hlut í byrjun, það
styrkir okkar efnahagslegu stöðu.“
Davíð segir að nú verði gengið til viðræðna við
þá hópa sem ákveðnir hafi verið áður vegna sölu á
hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Vonir séu
bundnar við að þeim áfanga verði lokið fyrir ára-
mót. Efnahagslífið muni þá gjörbreytast þegar
ríkið verði nánast horfið af fjármálamarkaðnum,
líkt og stefnt hafi verið að í næstum áratug.
Fram kemur í tilkynningu einkavæðingar-
nefndar að eftir samkomulagið við Samson eigi
ríkið 2,5% hlut í Landsbankanum. Spurður hvort
ríkið ætli sér að eiga þann hlut áfram segist Davíð
ekki eiga von á því. Ríkið hafi engan ávinning af
þeim hlut og hann verði án efa seldur einn góðan
veðurdag.
Stærsti áfanginn í einka-
væðingu að veruleika
Davíð Oddsson forsætisráðherra um sölu á 45,8% hlut í Landsbanka Íslands
HALLDÓR J. Kristjánsson,
bankastjóri Landsbanka Íslands,
lýsir yfir ánægju sinni með að nið-
urstaða er fengin í viðræður um
sölu á hlut ríkisins í Landsbank-
anum.
„Landsbankinn hefur eftir föng-
um reynt að veita upplýsingar og
aðstoð í þessu einkavæðingarferli
alveg frá byrjun. Það er búið að
vera ánægjulegt að vinna í allri
þessari þróun sem hefur í raun
tekið fjögur ár, allt frá þeim tíma
sem 15% hlutur var seldur í bank-
anum á almennum markaði. Allir
þættir í einkavæðingu Landsbank-
ans hafa tekist vel og ég fagna því
að þessum áfanga er náð nú. Ég
bind góðar vonir við aðkomu nýrra
aðila að bankanum og tel að
reynsla þeirra af alþjóðlegum við-
skiptum muni nýtast bankanum
vel í að efla sig á innlendum sem
erlendum mörkuðum,“ segir Hall-
dór.
Óttast ekki að einn aðili
eignist 45% í bankanum
Aðspurður segist Halldór ekki
óttast það að einn aðili eignist 45%
hlut í bankanum enda sé það æski-
legt í hverju fyrirtæki að þar séu
öflugir kjölfestufjárfestar. „Lands-
bankinn er vanur því að einn aðili
eigi stóran hlut í honum þannig að
það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ég
tel að það sé eðlilegt að ríkið fari
út af þessum markaði og það hefur
alltaf verið mín skoðun.
Ríkisvaldið hefur miklu öflugra
hlutverki að gegna á fjármála-
markaði heldur en á flestum öðr-
um mörkuðum við að setja leik-
reglur og hafa virkt eftirlit með
fjármálafyrirtækjum. Það er ekki
eðlilegt að sami aðili, sem hafi
reglugerðar- og eftirlitshlutverk í
svo ríkum mæli, eins og þörf er á
fjármálamarkaði, sé jafnframt eig-
andi fjármálafyrirtækis,“ segir
Halldór.
Hann segist hins vegar fagna
því að áfram sé stefnt að því að
bankinn verði í mjög dreifðri
eign. „Ég hef ávallt talið að að-
koma eins öflugs kjölfestufjár-
festis geti fallið vel að markmið-
um um dreifða eignaraðild og
aðild slíks kjölfestufjárfestis geti
einnig treyst stöðu hinna fjöl-
mörgu annarra hluthafa í bank-
anum,“ sagði Halldór J. Krist-
jánsson.
Fagnar
sölu ríkis-
ins á bank-
anum
Halldór J.
Kristjánsson
Morgunblaðið/Kristinn
Í samræmi
við áætl-
anir sem
lagt var
upp með
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra segir sölu á hluta-
bréfum í Landsbankanum í sam-
ræmi við þær áætlanir sem lagt hafi
verið upp með frá byrjun.
„Við fórum náttúrulega út í þetta
ferli með það í huga að selja og selja
stóran hlut í báðum bönkunum. Og
nú hefur það einnig verið tilkynnt að
farið verði út í samsvarandi ferli með
Búnaðarbankann,“ segir ráðherra.
„Þetta gerist allt í framhaldi af því
að það var sett fram auglýsing og
óskað eftir að áhugasamir aðilar
gæfu sig fram og nú hefur hópurinn
verið þrengdur. Ástæða þess að Ís-
landsbanki er ekki lengur inni í
myndinni eru samkeppnissjónarmið-
in. Það kom fram í auglýsingunni að
það yrði höfð hliðsjón af samkeppn-
islögum og við höfum aldrei hugsað
okkur að stuðla að samþjöppun á
fjármálamarkaði. Ástæða þess hins
vegar að Þórður Magnússon og fleiri
eru ekki lengur með er sú að þeir
veittu ófullnægjandi upplýsingar
miðað við þær forsendur sem lagðar
voru fram af einkavæðingarnefnd-
inni. Þar að auki er ekki hægt að tala
um í því tilfelli að um formlegan hóp
fjárfesta hafi verið að ræða,“ segir
ráðherra enn fremur.
Valgerður segir að þótt fram komi
að fjármunir vegna sölu Landsbank-
ans verði einkum notaðir til að
greiða niður erlendar skuldir ríkis-
sjóðs breyti það ekki þeirri stað-
reynd að rætt hafi verið um
ákveðnar framkvæmdir í tengslum
við sölu bankans, s.s. jarðgöng og
menningarhús. Hún segir að ekki
hafi verið horfið frá þeim hugmynd-
um.
Valgerður
Sverrisdóttir
VERULEGT misræmi er í tölum
sem fram hafa komið um álagningu
innan matvöruverslana Baugs, þar
sem meðalálagning Aðfanga, dreif-
ingarfyrirtækis þess, er til að mynda
annars vegar sögð 31% og 5% hins
vegar. Greint var frá því í þættinum
Íslandi í bítið á Stöð 2 á miðvikudag-
inn var, að meðalálagning Aðfanga,
dreifingarfyrirtækis Baugs, á 500
vöruliði flutta inn frá Nordica Inc. í
Bandaríkjunum væri 31%, sem fyrr
segir. Síðan legðu verslanir Baugs of-
an á þessa vöruliði til viðbótar. „Út
frá þessum 500 vörutegundum er
meðalálagning í hverri verslun þann-
ig, samkvæmt þessari skýrslu, að
Bónus leggur að meðaltali 42% á vör-
una, eftir að hún er komin frá Aðföng-
um, 10–11 66% og Hagkaup að með-
altali 78% á viðkomandi vöru,“ sagði í
þættinum.
Voru fyrrgreindar upplýsingar
sagðar koma frá starfsmanni Baugs
og Nordica Inc.
Jóhannes Jónsson, stjórnarmaður í
Baugi og stofnandi Bónuss, vísaði út-
reikningunum á bug í samtali við um-
sjónarmenn og sagði að meðalálagn-
ing Aðfanga væri 5% til þess að mæta
kostnaði við dreifingu og Bónuss 15–
17%. „Þetta eru aðeins öðruvísi tölur
en þú ert að tala um Jóhannes,“ sagði
Jóhanna Vilhjálmsdóttir, annar um-
sjónarmanna. Bætti hún við dæmi um
ananas í sneiðum, sem sagður var
kosta 79,94 krónur kominn til lands-
ins með flutningskostnaði og vöru-
gjaldi, samkvæmt reikningi, og verð-
lagður á 159 krónur í Bónus í vikunni
er farið var á vettvang. „Álagningin
þarna er 70%,“ bætti Jóhanna við.
Árni Pétur Jónsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs Baugs, segir í
samtali við Morgunblaðið að þessar
upplýsingar séu „byggðar á stórkost-
legum misskilningi“ og bætir við:
„Því lagt er út af innkaupsverði
Nordica á vörunni í Bandaríkjunum
og útsöluverði sömu vöru í verslunum
okkar hér heima, í mörgum tilvikum
algerlega án tillits til álagningar
Nordica sjálfs, flutningskostnaðar,
vörugjalda og tolla. Auk þess sem við-
komandi gefur sér gengi í útreikning-
unum. Um er að ræða 170 vöruliði þar
sem þessi mismunur er reiknaður út í
prósentustigum með þessum hætti, í
hverjum lið fyrir sig, þær prósentur
lagðar saman og deilt með heildar-
fjölda vöruliða. Það sér hver maður
að þetta gengur ekki upp,“ segir Árni
Pétur.
Einnig segir hann að útreikning-
arnir hafi ekki verið gerðir af starfs-
manni Baugs, heldur starfsmanni
Nordica þremur dögum eftir að
samningum hafi verið sagt upp við
fyrirtækið. „Meðalálagning Aðfanga
er 5% og meðalálagning Baugs ofan á
vörur Nordica var að jafnaði í kring-
um 25,67%, eins og við getum sýnt
fram á. Hið sanna er að við töpuðum á
þessum viðskiptum ár eftir ár,“ segir
Árni.
Lögð hefur verið fram þingsálykt-
unartillaga á Alþingi þar sem lagt er
til að ástæður hás matvöruverðs á Ís-
landi séu brotnar til mergjar. Jón
Björnsson, framkvæmdastjóri Baugs
Íslands, segir að fyrirtækið taki
„heilshugar undir þá hugmynd“. „Við
erum til í að opna bækur okkar og
sýna hvað við höfum upp úr matvöru-
verslun og hvernig veruleiki í verslun
blasir við okkur á Íslandi. En þá er
um að gera að taka alla aðfangakeðj-
una og fylgja henni eftir lið fyrir lið.
Ég er viss um að ýmsar spurningar
muni vakna í framhaldi af því, sem
ekki snerta fyrirtækið Baug,“ segir
Jón Björnsson.
Ísland í bítið leggur fram tölur um margfalda álagningu í verslunum Baugs
Baugsmenn segjast til
í að opna bækur sínar
Ætlum að lækka/16
FULLTRÚAR frá Mengunar-
vörnum norska ríkisins (SFT)
funduðu í vikunni með hönnuði og
tæknimanni Guðrúnar Gísladótt-
ur KE-15, sem sökk við strendur
N-Noregs í júní í sumar. Þeir
komu hingað á fimmtudagskvöld
og munu fara yfir ýmis tækniat-
riði og áætlun nýs eiganda skips-
ins, Íshúss Njarðvíkur, um hvern-
ig verði staðið að björgun þess.
Á þriðjudag rann út frestur sem
eigendum skipsins hafði verið gef-
inn til að fjarlægja olíuna um
borð. Hafa eigendurnir frest til 1.
maí til að hífa skipið sjálft upp af
hafsbotni. Eigendur skipsins
áforma að fjarlægja skipið og olíu-
na í einu lagi, en SFT hefur hafn-
að kröfu þeirra um að framlengja
frestinn til 15. desember. Telur
SFT aðgerðaáætlun nýrra eig-
enda ófullnægjandi og segir svör
við mikilvægum spurningum
vanta og því eru Norðmennirnir
komnir hingað.
Funda um skipsbjörgun