Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 6

Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/10 – 19/10 ERLENT INNLENT  ÍSLENSK erfðagrein- ing hefur krafist þess að Persónuvernd leggi fram tímaáætlun vegna örygg- isúttektar á miðlægum gagnagrunni á heilbrigð- issviði sem hafi tafist úr hófi fram. Persónuvernd segir á móti að ÍE hafi ítrekað óskað eftir að breyta hönnun gagna- grunnsins sem hafi hægt á úrlausn málsins.  FORSETI Íslands fór í vikunni í þriggja daga opinbera heimsókn í Húnaþing. Forsetinn kom víða við, heimsótti Kántríbæ, slóðir Grettis sterka og auk þess fjöl- mörg fyrirtæki og stofn- anir.  HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð vegna meins í blöðruhálskirtli í vikunni. Halldór verður í veikindaleyfi um nokkurt skeið en ekki verður skip- aður staðgengill á meðan ráðherra er á landinu.  ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu vann 3:0- sigur á Litháen í und- ankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Heiðar Helguson skoraði eitt mark og Eiður Smári Guðjohnsen tvö mörk.  FLUGLEIÐIR til- kynntu í vikunni að þær hygðust lækka ódýrustu fargjöld sín um tæpan þriðjung. Þá kom m.a. fram að írska lággjalda- flugfélagið Ryanair hefur verið í viðræðum við ís- lenska aðila um að hefja áætlunarflug til landsins næsta sumar. Kjaranefnd úrskurðar um kjör heilsugæslulækna KJARANEFND felldi í vikunni úrskurð um laun og önnur starfskjör heilsu- gæslulækna sem taka á gildi 1. nóvem- ber nk. Samkvæmt úrskurðinum geta læknar valið á milli fastra mánaðarlauna og samsettra launa. Þórir Kolbeinsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að mis- góðar kjarabætur felist í úrskurðinum en að þar sé ekki tekið á meginkröfu heimilislækna um starfsréttindi á borð við aðra sérfræðinga. Lúðvík Ólafsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir úrskurðinn fela í sér mjög jákvæða breytingu fyrir heilsu- gæslustöðvarnar og auka verulega svig- rúm við skipulagningu á störfum lækna. Að sögn Jóns Kristjánssonar heil- brigðisráðherra má lauslega áætla að kostnaðaraukinn vegna úrskurðarins sé um 300 milljónir króna á ári. Rætt um aðskilnað við ríki og afhendingu prestssetra á Kirkjuþingi Á KIRKJUÞINGI sem sett var sl. sunnudag sagði Karl Sigurbjörnsson biskup m.a. í ræðu sinni að sér sýndist að kirkjan þyrfti meðvitað að búa sig undir að til lögskilnaðar ríkis og þjóð- kirkju myndi koma. Vísaði biskup þar m.a. í könnun Gallups sem sýndi að 68 af hundraði væru hlynnt aðskilnaði. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkju- málaráðherra, segir hins vegar að rík- isvaldið muni ekki að fyrra bragði setja aðskilnað ríkis og kirkju á dagskrá. Þá var á Kirkjuþingi í vikunni m.a. rætt um 150 milljóna króna tilboð kirkju- málaráðherra vegna uppgjörs og af- hendingar prestssetra en kirkjuþings- menn lýstu yfir megnri óánægju með tilboðið. Í tilboðinu felst að þjóðkirkjan afsali sér rétti til bóta fyrir eignir sem gengið hafa undan prestssetrum í umsjá ríkis frá árinu 1907. Mannskætt tilræði á Balí HÁTT í tvöhundruð manns fórust í sprengjutilræði á ferðamannaeynni Balí laugardaginn 12. október. Er þetta skæðasta hryðjuverk sem unnið hefur verið í Indónesíu. Flest fórnar- lambanna voru erlendir ferðamenn og voru þeir af yfir 20 þjóðernum; yfir 100 voru Ástralar. Alls sprungu þrjár bílsprengjur, allar svo til samtímis. Sú allrastærsta sprakk fyrir utan nætur- klúbb á Kuta-ströndinni, fjölsóttum ferðamannastað. Mörg líkin voru svo illa brunnin og tætt að beita þarf DNA-erfðaefnisgreiningu til að bera kennsl á þau. Auk þeirra 188 sem stað- fest var að hefðu farizt var enn margra saknað og því óljóst hver heildarfjöldi fórnarlamba var. Hátt í 300 slösuðust, margir eru með alvarleg brunasár. Rannsóknarlögreglumenn m.a. frá Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum komu indónesískum lögregluyfirvöld- um til aðstoðar við rannsóknina á til- ræðinu og leitina að ódæðismönnun- um. Stjórnvöld margra vestrænna ríkja réðu ríkisborgurum sínum frá því að dvelja í Indónesíu. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist gera ráð fyrir að hryðjuverkasamtökin al- Qaeda hefðu staðið að tilræðinu. Ítrek- aði hann kröfur um að Megawati Suk- arnoputri Indónesíuforseti brygðist harkalega við, en Bandaríkjamenn höfðu, áður en voðaatburðirnir urðu á Balí, þrúst mjög á að indónesísk stjórnvöld tækju harðar á íslömskum öfgahópum í landinu. Indónesíska lög- reglan handtók á laugardag þekktan múslimaklerk, Abu Bakar Bashir, sem grunaður er um vera andlegur leiðtogi Jemaah Islamiyah, samtaka öfgasinn- aðra múslima sem talin eru vera í tengslum við al-Qaeda. Á föstudag undirritaði Indónesíuforseti tvær neyðartilskipanir sem veita stjórn- völdum auknar valdheimildir til að uppræta starfsemi meintra hryðju- verkahópa í landinu.  STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum telja að Norður-Kóreumenn ráði yfir tveimur kjarnorku- sprengjum, unnum úr plútoni, að því er fram kom á fimmtudag. Áður höfðu þær fréttir vakið sterk viðbrögð að Norð- ur-Kóreumenn hefðu við- urkennt að hafa unnið að gerð kjarnorkusprengju úr auðguðu úrani á und- anförnum árum, þvert á samkomulag frá 1994.  AÐ minnsta kosti þrír létust og tuttugu til við- bótar slösuðust þegar sprengja sprakk í stræt- isvagni í einu úthverfa Manila, höfuðborgar Fil- ippseyja, á föstudag. Sjö manns féllu og yfir 100 slösuðust í öðru sprengju- tilræði sem framið var í borginni Zamboanga í suðurhluta Filippseyja á miðvikudag. Benti allt til þess að hryðjuverkamenn hefðu verið að verki.  BANDARÍKIN munu á næstu dögum leggja fram ný drög að ályktun um vopnaeftirlit í Írak, sem tekin yrði til atkvæða- greiðslu hjá öryggisráði SÞ, en þar verður tekið tillit til afstöðu Rússa, að því er greint var frá í vikulok.  VLADIMÍR Kramník, heimsmeistari í skák, og Deep Fritz, sterkasta skáktölva í heimi, gerðu jafntefli í sjöundu einvíg- isskákinni á fimmtudag. Stóðu leikar þá jafnt, 3,5 vinningar gegn 3,5. Úr- slitaskákin var tefld í gær. PÁLL Magnússon, framkvæmda- stjóri samskipta- og upplýsingasviðs Íslenskrar erfðagreiningar, ÍE, seg- ir að það sé efnislega rangt hjá Per- sónuvernd að segja að fyrirtækið hafi sífellt viljað breyta hönnun mið- læga gagnagrunnsins á heilbrigðis- sviði. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á föstudag hefur Persónu- vernd svarað bréfi sem stofnuninni barst frá ÍE 14. þessa mánaðar þar sem öryggisúttekt Persónuverndar á gagnagrunninum er gagnrýnd. „Framsetning Persónuverndar í bréfinu lýsir mjög vel í hnotskurn því vandamáli sem við höfum þurft að glíma við í þessu máli. Hafa ber í huga að það er verið að setja saman öryggisstaðla fyrir svona gagna- grunn í fyrsta sinn í heiminum. Eðli- lega erum við í þessu ferli stöðugt að rekast á tæknileg úrlausnarefni og við höfum komið tillögum jafnharð- an til Persónuverndar um það hvernig við viljum leysa þau. En í hvert sinn núllstillir Persónuvernd verkið,“ segir Páll og líkir þessu við ef starfsmenn ÍE væru að ganga með starfsmönnum Persónuverndar yfir Kjöl. Í hvert sinn sem komið væri að einhverju vatnsfalli þá vildu menn snúa við og hefja gönguferð- ina frá byrjunarreit. „Í stað þess að taka á því verkefni að komast yfir lækinn þá er alltaf snúið við og byrj- að upp á nýtt.“ Í svarbréfi Persónuverndar kem- ur m.a. fram að skortur hafi verið á gögnum frá Íslenskri erfðagrein- ingu, engin gögn hafi borist frá síð- astliðnu vori. Vegna þessa segir Páll að 22. mars sl. hafi Persónuvernd skrifað heilbrigðisráðuneytinu og lýst því yfir að stofnunin hafi stöðv- að öryggisúttektina vegna lögfræði- legra álitaefna. Páll segir að eðli málsins samkvæmt hafi ÍE ekki sent Persónuvernd gögn eftir þetta, enda engin úttekt í gangi samkvæmt bréfi stofnunarinnar sjálfrar. ÍE um svar Persónuverndar vegna gagnagrunns Rangt að ÍE hafi viljað breyta hönnuninni NÝLEGA komu tíu vinir saman í bílskúrnum heima hjá Sverri Her- mannssyni, 13 ára, í Grafarvogi í þeim tilgangi að spila tölvuleikinn Counter strike (Gagnárás). Dreng- irnir komu sér fyrir í skúrnum með tíu tölvur og spiluðu í fóra daga samfleytt. Að sögn Sverris er leikurinn mjög vinsæll meðal ungmenna en hópurinn þeirra er eina skipulagða liðið í Húsaskóla sem spilar leikinn að því er hann best veit. Hann segir að fjölmargir spili leikinn á Netinu auk þess sem árlega komi nokkur hundruð manns saman og spili Counter Strike og Quake á svoköll- uðum Skjálftamótum. Drengirnir eru flestir á fjórtánda ári og ganga undir nafninu RDM þegar þeir spila saman. Í stuttu máli er hópnum skipt í tvö lið og á annað liðið að reyna koma fyrir sprengjum á víð og dreif á meðan hitt liðið á að reyna að af- tengja þær. Gefin eru stig sam- kvæmt árangri. Frá árinu 1999 hafa nokkur hundruð manns komið saman fjór- um sinnum á ári á Skjálftamótum. Hinn 1.–3. nóvember nk. verður Skjálfti 4, 2002, haldið í íþróttahúsi HK í Kópavogi þar sem fjölmörg lið munu etja kappi hvert við annað. Búast má við að 500–600 kepp- endur taki þátt í því. Ljósmynd/Hermann Sverrisson Strákarnir æfðu sig af kappi í „Gagnárás“ um síðustu helgi í bílskúrnum hjá Sverri. Spiluðu tölvuleik í bílskúrnum 10 félagar í hópi hundraða ungmenna sem spila „Gagnárás“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.