Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 11

Morgunblaðið - 20.10.2002, Page 11
leiknum kom höfðum við ekki spilað saman síð- an í byrjun júní og vorum fyrri hálfleikinn að stilla saman strengina. Leikur okkar lagaðist í seinni hálfleik en það var ekki nóg. Við töp- uðum á jafnteflinu hér heima. En við eigum örugglega eftir að muna þessa keppni alla ævi út af árangri og stemningu. Svo byrjar ný keppni á næsta ári og þá höld- um við áfram, ætlum að standa okkur vel.“ Auglýsingar fyrir þrjá síðustu heimaleiki kvennalandsliðsins vöktu umtalsverða athygli, ekki síst sú fyrsta sem var hópmynd af leik- mönnunum á sundfötum. „Þetta setur skemmtilegan svip á það sem við erum að gera og skapar umræðu.“ Þegar hún hóf knattspyrnuferilinn voru þær enn stundum kallaðar „strákastelpur“ sem lögðu íþróttina fyrir sig og hún fékk líka að heyra að stór læri væru óhjákvæmilegur fylgi- fiskur þess að stunda íþróttina. „Og síðan er allt lesbíutalið í gegnum árin. Það er alveg ótrúlegt!“ Einhverjir leikmenn kunna að vera samkyn- hneigðir eins og gengur og gerist en stundum er eins og allar séu stimplaðar sem slíkar. Hvernig skyldu þær taka því? „Ég hugsa ekkert um þetta og er alveg slétt sama. En sumum finnst þetta náttúrlega leið- inlegt og þegar stelpur eru á viðkvæmum aldri, 15 til 16 ára, getur svona umtal skipt þær miklu máli. En umræðan hefur mikið lagast.“ Og hún finnur ekki fyrir því í dag að ein- hverjum finnist óeðlilegt að hún stundi knatt- spyrnu. „Nei, ég held að seinni ár hafi það bara hjálpað mér að vera í fótbolta og vera þekkt sem slík. Kannski er það vegna þess hve áhug- inn á kvennafótbolta hefur aukist mikið. Þessar myndir sem við vorum að tala um hafa líka hjálpað svolítið. Við höfum haft það að leiðarljósi, að minnsta kosti í byrjun, að sýna kvenleikann og þessa kvenlegu ímynd. Í bikiníauglýsingunni vildum við sýna að við værum flottar stelpur!“ Það fór nú ekki vel í alla… „Nei, en við fengum nákvæmlega þau viðbrögð við þeirri mynd sem við vild- um fá. Við vissum alveg að einhverjar gamlar kvenréttindakonur, sem vita nú ekki alltaf hvað er best fyrir baráttuna, myndu gagnrýna okkur. Umræðan var ótrú- lega fyndin og alveg dæmigert að það væru helst konur sem gagnrýndu; það sannaðist að konur eru konum verstar. Þótt við séum sjálfar kvenréttindakonur stjórnum við ekki því hvað þarf til að vekja at- hygli; hvað höfðar til fólks. Það er skrýtið að kvenréttindakonur komi fram með eitthvað svona sem er í raun slæmt fyrir kvenrétt- indabaráttuna. Hefðum við komið fram naktar væri það allt annað. En við vorum í sundfötum, eins og við hefðum verið í Sundlaug Vest- urbæjar og ljósmyndari komið þar við. “ Hræðilega einmana Ásthildur hélt til Bandaríkjanna í nám 1997 og eftir á að hyggja segir hún árin fjögur þar í landi lærdómsrík, svo ekki sé meira sagt. „Það var hræðilegt fyrst. Þá reyndi virki- lega á mig; ég hringdi oft grátandi heim og sagði mömmu að ég gæti ekki verið þarna. Heimþráin var þvílík.“ En svo kynntist hún mörgu góðu fólki. „Það var mér mjög gott, það var gaman að kynnast annarri menningu og þroskandi að hafa ekki gefist upp. Að fara og þurfa alveg að sjá um sig sjálf. Svo fékk ég fullan skólastyrk, mat og allt og lærði gífurlega mikið af þessu í fótbolta, varð betri leikmaður; það var því algjör draumur að fara.“ Hvers vegna ætli Nashville í Tennessee hafi orðið fyrir valinu; varla fyrir kúrekadans og sveitatónlist? Eða var það vegna fótboltans? „Sumarið áður fór ég á eitthvert mót í Louisana þar sem samankomnir voru margir þjálfarar, flestir frá háskólum í Suðurríkj- unum. Ég fékk fullt af tilboðum eftir það mót og valdi bara besta skólann; passaði mig á því að fara í virtan skóla.“ Hún neitar því ekki að gott hafi verið að fjármagna námið með knattspyrnuhæfileik- unum? „Það er auðvitað mikill munur að vera ekki með nein námslán þegar námi lýkur. Svo gaf þetta manni miklu meira en bara gráðuna sjálfa. Eitt af því sem mamma og pabbi sögðu við mig þegar ég var að því komin að koma aft- ur heim, að gefast upp; þú átt eftir að sjá eftir því alla ævi ef þú gerir það. Og ég vildi auðvit- að ekki gefast upp; vildi ekki koma heim með skottið á milli lappanna.“ Hvað sveitatónlistina varðar segist Ásthildi hafa þótt hún „alveg hræðileg“ framan af. Dolly Parton og fleiri stórstjörnur búa í næsta nágrenni við Vanderbilt-skólann en henni fannst ekki mikið til þeirra koma. „Áður en ég fór heim var ég hins vegar farin að bera mikla virðingu fyrir Dolly Parton. Kántrítónlistin skipar stóran sess þarna og mikið af henni er mjög skemmtilegt. Ef manni lík- ar ekki eitthvað er það bara vegna þess að maður þekkir það ekki. Fáfræði og jafnvel ákveðnir for- dómar. Ég lærði það þarna að maður á ekki að dæma án þess að þekkja til.“ Ásthildi gekk mjög vel á knattspyrnuvöll- unum vestanhafs með liði Vanderbilt og liðinu var hæst raðað í áttunda sæti á styrkleikalista háskólanna. Eftir fyrsta keppnistímabilið var hún valin í nýliðalið ársins yfir allt landið, All-American eins og þeir kalla það, og eftir tímabilið 1998 var Ásthildur valin í úrvalslið ársins; þótti sem sagt ein af 11 bestu leikmönnum í bandarísku háskóladeildinni. „Það er örugglega eitt af því sem stendur upp úr á ferlinum til þessa,“ segir hún núna. „Það voru bara tveir útlendingar í þessu úrvalsliði og ég var sú fyrsta frá upphafi sem valin var úr mínum skóla. Það var mjög gaman.“ Þar sem Ásthildur var orðin 21 árs þegar hún byrjaði í skólanum mátti hún ekki leika með skólaliðinu öll fjögur árin sem hún stund- aði þar nám. Síðasta árið hugðist hún þess vegna einbeita sér að náminu, en svo fór hins vegar að hún tók sér frí í eina önn vegna þátt- töku í atvinnumannadeildinni. „Ég var byrjuð á fjórða ári þegar haldið var úrtökumót fyrir atvinnumannadeildina, í des- ember 2000, þar sem um 200 leikmenn komu saman til að sýna sig.“ Nýliðaval fór svo fram, eins og í öðrum íþróttum vestanhafs. „Fólk talaði um það við mig á mótinu að ég væri einn af fimm til tíu bestu leikmönnunum. Það sagði að ég yrði örugglega valin í fyrstu umferðinni – og ég vissi alveg að ég hafði staðið mig vel.“ En svo fór ekki. Liðin voru átta og þrátt fyr- ir að hvert þeirra veldi nokkrum sinnum fyrri daginn var Ásthildur ekki valin. „Ég varð mjög fúl og hugsaði með mér hvers konar klíka þetta væri eiginlega! Var búin að horfa á fullt af leikjum og vissi alveg hvar ég stóð. Seinni daginn sem valið stóð yfir var ég svo valin, í næstsíðustu umferð. Öllum hér heima fannst það frábært að ég kæmist inn, en ég var hundfúl. Var meira að segja að hugsa um að af- þakka boðið, en fór svo.“ Liðið var Carolina Courage og þjálfarinn fór fram á það við Ásthildi að hún tæki sér frí á vorönninni í skólanum og einbeitti sér að æf- ingum með liðinu og hún varð við þeirri bón. „Við byrjuðum að æfa í febrúar, vorum þá 25 en vissum að fækka ætti niður í 18 leikmenn áður en deildin hæfist og ég gerði mér fljótlega ljóst að ég yrði ekki þarna áfram. Mér fannst þjálfarinn taka mig fyrir al- veg frá byrjun; hún skammaði mig alltaf sérstaklega og ég velti því fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi. Svo áttaði ég mig á því að við vorum fimm útlendingar í hópnum, en fjórir eru aðeins leyfðir þegar í keppni er komið. Ég keppti um stöðu í hópnum við eina kanadíska sem spilað hafði með liði í þessu sama ríki og hún var tekin fram yfir þó að hún væri orðin 33 ára og frekar sein að hlaupa.“ Þegar ljóst var að Ásthildur yrði ekki áfram í herbúðum Courage fór hún til Bost- on og lék þar með liði í 1. deild, næstu deild fyrir neðan atvinnumanna- deildina og kom svo heim um vorið og lék með ÍBV. Meiddist reyndar fljótlega og var lítið með. Á haustdögum í fyrra hélt hún síðan aftur vestur um haf og útskrifaðist sem verkfræðingur um síðustu jól. Að horfa á fótbolta Líf Ásthildar snýst meira og minna um fót- bolta og lítill tími er fyrir önnur áhugamál. „Ég horfi mikið á fótbolta á kvöldin og líður eiginlega hálfilla ef ekki er leikur í sjónvarp- inu! Að horfa á fótbolta er örugglega það skemmtilegasta sem ég geri. Það er hreinlega ekkert betra en sitja og horfa á Meistaradeild- ina, sérsklega þegar Manchester United er að spila, eða þá HM. Það er líka mjög mikilvægt upp á leikskilning og þess háttar að horfa mik- ið á fótbolta. Það er mikið hægt að læra af því að horfa á þá bestu. Til dæmis hvernig leik- aðferð liðin spila og hvort hún gengur upp.“ Ásthildur gefur sér að vísu tíma til að lesa og hefur mjög gaman af því. Heldur mest upp á Halldór Laxness. „Hann er snillingur.“ Af knattspyrnumönnum heldur hún mest upp á David Beckham, leikmann Manchester United. Nefnir líka Frakkann Zidane, Ítalann Totti og Þjóðverjann Ballack, „Svona fram- liggjandi miðjumenn, það eru mínar týpur.“ Og hún nýtur sín einmitt best í þeirri stöðu. „Hluti skýringarinnar á því að mér gekk svona vel í sumar er að Vanda [Sigurgeirs- dóttir, þjálfari KR] hefur þekkt mig síðan ég var 12 ára og veit hvað er best fyrir mig. Hún gefur mér það frjálsræði sem ég þarf.“ Ásthildur segir skipta miklu máli hvernig knattspyrnumenn eru stemmdir þegar þeir eru að leika. „Aðalmálið er að hafa gaman af þessu og ef maður er í góðu skapi gengur allt upp, en ekkert ef maður er pirraður.“ Bara eins og í daglega lífinu. „Já, maður verður að mæta með góða skapið á völlinn og það er ekki erfitt þegar maður er svona ánægður í lífinu og gengur svona vel.“ En hún segir nauðsynlegt að kynnast því að lenda mótbyr. Það sé hollt. „Ekki er hægt að reikna með því að manni gangi alltaf allt í haginn og þegar á móti blæs verður maður bara að taka því og vinna sig út úr því. Það var t.d. góð lexía fyrir mig að fara ein til Bandaríkjanna. Það er hollt að læra að takast á við erfiðleika líka.“ Hluti af því er að kynnast sjálfum sér. „Pabbi hefur verið að brýna fyrir mér að reyna að læra á sjálfa mig, hvernig skap ég er með og þess háttar.“ Skyldi því námi vera lokið eða er það ef til vill eilífðarlærdómur? „Ég held það sé eilífðarlærdómur en mér hefur farið fram. Þegar ég var yngri sveiflaðist sjálfstraustið til dæmis alveg rosalega; var í al- gjöru núlli einn daginn en í góðu lagi þann næsta. En það hefur breyst.“ Hún segist varla vita hvers vegna sjálfs- traustið var svo breytilegt. „Svo virðist sem stelpur sveiflist frekar en strákar séu öruggari með sig. Eða þá að stelpur viðurkenni þetta frekar. Ég held að strákar séu alls ekki með gott sjálfstraust almennt, en ef það er gott sveiflast þeir minna en stelpur sem eru með gott sjálftraust.“ Þessar sveiflur ollu henni ekki erfiðleikum, segir hún. „Nei, ég held að mamma og pabbi hafi alltaf hjálpað mér um leið. Ég átti til, og á reyndar enn til, að brjóta mig niður. Ef ég skaut yfir eða átti lélega sendingu, þá öskraði ég og setti hausinn oní bringu.“ Því má velta fyrir sér hvort þetta hafi eitt- hvað með fullkomnunaráráttu að gera. „Það gæti verið,“ segir hún. „Og þótt ég eigi ekkert allt of gott með að taka gagnrýni – þótt ég hafi svo sem bætt mig á því sviði – þá er ég mjög gagnrýnin á sjálfa mig. Geri mjög miklar kröfur til sjálfrar mín.“ Hún veit að kröfur til hennar inni á vellinum eru líka gríðarlegar, en henni finnst það gott. „Það segir mér bara að ég sé góð og fólk hafi trú á mér og það er bara af hinu góðu. Síðan verð ég bara að læra að taka því. En þegar ég spila meðalleik finnst mörgum ég ekki nógu góð og jafnvel léleg. Síðan ef ég spila toppleik þá er það talið eðlilegt!“ Leiðtogi Ásthildur er leiðtogatýpa og einu sinni seg- ist hún hafa verið ákveðin í því að verða ein- hvers konar forstjóri eða yfirmaður. „Það gefur mér ofboðslega mikið að vera fyrirliði í landsliðinu og ég hef fundið mig vel í því hlutverki.“ Hún hlakkar til næstu keppni með landslið- inu, EM sem hefst á næsta ári, og segir að hún verði tekin föstum tökum. „Ég hugsa ekki langt fram í tímann en veit þó að ég ætla í framhaldsnám og vil eiga að minnsta kosti tvö góð ár enn í fótboltanum. Þetta tvennt er því efst á baugi; framhaldsnámið og landsliðið.“ Ásthildur segist hafa gaman af því að stjórna; að taka völdin, eins og hún gerir raun- ar oft á knattspyrnuvellinum. „Ég er náttúrlega frekja! Sumum finnst voðalega neikvætt að nota það orð; ég ætti sennilega frekar að segja ákveðin! En ég er frekja á jákvæðan hátt, þótt fjölskyldan sé reyndar ekki alltaf sammála því!“ Foreldrarnir eru sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi. Skyldu systurnar vera aldar upp þannig að þær vilji og eigi að bera ábyrgð? Finnst Ásthildi það hafa verið meðvitað? „Já, ég held það. Mér var einu sinni sagt að maður úti í bæ hefði gagnrýnt að Helgi og Hildur vildu ala það upp í stelpunum sínum að þær ættu alltaf að vera bestar!“ Þessi ummæli komu Ásthildi á óvart. „Auðvitað, sagði ég. Á fólk frekar að ala börnin sín þannig upp að þau verði meðalmenn sem geti ekki þetta eða hitt? Maður hlýtur að reyna að efla sjálfstraust barnanna sinna svo þeim geti gengið eins vel og hægt er.“ Hún velti þessum hlutum svolítið fyrir sér eftir að hafa heyrt vitnað í umræddan mann. „Það er auðvitað mismunandi hvernig menn túlka hvatningu. Okkur var ekki sagt alltaf að við værum bestar, en við fengum þá hvatningu sem þurftum; okkur var sagt að gefast ekki upp, að við gætum hlutina – og það er eins í íþróttunum og í lífinu sjálfu. Hvatningin var alltaf fyrir hendi og mamma og pabbi eiga hrós skilið fyrir það. Þau hafa staðið sig frábærlega; við erum að vísu ungar enn þá en lofum góðu. Held ég.“ ’ Ég hringdi oft grátandiheim og sagði mömmu að ég gæti ekki verið þarna. Heimþráin var þvílík. ‘ ’ Ég fékk að heyra þaðþegar ég var að byrja að ég væri hálfgerð strákastelpa! Að ég fengi stór læri af því að vera í fótbolta! ‘ ’ Á fólk frekar að alabörnin sín þannig upp að þau verði meðalmenn sem geti ekki þetta eða hitt? ‘ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.