Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 18
ímyndinni af smásölunni. Af hverju er verslunarstjórnun og vinna í versl- un ekki iðngrein á Íslandi? Af hverju fær verslun ekki sömu viðurkenningu frá ríkinu og aðrar iðngreinar á land- inu? Okkur finnst það stórfurðulegt, sérstaklega í ljósi þess að það vinna fleiri í þessari grein en nokkurri ann- arri. Þetta fyrirtæki eitt og sér er með 2.000 starfsmenn, af þeim eru líklega yfir 1.900 sem vinna á versl- unargólfinu sjálfu og hefðu margir hverjir áhuga á því að mennta sig í faginu og verða betri. Þá skortir hins vegar tækifæri. Við erum með lært fólk í flestum öðrum atvinnugreinum. Af hverju erum við ekki með versl- unarmeistara? Enn sem komið er kaupum við 96% af allri matvöru sem við seljum á Ís- landi og flytjum einungis inn 4% sjálfir. Þar getum við náð miklu betri árangri og þurfum að herða róðurinn. ÁPJ Samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar er 71% af því sem heimilin í landinu kaupa vörur sem eru fram- leiddar eða pakkaðar hér á landi, 29% af því sem er í körfu neytenda er flutt inn til landsins. Nokkuð er talað um fjarlægðir og flutningskostnað en stór hluti verðmyndunarinnar verður til hér heima. Hér er um að ræða all- ar tegundir af kjöti, naut, svín, lamb, fuglakjöt, allar mjólkurvörur, það er mjólk, ost, jógúrt, smjör, egg, ís, súkkulaði og sælgæti, brauð og gos- drykki og léttöl. Þið talið um eftirlit og fag- mennsku. Dæmi um verðlagningu í einni af ykkar verslunum sem mig langar til þess að nefna koma úr Hag- kaupum. Þar hefur verið til sölu ávaxtasafi frá Chiquita á 177 krónur sem kostar 219 krónur hjá einum keppinauta ykkar. Fyrir nokkrum dögum var þessi sami safi merktur í hillu á 209 krónur og sagður með 15% afslætti. Þegar ég kom að kassanum var mér tjáð að búið væri að veita af- sláttinn í auglýstu hilluverði. Ef búið var að reikna afsláttinn var verðið fyrst hækkað úr 177 krónum upp í 246 krónur og síðan gefinn 15% af- sláttur sem gerir 209 krónur. Ef gefa átti afsláttinn af 209 krónunum hefði safinn kostað 177 krónur, eða hið sama og hann kostaði fyrir skömmu. Reyndar virtist enginn vita í versl- uninni hvort búið væri að gefa afslátt af 209 krónunum eða ekki og hvort hann væri yfir höfuð í gildi. Þetta er nú ekki beinlínis traustvekjandi. JB Almennt má segja að þetta séu mannleg mistök. Það stundar það enginn að reyna að plata viðskipta- vininn. Í Hagkaupum, svo dæmi sé tekið, verða tugir, hundruð, stundum þúsundir verðbreytinga á viku og okkar upplýsingakerfi á að vera það gott að svona hlutir eigi sér ekki stað, en því miður koma þeir fyrir. Nú hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar þar sem mælst er til að orsakir hás matvöruverðs á Ís- landi séu brotnar til mergjar. Í henni er stuðst við tölur um verðlag sam- kvæmt framreikningum norsku hag- stofunnar þar sem segir að verð mat- vöru á Íslandi sé 69% hærra en meðalverð í ríkjum ESB. JB Við fögnum því að lögð hafi verið fram þingsályktunartillaga um orsak- ir hás matvöruverðs á Íslandi. Við tökum heilshugar undir þá hugmynd, erum til í að opna okkar bækur og sýna hvað við erum að hafa upp úr matvöruverslun og hvernig veruleiki í verslun blasir við okkur á Íslandi. En þá er um að gera að taka alla að- fangakeðjuna og fylgja henni eftir lið fyrir lið. Ég er viss um að ýmsar spurningar muni vakna í framhaldi af því, sem ekki snerta fyrirtækið Baug. Það er auðvelt að skella skuldinni á okkur en ekki þar með sagt að gátan sé leyst. Ef verðmunurinn er 69% og við gefum alla álagningu okkar, sem er að meðaltali 21%, standa 48% eftir og hvernig vilja menn skýra það? Við erum ekki að oftaka, eins og framlegð af matvörusviði leiðir beinlínis í ljós. Svo hægt sé að tryggja lágt vöru- verð til frambúðar verðum við að byggja upp félög sem hægt er að reka með hagnaði. Arðsemi í matvöru á Ís- landi hefur verið verulega lág og langt undir því sem gerist í ná- grannalöndum okkar. Það ástand er viðvarandi. Hver er skýringin á því? JB Hún er sú að það er gríðarlega mikil samkeppni í þessari grein og við getum ekki hækkað vöruverð eins og okkur sýnist. Ástæðurnar eru nokkr- ar: Það eru margar keðjur að berjast um hylli tiltölulega fárra neytenda. Þær starfa á frekar mörgum stöðum og samkeppnin sýnir sig til að mynda í því hversu staðsetningar eru marg- ar í matvöruverslun og hversu langur opnunartíminn er. Ef hún væri ekki fyrir hendi væru þá ekki bara örfáar búðir og opið til klukkan sex og lokað um helgar? Það er minnstur tilkostn- aður að reka verslun þannig. Það er engin spurning að aukin þjónusta í verslun felur í sér aukinn kostnað. Við erum með búðir sem opnar eru í sjö tíma á dag, við erum með búðir sem opnar eru 24 tíma. Við erum með matvöruverslanir sem eru með 800– 1.000 vöruliði og við erum með verslanir sem eru með 10.000 matvöruliði og 32.000 sérvöruliði. Sumar matvöruverslanir okkar eru með þrjá starfsmenn, aðrar eru með 80 starfsmenn. Að sjálfsögðu er kostnaðurinn við þessa þjónustu breytilegur. Sagt hefur verið um lyfjaverslun að þar sé grimm samkeppni um við- skiptavininn, en lítil verðsamkeppni. Þá ályktun má draga af framansögðu að hið sama gildi um matvöruverslun þar sem hver keðjan eltir aðra með tilheyrandi tilkostnaði. Hvað þýðir þetta fyrir mig sem neytanda? ÁPJ Það þýðir að við erum búnir að setja á fót þetta margar verslanir til þess að svara óskum neytenda. Ef þú þarft að elta einhvern annan í hverfið mitt og opna verslun með til- heyrandi útgjöldum, eykur það þinn kostnað. Viðskiptavinir matvöru- kaupmanna eru alltaf jafn margir. Sýnir það ekki fram á að meiri sam- keppni ríki um viðskiptavininn milli verslanakeðja en í verðlagningu? JB Ef Bónus er tekinn sem dæmi er ekkert í verðþróun í versluninni á síð- ustu átta árum sem sýnir fram á þetta, því verð þar hefur hækkað minna en í öðrum verslunum. Auk þess er hegðun neytandans í dag þannig, samkvæmt rannsóknum, að hátt í helmingur velur verslun eftir fjarlægðum. Gætuð þið lækkað vöruverð ef verslanir væru færri? JB Ef verslanir væru færri væri þjón- ustan minni og einnig ódýrara að reka fyrirtækið, þá liggur í hlutarins eðli að hægt sé að bjóða lægra vöru- verð, en myndi það ekki hefta sam- keppni að banna mönnum að opna fleiri verslanir? Menn fara og setja upp verslun þar sem þeir halda að hún geti gengið. ÁPJ Við og aðrir höfum bitist harka- lega um ákveðin hverfi og menn hafa stundum gengið of langt í því, verið of ákafir í að opna og þurft að loka aftur. Við höfum lent í því og keppinaut- arnir líka. Þeir sem segja að ekki sé mikil samkeppni í matvöruverslun eru hreinlega ekki að fylgjast með markaðinum. Hagkaup gerir verðkannanir í Bónus og Bónus gerir verðkannanir í Hagkaupum, hið sama gildir um 10– 11, sem gerir verðkannanir hjá sínum samkeppnisaðilum. Það er engin mið- stýring hér á ferðinni. Við kaupum ákveðinn hluta af okkar matvöru saman inn í eitt vöruhús. Þetta hlut- fall er undir 40% af því sem við selj- um, 60% eru menn að taka ákvörðun um hver í sínu horni. Lætur ekki nærri að of margar matvöruverslanir séu á Íslandi? ÁPJ Jú, það er okkar mat. Víkjum að hlutdeild Baugs í mat- vöruverslun og umræðunni um fá- keppni. Hver er markaðshlutdeild ykkar? Tölur sem nefndar hafa verið í því sambandi eru 50–60%. ÁPJ Ef miðað er við upplýsingar AC Nielsen um það sem fer í gegnum skanna verslananna, það er svokallað scanning data, er markaðshlutdeild matvöruverslana Baugs að jafnaði í kringum 45%. Hvort við höfum 60% hlutdeild á höfuðborgarsvæðinu vit- um við ekki því mælingar skortir. Hvað hitt varðar er það vissulega rétt að fákeppni sé á matvörumarkaði. En það þýðir ekki að hér ríki ekki sam- keppni og alls ekki að hér sé einhver einokun á ferðinni. Í umræðunni virð- ist fólk ekki gera skýran greinarmun á hugtökunum fákeppni og einokun. Í rauninni er það ríkið sem helst hefur stundað einokun í gegnum tíðina og sá aðili sem hefur að ég tel flesta úr- skurði samkeppnisráðs á bakinu. Við erum gagnrýndir fyrir stærð og stöðu og ruddaskap á markaði. Er þá ekki ástæða til þess að skoða í hvaða aðstöðu smásalinn er í samn- ingum við íslenska birgja? Við erum með eitt fyrirtæki í brauðum, tvö í eggjum. Einn aðili rekur svínabú og er með 50% hlutdeild í sölu kjúklinga- kjöts og mjög stóran hlut í eggjum. Annar aðili á restina af svínakjöts- markaðinum á móti honum og hitt eggjabúið og þessir tveir til samans eru með 90% af eggjamarkaðinum. Í innkaupum á ís eru tvö fyrirtæki, eitt ráðandi fyrirtæki í sölu á gosi. Við höfum eitt orkufyrirtæki að skipta við, þar sem við þykjum ekki stórnot- endur vel að merkja og fáum engan afslátt þó að við kaupum rafmagn og hita fyrir rúmlega 100 milljónir á ári. Við höfum tvo aðila að semja við í flutningum og eitt flugfélag þar sem við fáum heldur ekki afslátt og engin vildarkjör í viðskiptum við Mjólk- ursamsöluna umfram aðra. Ég spyr, hvaða svigrúm höfum við til hagræð- ingar og hver er með tangarhald á hverjum? En sú gagnrýni að við hót- um aðilum og bönnum þeim að selja öðrum vörur sínar er algerlega röng. JB Fólk getur skoðað þessi fyrirtæki sem við rekum og spurt sig sjálft hvort við séum að bruðla með pen- inga. Erum við að setja stórfé í höf- uðstöðvar? Við setjum fjármunina aftur í búðirnar svo við getum gert betur, peningarnir eiga ekki að fara í rándýrar skrifstofubyggingar, sem algengt er að sjá í greinum þar sem samkeppnin er lítil eða engin. Ég segi því minni sem samkeppnin er, því dýrari eru höfuðstöðvarnar. Hvað skyldu höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur til dæmis kosta? Afkoma ykkar á matvörusviði er sögð óviðunandi og dróst framlegðin saman um 0,5% samkvæmt uppgjöri fyrr á árinu. Nú er nýbúið að breyta 10–11 í Borgarnesi í Bónus og fleiri Bónus-verslanir að opna innan tíðar. Hvað þýðir það fyrir afkomu matvörusviðs Baugs? Meðaltals- álagning í Bónusi er lægst innan Baugs, eða 15%. Hvað hafið þið ráð á því að reka margar lágvöruverðs- verslanir? JB Álagningin er lægri en það kostar líka minna að reka Bónus en hinar keðjurnar. Við erum bæði að lækka rekstrarkostnað og álagningu. Hvert fyrirtæki er rekið fyrir sig og hvert fyrirtæki þarf að skila arði og ná sín- um markmiðum. Við höfum verð ekki hærra í Hagkaupum til þess að greiða niður verð í Bónusi. Hvert fyr- irtæki er rekið sem sjálfstæð eining, með sínar sjálfstæðu höfuðstöðvar, sinn sjálfstæða framkvæmdastjóra og sína sjálfstæðu framkvæmda- stjórn. Þessir starfsmenn koma hér inn einu sinni í mánuði og halda stjórnarfund. Við gætum aldrei feng- ið fært fólk til þess að reka þessi fyr- irtæki okkar ef það ætti líka að vinna fyrir vörumerki í hinum versl- ununum. Hagkaupsmaðurinn vinnur fyrir Hagkaup, Bónusmaðurinn vinn- ur fyrir Bónus. Fyrirtækin eru sett svona upp svo að sú hætta sé ekki fyrir hendi að menn séu að þjóna mörgum herrum. Þess vegna gerist það mjög oft að Bónus lækkar verð því Hagkaup eða 10–11 er með tilboð á einhverri tiltek- inni vöru. Ef markaðurinn lækkar sig, þá lækka þeir sig allir. Þessir að- ilar heyja til að mynda mjög harða samkeppni í bókum fyrir jólin. Á dögunum auglýsti Europris kíló af appelsínum á 35 krónur. Í fram- haldi af því lækkaði kílóið af appels- ínum í Bónusi niður í 30 krónur. Er þetta ekki einmitt dæmi um það sem menn hafa áhyggjur af, það er að þið í krafti bolmagns ykkar og stærðar hér innanlands getið selt vörur undir kostnaðarverði, nánast eins og ykkur lystir. JB Ef Bónus gerir það, þýðir það að Bónus hafi efni á því. Álagningin í Hagkaupum hækkar ekki við það. ÁPJ Ef við gefum okkur að Bónus sé tíu sinnum stærri en einhver ótiltekin lágvöruverðsverslun, er þá ekki eðli- legt að hann njóti hagstæðari kjara í innkaupum? Ef Bónus myndi selja sína vöru með 1% álagningu, sem er ekki undir kostnaðarverði, myndi hinn aðilinn aldrei geta náð honum í verðlagningu. Hann yrði alltaf dýrari. Eru menn að segja að eðlileg sam- keppni eigi að vera bönnuð? Aðgengi að matvörumarkaðinum er auðvelt, en þú getur ekki opnað búð og ætlast til þess að við keppum ekki við þig. Segjum sem svo að innkaupsverð á appelsínum sé 100 krónur. Bónus kaupir þær á inn á 90 krónur í krafti stærðar en önnur minni lág- vöruverðsverslun þarf að kaupa þær inn á 100 krónur vegna smæðar. Ef Bónus ákveður fyrstu vikuna sem ný lágvöruverðsverslun er að byrja starfsemi, að selja allar appelsínur á 20 krónur og heldur verðinu þar, er hann að nýta sér styrkinn sinn og það er einmitt í svona tilvikum sem sam- keppnisyfirvöld þurfa að skoða að- gerðirnar. Við höfum ekki verið þekktir fyrir svona aðgerðir og höf- um ekki hrakið neinn af markaði. Hins vegar hafa menn komið inn á þennan markað með digrar yfirlýs- ingar og sagst ætla að vera ódýrari, eins og Nettó, eins og Krónan og eins og Europris. Þeir lækka verðið, oft undir kostnaðarverð, og við svörum, enda hefur Bónus lofað neytandanum að hann sé alltaf ódýrastur. JB Ef við pössum upp á að halda kostnaðinum hjá okkur alltaf lægri en hjá samkeppnisaðilanum, munum við alltaf geta boðið lægra verð. Ef við missum sjónar af kostnaði, sama hvaða nöfnum hann kann að nefnast, munu aðrir geta boðið betur en við. Við missum ekki sjónar á honum og það er þess vegna sem við höfum bet- ur í samkeppni. Hafa samskiptin við birgja batnað í seinni tíð? Sögur um fantaskap ykkar í viðskiptum eru enn á sveimi. ÁPJ Við erum með 150 birgja sem af- greiða okkur, alveg frá stórum heild- sölum sem afgreiða vörur til okkar í gámavís niður í einstaklinga sem koma hingað á fjölskyldubílnum sín- um, opna skottið og taka út einn plastpoka. Við eigum mjög gott sam- starf við langflesta, vinnum mjög náið með þeim og upplýsingagjöfin milli aðila er mikil. Við neitum því ekki að vera harðir í horn að taka. Við veitum birgjum mjög mikið aðhald og fylgj- umst náið með verði, áhrifum geng- isbreytinga og látum í okkur heyra ef við erum ósáttir. Þá er farið yfir málið og ef menn eru ekki tilbúnir að vinna með okkur, erum við óhræddir við að leita annarra leiða, svo sem eins og að flytja viðkomandi vöru inn sjálfir. Fyrir það höfum við hins vegar feng- ið mjög bágt og einhverjum líkar sjálfsagt ekki hversu náið við fylgj- umst með heildsöluverði og afhend- ingarhlutfalli, sem er óviðunandi. Það er að meðaltali 84% og fer lægst nið- Hvaða svigrúm höfum við raun- verulega til hagræðingar og hver er með tangarhald á hverjum? 18 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt frá Hönnun gæði glæsileiki Mörkinni 3, 108 Reykjavík,sími 588 0640 • Opið mán-fös 11-18 • Laugard. 11-15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.