Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 20
ur í 60–70%, sem veldur okkur ýms-
um aukakostnaði.
JB Við settum okkur siðareglur í
samskiptum við birgja árið 2000 sem
meðal annars voru hugsaðar til þess
að takast á við tiltekin vandamál. Við
teljum að þau séu nú að mestu úr
sögunni.
Fram kom í viðtali við fram-
kvæmdastjóra Bónuss hér í Morg-
unblaðinu að sakir umsvifa Baugs
leiti menn stundum eftir samstarfi
við ykkur til þess að tryggja afkomu
sína. Er eitthvað um að innflytjendur
eða framleiðendur hérlendis þrýsti á
um hærra verð og að þið bætið ykkur
það upp í álagningu?
JB Nei, þeir þrýsta ekki á það en
maður hefur oft rennt grun í að sök-
um offjárfestingar í ýmsum greinum
eigi að velta þeim kostnaði yfir á
smásalann og þar með neytendur. Ís-
land er afar lítið land eins og við vit-
um og stundum eru einfaldlega ekki
til framleiðslutæki sem henta þessum
markaði. Á Íslandi eru til súkku-
laðigerðarvélar sem gætu annað
milljónaþjóð. Þegar ég keypti tæki
fyrir kjötvinnslu á sínum tíma var ég
í raun að leita að tækjabúnaði sem
hentaði á rannsóknastofu. Með
stærri búnaði hefði dugað að kveikja
á framleiðslulínunni hálftíu og
slökkva aftur tíu mínútur í. Það er til
kjúklingasláturhús og vinnsla
skammt frá Reykjavík sem getur
annað allri kjúklingavinnslu á Íslandi
á broti úr viku. Að sjálfsögðu kostar
þetta sitt og að sjálfsögðu hefur
myndast offjárfesting í sumum
greinum sem sýnir sig í því að erfitt
er að ná lágmarksverði. Kannski geta
sumar greinar hreinlega ekki náð há-
markshagræðingu sökum smæðar
markaðarins. Það hefur til að mynda
ekki gengið upp að reka hér tvö
framleiðslubakarí.
Hvaða vörur eru það þá sem neyt-
endur eru hugsanlega að greiða
hærra verði en ella af þessum sök-
um?
JB Svínakjöt og kjúklingar hafa
lækkað í verði, þótt við teljum að
hægt sé að lækka þessar vörur
meira. Lambakjöt hefur hins vegar
ekki lækkað, en ég veit fullvel að
sauðfjársláturhús eru ekki mjög hag-
kvæmar rekstrareiningar á Íslandi.
Menn hafa lækkað verð á sælgæti,
verð á brauði hefur ekki lækkað.
Brauðverð á Íslandi er allt allt of
hátt, hvar vandinn liggur nákvæm-
lega er hins vegar ekki alveg ljóst.
Það er ekki að sjá að framleiðendur
hafi verið að fitna á þessu.
Verð á brauði og kornvörum hér á
landi er 66% yfir meðalverði ESB
samkvæmt Eurostat.
ÁPJ Já, og við erum alveg sammála
því verð á þessum vörum á Íslandi er
algerlega úr takti við það sem gerist
annars staðar. Spurningin er hvað
við getum gert til þess að laga það.
Eitthvað er ekki í lagi einhvers stað-
ar, hvað það er eða hvar veit ég hins
vegar ekki.
Þið segist fagna því að leitt verði í
ljós hvers vegna verðmyndun á mat-
vöru er með þeim hætti sem hún er
og vilja opna ykkar bækur upp á gátt,
þar sem þið hafið ekkert að fela.
Hvers vegna hafið þið ekki gert það
fyrr, þessi umræða er ekki ný af nál-
inni og Baugur hefur legið undir
ámæli um skeið?
ÁPJ Þetta er viðkvæmt málefni og
kannski væri ráð að beina sjónum að
fleirum?
Á hvaða leið eru skipafélögin að
tapa og á hvaða leið eru þau að
græða? Á hvaða tryggingum eru
tryggingafélögin að græða og hvað
mikið? Hvað græða þau mikið á
slysatryggingum og hvað mikið á
bílatryggingum? Auðvitað eru svona
upplýsingar viðskiptaleyndarmál en
fólki virðist finnast alveg sjálfsagt að
við gefum þessar tölur upp. Vandinn
er hins vegar sá að margir málsmet-
andi aðilar í þessu þjóðfélagi hafa tal-
að mjög óvarlega og ekki bara um til-
tekna atvinnugrein, heldur eitt
fyrirtæki, sem er Baugur. Það er
auðvitað háalvarlegt mál og væri litið
mjög alvarlegum augum í flestum
lýðræðisríkjum, ekki síst það hvers
konar orð eru látin falla um fyr-
irtækið og stjórnendur þess. Að sjálf-
sögðu má ræða þennan markað fram
og tilbaka en menn verða að gæta
þess að vera málefnalegir og leggja
fram staðreyndir.
Löggiltir endurskoðendur fara í
gegnum okkar pappíra og skrifa und-
ir ársreikninginn, hið sama gildir um
alla stjórnarmenn í fyrirtækinu. Þar
kemur fram að meðalálagning allra
fyrirtækja Baugs, allra sérvöru- og
matvörufyrirtækja, bæði erlendis og
hér heima, er 34%, sem er algerlega í
samræmi við sambærileg fyrirtæki
erlendis.
Í hvaða löndum eigið þið mesta
möguleika á að ná hagstæðum inn-
kaupum, við hverja eruð þið að keppa
á þeim vettvangi?
JB Við erum ekki lengur bara í sam-
keppni við matvöruverslanir á Ís-
landi, við erum í samkeppni við lönd-
in í kringum okkur, svo mikið er ljóst.
Þar erum við að keppa við aðila sem
eru allt frá því að vera 12–800 sinnum
stærri en Baugur og njóta eðlilega
betri kjara en við í innkaupum. Eitt
af því sem hamlar okkur þar eru
reglur um tungumál leiðbeininga og
mælieiningar sem við teljum að kosti
allt að 15 krónur fyrir hverja vöruein-
ingu.
ÁPJ Í verðkönnun sem við erum að
leggja síðustu hönd á kemur í ljós að
verslanir Baugs eru ódýrari en sam-
bærilegar búðir í Noregi en dýrari en
í Danmörku og Svíþjóð. Munurinn
virðist liggja mikið í osti, jógúrt,
smjöri og kjöti, okkur í óhag. Við er-
um í ágætis málum í þurrvörunni og
mjög góðum málum í ávöxtum. Í
grænmetinu er niðurstaðan þokka-
leg, sumt dýrara, annað ódýrara.
Þessar kannanir munum við fram-
kvæma reglulega til þess að geta bor-
ið okkur saman við hin Norðurlöndin.
JB Nú er þjóðin búin að skilgreina
þetta verkefni fyrir okkur. Mat-
vöruverð er of hátt á Íslandi, þið
skulið lækka og við ætlum að taka
það verkefni að okkur.
helga@mbl.is
20 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Opið frá 10 - 18 báða dagana
á kattasýningu Kynjakatta í
reiðhöll Gusts, Álalind, Kópavogi
helgina 23. og 24. febrúar
Kópavogi helgina
19. og 20. október
MEÐ tilkomu fullkominnatölvu- og netkerfa hafaýmsar hættur þeimsamfara aukist. Þetta
hefur leitt til þess að fyrirtæki reyna í
auknum mæli að tryggja kerfi sín til
þess að óviðkomandi aðilar komist
ekki í þau. Til þess að athuga hvort
þau séu nægilega trygg fá mörg fyr-
irtæki óháðan aðila til þess að láta
gera úttekt á sínu tölvu- eða netkerfi.
Theódór R. Gíslason, sem starfar
hjá KPMG-ráðgjöf, hefur það að sér-
sviði að brjótast inn í tölvu- og net-
kerfi.
„Ég er fyrsti og að því er ég best
veit eini Íslendingurinn sem hef að
aðalstarfi að brjótast inn í tölvu- og
netkerfi,“ sagði Theódór í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins.
En er erfitt að brjóta sér leið inn í
kerfi af þessu tagi?
„Það fer eftir því hversu mikið fyr-
irtæki hafa lagt í öryggismál sinna
kerfa. Oftast er þetta þó fremur auð-
velt. Stundum getur þetta þó verið
mjög krefjandi verkefni. Þau fyrir-
tæki sem kjósa þessa þjónustu eru
oftast þau sem hafa lagt sig fram um
að tryggja sín kerfi vel og vilja vita
hver staða þeirra er gagnvart aðilum
sem reyna að rjúfa þau, t.d. frá Net-
inu eða starfsmönnum.“
Hvernig menntar fólk sig í að
brjótast inn í tölvu- og netkerfi?
„Það er engin formleg menntun til í
þessum efnum. Ég er að læra tölv-
unarfræði á háskólastigi og hef gefið
út tugi öryggisforrita og margs konar
öryggisvillur. Ég er m.a. einn af
stofnendum Security.is, þar fer fram
óháð rannsókn á alls konar nýjum ör-
yggisvillum, aðferðum og þar á sér
stað alls konar forritun. Það er algjört
grundvallaratriði til að geta brotist
inn í kerfi að hafa ekki aðeins skilning
á samskiptastöðlum og öryggisvillum
heldur líka að geta forritað í hinum
ýmsu forritunartungumálum og líka
það að geta fundið nýjar öryggisvill-
ur.“
Lenti í alvarlegu slysi og sneri sér
þá að tölvunni
Hvernig byrjaði þetta allt saman?
„Þetta byrjaði allt saman þegar ég
var fjórtán ára gamall og lenti í alvar-
legu umferðarslysi, það keyrði yfir
mig strætisvagn, yfir magann og fæt-
urna. Ég var mjög illa farinn og var í
nær þrjá mánuði á sjúkrahúsi og síð-
an í endurhæfingu í nokkra mánuði
þar á eftir.
Þegar ég kom heim eftir þetta allt
saman þá gat ég ekki margt gert miðað
við krakka á mínum aldri og þá sneri
ég mér fyrir alvöru að tölvunni. Ég
fékk tengingu við Netið og svo aðgang
að Unix, sem er mjög öflugt stýrikerfi.
Mig langaði að fá meiri aðgang að því
kerfi og í framhaldi af því fór ég að
„krakka“ lykilorðaskrá og tókst að
komast inn. Síðan þróaðist þetta.“
Reyndir þú að komast inn í tölvu-
kerfi hjá íslenskum fyrirtækjum?
„Til að byrja með en svo fór ég yfir
á hærra stig, einbeitti mér fremur að
því að finna öryggisveilur í hugbúnaði
og skrifa forrit, m.a. forrit sem not-
færa sér öryggisveilur sem ég hafði
fundið til að brjótast inn í tölvukerfi.
Þegar þarna var komið sögu þá var ég
mest í að brjótast inn í mín eigin kerfi,
skoða þau með öryggissjónarmið í
huga.“
Var þetta ekki spennandi?
„Jú, rosalega. Þetta er yfirnáttúru-
lega skemmtileg iðja. Það fylgir þessu
líka margt annað í leiðinni sem er
gagnlegt, svo sem að læra allskonar
forritunartungumál og samskipta-
staðla.“
Hvernig taka þau fyrirtæki því sem
þú ert að vinna fyrir ef þú kemst auð-
veldlega inn í þeirra kerfi?
„Það er misjafnt. Tæknimenn eru
súrari en hinir. Þeir taka það stöku
sinnum persónulega ef unnt reynist
að komst inn í kerfin hjá þeim.“
Hvað oft hlutfallslega kemstu inn í
kerfi hjá fyrirtækjum?
„Í rúmlega 90% tilvika get ég brot-
ist inn í þau tölvu- og netkerfi sem ég
er beðinn að skoða og í framhaldi af
því get ég náð fullri stjórn á umrædd-
um kerfum.“
Hægt að taka yfir kerfi
Hvað gætir þú gert ef þú værir
ekki starfsmaður að skoða kerfin
heldur hefðir illt í huga?
„Ég gæti t.d. breytt öllum gögnum
sem streyma um netið, jafnvel þótt
þau væru dulkóðuð og þá með sér-
hæfðum „maður-í-milli-árásum“ þ.e.
þá setur maður sérhæfðan hugbúnað
á milli tveggja tenginga sem sér um
að ná í dulkóðunarlykla og dreifa sín-
um eigin milli tenginganna. Þá er
hægt að lesa dulkóðuð gögn. Sem
dæmi get ég nefnt að ef þú t.d. myndir
tengjast netbanka gegnum SSL-
tengingu, sem á að vera örugg, þá get
ég, ef ég væri á þínu neti, fylgst með
þínum lykilorðum og öllum þínum
bankafærslum og í framhaldi af því
tekið yfir þín samskipti við bankann
með því að stela tengingunni, það er
frekar einfalt. Ég gæti svo unnið inni
á netbankanum sem þú.“
Ert þú ekki orðinn stórríkur?
„Nei, ég hef ekki áhuga á að gera
þetta ólöglega en vil gjarnan sýna
fram á að hættur eru fyrir hendi sem
fólk gerir sér ekki grein fyrir, ekki
einu sinni tæknimenn.“
Eru margvíslegar hættur sem
stafa af svona innbrotum?
„Já, það er t.d. hægt að hlera allt
sem fram fer á viðkomandi neti, jafn-
vel þótt það sé „svitsað“ (þ.e. netbún-
aður sem beinir tengingum í rétta
átt). Þetta er gert með því að nota
svokallaðar „Arp spoofing“-aðferðir.
Hægt er að komast í tölvupóst allra
notenda, hægt er að breyta mikilvæg-
um gögnum og í raun er hægt að gera
allt slæmt sem maður getur ímyndað
sér þegar maður er kominn inn á ann-
að borð. Öll gögn, hvar og hvernig
sem þau eru geymd, geta verið í
hættu.“
Er þá ekki hægt að tryggja tölvu-
og netkerfi þannig að þau séu alveg
örugg?
„Nei, ekkert er alveg öruggt, en
það er hægt að tryggja þau þannig að
langflestir hlutir séu ekki mögulegir,
t.d. þeir sem ég talaði um hér fyrr. En
áður en það er gert þarf að greina
hættur með því að gera úttekt á kerf-
inu.“
Eru mörg fyrirtæki sem láta gera
svona úttekt?
„Áhuginn er að aukast. Fólk hefur
talað um að það hafi mikinn áhuga á
öryggismálum en ekki gert mjög mik-
ið í því hingað til. Það sést m.a. á því
að hægt er að brjótast inn í tölvu- og
netkerfi hjá langflestum fyrirtækjum
á Íslandi, líka þeim sem geyma mik-
ilvægar upplýsingar um fólk.“
Ekkert er alveg öruggt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Theódór R. Gíslason segist líklega vera eini Íslendingurinn sem hefur það að aðalstarfi að brjótast inn í tölvu- og netkerfi.
Það setur hroll að mörgum þegar hugsað er til öryggis allra þeirra upplýsinga sem geymd-
ar eru á tölvu- og netkerfum landsins. Theódór R. Gíslason vinnur við að brjótast inn í
slík kerfi. Hann sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur að í rúmlega 90% tilvika hafi hann getað
brotist inn í þau kerfi sem hann hefur rannsakað.