Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 22

Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 22
22 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ I. Heimsókn í Hindisvík Árið 1976 voru Morgunblaðsmenn sem oftar við laxveiðar í Víðidalsá og Fitjá. Þetta var í lok júnímánaðar og það brást aldrei, að hiti snögglækkaði þar nyrðra, er von var á Morgun- blaðslestinni yfir Holtavörðuheiði. Kölluðu bændur í Víðidal þetta Morg- unblaðshretið og má nefna að þessa laxveiðidaga okkar var lofthiti 5°, en vatnshiti 8°. Nú voru stengur ekki nógu margar til þess að allir gætu veitt samtímis, svo menn urðu að sitja yfir einn dag í ferðinni. Brugðum við bræður, Haraldur og ég ásamt kon- um okkar, á það ráð að aka Vatns- neshringinn, líta við í Hindisvík og skoða síðan hinn nafnfræga klett, Hvítserk. Fyrst var komið við í Hindisvík, þar var ekki manna von, því Sigurður Norland prestur (1885–1971) var lát- inn fyrir tæpum fimm árum, svo við kíktum óhikað á gluggana í íbúðar- húsinu, öruggir um, að þar væri eng- inn inni fyrir. Þegar ég ætla að ganga aftur að bílnum, þá kallar Haraldur til mín: „Það er kona að bjóða þér í kaffi, Leifur.“ „Það er tóm vitleysa, hér get- ur enginn verið nema Sigurður heit- inn.“ „Jú, víst, konan er að bjóða okk- ur í kaffi.“ Og mikið rétt, þarna var komin gamla ráðskona sr. Sigurðar, Ingibjörg Þórdís Guðbjörg Péturs- dóttir Blöndal (1896–1977). Hófst nú eitthvert sérstæðasta kaffiboð, sem ég hefi þegið og eru hér glefsur úr samtali okkar Ingibjargar: Ingibjörg: „Þið afsakið músaskít- inn, ég var að koma að sunnan með rútunni til Hvammstanga og hefi ekki haft tíma til að taka til.“ Leifur: „Það gerir ekkert til, Ingi- björg mín.“ Ingibjörg: „Hvernig veistu hvað ég heiti?“ Leifur: „Nafn þitt stendur á kross- viðarspjaldi áföstu við töskuna, sem þú komst með að sunnan.“ Ingibjörg: Þú munt vera glöggur maður, Leifur.“ Á borðstofuborðinu lá eintak af Ísa- fold & Verði frá 6. júlí 1927, fæðing- ardegi mínum. Ekki hafði verið talin ástæða til þess að fjarlægja það á 49 árum. Leifur: „En á veturna er Pétur Annasson hér einn.“ Ingibjörg: „Hvernig í ósköpunum veistu það?“ Leifur: „Það liggur hérna á borðinu bréf frá Hótel Esju, þar sem hann er beðinn að láta hótelið sitja fyrir við- skiptum, þegar hann er í bænum.“ Ingibjörg: „Ég endurtek það, sem ég sagði áðan, þú hlýtur að vera mjög glöggur maður.“ Leifur: „Já, það getum við verið sammála um, Ingibjörg mín, en segðu mér eitt að lokum, af hverju eru vegg- irnir í húsinu hérna svona þykkir?“ Ingibjörg: „Það vannst aldrei tími til þess að rífa gamla húsið innan úr því nýja.“ Við fjórmenningarnir þökk- um nú Ingibjörgu innilega fyrir kaffið og að skilnaði segir Haraldur við Ingi- björgu: „Segðu þeim Agnari og Sverri Norland, að hér hafi komið Haraldur og Leifur ásamt konum sínum.“ II. Síðan höldum við fjórmenningarnir áfram fyrir Nestána og brátt blasir Húnafjörðurinn við og sér nú vel til Blönduóss í austri. Þá liggur leiðin í suður fram hjá Ytri-Súluvöllum og stöðvum bílinn við Ósa, en þar sést best til Hvítserks. Hann er kletta- drangur um 15 m hár úr blágrýti skammt frá flæðarmálinu við vestan- verðan Húnafjörð. Brim hefur sorfið þrjú göt í Hvítserk og til að verja hann hruni hefur verið steypt styrk- ing í hann neðanverðan. Enginn stigi var þá kominn niður í fjöruna eins og síðar var gerður, svo við urðum að láta okkur nægja að virða þetta undur fyrir okkur frá veginum. Nú höldum við heim að Lækjamóti, þar sem hið stórmyndarlega veiðihús Tjarnar- brekka hýsti okkur Morgunblaðs- menn. Þar beið okkar hin glæsileg- asta kvöldmáltíð, eins og jafnan hjá hinni frábæru matráðskonu Gunn- laugu Hannesdóttur (f. 1920). Félagar okkar höfðu allir veitt vel um daginn, svo allir gengu ánægðir til svefns um miðnættið. III. Sá stóri í Steinbogafljóti í Hauku Heilsan hafði verið léleg um vet- urinn, en samt var lagt af stað í Morg- unblaðsleiðangur í Haukadalsá í Döl- um. Leiðsögumaður var Torfi (f. 1930) Ásgeirsson og fylgir hann þeim Geir Hallgrímssyni og Ernu konu hans í Steinbogafljótið, en þau urðu hvergi vör við lax í fljótinu, svo Torfi segir: „Nú eru skipti, þú tekur við þessu svæði, Leifur.“ Ég er lítill kunnáttumaður um lax- veiði, var alinn upp við silungsveiði í Elliðavatni og Mývatni, en hóf ekki laxveiðar fyrr en á fimmtugsaldri. Eru öll viðbrögð mín óhefðbundin í laxveiðunum, valda stundum slysum, en stundum næ ég árangri, sem leið- sögumenn ná ekki. Svo fór þarna við Steinbogafljótið. Torfi náði ekki ár- angri fyrir þau hjón, en ég beitti minni aðferð, renndi langt niður eftir fljóti og viti menn, neðst í fljótinu tek- ur þessi risaskepna maðkinn, 25–30 metrar úti af línunni. Hófst þá við- ureignin og tókst mér að gera allar þær vitleysur, sem hægt er að gera við einn lax: 1. Ég var alltaf að þreyta laxinn úti í miðju fljóti í stað þess að standa á bakkanum. 2. Með þeim árangri, að þegar ég átti að vera búinn að fullþreyta laxinn, þá var hann búinn að fullþreyta mig. 3. Ég misreiknaði stærð laxins, taldi hann vera 19–22 pund, svo ég segi við konu mína Halldóru: „Því meiri líkindi eru á því, að ég landi þessum laxi sem þú kemur minna ná- lægt lönduninni.“ 4. Nú voru báðir álíka þreyttir, ég og laxinn, hausinn á honum oftast upp úr, svo ég taldi að helvítið væri búinn að gleypa nóg loft. 5. Ákveð ég því að leggja stöngina á sandeyrina og draga hann í land á lín- unni, eða réttara sagt að hlaupa með hann í land. Þetta er skólabókardæmi í laxveiðiheimsku. 6. Það óhjákvæmilega gerðist, lína og girni skildu sig að, laxinn snýr sér við í átt til frelsis, en ég gamall hand- boltamaður kasta mér aftur fyrir lax- inn, og þá var ekki maður á mann eins og í handboltanum, þarna var það maður á lax. Blóðugur á hnjánum sigraði ég í þessari viðureign og átti 4. stærsta laxinn úr Hauku þetta sumar, 14,4 pund. ----- Þessi frásögn sannar, að sumir lax- ar eru feigir. Ljósmynd/Árni Baldursson Veiðihúsið Tjarnarbrekka við Lækjamót. Mogginn fer í lax Húnavatnssýsla. Gamli bærinn í Hindisvík.    '  +,-*./ +0-1 "23 ./ +4-#!!    +5-' 6 .6   !"# 7+- .  ./ -----8 ."2 9 77-: 3 7;-  ----8 !     74-"     7<-$ )= 7> 7, 70 75?;@ ;+ ;7 ;; ;< ;4 ;0 ;, ;>    3  Greinarhöfundur með lax úr Víðidalsá 1976. Sr. Sigurður Norland Úr Alfræðibókinni, II. hefti Hvítserkur við Húnafjörð. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík. „Það vannst aldrei tími til þess að rífa gamla húsið innan úr því nýja,“ sagði Ingibjörg ráðskona, í spjalli við Leif Sveinsson árið 1976.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.