Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 23

Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 23 Í framhaldi af þessu hef ég veriðað skoða í huganum hvernig við- horfin eru almennt til hóps og fjöl- skyldu og hvernig við kjósum að búa börnin okkar und- ir lífið. Getur ástæðan fyrir þessari óheilla- þróun verið að leita m.a. í ein- semd? Ef svo er hvað orsakar þá einsemd, hvar er upphafsins að leita? Er umhverfi barna orðið of ein- manalegt í nútímanum? Ýmislegt hefur breyst í aðbúnaði barna á síðustu áratugum. Sumt til batnaðar en kannski ekki allt. Það þykir sjálfsagt nú að börn hafi sér- herbergi, nánast frá frumbernsku. Þetta er breyting frá því sem al- gengt var áður. Ég er ekki viss um að sérherbergið leiði endilega til góðrar andlegrar líðunar hjá börn- um. Áður voru börn inni hjá for- eldrum sínum árum saman og síðan í herbergi með systkinum sínum. Þetta skapaði nánd og samheldni í fjölskyldum sem nú virðist vera heldur á undanhaldi. Ef ég skoða eigin reynslu þá deildi ég herbergi fyrst með ömmu minni og síðan með bræðrum mín- um meðan við vorum lítil, bæði á heimili okkar og þar sem við vorum í sveit. Þetta tel ég að hafi stuðlað að hlýjum tengslum okkar allra, – við deildum kjörum og töluðum mikið saman. Þegar ég fór sjálf að vera með börn gerði ég í því að láta þau sofa í sama herbergi þótt það væri strangt til tekið ekki nauðsyn- legt. Ég tel, í ljósi reynslunnar, að slíkt leiði til meiri samheldni milli systkina. Auðvitað rífast systkini stundum sem eru saman í herbergi en þau eiga líka margar skemmti- legar stundir saman. Séu börn hins vegar alltaf ein í herbergi sýnist það geta leitt til nokkurrar ein- semdar. Þegar við bætist að fjöl- skyldurnar eru alltaf að minnka og margir vinna langan tíma frá heim- ili sínu virðist svo sem möguleik- arnir til nándar séu heldur að minnka. Hávamál segja að maður sé manns gaman og fræðimenn segja að maðurinn sé hópvera. Er rekin of mikil einangrunar- stefna í samfélaginu? Áður hittist fólk á förnum vegi mitt í dagsins önn, mjög margir voru fótgangandi eða ferðuðust í strætisvagni. Nú eru flestir í bílum og mjög oft einir í bílum sínum. Það þykir eftirsóknarvert að fólk fari snemma að heiman og taki að lifa sjálfstæðu lífi. Víst lærir fólk margt af því, en leiðir þetta kannski til þess að margir sitja einmana í íbúðunum sínum og hafa engan til að ráðlagast við um heimilishaldið og einkalífið? Það hentar kannski ekki öllum að kaupa sjálfstæði sitt því verði. Gamalt fólk er líka oft eitt og það á kannski erfiðast með það því það kemst lítið um og vinahópurinn hef- ur tilhneigingu til að skreppa sam- an með tímanum. Það eru óumdeilanlega margir einir í þessu samfélagi. Það segir sína sögu að aldrei er til nóg af litlum íbúðum hér. En skyldi þetta vera rétt stefna? Stuðlar þetta að fyrirkomulag ef til vill að of mikilli einsemd sem svo aftur eykur örvætningu? Ég velti þessu fyrir mér ... ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Ölum við á einsemd? Maðurinn er hópvera STUNDUM velti ég því fyrir mér hvort samfélagið sem ég bý í ali á einsemd í hættulegum mæli. Ótrúlega margt fólk virðist vera einmana, jafnvel þótt það sé innan um fólk, það er engu líkara en einsemdin búi innra með því og vilji ekki fara. Hvers vegna skyldi það vera svo? Fregnir berast stöðugt af fólki sem leiðist út í mikla vímuefnaneyslu og æ fleiri binda enda á líf sitt – hvernig stendur á að þetta virðist fara vaxandi með hverju ári? Er þetta fólk svona örvæntingarfullt? eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur 2 til 100 Mbps gagnaflutningshraði. Magnmældar IP–tölur innifaldar skv. tilboði. Samið er um stofngjald sérstaklega. Verðtrygging í 12 mánuði, binditími háður samkomulagi. Tilboð þetta miðast við verðskrá Línu.Nets 01.09. 2002 og gildir í takmarkaðan tíma – sjá upplýsingar á www.lina.net. Fyrirtæki þínu býðst nú framtíðar internetssamband um IP–Borgarnetið á mjög hagstæðu verði. Hjá okkur er allur innlendur gagnaflutningur endurgjaldslaus og ótakmarkaður. Hægt er að nálgast allflesta þjónustuaðila upp- lýsingatækninnar yfir IP–Borgarnetið, þ.m.t. TAL, Skýrr, Anza, Streng, Skyggni, EJS, Nova Media, Netsamskipti, Hringiðuna, Margmiðlun, Þekkingu–Tristan o.fl. Sími 559 6000 Fax 559 6099 www.lina.net Lína.Net hf. Skaftahlíð 24 105 Reykjavík Kynntu þér ítarlegri upplýsingar um tilboð Línu.Nets á www.lina.net. Síminn okkar er 559 6000. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 6 2 0 Lína.Net veitir IP–þjónustu samkvæmt samstarfssamningi við Cisco Systems í Noregi og rekur IP–Borgarnetið miðað við gæðastaðla þess samnings. – öflugar gagnaflutningslausnir fyrir fyrirtæki *Ef teknar eru tvær tengingar eða fleiri. Verð er með vsk. Háhraða Internetssamband um ljósleiðara frá 29.880 kr. á mánuði!* Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði Glæsibæ mánud. 14. okt. 2002. 21 par. Meðalskor 216 stig. Árangur N–S Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 242 Hilmar Valdimarss. – Magnús Jósefss. 239 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 234 Árangur A–V Sigurleifur Guðjónss. – Guðm. G. Guðm. 258 Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 257 Oddur Jónsson – Halla Ólafsdóttir 231 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 17. október. 25 pör. Með- alskor 216 stig. Árangur N–S Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 274 Björn E. Pétursson – Hilmar Ólafsson 238 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóferss.238 Árangur A–V Þórólfur Meyvantss. – Viggó Nordquist 264 Óskar Karlsson – Guðlaugur Nielsen 259 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 238 Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.