Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 24
24 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEIKVERKIÐ, sem Kóm-edíuleikhúsið æfir nú afvestfirskum krafti, heitireinfaldlega Muggur ogsegir stutta en merka sögu listamannsins Guðmundar Thor- steinsson er kallaður var Muggur. Höfundur draumsins um þessa litlu, stóru sýningu er Elfar Logi Hann- esson og skrifar hann sjálfur hand- ritið ásamt Vigdísi Jakobsdóttur sem jafnframt leikstýrir. Elfar Logi túlk- ar Mugg, sem og allar aðrar persónur sýningarinnar, með fátt annað að vopni en einn vasaklút og eina krít. Leikmyndin er aftur á móti hreyfan- leg og með leikhúsgaldri er farið víða um lönd og fram og aftur í tíma á þeim klukkutíma sem sýningin varir. Þegar leikari og leikstjóri eru heimsótt er farið að styttast í frum- sýningu en vinna við verkið hófst snemma í vor. Þá hafði hugmyndin nýverið hlotið styrk frá menntamála- ráðuneyti og fyrirséð að Muggur kæmist loks á fjalir eftir að hafa búið í kolli Elfars Loga sem dálítill draum- ur. Meira að segja klæðskerinn … „Velkomin í leikhúsið. Reyndar kemur þetta tiltekna svið sýningunni ekkert við, leikmyndin okkar er í smíðum fyrir vestan,“ útskýrir leik- húsfólkið kankvíslega um leið og gengið er inn í sal Möguleikhússins við Hlemm. Þar hafa þau Vigdís og Elfar Logi æft að undanförnu – og bera mikið lof á Möguleikhússmenn fyrir liðlegheit – á sama tíma og með- lætið hefur kraumað í pottum á öðr- um stöðum. Tökur á hreyfimyndum hafa farið fram í Elliðaárdal og víðar, Kristinn Jóhann Níelsson semur tón- listina á Ísafirði, leikskráin er í vinnslu í Keflavík, búningur á sauma- stofu í Reykjavík og leikmynd í smíð- um á Bíldudal. „Á morgun förum við svo vestur og tökum síðustu skorpuna með áhlaupi. Allir þeir sem standa að sýningunni koma saman á Bíldudal, hver úr sinni átt, og sýningin fær á sig mynd,“ útskýrir Vigdís og ekki laust við spenning í röddinni. Elfar Logi bætir við að þótt fjar- vinnslan kunni að gefa hugboð um tvístraðan hóp, tengist þátttakendur samt allir – í gegnum Vestfirði. „Það var nú ekki af ráðnum hug, heldur kom það bara í ljós þegar á leið. Sjálfur er ég frá Bíldudal, heimabæ Muggs, og bý nú á Ísafirði. Vigdís er hálfur Ísfirðingur, Rebekka A. Ingimundardóttir sem hannar leikmynd og búninga er af Ströndum og Bíldudal, höfundur tónlistarinnar býr á Ísafirði, ljósahönnuðurinn, Jó- hann Bjarni Pálmason, var einu sinni giftur vestur og meira að segja klæð- skerinn sem saumaði búninginn reyndist vera ættaður að vestan. Svo er Ragnar Bragason, kvikmynda- gerðarmaður, með okkur en hann er frá Súðavík. Þannig að þetta er al- vestfirskt leikhús,“ segir hann og er tilbúinn til þess að fallast á þá tilgátu að guðleg forsjón hafi raðað í hópinn. Úthugsuð notkun kvikmynda Verkið hefst þegar Muggur er 32 ára, árið sem hann dó. Svo er horfið aftur til æskuára og sagan rakin með tilheyrandi útúrdúrum og uppbrot- um. Vigdís og Elfar Logi taka þó fram að verkið sé ekki heimildaleikrit heldur sé einungis byggt á ævi og persónu Muggs – þess á milli sé skáldaleyfi nýtt og endurspeglist það í uppsetningunni allri. „Leiðin sem Rebekka fer með leik- mynd og búninga er til dæmis í senn stílhrein og ákveðin og styður vel við þá hugmynd okkar að setja ævi Muggs í víðara samhengi. Við leggj- um áherslu á manninn Mugg en ekki sagnfræðilegar staðreyndir um líf hans. Í leikmyndinni er mikill hreyf- anleiki sem aftur rammar inn einfald- leikann í frásagnarmátanum. Re- bekka hefur mikla reynslu af leikhúsi erlendis þar sem myndmiðlum er beitt óspart og hefur það komið okkur vel,“ segir Vigdís og bætir við að ljós og tækni setji nokkurn svip á upp- setninguna. „Samt sem áður reynum við að hafa einfaldleikann að leiðar- ljósi og höfum sett okkur margar stíf- ar reglur hvað það snertir.“ Reglurnar ná jafnt til umgjarðar og leikstíls; nefna má að Muggur tal- ar aldrei við ímyndaðan hóp af sam- ferðarfólki, heldur beint við áhorfend- ur eða aðrar persónur verksins, en þær eru ýmist byggðar á fyrirmynd- um eða sprottnar beint úr penna höf- unda. „Þótt verkið sé einleikur er það langt frá því að vera eintal,“ áréttar Vigdís. „Ég man reyndar ekki í svip- inn hversu margar persónur koma við sögu, þær eru áreiðanlega tíu eða tólf …“ „Ég var að telja þetta saman, þær eru sautján að Mugg meðtöldum,“ skýtur Elfar Logi að. „… og við kynnumst manninum Muggi þannig fyrst og fremst í gegnum samskipti hans við annað fólk. Þar liggur dramatík verksins,“ heldur Vigdís áfram. „Auk þess notum við stutt kvikmynda- brot á markvissan hátt. Oft eru kvikar myndir í leik- húsi meira hafðar til skrauts, eða notaðar til þess að undirstrika eitt- hvað sem fram er komið, en við viljum láta kvik- myndaþáttinn bæta ein- hverju við söguna. Sum kvikmynduðu atriðin snúa til dæmis að hugar- heimi Muggs – sýna eins konar róstur innra með honum – og þar komum við aftur að dramatík- inni. Kvikmyndin er þannig notuð sjaldan og stutt í hvert sinn, en markvisst.“ Sem fyrr segir er það Ragnar Bragason sem gerir kvik- myndakaflana og þar koma meðal annars fyrir Dimmalimm og prinsinn, en Muggur skrifaði sem kunn- ugt er Söguna af Dimmalimm og myndskreytti. Annað kvik- myndaatriði er endurgerð Ragn- ars, Elfars Loga og Vigdísar á lykilatriði úr dansk-íslensku kvikmyndinni Saga Borgar- ættarinnar frá 1919, en þar lék Muggur ein- mitt aðalhlutverkið. „Já, hann tók eitt hliðar- spor og lék í kvikmynd – eins og Björk,“ segir Elfar Logi kankvíslega og Vigdís bætir við að Muggur hafi verið hógværðin uppmáluð og aldrei gert mikið úr framlagi sínu til myndarinnar, sem að sögn vakti þó á honum heil- mikla athygli. „Við endurgerðum þetta at- riði þar sem aðalpersónan, Ormar Örlygsson, heldur á látnum föður sínum út úr kirkju. Eyvindur P. Eiríksson, rithöfundur og enn einn Vest- firðingurinn, lék látna föðurinn og við tókum þetta atriði í Árbæj- arsafni. Atriðið er auðvitað sorg- legt en við skemmtum okkur engu að síður konunglega við tökurn- ar. Þegar við svo sáum útkom- una kom í ljós þessi líka brakandi snilld, Ragnar hafði unnið filmuna þannig að hún virkar eldforn og slitin og við vor- um hæst- ánægð.“ List hans og leikgleði Í hugum samtímafólks er Muggur hins vegar þekktur fyrir flest annað en kvikmynda- leik. Hann er í flestra huga skapari ævin- týrisins um Dimmalimm og svaninn, ýmsir tengja nafn hans við mynd- verk á borð við Sjöunda dag í Para- dís, margir muna mynd- skreytingar hans við ís- lenskar þjóð- sögur og enn aðrir þekkja teikningar hans á fyrstu íslensku spilunum – þar sem drottning- arnar eru á upp- hlut – en spilin þau munu enn vera framleidd. „Styrkur Muggs lá í raun fyr- ir utan svið hefðbund- innar listsköpunar á þessum tíma,“ segir Vigdís. „Hann var ein- staklega fjölhæfur; teiknaði, tálgaði, saum- aði út og frá unga aldri hafði hann lag á að gera lítil listaverk úr nánast hverju sem var. Þetta fylgdi honum ævina á enda og sem listamaður naut hann sín alla tíð best í leiknum, þegar hann sleppti fram af sér beislinu. Hann var hrif- næmur og um leið gagnrýndur af sam- tímamönnum fyrir að móta sér ekki afgerandi stíl sem listamaður. Í raun má segja að hann hafi verið eilíft barn en á sama tíma gerði hann miklar kröfur til sjálfs sín. Ókláruð altaristafla eftir hann, sem nú er í Bessastaðakirkju, er besta dæmið um það.“ Muggur dó úr berklum 32 ára gamall og Vigdís bendir á að sumum þyki sem hann hafi einfaldlega ekki átt að verða eldri, í ljósi hins barnslega og glað- lega sem einkenndi verk hans. „Hann gaf mikið af sér á sinni stuttu ævi, skemmti til dæmis á góðgerðarsamkomum í Reykjavík og giftist m.a.s. konu af góðmennsk- unni einni saman. Hann var líka myndarlegur og áberandi, dró að sér Á fimmtudag verður frumsýnt á Bíldudal leikverk um einn af bestu sonum bæjarins, listamanninn Mugg. Að sýningunni stend- ur athafnafólk sem í fyrstu taldi sig koma úr ýmsum áttum, þar til í ljós kom að ræt- urnar kvíslast allar um vestfirska mold. Sigurbjörg Þrastardóttir ræddi við handritshöfund- ana um leikhús og drauma. Morgunblaðið/Jim Smart Dálítilli hreyfimynd um Dimma-limm og prinsinn verður varpað á leikmyndina. Oliver Másson og Björg Katerine Jónsdóttir Blöndal við tökur í Elliðaárdalnum. Muggur var ævintýraprins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.