Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 28
SÚ SEM þetta skrifar erstödd á Spáni þegarþetta er skrifað. Einsog sést á ritmáli mínu
er ég í fríi og vona að þessi yf-
irgengilega afslappaði hjúpur
sem hefur vafið sig utan um
mig verði ekki til frekari traf-
ala hér.
Það er svolítið merkilegt að
vera í fríi, innan um aðra sem
eru í fríi. Sérstaklega þegar
fríið snýst um lítið annað en að
vera í fríi. Í þessu frí-ástandi
fer maður að taka eftir öllu
mögulegu sem venjulega fer
framhjá manni, en er hið
merkilegasta þegar að er gáð
(að eigin mati að minnsta
kosti). Í fríinu er myndavélin á
lofti öllum stundum, þótt hún
fari annars aldrei úr hulstrinu
nema við hátíðleg tækifæri –
hversdagurinn í fríi er ekki
grár heldur í Kodak-color. Í
fríum hættir náunginn líka að
vera hversdagslegur og ým-
islegt sem hann gerir verður
furðuleg ráðgáta.
Í pínulitlu strandbyggðinni
þar sem ég hef dvalið und-
anfarið búa ýmsir áhugaverðir
karakterar. Konan sem á alla
kettina, fólkið með hjólbör-
urnar, síðhærði barnabókarit-
höfundurinn sem situr allan
daginn á strandbarnum og
handskrifar bækur sínar; það
er í raun ótrúlegt hvað mikið
af sérstöku fólki hefur safnast
saman og keypt sér hús við
sömu litlu ströndina. Hér er
talsvert mikið af Norður-
Evrópubúum sem eru hættir
að vinna og vilja eyða hvers-
deginum í betra loftslagi, en
einnig nokkuð af Spánverjum.
Mér skilst að venjulega logi
hér allt í nágrannaerjum, enda
gefi þær strandlífinu spennu
og lit. Fólki finnist líka ofsa-
lega þægilegt að verstu
áhyggjur þeirra séu af því
hvort einhver reisi vegg hér
eða þar, eða planti gróðri inn
fyrir lóðamörkin hjá því. Þá
eru illskeyttar bréfasendingar
milli granna daglegt brauð og
þeir hóta málsóknum í allar
áttir. Að vísu var gert sögulegt
vopnahlé fyrir fáeinum árum,
en þá tóku allir íbúar strand-
byggðarinnar sig saman og
örkuðu með mótmælaspjöld
upp í þorpið þar sem stjórn-
sýsla héraðsins er til húsa. Til-
efnið voru áform um að reisa
næturklúbb við ströndina.
Höfðu íbúarnir órækar sann-
anir fyrir því að þar ætti að
fara fram skipulagt vændi. Því
gengu þeir fylktu liði að ráð-
húsinu með skilti, áletruð ,,No
putas!“. Gamlar svartklæddar
ekkjur í þorpinu grétu af gleði
yfir málstaðnum og bættust í
hóp mótmælenda, þangað til
héraðstjórnin sá sér engan
annan kost en að afturkalla
leyfið fyrir fyrirhuguðum næt-
urklúbbi.
Ég nefndi áðan hjólböru-
fólkið, en það eru þýsk hjón
sem eru stöðugt á ferðinni um
strandbyggðina, hvort með
sínar grænu plasthjólbör-
urnar. Þau keyra þessar hjól-
börur mörgum sinnum á dag
milli hússins síns og bílastæð-
anna þar sem litli sendi-
ferðabíllinn þeirra stendur.
Mér hefur aldrei tekist að sjá
hvað það er sem þau eru að
flytja (en eitthvað hlýtur það
að vera) en ég hef margoft séð
ofan í tómar hjólbörurnar.
Þetta minnir á gamla sögu af
Keflavíkurflugvelli um mann
sem fór regulega í gegnum
tollinn með tómar hjólbörur.
Tollverðirnir botnuðu ekkert í
því hvað maðurinn væri eig-
inlega að gera, voru sann-
færðir um að hann hefði
óhreint mjöl í pokahorninu, en
alltaf voru börurnar tómar.
Einn daginn kveiktu þeir svo á
perunni – hann var að smygla
hjólbörum. En fólkið hér, ég
veit ekki hvort það græðir
eitthvað á því að keyra tómar
hjólbörur milli húss og bíla-
stæðis mörgum sinnum á dag.
Mér hefur dottið ýmislegt í
hug (hugmyndaflugið litast
mjög af glæpasögunum sem
lesnar eru í fríinu), og pen-
ingaþvætti er uppáhalds til-
gátan mín í bili, ég vil ekki
hugsa um neitt verra að
minnsta kosti.
Svo fá sápuóperuhugs-
anirnar að leika lausum hala
þegar farið er inn til Marbella
þar sem mjög ríkir millar
halda til. Snekkjuhöfnin þar er
engu lík og maður trúir því
varla að ,,eitt fólk“ eigi í alvör-
unni sumar þessar snekkjur
sem eru á stærð við gömlu
Akraborgina. Það er gaman að
labba á milli allra fínu búð-
anna þarna og máta kjóla og
kápur sem kosta milljónir (það
má alveg máta) og ekki síður
gaman að skoða konurnar sem
eru að máta af meiri alvöru en
ég. Tvær þeirra vöktu sér-
staklega athygli mína á búða-
rápinu. Önnur var á tíræð-
isaldri og hefði getað verið
Barbara Cartland ef maður
vissi ekki betur. Platínuljóst
hárið var eins og hjálmur sem
haggaðist ekki á höfðinu á
meðan hún trítlaði um búðina
hálfklædd í glænýju vetrarlín-
una frá Roberto Cavalli, sem
er nota bene með frumskóg-
arþema í ár. Á meðan hún leit-
aði að enn fleiri tígrisdýra- og
hlébarðamynstruðum buxum,
náttkjólum og slæðum var
pínulitli hvíti kjölturakkinn
hennar að leika sér á buxna-
skálminni hjá mér. Ég þorði
ekki að hrista hann svo harka-
lega af mér (hann var svo lítill
og svo fínn – með demants-
skreytta ól um hálsinn),
reyndi að beina honum of-
urvarlega burt, en þegar hann
byrjaði að urra og naga hætti
mér að lítast á blikuna og þá
komu búðarkonurnar mér til
bjargar og tóku hann burt,
gamla frúin leit ekki einu sinni
við. Önnur kona var á svip-
uðum rúnti og ég, sá hana í
nokkrum búðum. Svona tæp-
lega fertug, há og grönn –
örugglega fyrrverandi fyr-
irsæta, íklædd nýju vetrarlínu
Versace frá toppi til táar. Hún
keypti sér ýmislegt, alltaf eitt-
hvað í hverri búð, en fyrir utan
beið maður sem var nær helm-
ingi eldri en hún og náði henni
upp í mitti. Hann kom bara
inn til að borga. Ég held að ég
segi alveg satt þegar ég held
því fram að það sé miklu betra
að máta bara í þykjustunni
heldur en að standa í ein-
hverju svona samkomulagi.
Hvað veit ég annars? Flest
af því sem manni dettur í hug
um aðra er tóm vitleysa. Sér-
staklega þegar maður er í fríi
og hefur allt of mikinn tíma til
að upphugsa svona lagað.
Kannski þætti mér kattakon-
an, hjólbörufólkið og síðhærði
rithöfundurinn ekki neitt
merkileg ef þau byggju við
hliðina á mér í Vesturbænum
– ég tæki líklega ekki einu
sinni eftir þeim. Eða kannski
búa þau við hliðina á mér eftir
allt saman? Ég ætla að athuga
það þegar ég kem heim.
Birna Anna
á sunnudegi
Morgunblaðið/Jóra
Í fríi
bab@mbl.is
LISTIR
28 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
E
ITT hið mikilvægasta í lista- og menningarlífi
hverrar þjóðar er umræða um það sem borið er á
borð fyrir listnjótendur. Svo mikilvæg er þessi
umræða að hver þjóð sem nær að leiða hana
verður jafnframt leiðandi í listum. Þannig var
það til dæmis með Bandaríkjamenn þegar þeim
auðnaðist að ná kyndlinum af Evrópumönnum á
eftirstríðsárunum. Það var ekki aðeins í krafti ágætra lista-
manna sem sýndu það og sönnuðu að þeir stóðu fyllilega jafn-
fætis starfsfélögum sínum austan Atlansála, heldur einnig og
ekki síst fyrir tilstilli skörulegra gagnrýnenda og fræðimanna.
Þeir stöppuðu óspart stálinu í landa sína uns þeim skildist að
þeir voru ekki lengur eftirbátar evrópskra listamanna heldur
jafnokar þeirra, ef ekki fetinu framar.
Það voru ekki einasta Jackson Pollock, Willem de Kooning,
Franz Kline, Barnett Newman, Mark Rothko og Ad Reinhardt
sem lögðu grunninn að myndlistarveldi
New York í kjölfar heimsstyrjaldarinnar
síðari, heldur áttu gagnrýnendurnir Clem-
ent Greenberg og Harold Rosenberg
drjúgan hlut að máli. Þeir þekktu sinn vitj-
unartíma og áttuðu sig fyrr en aðrir á
þeirri merkilegu staðreynd að Bandaríkin
voru ekki lengur hjálenda Evrópu á myndlistarsviðinu heldur
leiðarljós. Án skeleggra skrifa þeirra er óvíst að bandarískir
safnarar hefðu sýnt byltingarkenndri list samlanda sinna eins
snemmborinn skilning og raun bar vitni. Þannig aðstoðuðu þeir
heila kynslóð ungra framsækinna listamanna við að finna mátt
sinn og megin gagnvart listunnendum sem ekki voru vanir að
líta sér nær en að Signubökkum, eins og þeir og forfeður þeirra
höfðu ætíð gert frá árdögum ameríska ríkjasambandsins.
S tór hluti af listmenningarlegu uppeldi hverrar þjóðarer að hún finni til sín gagnvart því sem skapað er í nafnihennar. Þá tilfinningu hafa Íslendingar í ríkum mæligagnvart bókmenntum sínum, einkum fornbók-
menntum. Þeir eru fáir sem ekki skilja hvílík vitundarverð-
mæti eru fólgin í Njálu og öllum hinum aldagömlu ættarsög-
unum, kviðunum og frásagnarbálkunum. Á öðrum sviðum lista
er stolt okkar hins vegar í hálfgerðu skötulíki því að við vitum
ekki hvar við stöndum í þeim efnum, né hvers við erum megn-
ug. Ekki bætir úr skák að heiðarlega umræðu skortir á mörg-
um sviðum lista, en hvergi eins tilfinnanlega og í myndlist. Þar
má segja að hið litla sem um er rætt sé í formi digurbarkaláta,
misvísandi skætings og ómengaðs dónaskapar.
Það er eins og menn kunni ekki að hemja sig þegar þeir tala
um þá sem eru á öndverðum meiði í skoðunum á myndlist.
Heilu starfsstéttirnar eru ómaklega ataðar auri og fjöður
blygðunarlaust dregin yfir þá framvindu sem mönnum er ekki
að skapi. Sumir þeirra leyfa sér að hafa endaskipti á sögu-
legum staðreyndum ef þróun mála er á aðra lund en þeim þykir
ákjósanlegt. Þetta nær náttúrulega engri átt. Listasagan er
ákveðin þróunarsaga, skjalfest og studd nákvæmum heim-
ildum. Hún er ekki geðþóttaspuni hvers og eins, hversu dap-
urlegur sem þeim finnst raunverulegur gangur hennar vera.
Menn verða að beygja sig undir listasöguna eins og hverja aðra
sagnfræði, ekki vegna þess að þeim líki eða mislíki það sem
þeir sjá heldur hins, að það sem gerst hefur verður ekki máð af
spjöldum sögunnar.
Skætingurinn misvísandi virðist einmitt eiga sér upphaf í
virðingarleysi manna fyrir sögulegum staðreyndum. Í íslensku
listalífi er háður skotgrafarhernaður sem einna helst líkist
kyrrstæðu og langdregnu stöðustríði eins og því sem fram fór í
heimstyrjöldinni miklu fyrir hartnær níutíu árum. Öðrum meg-
in víglínunnar liggja þeir sem telja að málaralistin sé dauð.
Hinum megin bíða þeir færis sem álíta að öll önnur tegund
tjáningar en málaralistin sé óalandi og óferjandi. Eins og nærri
má geta um tilgang heimstyrjaldarinnar fyrri er skotgrafa-
hernaður íslenskra listamanna til einskis annars en skemmta
skrattanum.
B áðar sveitir hafa nefnilega rangt fyrir sér. Málaralistiner langt frá því að vera dauð, en hún er einnig fjarriþví að vera það eina sem gefur myndlist samtímansgildi og merkingu. Hvort sem íslenskir listamenn vilja
við það kannast eður ei þá lifir málaralistin í prýðilegri sátt og
samlyndi við myndbandalist, ljósmyndalist, hvers konar rým-
isskipan og tölvulist, eins og sannast raunar á öllum meiri hátt-
ar listsýningum. Það er einungis í okkar litla og þröngsýna list-
samfélagi sem heimsstyrjöldin fyrri er enn við lýði, list-
unnendum til sárrar gremju og íslensku listalífi til ómælds
tjóns. Máttleysi okkar og ósýnileiki á erlendum vettvangi er af-
leiðing þessarar ófrjóu og afdönkuðu borgarastyrjaldar milli
stríðandi listamanna.
Enginn heilvita maður vill blanda sér í óheiðarlega og rætna
umræðu þar sem hann á það á hættu að vera ataður auri fyrir
starf sitt eða skoðanir. Fæstir Norður-Írar styðja öfgafyllstu
fylkingar stríðandi afla. En þótt obbinn af Ulsterbúum kysu
öðruvísi orðræðu og allt aðra tilveru eru það öfgarnar sem
stjórna þar lögum og lofum. Þess vegna þegja þeir þunnu
hljóði sem dreymir um betra ástand. Ástæða þagnarinnar er
einföld: Þar sem hreintrúarstefna hefur náð að hreiðra um sig
er allur skoðanamunur álitinn vatn á myllu kölska. Skorturinn
á margbreytilegri og umburðarlyndri umræðu í íslensku
myndlistarlífi virðist því standa í réttu hlutfalli við hreintrú
stríðandi afla, en auðvitað á kostnað nútímalegar víðsýni.
Listumræðan
FULL FATHOM FIVE, frá 1947, eftir Jackson Pollock, var trúlega
fyrsta slettimálverkið. Þar með hófst sigurganga bandarískrar list-
ar á eftirstríðsárunum.
AF LISTUM
Eftir Halldór
Björn
Runólfsson