Morgunblaðið - 20.10.2002, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
20. október 1945: „Um það
geta ekki verið skiftar skoð-
anir meðal Íslendinga, að
hyrningarsteinn þjóðskipu-
lagsins eigi að vera lýðræði
og þingræði. Meðal Íslend-
inga á heldur ekki að geta ris-
ið neinn ágreiningur um það,
hvað meint er með orðinu
lýðræði. Hyrningarsteinar
lýðræðisins eru hin almennu
mannrjettindi, sem við það
eru tengd, sem sje almennur
og jafn kosningarrjettur og
kjörgengi, málfrelsi, ritfrelsi,
fjelagsfrelsi, fundafrelsi og
fjelagslegt öryggi.
Íslendingar ætlast til, og
leggja á það höfuðáherslu, að
þessi almennu mannrjettindi
verði trygð í hinni nýju
stjórnarskrá. Þessi mann-
rjettindi eru grundvöllur lýð-
ræðisins og Íslendingar
munu aldrei fallast á ótil-
neyddir, að þau verði af þeim
tekin.“
20. október 1965: „Þeir, sem
sýsla með opinbera fjármuni,
verða að gera sér þess grein,
að hér er um peninga skatt-
greiðenda í landinu að ræða,
og þeim ber skylda til að
gæta fyllstu hagsýni og ráð-
deildar í meðferð þeirra.
Stjórnmálamenn verða einn-
ig að gera sér þess grein, að
þótt þeir séu í stjórnarand-
stöðu er það ábyrgðarlaus
leikur, sem ekki á að þekkj-
ast í þroskuðu lýðræðislandi,
að heimta aukin útgjöld rík-
issjóðs um leið og lagt er til
að tekjur ríkisins minnki. Og
almenningur, sem á að krefj-
ast þess af opinberum sýsl-
unnarmönnum að með fé
hans sé ekki bruðlað, á jafn-
framt að veita bæði embætt-
ismönnum og stjórn-
málamönnum ríkt aðhald í
þessum málum, þannig að
ábyrgðarlaus afstaða tæki-
færissinnaðra stjórnmála-
manna gagnvart fjármunum
almennings verði almennt
fordæmd.“
. . . . . . . . . .
20. október 1985: „Viðreisn-
artímabilið var gullald-
arskeið íslenzkra stjórnmála
frá sjónarmiði flestra sjálf-
stæðismanna og Alþýðu-
flokksmanna og kom þar
margt til. Festa og agi ríkti
við stjórn landsins og í
stjórnmálaflokkunum. Sú
lausung og upplausn, sem
síðar hefur rutt sér til rúms,
var nánast óþekkt fyrirbæri
á þeim tíma. Viðreisnarárin
voru að mestu tími nýsköp-
unar í atvinnulífi og raunar
þjóðlífi öllu. Um leið var
síðari hluti þeirra lexía í því,
hvernig hægt er að ná
þjóðfélaginu upp úr öldudal
kreppu og samdráttar á til-
tölulega skömmum tíma.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
K
OSNINGAR í Frakklandi
fyrr á þessu ári leiddu
ekki einungis til stjórnar-
skipta. Þær sýndu ekki
síður fram á hversu klofin
franska þjóðin er í mikil-
vægum málum. Þegar at-
kvæði höfðu verið talin í
fyrri umferð forsetakosninganna í apríl var ljóst
að Lionel Jospin, forsætisráðherra og forsetaefni
Sósíalistaflokksins, kæmist ekki áfram í síðari
umferðina líkt og allir höfðu gengið út frá sem
vísu. Þess í stað var það hægriöfgamaðurinn
Jean-Marie Le Pen sem keppti við Jacques Chir-
ac Frakklandsforseta í síðari umferð kosning-
anna. Frakkar fylktu sér að baki Chirac í þeirri
umferð og hann var kjörinn með um 82% at-
kvæða, sem er mesta fylgi sem nokkur forseti
hefur fengið í sögu Frakklands. Eftir stendur
hins vegar að tæpur fimmtungur kjósenda kaus
Le Pen í síðari umferðinni og hlaut hann litlu
minna fylgi en Chirac í fyrri umferðinni.
Boðað var til þingkosninga í júní og þar unnu
hægrimenn tryggan þingmeirihluta. Ráða þeir
nú yfir tæpum 400 þingsætum af 577. Þá hefur
tekist að steypa flestum hægrimönnum saman í
einn flokk, OMP, en áður voru þeir sundraðir í
fjölmarga flokka og flokksbrot.
Hvað
gerðist?
Nú þegar um hálft ár
er liðið frá fyrri um-
ferð kosninganna eru
franskir stjórnmála-
sérfræðingar ennþá að átta sig á því hvað gerðist.
Forstöðumaður við CEVIPOF, sem er rann-
sóknarstofnun um frönsk stjórnmál í tengslum
við Sciences Po, einn virtasta háskóla Frakk-
lands á sviði stjórnmála- og stjórnsýslufræði,
segir hreinskilnislega: „Við erum enn að reyna að
skilja þetta og gera tilraun til að greina úrslitin.“
Sérfræðingar á sviði franskra stjórnmála hall-
ast flestir að því að skýringuna sé annars vegar
að finna í kosningabaráttunni sjálfri og þá ekki
síst hvernig Sósíalistaflokkurinn hélt á málum og
hins vegar í óöryggi og ótta meðal kjósenda.
Öll kosningabarátta sósíalista miðaðist við að
sigra Chirac í síðari umferð kosninganna. Ein-
ungis var litið á fyrri umferðina sem áfanga á leið
í hinn raunverulega slag. Það breytti hins vegar
þessari stöðu að aldrei hafa jafnmargir frambjóð-
endur verið um hituna í fyrri umferðinni og að
þessu sinni eða alls sextán. Trotskýistar voru til
dæmis með þrjá frambjóðendur! Fulltrúar smá-
flokka voru sömuleiðis margir hverjir ekki und-
arlegir sérvitringar, líkt og oft hefur verið raun-
in, heldur frambærilegir stjórnmálamenn er
nutu vinsælda hjá ákveðnum hópum, ekki síst
innflytjendum.
Þá gerði það sósíalistum erfiðara fyrir að Jean-
Pierre Chévenément, fyrrum innanríkisráðherra
þeirra, bauð sig fram og hlaut um fimm prósent
atkvæða.
Það sem varð Jospin að falli, að mati franskra
sérfræðinga, er að hann kaus að setja sig á háan
hest og neita að ræða við aðra frambjóðendur á
vinstri vængnum til að auka líkurnar á því að
vinstrimaður kæmist örugglega í síðari umferð-
ina. Jospin var viss um að hann þyrfti ekki á slík-
um samningaviðræðum að halda. Þegar upp var
staðið skorti hann hins vegar um 200 þúsund at-
kvæði til að komast áfram. Aðrir litlir vinstri-
frambjóðendur hlutu hins vegar vel á aðra millj-
ón atkvæða samtals.
Þá segja menn að það hafi styrkt stöðu fulltrúa
minni flokka á vinstri vængnum að Jospin mark-
aðssetti sig ekki sem „vinstrimann“ í kosning-
unum heldur sem fulltrúa miðjunnar í frönskum
stjórnmálum. Þar með hafi hann gefið höggstað á
sér á vinstri vængnum. Loks hafi hinn persónu-
legi stíll Jospins dregið úr fylgi hans. „Hann var
fjarlægur, árásargjarn, barnalegur. Í raun var
hann ómögulegur og hann beið ósigur,“ sagði
fræðimaður við Sciences Po.
Hið mikla fylgi Le Pens ætti heldur í raun ekki
að koma allt of mikið á óvart. Hægriöfgamenn
hafa verið hluti af frönskum stjórnmálum í ára-
tugi og fylgi Þjóðarfylkingar Le Pens verið nokk-
uð jafnt frá miðjum níunda áratugnum. Að hluta
til eru franskir hægriöfgamenn angi af sama
meiði og aðrir svipaðir flokkar í Evrópu. Hins
vegar er ekki heldur hægt að líta framhjá sögu
Frakklands í þessu samhengi og þá ekki síst
missi heimsveldisins og stríðinu í Alsír. Þeir at-
burðir leiddu annars vegar til að aftur fluttu til
Frakklands franskir íbúar úr nýlendunum sem
voru bitrir í garð innflytjenda. Hins vegar fluttu
einnig milljónir annarra þjóða manna til Frakk-
lands.
Frakkland hefur sögulega séð verið ríki er tek-
ið hefur á móti innflytjendum og um þriðjungur
íbúa landsins getur rakið ættir sínar út fyrir
landamærin. Eitt af því sem hefur breyst er hins
vegar að áður fyrr fluttu menn til Frakklands og
löguðu sig að menningunni, urðu franskir. Nefna
má að tveir menn, er nýlega gegndu embætti
forsætisráðherra, voru af erlendum ættum.
Pierre Beregovoy átti úkraínskan föður og for-
eldrar Edouards Balladurs fæddust í heimsveldi
Ottómana.
Hin franska sjálfsmynd hefur ekki verið land-
fræðilega skilgreind heldur menningarlega. Á
síðastliðnum áratugum hefur hins vegar innflytj-
endum fjölgað, sem eru vissulega frönskumæl-
andi en hafa ekki áhuga á að aðlagast franskri
menningu fullkomlega heldur vilja halda í sínar
hefðir og menningu. Ekki síst á þetta við um inn-
flytjendur frá frönskumælandi Afríku sunnan
Sahara og Norður-Afríku og þá fyrst og fremst
þá sem eru múhameðstrúar.
Óöryggi en ekki
atvinnuleysi
Lengi vel var atvinnu-
leysi það sem flestir
Frakkar nefndu er
þeir voru spurðir um
það í skoðanakönnunum hvert ætti að vera helsta
verkefni stjórnmálamanna. Á síðustu misserum
er það hins vegar annað mál sem franska þjóðin
hefur haft meiri áhyggjur af, nefnilega vaxandi
ofbeldi og glæpir, ekki síst meðal ungmenna.
Þegar horft er á fréttatíma frönsku sjónvarps-
stöðvanna eru það fréttir af morðum, ofbeldis-
verkum og innbrotum sem nánast einoka frétta-
tímana. Þegar „opið hús“ var í mörgum af helstu
byggingum Frakklands fyrir skömmu réðst mað-
ur að Bertrand Delanoe, borgarstjóra Parísar, í
ráðhúsinu og stakk hann með hnífi í magann. Um
sömu helgi lést unglingsstúlka af norður-afrísk-
um uppruna er kveikt var í henni í geymslu í
blokk í úthverfi höfuðborgarinnar. Dag eftir dag
berast fregnir af ofbeldisverkum sem þessum og
fá mál voru fyrirferðarmeiri í umræðunni fyrir
síðustu kosningar en „óöryggi“ borgaranna.
Sumir telja þó að þetta öryggisleysi risti dýpra
en svo að vera einungis ótti við afbrot og ofbeldi.
Hluti af því sé ímyndarkreppa. Frakkar tóku líkt
og flestar aðrar þjóðir Evrópusambandsins upp
hina sameiginlegu mynt evruna í daglegri notkun
um síðustu áramót. Táknum franska þjóðríkisins
fækkar stöðugt en í huga margra er óvíst hvað
tekur við. „Erum við á leið inn í sambandsríki eða
ríkjasamband þjóðríkja? Óvissan sem er fyrir
hendi um framtíðina grefur undan sjálfsímynd
fólks. Evrópusambandið er ekki til í huga al-
mennings. Fólk lítur ekki svo á að ESB geti
verndað hagsmuni þess. Það er einnig farið að
efast um getu stjórnvalda til að standa vörð um
hagsmuni þess. Frambjóðendur reyndu ekki að
takast á við þetta öryggisleysi kjósenda. Þeir töl-
uðu einungis um það sem unglingavandamál.
Þennan ótta nýtti hins vegar Le Pen sem hét því
að taka aftur upp franska frankann í stað evr-
unnar,“ sagði fræðimaður við Sciences Po. Annar
fræðimaður við sömu stofnun benti á að Frakk-
land hefði ávallt verið mjög miðstýrt ríki. „Nú
veit almenningur ekki hver fer með völdin. Er
það París, héruðin eða Evrópa?“
Að mörgu leyti er hægt að greina eins konar
tvískiptingu frönsku þjóðarinnar í kosningunum.
Ef einungis hefði verið kosið í bæjum þar sem
búa fleiri en 9.000 manns hefðu þeir Chirac og
Jospin tekist á í síðari umferðinni. Úrslitin réð-
ust hins vegar í hinum dreifbýlu sveitum Frakk-
lands þar sem íbúar hafa miklar áhyggjur af
framtíð landbúnaðarins, hnattvæðingu og stækk-
un Evrópusambandsins. Óttast í raun að það
samfélag sem fólk þekkir og hefur alist upp við sé
að hverfa.
Kreppa Sósíal-
istaflokksins
Það ríkir hins vegar
engin kreppa í frönsk-
um stjórnmálum þrátt
fyrir það áfall sem
fyrri umferð forsetakosninganna var. Ríkisstjórn
Jean-Pierres Raffarins hefur tryggan meirihluta
á þingi og nýtur einnig vaxandi vinsælda meðal
þjóðarinnar. Franskir sósíalistar eiga aftur á
móti í ákveðinni tilvistarkreppu. Tilvist flokksins
sem slíks er í sjálfu sér ekki í hættu þar sem
Sósíalistaflokkurinn er og verður áfram stærsti
vinstriflokkur Frakklands. Kosningarnar á
þessu ári benda til að kommúnistar séu smám
saman að hverfa sem mikilvægt afl í frönskum
stjórnmálum. Hins vegar ríkja miklar deilur um
það innan Sósíalistaflokksins hvert hann eigi að
halda.
Lionel Jospin vék sem leiðtogi eftir fyrri um-
ferð forsetakosninganna og enginn leiðtogi hefur
komið í hans stað þótt Laurent Fabius, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sé nú helsta andlit hans út
á við.
Sósíalistar vita í raun ekki hvert þeir vilja
stefna. Öflug fylking innan flokksins, með Fab-
MIÐLÆGUR GAGNAGRUNNUR
Á HEILBRIGÐISSVIÐI
Miðlægur gagnagrunnur áheilbrigðissviði er ekki orð-inn að veruleika. Þótt mikið
hafi verið unnið að því að koma upp-
byggingu hans á skrið og Íslenzk
erfðagreining hafi varið til þess veru-
legum fjármunum er ljóst að mikið
verk er óunnið.
Íslenzka erfðagreiningu og Per-
sónuvernd greinir á um hvað valdi
þessum töfum. ÍE telur, að Persónu-
vernd beri ábyrgð á þeim, en sú
stofnun mótmælir því.
Þegar hugmyndin um miðlægan
gagnagrunn á heilbrigðissviði var
sett fram fyrir tæplega fimm árum
spunnust um hana gríðarlegar um-
ræður og harðar deilur, einhverjar
þær hatrömmustu, sem hér hafa stað-
ið á undanförnum árum að undan-
skildum átökunum um kvótakerfið.
Niðurstaðan af umræðunum varð
hins vegar sú, að Alþingi setti löggjöf
um gagnagrunninn, Íslenzkri erfða-
greiningu var veitt leyfi til að setja
hann upp og reka í ákveðinn tíma og
samningar hófust við þá aðila, sem
hlut áttu að máli. Jafnframt fór ekki á
milli mála, að hugmyndin naut meiri-
hlutafylgis meðal þjóðarinnar, þótt
hörð andstaða væri til staðar.
Frá því að þessar ákvarðanir voru
teknar hafa miklar breytingar orðið í
því umhverfi, sem líftæknifyrirtæki
starfa. Við núverandi aðstæður er
nánast óhugsandi fyrir þau fyrirtæki
að sækja áhættufé út á hinn frjálsa
markað eins og ÍE gerði á sínum
tíma. Það á við um öll fyrirtæki á
þessu sviði. Jafnframt má velta því
fyrir sér, hvort af þeim sökum geti
verið sami markaður og áður var talið
fyrir upplýsingar úr slíkum gagna-
grunni.
Þetta getur verið tímabundið
ástand. Sveiflur á alþjóðlegum hluta-
bréfamörkuðum eru miklar og erfitt
að segja fyrir um þær. Nú blasir við
að styrjöld getur orðið á næstu mán-
uðum í Írak og ómögulegt að segja til
um hvaða áhrif hernaðaraðgerðir
hafa á markaðina og þróun efnahags-
mála á heimsvísu. Neikvæð þróun
mundi hafa margvísleg áhrif á stöðu
okkar eins og annarra þjóða og getur
t.d. haft áhrif á áform Alcoa um bygg-
ingu álvers á Íslandi.
Það er nauðsynlegt að gera sér
raunsæja grein fyrir því, hvað er
hægt og hvað er ekki hægt varðandi
uppbyggingu miðlægs gagnagrunns
á heilbrigðissviði við þessar aðstæð-
ur. Æskilegt er að samkomulag takist
á milli ÍE og Persónuverndar um
hvernig standa megi að uppbyggingu
grunnsins í stað þess að deilur hefjist
um hverjum eigi að kenna um þær
tafir, sem orðið hafa, sem óneitanlega
hafa sett stórt strik í þennan reikn-
ing.
Hugmyndin er góð. Hún nýtur al-
mannafylgis. Löggjöfin er fyrir
hendi. Við eigum að búa þannig um
hnútana að hægt verði að koma mið-
lægum gagnagrunni á heilbrigðis-
sviði á fót um leið og aðstæður breyt-
ast.
Það er engin atvinnustarfsemi
óháð umhverfi sínu. Fyrirtæki í líf-
tækni hljóta að búa við margvíslegar
sveiflur ekkert síður en fyrirtæki í
sjávarútvegi eða áliðnaði. Raunar er
líftækni svo ný af nálinni sem at-
vinnugrein að áhættan þar er marg-
falt meiri og sveiflurnar í samræmi
við það.
Starfsemi Íslenzkrar erfðagrein-
ingar hefur mikla þýðingu fyrir ís-
lenzku þjóðina. Á erfiðum tímum er
þörf á því að þjóðin standi fast að baki
fyrirtækinu og stuðli að því að það
komist í gegnum þann öldudal, sem
öll fyrirtæki á þessu sviði hvar sem er
í heiminum ganga nú í gegnum.