Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 33 ius, Dominique Strauss-Kahn og Martine Aubry í broddi fylkingar, vill halda áfram að endurnýja flokkinn, ekki ósvipað og gerðist með t.d. breska Verkamannaflokkinn. Ekki síður horfa þessir fulltrúar til þýskra og norrænna jafnaðarmanna í leit að fyrirmynd. Aðrir vilja að flokkurinn taki snarpa vinstribeygju. Helsti leiðtogi þess hóps er Henri Emmanuelli. Búa þessar tvær fylkingar sig nú undir mikil átök á næsta flokksþingi er haldið verður í borginni Dijon á næsta ári. Raunar má finna sögulegar hliðstæður við þessa þróun. Á sjötta, sjöunda og áttunda ára- tugnum sveiflaðist flokkurinn frá því að vera til vinstri við marxista – þegar hann var utan stjórn- ar – yfir í að fylgja fremur raunsærri miðjustefnu í ríkisstjórn. René Remond, prófessor og forseti frönsku Stjórnmálafræðistofnunarinnar, sem m.a. rekur Sciences Po, segir kosningabaráttu sósíalista hafa verið hálfgert slys. „Það er hins vegar ekki hægt að líta framhjá því að sósíalistar hafa misst sambandið við valdagrundvöll sinn, kjósendur á hefðbundnum iðnaðarsvæðum. Þessir kjósendur sátu heima eða kusu Þjóðarfylkinguna, færðu sig frá sósíalistum til hægri öfgamanna án nokkurra vandræða. Það er því ekki nema von að sósíal- istar spyrji sig hvort þeir eigi að halda í jafnaðarstefnuna eða færa sig til vinstri,“ sagði Remond. Þingmaður Sósíalistaflokksins tók í svipaðan streng, sagði ósigurinn nú frábrugðinn því sem gerðist t.d. 1993 er sósíalistar biðu einnig ósigur. Þá hefði ríkisstjórn þeirra verið í vörn vegna fjölmargra hneykslismála. Nú hefðu flestir haft á tilfinningunni að stjórnin stæði sig vel, t.d. hefði verið farið að draga úr atvinnuleysi. „Það gerir ósigurinn enn sárari. Við verðum að horfast í augu við að hugsanlega hafi þetta ekki verið slys. Við verðum að spyrja okkur hvað felist í því að vera sósíalisti þannig að hægt sé að endurlífga flokkinn,“ sagði þingmaðurinn. Hann sagðist óttast að barátta um völd milli áhrifamanna í flokknum myndi gera að verkum að menn gleymdu því sem máli skipti, nefnilega stefnu flokksins. Raffarin fylgir varfær- inni stefnu Á meðan sósíalistar velta fyrir sér framtíð sinni hefur ríkisstjórn Raffarins styrka stöðu. Raffarin var með öllu óþekktur er hann var skipaður forsætisráðherra og jafnvel margir franskir sérfræðingar, er fylgjast dag- lega með stjórnmálum, vissu ekki hver hann var þegar hann var skipaður í embættið. Hann þykir hins vegar hafa staðið sig vel, þykir alþýðlegur og nær vel til almennra kjósenda með málflutn- ingi sínum. Í upphafi var því haldið fram að hann yrði eins konar strengjabrúða þeirra Chiracs og Alains Juppés, fyrrverandi forsætisráðherra, sem talinn hefur verið líklegasti arftaki Chiracs. Nú segja margir að ef Raffarin heldur sínu striki geti hann ógnað Chirac í lok kjörtímabilsins. Gerð hefur verið sú breyting á stjórnarskrá að nú er kosið til embættis forseta á fimm ára fresti í stað sjö ára áður en jafnframt getur forseti boðið sig fram oftar en tvisvar. Stjórn Raffarins virðist ætla að fylgja varfær- inni stefnu og ekki hafa verið boðaðar neinar grundvallarbreytingar frá stefnu síðustu stjórn- ar. Áhersla á löggæslu og öryggismál hefur verið aukin og sömuleiðis hefur stjórnin boðað aukin útgjöld til varnarmála. Frakkar hafa á síðustu árum lagt niður herskyldu í áföngum og byggt upp atvinnuher þess í stað. Er markmiðið að hann verði betur í stakk búinn í framtíðinni en nú er raunin til að takast á við verkefni utan landa- mæra Frakklands. Í fjármálaráðuneyti Frakklands segja menn að ætlunin sé að fylgja svipaðri stefnu varðandi einkavæðingu og gert hefur verið undanfarna tvo áratugi. Hlutur franska ríkisins í flestum iðnfyr- irtækjum hefur þegar verið seldur og þar sem ríkið á enn hlut er hann yfirleitt einungis á bilinu 15–30 prósent. Ætlunin er að draga ríkið alfarið út úr atvinnulífinu en þó ekki að selja eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum fyrr en aðstæður á mark- aði eru hagstæðar. Þá taka menn fram að ríki kunni að þurfa að sinna ákveðnu hlutverki í iðn- aði áfram t.d. þegar kemur að því að ýta undir rannsóknir og þróun. Hvað þjónustufyrirtæki í eigu ríkisins varðar, s.s. orkuveitur og járnbraut- ir, er það stefna stjórnar Raffarins að einkavæða þegar það getur stuðlað að betri þjónustu. Það er þó einungis sagt koma til greina á þeim sviðum þar sem samkeppni er fyrir hendi. Taka má dæmi af járnbrautakerfinu, sem nú er alfarið í eigu ríkisins. Franskir embættismenn segja að til greina komi að einkavæða ákveðna þætti og nefna vöruflutninga á milli ríkja þar sem á næsta ári verður að leyfa erlenda samkeppni vegna til- skipana ESB. Frakkar hafa fylgst grannt með reynslu Breta á þessu sviði og segja niðurstöð- una að til greina komi að selja ákveðnar leiðir í lestarkerfinu. Hins vegar virðist ljóst að sjálft brautakerfið verði að vera áfram í eigu ríkisins. Greinilegt er á öllu að ætlun stjórnarinnar er að fara varlega í hlutina. Aðstæður á mörkuðum eru erfiðar og sannfæra verður stéttarfélög um ágæti þess að selja hlut ríkisins í fyrirtækjum eða setja þau á markað. „Aðalatriðið er að það þjóni hagsmunum fyrirtækisins að ríkið minnki hlut sinn. Ef sala á hlut ríkisins myndi valda erf- iðleikum á markaði kjósum við frekar að bíða,“ sagði embættismaður. Einhver róttækasta breyting sem ríkisstjórn Jospins knúði í gegn var að koma á lögskyldri 35 stunda vinnuviku. Stjórn Raffarins hyggst ekki hverfa frá þeirri stefnu í grundvallaratriðum en stefnir þó að því að sníða ýmsa annmarka af nú- verandi fyrirkomulagi. Þegar lögin um 35 stunda vinnuviku voru sett árið 1998 var megintilgangur þeirra að draga úr atvinnuleysi, sem er stórfellt vandamál í Frakk- landi, ekki síst meðal ungs fólks. Alls eru nú 2,27 milljónir Frakka án atvinnu og er fjórðungur at- vinnulausra yngri en 25 ára. Samhliða fækkun vinnustunda var einnig ákveðið að styrkja þau fyrirtæki er réðu fólk yngra en 25 ára í vinnu. Fyrirtæki fengu átján mánuði til að laga sig að hinu breytta fyrirkomulagi og tóku lögin gildi hinn 1. janúar 1998. Það er mat franska vinnumálaráðuneytisins að 300 þúsund ný störf hafi orðið til vegna þessarar löggjafar. Lögin eru hins vegar umdeild og eru aðilar vinnumarkaðarins ósáttir við að breyting sem þessi hafi verið gerð með lagasetningu en ekki í samningum á milli vinnuveitenda og at- vinnurekenda. Þá þykja lögin flókin í fram- kvæmd. Hins vegar hefur markmið þeirra náðst að nokkru leyti og nú vinna alls 6 milljónir Frakka styttri vinnuviku en 36,5 stundir af alls 26 milljónum manna á vinnumarkaði. Það sem ríkisstjórn Raffarins hefur í hyggju er að gera kerfið sveigjanlegra, ekki síst þegar kemur að yfirvinnumörkum. Lögin þykja til dæmis hafa bitnað á láglaunafólki sem ekki á þess kost að auka tekjur sínar með meiri vinnu. Sem stendur er hámark yfirvinnu í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en tuttugu 120 stundir á ári en ætlunin er að breyta því í 180 stundir á ári og jafnvel meira ef samkomulag næst um slíkt í kjarasamningum. Þá hefur verið mjög erfitt að framfylgja yfirvinnumörkunum í mörgum at- vinnugreinum. Það sem veldur stjórninni hins vegar hvað mestum áhyggjum er að lögin hafa síst orðið til að auka samkeppnishæfni Frakka á alþjóðavett- vangi. Samkvæmt nýlegri könnun eru Frakkar í tólfta sæti meðal Evrópuríkja þegar kemur að samkeppnishæfni. Morgunblaðið/RAXNorðurnámuver við Tungnaá. Lengi vel var at- vinnuleysi það sem flestir Frakkar nefndu er þeir voru spurðir um það í skoðanakönnunum hvert ætti að vera helsta verkefni stjórnmálamanna. Á síðustu misserum er það hins vegar ann- að mál sem franska þjóðin hefur haft meiri áhyggjur af, nefnilega vaxandi ofbeldi og glæpir, ekki síst meðal ung- menna. Laugardagur 20. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.