Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hermann Páls-son fæddist 26. maí 1921 í Sauða- nesi á Ásum í Húna- vatnsþingi. Hann lést af völdum slyss í Bourgas í Búlgaríu 11. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, f. 1875, d. 1932, fædd- ur í Sauðanesi og bóndi þar, og kona hans, Sesselja Þórð- ardóttir, f. 1888, d. 1942, frá Steindyr- um í Svarfaðardal. Systkini Hermanns eru: Jón Helgi, f. 1914, d. 1985, Páll Sig- þór, f. 1916, d. 1983, Sigrún Stef- anía, f. 1917, d. 1998, Þórður, f. 1918, Gísli, f. 1920, Helga Guð- rún, f. 1922, Þórunn, f. 1924, Ólafur Hólmgeir, f. 1926, d. 2002, Aðalbjörg Anna, f. 1928, d. 1955, Haukur, f. 1929, og Páll Ríkarð- ur, f. 1932. Hinn 12. september 1953 gekk Hermann að eiga Guð- rúnu Þorvarðardóttur, f. 28. mars 1927, stúdent 1946. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðmunds- dóttir húsmóðir og Þorvarður sú skrá var prentuð hafa bæst við ritaskrána þrjár bækur, ein um írskar ritningar og Vínland hið góða, önnur um Sólarljóð og vitr- anir um annarlega heima og sú þriðja um Grettis sögu og ís- lenska siðmenningu. Hermann átti frumkvæði að því að efna til alþjóðlegra þinga um fornsögur. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg árið 1971 og síðan hafa þau verið haldin með reglulegu millibili fram á þennan dag. Hann þýddi á ensku margar fornsögur og kvæði. Helstu sam- starfsmenn hans á þeim vettvangi voru Magnús Magnússon (sbr. t.d. Njáluþýðingu þeirra hjá Penguin Classics), Denton Fox (Grettis saga) og Paul Edwards en þeir þýddu saman Landnámu, Eyr- byggju, Örvar-Odds sögu og Hávamál svo dæmi séu nefnd. Auk fjölmargra bóka og greina Hermanns á ensku og íslensku má nefna Lexikon der altnordischen Literatur sem hann skrifaði ásamt Rudolf Simek. Og á jap- önsku kom út bók eftir Hermann um Óðin og eddur. Hermann var vinsæll fyrirlesari og flutti fjöl- marga fyrirlesta víða um heim. Hermann var kvaddur í Edin- borg hinn 28. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Hermanns verður minnst í Háteigskirkju á morgun, mánudaginn 21. október, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þorvarðarson, aðal- féhirðir Landsbank- ans, og síðar Seðla- bankans. Dóttir þeirra Hermanns og Guðrúnar er Stein- vör, danskennari og doktorsnemi, f. 1959. Hún á dótturina Hel- enu, f. 1992. Hermann stundaði ungur sveitastörf og vegavinnu. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann á Ak- ureyri 1943 og cand.mag.-prófi við Háskóla Íslands 1947. Hann hélt til Írlands og lauk BA-prófi (Hon- ours) í keltneskum fræðum við Ír- landsháskóla í Dyflinni. Frá árinu 1950 kenndi hann íslensk fræði við Edinborgarháskóla, fyrst sem lektor en um árabil sem prófess- or. Um tíma var hann gistipró- fessor við Toronto-háskóla og Berkeley-háskóla. Hann var heið- ursdoktor við Háskóla Íslands. Skrá yfir ritverk Hermanns er að finna í bókinni Sagnaheimur sem gefin var út honum til heið- urs á áttræðisafmæli hans. Síðan Það er ekki auðvelt að skilgreina fræðastörf svo mikilvirks vísinda- manns og leiftrandi anda sem Her- mann Pálsson var. Upp í hugann kemur bók um mannanöfn frá 1960 en hún er til marks um hinn mikla áhuga hans á nöfnum, orðskýringum og orðaforða. Þessi áhugi kemur glögglega fram í öllu fræðastarfi hans og setur mark á stíl hans og fram- setningu. Málfarið er óvenju kjarn- mikið og frumlegt og þarf ekki að efa að það hafi átt þátt í þeim miklu vin- sældum sem bækur hans og greinar nutu. Þannig birtist skáldið í Her- manni alla tíð, hæfileiki sem kemur svo augljóslega fram í þeirri fögru bók Þjóðvísur og þýðingar frá árinu 1958 og einnig í Írskum fornsögum frá 1953. Orðasmíði var Hermanni einkar hugleikin, og mátti m.a. sjá þess merki í skemmtilegu lesenda- bréfi í Morgunblaðinu í sumar þar sem orðaforði í tölvumáli var til um- ræðu („Af þurum og pjörum“). Hár- fínn smekkur hans á mál og stíl birt- ist einnig í athugunum hans á ensku. Hann benti mér t.d. á að það væri ekki beint heppilegt að hefja frásögn af sækonungi á þessum orðum: „The Viking king …“. Hann hafði nokkrar áhyggjur af málfari manna hér á landi og honum virtist sem orðaforð- inn væri að verða heldur fátæklegur víða. Hann taldi að fólk, einkum skólafólk, þyrfti að lesa meira. Í því sambandi minntist hann kennara síns, Sigurðar skólameistara á Akur- eyri, sem tókst með eldmóði að kveikja áhuga nemenda og virðingu fyrir móðurmálinu. Hann sagði mér líka frá móðurmálskennara í Skot- landi sem lét nemendur sína í grunn- skóla lesa tuttugu skáldsögur á vetri og ræddi um þær allar í tímum. Hann dreymdi um nýja og stærri samheita- orðabók og var búinn að safna miklu efni í hana. Ungur vakti Hermann athygli fyr- ir bækurnar Sagnaskemmtun Íslend- inga og Siðfræði Hrafnkels sögu. Í fyrrnefndu bókinni leiðir hann m.a. að því líkur að rekja megi ritun ým- issa fornsagna okkar mun lengra aft- ur en almennt hafði verið talið. Aldrei gaf hann þessa hugmynd upp á bát- inn enda virðist margt benda til að hún eigi við rök að styðjast. Í síðar- nefndu bókinni birtist sú meginkenn- ing Hermanns um Íslendingasögur að „bækur æxlist af bókum“. Hann sýndi fram á hvernig hugmyndir sunnan úr álfu, ekki síst þýðingin á sögu Alexanders mikla, virðast hafa mótað viðhorf höfundar Hrafnkels sögu. Allar götur síðan hefur Her- mann verið ótrauður að sýna fram á áhrif evrópskra bókmennta og mið- aldasiðfræði á aðrar fornar sögur og nægir þar að minna á bækur hans um Njálu, Laxdælu og nú síðast Grettis sögu. Ég bar gæfu til að gerast hand- genginn Hermanni Pálssyni og vinna með honum síðustu árin að sameig- inlegum hugðarefnum. Þessi sam- vinna leiddi meðal annars til þess að við Finna heimsóttum þau hjón, Her- mann og Stellu, í Edinborg í vor. Þar kynntumst við hinni rómuðu gest- risni þeirra og höfðingslund. Nú minnumst við stundanna í Edinborg með þakklæti. Fræðimanninum Hermanni kynntist ég á menntaskólaárunum. Það vildi svo til að Siðfræði Hrafnkels sögu var til í bókaskápnum heima og pabbi benti mér á að nota hugmyndir úr henni við samningu lítillar skóla- ritgerðar um Hrafnkels sögu. Þegar kennarinn hafði lesið þessa ritsmíð sagði hann að ég hefði nú fremur mátt vitna í Nordal en Hermann Pálsson. Mig fór þá eðlilega að gruna að Hermann mundi kannski vera um- deildur í fræðunum, og það sannfrétti ég svo á háskólaárunum hér heima. En eftir að ég fór til Winnipeg, þar sem Haraldur Bessason réð ríkjum í íslenskudeildinni við Manitoba-há- skóla, fékk ég að vita að Hermann væri einhver virtasti fræðimaðurinn á sínu sviði á ensku málsvæði. Senni- lega hefur enginn Íslendingur gert íslenskum fræðum meira gagn en Hermann Pálsson með því kynning- arstarfi sem hann vann um áratuga skeið, með skrifum sínum og þýðing- um, fyrirlestrum og ráðstefnuhaldi. Það sópaði að honum í fræðunum; og gaman var að kynnst honum í eigin persónu á fornsagnaþingi í München árið 1979. Þegar við Haraldur Bessason ákváðum að gefa út ritgerðasafn um norræna goðafræði og áhrif heiðninn- ar á fornar bækur leituðum við fyrst til Hermanns um grein. Hann afhenti ekki aðeins greinina heldur léði okk- ur einnig nafnið á bókinni: Heiðin minni. Og sama gerðist þegar við fór- um að undirbúa safn greina um þjóð- sögur. Hermann hvatti okkur mjög og skrifaði afar athyglisverða grein (um konur sem lífga val) og brást vel við þeirri bón okkar að finna bókinni nafn: Úr manna minnum skyldi hún heita. Þessi bók er nú í prentun. Síðasta bók Hermanns kom út að honum látnum, Grettis saga og ís- lensk siðmenning. Mér var ljúft að verða við beiðni Hermanns í vetur að lesa handritið að bókinni og taka próförkina að mér. Honum auðnaðist að sjá fyrstu próförk daginn sem hann hélt í sína hinstu för frá Ed- inborg. Það var honum ánægjuefni að sjá verkið komið svo vel á veg enda hafði hann haft það lengi í smíðum. Ég held það hafi verið honum einkar kært viðfangsefni að rýna í söguna af sýslunga sínum og kanna hvernig sið- fræðihugmyndir sunnan úr álfu flétt- uðust inn í þessa miklu útlagasögu. Bróðir Hermanns, Gísli Pálsson á Hofi í Vatnsdal, stjórnaði útgáfu bók- arinnar og sýndi þar enn tryggð við sinn yngra bróður og áhuga á fræða- störfum hans. Þessi óbilandi atorka þeirra bræðra er mikil hvatning okk- ur sem yngri erum. Við Finna sendum Stellu, Stein- vöru og Helenu litlu, ljósgeisla afa síns, okkar innilegu samúðarkveðjur. Mikið skarð er nú höggvið í þessa samhentu íslensku fjölskyldu í Edin- borg þegar hinn mikli öðlingur hefur skyndilega og fyrirvaralaust verið brott kallaður. Baldur Hafstað. Edinborg er fegurst borga á Bret- landseyjum eins og þeir vita, sem hana hafa gist. Hún sómir sér vel sem höfuðborg Skota, jafnt þeirra sem heima búa og hinna, sem eru sýnu fleiri og dreifst hafa um alla heims- byggðina. En Edinborg hefur af meiru að státa: Hún er ein af gersem- um miðaldaborga Norður-Evrópu svo að hún þolir samjöfnuð við lista- djásn eins og Prag, Krakow og Rigu. Edinborg er byggð á sjö hæðum eins og Róm forðum, rammbyggð og víg- girt, til að verjast óvinum, sem komu að sunnan eða handan yfir hafið, sem tengir saman sögu Skota og nor- rænna manna. Það varð ævistarf Hermanns Páls- sonar að rannsaka og segja þá sögu, sem hann skildi og kunni öllum mönnum betur. Hermann var braut- ryðjandi meðal fræðimanna um Vík- ingaöld, landnám og þjóðmenningu Íslendinga, sem fengust við að rann- saka og rifja upp keltneska þáttinn í þjóðaruppruna okkar og menningu. Fyrir það stöndum við í ómældri þakkarskuld við hann. Án þessa framlags hans væri okkur margt hul- ið um, hvaðan við komum og hver við erum. Að loknu meistaraprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1947 settist Hermann að í Dyflinni, hinu forna vígi víkinga, þar sem hann nam gelísku og keltnesk fræði, fyrst- ur íslenskra fræðimanna svo að við höfum spurnir af. Um miðja síðustu öld settist hann að í Edinborg þar sem hann var lektor og síðar prófess- or við Edinborgarháskóla í íslenskum og norrænum fræðum. Hann var sæmdur doktorsnafnbót í bókmennt- um (D.Litt.) við Edinborgarháskóla árið 1980. Hermann og kona hans, Guðrún Þorðvarðardóttir, hafa átt heimili sitt í Edinborg í meira en hálfa öld. Og það var í Edinborg frá hausti ársins 1958, þegar ég kom þar til náms, m.a. fyrir hvatningu Her- manns, að við Bryndís eignuðumst vináttu þeirra hjóna, sem aldrei rofn- aði, þótt höf og lönd skildi í milli. Fyr- ir það þökkum við nú, þegar við kveðjum fornvin okkar hinstu kveðju. Hermann var Húnvetningur að ætt og uppruna, fæddur og uppalinn á Sauðanesi í Ásum og fóstraður í hinum norðlenska skóla. Menningar- arfur Íslendinga var honum í blóð borinn enda hafði hann á hraðbergi allt það besta sem sú arfleifð hefur upp á að bjóða – og kunni flestum bet- ur að meta að verðleikum. En hann hafði ekki asklok yfir höfuð og sá vítt til allra átta þegar hann braut til mergjar mótunaráhrif og sköpunar- kraft íslenskrar menningar á land- náms- og þjóðveldistíma. Hann vissi sem var að íslensk menning er ekki einasta innflutt góss úr Skandinavíu, sem landnámsmenn höfðu í fartesk- inu. Hún á líka rætur að rekja til miklu eldri menningar kelta á Írlandi og Skotlandi, enda margir landnáms- manna og -kvenna þaðan upprunnir. Lengi vel var Hermann því lítt í náðinni hjá þeim sem voru sjálfskip- aðir handhafar stórasannleiks um uppruna íslenskrar menningar og horfðu á hana með sjónskekkju skandinavisma og þýskra fræða- hefða. Honum var hafnað þegar hann sótti um starfa við Háskóla Íslands. Menn vildu engin veisluspjöll. Kannski var það gæfa Hermanns sem fræðimanns, þótt römm væri sú taug, sem dró hann föðurtúna til. Hermann laut hátigninni en stóð á réttinum og hélt sínu fram ótrauður. Hermann var afkastamikill fræði- maður og ávann sér viðurkenningu og virðingu í hinu alþjóðlega sam- félagi fræðimanna, sem fengust við norræn og keltnesk fræði við lær- dómssetur vítt og breitt um heims- byggðina. Hann átti frumkvæði að fornsagnaþingum fræðimanna, en hið fyrsta þeirra var háð í Edinborg árið 1971. Honum var víða boðið til fyrirlestrahalds við fræg menntaset- ur, t.d. við Berkeleyháskóla í Kali- forníu, og á málþing fræðimanna. Ritstörf hans voru mikil að vöxtum: Frumsamin rit á íslensku og ensku, útgáfur og þýðingar, auk þess sem hann birti fjölda greina í tímaritum og blöðum, íslenskum og erlendum. Þótt við getum fráleitt talist sér- fróð um fræði Hermanns höfum við samt dálæti á mörgum rita hans: Söngvar frá Suðureyjum kveiktu ævilangan áhuga á samspili nor- rænnar og keltneskrar menningar, sem skýrir sérstöðu íslensks menn- ingararfs. Siðfræði Hrafnkelssögu, Leyndarmál Laxdælu, Keltar á Ís- landi og Vikings in Russia eru meðal bóka Hermanns sem er að finna í bókasafni okkar og sitja eftir í minn- ingunni. Allt kom þetta að góðu haldi á árþúsundahátíðinni miklu hér í Bandaríkjunum árið 2000, þegar það kom í okkar hlut sem sendiherra- hjóna Íslands í Bandaríkjunum að reifa landafundaafrek Íslendinga og menningarsögu víkinga (og kelta) fyrir ótal áheyrendum við bandaríska háskóla (oftar en ekki af írskum og skoskum ættum, jafnt sem norræn- um). Afbragðsþýðingar Hermanns og Magnúsar Magnússonar á ensku á Njálu, Vínlandssögum, Laxdælu og Grettlu (1960–’74) áttu stóran þátt í að gera þessar perlur heimsbók- menntanna aðgengilegar menntuðu fólki í enskumælandi löndum. Þeim Hermanni og Magnúsi var vel til vina og sameiginlega lyftu þeir grettistaki við að kveikja áhuga á því sem sam- eiginlegt er í menningararfi þessara grannþjóða. Þeir voru hvor öðrum betri sendiherrar íslenskrar menn- ingar með þeim þjóðum, sem byggja Bretlandseyjar. Fyrir tveimur árum létum við það eftir okkur að leita aftur á fornar slóðir til Skotlands í sumarleyfi. Við ókum um Hálöndin, sigldum út til Orkneyja og Hjaltlands og settumst svo að andlegu veisluborði á Edin- borgarhátíð, sem stóð það sumar með óvenjulegum glæsibrag. Það var margs að minnast frá námsárunum á Skotlandi fyrir fjórum áratugum. En eftirminnilegastir voru þó fagnaðar- fundir með fornvinum okkar, Her- manni og Stellu. Hermann var í fullu fjöri, kominn hátt á áttræðisaldur og lék á als oddi – stráði um sig ferskum hugmyndum og ævintýralegum sög- um, svo að veislunni ætlaði seint að linna. Þótt fræðaþulurinn og sagna- maðurinn sé nú hljóðnaður, standa verkin sem hann vann. Og endur- minningin lifir um einn af Íslands bestu sonum, sem unni landi og þjóð hugástum í langri útlegð. Washington, 22. ágúst 2002 Jón Baldvin og Bryndís. Með Hermanni Pálssyni er þrek- maður á sál og líkama til moldar hniginn. Snemma vakti hann á sér at- hygli vegna yfirburða í námi. Forn- íslenska og írska urðu sérgreinar hans. Ungur að árum varð hann há- skólakennari og síðar prófessor við Edinborgarháskóla og gegndi því embætti við orðstír meðan aldurs- mörk leyfðu. Skrá um ritverk hans og samstarfsmanna geymir um tvö hundruð heiti á bókum og greinum. Fyrsta bók hans Söngvar frá Suður- eyjum kom út í Reykjavík árið 1955. Í þeirri bók gerir höfundur grein fyrir hlutdeild Suðureyinga í landnámi á Íslandi en beinir þó aðallega athygli sinni að hversdagslífi fólks á eyjunum eins og það kom honum fyrir sjónir um miðja síðustu öld. Þá gafst honum færi á að hlusta á gelíska söngva og snúa lagatextum þeirra á íslensku. Í landnámskaflanum kemst höf- undur svo að orði að Íslendingum hafi verið það „mikils virði, að margir komu frá Suðureyjum til að nema hér land. Ísland hefði aldrei orðið menn- ingarríki, ef það hefði byggzt Norð- mönnum einum, sönglausum og sögulausum.“ Þessi ívitnun í fyrstu bók Hermanns Pálssonar er upphaf að meginþætti í bókum hans og rit- gerðum um árdaga íslenskra bók- mennta. Honum var mjög í mun að gera sem skýrasta grein fyrir straumum frá gamalgróinni menn- ingu úti í löndum sem gætu hafa átt greiða leið norður til Íslands og gætt sögur og ljóð landsmanna lífsmagni og listfágun. Enda væri hvort tveggja órjúfanlegur hluti þess erfðagóss andans sem hæst bar hjá menning- arþjóðum í Evrópu í fornöld og á mið- öldum. Á þessum vettvangi kann Hermann að hafa gengið öllu lengra en aðrir fræðimenn. Í bókmennta- skrifum hans má oft greina bein eða óbein átök milli þeirra Óðins og Jesú Krists eða réttara sagt hugmynda sem fornmenn tengdu þessum höfuð- goðum. Stundum er sem annar þeirra fari með sigur af hólmi. Furðu oft eru þó með þeim jafnaðarskipti og eins og kraftar beggja sameinist í háleitum listaverkum um varanlegar lausnir á helstu vandamálum mannlífsins. Í fyrra tilvikinu má vísa í síðustu grein Hermanns, sem enn er í prentun, um Maríu mey og drenghetju sem var haldin ókristilegum hugarórum og slíkri firru að hann kunni ekki að hræðast. Í síðara tilvikinu má benda á sjálfa Njáls sögu. Sú bók er glöggt dæmi um samruna misskýrra þátta þar sem gamalgróin evrópsk hámenning og bókmenntahefðir þaðan runnar hafa engu að síður skilað rammís- lenskum kjarna í æðra veldi. Frum- þættir og eðli þessa samruna voru rannsóknarviðfang Hermanns Páls- sonar alla tíð. Lét hann sér ekki nægja að gaumgæfa aðföng frá suð- lægari löndum en lagði kapp á að nefndum rammíslenskum kjarna í upphöfnu veldi Njáls sögu og sam- bærilegra verka væri gaumur gefinn á stærra sviði en íslensk tunga leyfir. Fylgdi hann þar í fótspor sér eldri fræðimanna. Verður því næst fyrir annar mjög mikilvægur þáttur í ævi- starfi Hermanns. Samkvæmt viðteknum hugmynd- um um höfuðáttir er um að ræða stefnu út yfir þröng landamörk ís- lenskrar tungu öndverða því sem að ofan segir um aðföng í bókmenntum. Að tveim atriðum er fyrst að hyggja. Íslenskar fornbókmenntir voru kennslugrein Hermanns við erlendan háskóla. Nemendur hans áttu síðar eftir að gera garðinn frægan víðs vegar um heiminn og jafnvel festa ís- lensk fræði í sessi á menntasetrum, sumum hverjum í órafjarlægð við Ís- land. Má þar til dæmis nefna Tókýó- háskóla til sögu. Um áratuga skeið gerði Hermann fjölferðugt um heimsbyggðina og flutti miklum mun fleiri fyrirlestra um fræðasvið sitt í boði háskóla og annarra mennta- stofnana en tölu verði á komið. Um skeið var hann gistiprófessor við Tor- ontoháskólann í Kanada og síðar við Berkeleyháskóla í Kaliforníu. Dygg- HERMANN PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.