Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 20.10.2002, Qupperneq 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ þrjátíu og átta sem útskrifuðumst stúdentar úr Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1943, tuttugu eru dánir, þar af fimm af slysförum, nú síðast Hermann Pálsson prófessor í Edin- borg. Ég var nýbúinn að fá kort frá Búlgaríu þar sem hann dvaldi í besta yfirlæti með fjölskyldu sinni þegar fréttin um slysið kom eins og reið- arslag og við bekkjarsystkini hans erum harmi slegin. Ekki hvarflaði að mér að hún- vetnski sveitastrákurinn sem hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri fyrir hálfum sjöunda áratug ætti eftir að verða mikill heimsborgari. Við bjuggum í heimavistinni flestir utan af landi og þar var oft glatt á hjalla. Hermann var hraustur, sterkur og fylginn sér í áflogum en hlífinn við minnimáttar og óáreitinn, hjálpsam- ur, prúður og kurteis og varð því brátt hvers manns hugljúfi. Hann gaf sig annars ekki að íþróttum en var þeim mun harðari við námið. Hann var fluggáfaður, afburða námsmaður, dúxinn okkar í máladeild á stúdents- prófi 1943 og hlaut verðlaun fyrir „ágæti í framkomu og öllu námi, eink- um kunnáttu í íslenskri málfræði“. Eins og vænta mátti lagði hann stund á málvísindi, nam íslensk fræði við Háskóla Íslands og keltnesk við Há- skóla Írlands í Dyflinni. Það átti svo fyrir honum að liggja að starfa er- lendis í meira en hálfa öld og vinna þar sín afreksverk eins og hirðskáld- in forðum. Að námi loknu árið 1950 var hann ráðinn kennari í íslenskum fræðum við Háskólann í Edinborg og kom þar upp fyrirmyndar kennslu- og rannsóknarstofnun sem nýtur mikils álits. Hann var mjög hug- myndaríkur og lét ekki hefðbundnar skoðanir aftra sér. Frumkvöðull rannsókna á tengslum íslendinga- sagna við evrópska bókmenntahefð og stofnaði „Alþjóða Fornsagnafélag- ið“, sem er öflugur vettvangur vís- indamanna hvaðanæva úr heiminum allt austur til Ástralíu og Japan. Hann var eftirsóttur fyrirlesari, kjarnyrtur, hnittinn, skýr og skemmtilegur. Auk þess var hann mikilvirkur þýðandi Íslendingasagna og írskra og geliskra sagna og ljóða. Hann hlaut að vonum margvíslegar viðurkenningar, prófessor við Edin- borgarháskóla og doktor í bókmennt- um, heiðursdoktor við Háskóla Ís- lands og sérstök rit voru gefin út honum til heiðurs á hátíðastundum. Hermann var skáld gott þótt hann flíkaði því lítt, lét þó gjarnan stöku fljóta með bréfum og kveðjum. Í fyrra fékk ég þessa kveðju frá Búlg- aríu: Suður við hafið svarta sötra ég góðan bjór en hugsa um það í húmi hve heimurinn er stór. Hann gaf út eina litla ljúfa ljóðabók og eina skáldsögu í Heljarslóðarorr- ustustíl: „Finnugaldur og Hriflunga, ævintýri um norræna menningu“ og var að vinna við framhaldið „Gesta- bók Hriflunga“ þegar hann lést. Ég hefi lesið uppkastið og veltist um af hlátri. Vinnandi var hann fram á síð- ustu stundu. Náði að ljúka útgáfu Sólarljóða en síðasta bók hans „Grettissaga og íslensk siðmenning“ kom ekki út fyrr en hann var allur. Í fyrrahaust vann hann að bókinni í Blönduvirkjun, mitt í átthögum Grettis sterka og hafði á orði er ég heimsótti hann þar, hve aðstæður væru þarna góðar fyrir fræðimann. Hann gerði það svo að tillögu sinni að Landsvirkjun legði fram þessa að- stöðu í fyrirhugaða rannsóknarstofu húnvetnskra fræða. Hermann lét ekki deigan síga eftir að hann varð emeritus. Hann var sí- skrifandi, ferðaðist mikið, hélt fyrir- lestra og sótti ráðstefnur. Hann hélt sér ótrúlega vel, kvikur á fæti, minn- ugur og fullur af fjöri kominn á þenn- an aldur. Á sólríkum sumardegi fór ég með honum í vettvangskönnun á söguslóðir Hrafnkelssögu frá Hrafn- kelsstöðum yfir Fljótsdalsheiði í Að- alból. Leiðsögumaður um Hrafnkels- dal var ekki af verri endanum, Aðalsteinn yngri á Vaðbrekku, og naut Hermann staðfræðiþekkingar hans ríkulega. Seinna fór hann aftur austur á Hérað á Hrafnkötluþing. Hann hafði mikið dálæti á Hrafnkels- sögu sem hann sagði vera „eitt af meginverkum evrópskra bókmennta fyrr á öldum“. Hermann og Stella áttu fallegt heimili í „Royal Terrace Mews“ í Ed- inborg. Við Lovísa gistum hjá þeim á ferðalagi um Skotland fyrir nokkrum árum og nutum einstakrar gestrisni. Þau voru samhent um að láta gestum sínum líða vel. Ég setti mig aldrei úr færi að heimsækja þau þegar ég átti leið um. Það gerðu fleiri, því var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna. Stúdentar M.A. ’43 höfðu vænst þess að hitta Hermann í haust og ræða þá sextíu ára stúdentsafmælið næsta vor. En enginn má sköpum renna. Við Lovísa og börnin okkar vottum aðstandendum innilega sam- úð og sérstaklega Stellu, Steinvöru og Helenu litlu, sem var augasteinn afa síns. Ég kveð svo vin minn Hermann með síðasta versi Sólarljóða: Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. Jón Þorsteinsson. Með Hermanni Pálssyni er geng- inn einn af stærstu sagnfræðirithöf- undum okkar, og einn af allra fræg- ustu Íslendingunum erlendis. Hermanni kynntist ég persónu- lega fyrir nokkrum árum, á heimili aldavinar hans, og venslamanns míns, Bergs Vigfússonar. Var þá gaman að bera undir hann mann- fræðikenningar mínar um efni sem hann hafði komið inn á í bókum sín- um. Síðan hitti ég hann nokkrum sinnum á förnum vegi í Reykjavík, og töluðum við þá alúðlega um Berg og fjölskyldu. Við eitt þessara tækifæra bauðst ég til að gefa honum ljóðabók eftir mig. Hann vildi ekki þiggja, og bar við að hann væri kominn á þann aldur að hann hefði ekki tíma til að lesa bækur úr nýjum áttum, heldur þyrfti hann að nota tímann alfarið til að koma frá sér þeim bókum sem hann enn ætti eftir óskrifaðar. Hins vegar vildi hann senda með hraði fyrir mig eintak til pikta nokkurs sem ég mundi eftir frá því sá hafði mynd- skreytt tímaritið hennar mömmu á sjöunda áratugnum, enda væri sá maður nú góður nágranni hans í Ed- inborg (en það er Calum Campbell menntaskólakennari, kvæntur ís- lenskri konu). Nú er Hermann allur, nokkrum vikum eftir að við skrifuðum minn- ingargreinar eftir Berg. Var það víst nánast tilviljun hvor þeirra náði að skrifa eftir hinn. Ég vil nú minnast Hermanns með því að vitna í glefsu úr þýðingu minni á sagnfræðiverki eftir annan nýbúa í Bretlandi, en það var bandaríska stórskáldið T. S. Eliot. En hann skrif- aði helgileikinn Morð í dómkirkjunni, sem fjallaði um víg Tómasar Becket, erkibiskups í Kantaraborg á 12. öld. Er ekki að efa að Hermann hefur þekkt þá sögu gjörla. Ég gríp þar niður sem verið er að ræða atriði úr breskri þjóðtrú, í sam- bandi við endurkomu erkibiskupsins til Kantaraborgar: „Þið eru réttilega nokkuð efins. Hann kemur stoltur og sorgmæddur, staðfastur í öllum sínum kröfum, án nokkurs efa um fylgispekt fólksins sem tekur á móti honum með áköfum fagn- aðarlátum, raðast meðfram veginum og hendir niður skikkjum sínum, og stráir í götu hans laufi og haustblómum. Götur borgarinnar munu verða svo troðnar að fólki liggur við köfnun, og ég held að hestur hans muni verða að sjá á bak tagli sínu, því hvert hár þess verður að helgidómi. Hann nýtur órofa samstöðu páfa, og kóngsins í Frans, sem hefði vissulega viljað halda honum lengur í ríki sínu: en hvað varðar okkar konung, það er nú önnur saga.“ Kveð ég svo vin minn Hermann Pálsson að sinni, þess fullviss að við munum aftur hittast við lestur minn á fleiri af hans fjöldamörgu bókum. Tryggvi V. Líndal. Hermann Pálsson var óvenjulegur maður. Hann var kominn á efri ár þegar leiðir okkar lágu saman, en atorkusamari og hraustari manni hef ég varla kynnst. Hann lét sér fátt fyr- ir brjósti brenna, var hamhleypa til allra verka og hvert ritið rak annað síðustu árin. Stundum hvarflaði að manni að skynsamlegt væri fyrir átt- ræðan manninn að taka lífinu með meiri ró, að hyggilegt væri að njóta eftirlaunaáranna án þess að hafa sí- fellt áhyggjur af próförkum og skrift- um. En hann skildi ekki slíkar vanga- veltur, vinnusemin og áhugi var honum í blóð borin, og hann var áfjáð- ur að ljúka við ýmsar rannsóknir sem höfðu átt hug hans um langan tíma. Einkennileg kaldhæðni örlaganna réð því að Hermann bjó erlendis öll sín fullorðinsár, því íslenskari manni hef ég varla kynnst. Hvorki fannst á mæli hans, eða fasi, að hin austur- húnvetnska sveit hyrfi nokkurn tíma úr persónu hans. Og röddin verður mér ógleymanleg. Rétt eins og Vest- ur-Íslendingar skynja Ísland eins og þeir skildu við það í lok nítjándu ald- ar, hvarflaði hugur Hermanns norður þegar hann hugsaði heim. Líklega hefði honum hvergi liðið betur en þar, samt var hann heima þegar hann var kominn til Edinborgar. Enda var fólkið hans þar. Heimsmaður og heimamaður í þeirri fallegu og sögu- frægu borg. Þar bjuggu þau Stella sér yndislegt heimili, samhent og gestrisin, og nutu samvista við dóttur og dótturdóttur. Fræðistörf Hermanns eru ótrúlega fjölbreytt og gefa til kynna áhuga hans á öllum sviðum íslenskra forn- bókmennta. Hann vildi bæði túlka ís- lenskar bókmenntir í alþjóðlegu sam- hengi, og kynna þær fyrir heiminum í nútímanum. Og þar lyfti hann grett- istaki. Í því sambandi var þýðingar- starf Hermanns gífurlega mikilvægt við kynningu íslenskra fornbók- mennta erlendis. Þýðingar hans, sem hann vann jafnan í samvinnu við Paul Edwards eða Magnus Magnusson, voru gefnar út af Penguin-útgáfunni og hlutu þar með mikla útbreiðslu. Nefna má áhrifamiklar þýðingar á Njálu, Eglu, Eyrbyggju, Hrafnkötlu, Laxdælu, sem kynntu Íslend- ingasögurnar fyrir þúsundum manna. Þýðingarnar vann hann jöfnum hönd- um og hann sinnti annasamri háskóla- kennslu og fræðastörfum. Mér reyndist hann sannur vinur. Hann gaf ávallt mikið af sjálfum sér í fræðilegum rökræðum, velti upp nýj- um flötum á viðfangsefninu og setti fram ögrandi tilgátur. Að sama skapi var hann örlátur við ungan og leitandi fræðimann, og hafði lag á því að hvetja mann til dáða. Hermann var maður mikilla skoðana, sem hann fór ekki dult með; var hreinskiptinn, ein- lægur, en um leið viðkvæmur. Það er gott að þekkja slíkt fólk. Fyrir vin- áttu hans vil ég þakka, og votta Stellu og Steinvöru innilega samúð mína. Guðrún Nordal. Fregnin af hörmulegu slysi sem varð Hermanni Pálssyni að aldurtila kom eins og reiðarslag. Skyndilega var hann dáinn, horfinn, þessi vinur minn í meira en hálfa öld. Ég kynntist Hermanni í Edinborg haustið 1950. Hann var þá að koma, að loknu námi í keltneskum fræðum í Dublin, til að kenna íslensku við háskólann í Ed- inborg. Við urðum strax góðir kunn- ingjar og höfðum nokkuð reglulegt samband alla tíð upp frá því. Margs er að minnast frá samskipt- um okkar þennan langa tíma. Eru það allt góðar og bjartar minningar. Hermann var ágætur félagi og alltaf skemmtilegur. Hann naut þess að segja sögu. Var frásagnargáfa hans, lærdómur, orðaforði og minni með af- brigðum, sem og skýrleiki í hugsun. Ég sagði oft að Hermann væri fyndn- asti og skemmtilegasti maður sem ég hefði kynnst. Málfar hans var ramm- íslenskt. Hann hafði gaman af að fyrna mál sitt, m.a. með því að gefa gömlum orðum nýja merkingu. Hann lifði og hrærðist í heimi íslenskra fornsagna og hefur líklega kynnt öðr- um þjóðum fornrit okkar og forn- menningu betur en nokkur annar. En þrátt fyrir „forneskju“ var Hermann nútímamaður í besta skilningi. Hann var afar hugmyndaríkur og frumleg- ur í túlkun sinni á fornritunum, eins og ljóst er af mörgum ritsmíðum hans. Samverustundir með Hermanni eru mér ofarlega í huga núna. Ég minnist sérstaklega ferðar með hon- um á páskum, á námsárum mínum í Edinborg, norður til eyjunnar Skye fyrir vestan Skotland. Einhvern tíma rifjaði hann upp að við hefðum „hlýtt þar á klerk þylja langa tölu um helvíti á gelísku“! Einnig eru mér minnis- stæðar höfðinglegar móttökur á heimili hans í Edinborg. Ferð á slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal í Dýra- firði, þegar þau Stella heimsóttu okk- ur í Bolungarvík, er mér í fersku minni. Og í nálægari fortíð bráð- skemmtilegar kvöldstundir heima hjá okkur í Reykjavík. Ég kveð með miklum söknuði ógleymanlegan mann og traustan vin. Gunnar Ragnarsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLMARS THOMSEN, Dalbraut 27, Reykjavík, áður Lindarholti 3, Ólafsvík. Jakobína Elísabet Thomsen, Níels Friðfinnsson, Guðríður Margrét Hallmarsdóttir, Martin Conrad, Berglind Hallmarsdóttir, Sigurður Tómas Hallmarsson, Sigríður Soffía Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU SIGURJÓNSDÓTTUR frá Kirkjuskógi, Miðdölum, Dalasýslu, Melgerði 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar 14-G á Landspítala við Hringbraut og líknardeildar Landspítala Landakoti L-5 sem annaðist hana í veikindum hennar. Ása S. Hilmarsdóttir, Hans Kristinsson, Svanhildur Hilmarsdóttir, Ólafur Friðsteinsson, Ósk G. Hilmarsdóttir, Gunnar Harrysson, Hilmar Hansson, Anna Hansdóttir, Hafdís Hansdóttir, Hanna Ólafsdóttir, Haukur Þór Ólafsson, Helgi Björn Ólafsson, Sigríður Linda Kristjánsdóttir, Bjarki Már Gunnarsson og langömmubörnin. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS H. STEINGRÍMSSONAR, Leiðhömrum 48, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki líkn- ardeildar Landspítala Landakoti fyrir einstaka umönnun og hjartahlýju. Enn- fremur viljum við þakka sérstaklega vinum, ættingjum og öðru samferða- fólki fyrir þeirra hluttekningu og stuðning á þessari sorgarstundu. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Óladóttir, Sigríður O. Gunnarsdóttir, Oddný Gunnarsdóttir, Hörður E. Sverrisson, Halldór Steingrímsson, Guðrún Jensdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kæru AÐALHEIÐAR ESTERAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Dalbraut 23, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Akraness á lyflækningadeild fyrir góða umönnun og hlýhug. Ragnar Leósson, Fríða Ragnarsdóttir, Ásgeir R. Guðmundsson, Kristín Ragnarsdóttir, Ragna Ragnarsdóttir, Helgi Guðnason, Birna Ragnarsdóttir, Kristinn Eiríksson, Leó Ragnarsson, Halldóra S. Gylfadóttir og fjölskyldur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.