Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 45
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður,
tengdamóður og ömmu,
SVEINBJARGAR SVERRISDÓTTUR,
Brekkustíg 33,
Njarðvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans í Kópavogi
Símon Björnsson,
Sverrir P. Jónasson, Sigrún Magnúsdóttir,
Helga Þórhallsdóttir, Einar Rúnar Ísfjörð,
Björn Símonarson, Sara Dögg Gylfadóttir,
Sverrir P. Símonarson, Birta Rós Sigurjónsdóttir,
Reynir Sverrisson, Vilborg Jóhannsdóttir,
Helgi Sverrisson, Björg Guðmundsdóttir
og barnabörn.
✝ Karl Emilssonfæddist á Djúpa-
vogi 1. janúar 1926.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu í
Neskaupstað sunnu-
daginn 13. október
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Emil Eyjólfs-
son, f. 10. ágúst
1893, d. 24. janúar
1965, og Antonía
Steingrímsdóttir, f.
23. febrúar 1890, d.
12. ágúst 1975, bæði
frá Djúpavogi.
Systkini Karls eru: Eysteinn, lát-
inn, Guðjón, látinn, Óskar, bú-
settur í Reykjavík, Sigurður, lát-
inn, Gestur, látinn, Ingólfur, dó
barn, Bragi, búsettur á Horna-
firði, og Birgir, fóstursonur Ósk-
ars, sem þau hjónin ólu upp til sjö
ára aldurs og er hann búsettur í
Reykjavík.
Karl eignaðist tvö börn fyrir
hjónaband, þau eru: Kolbrún, gift
Þórði Kristjáni Pálssyni og eiga
þau þrjú börn og átta barnabörn,
og Rafn, hann er lát-
inn en átti fjögur
börn, dóttur fyrir
sambúð og á hún eitt
barn, sambýliskona
Rafns er Margrét
Friðfinnsdóttir og
eiga þau þrjú börn
og þrjú barnabörn.
Eiginkona Karls
er Unnur Jónsdóttir
frá Hornafirði og
eiga þau fimm börn,
þau eru: 1) Jón, sam-
býliskona Jónína
Guðmundsdóttir,
þau eiga tvær dæt-
ur. 2) Katrín, gift Baldri Grétars-
syni, þau eiga fimm börn. 3) Hall-
dóra, gift Víglundi Möller
Sívertsen, þau eiga þrjú börn. 4)
Emil, sambýliskona Elísabet Guð-
mundsdóttir, þau eiga tvær dæt-
ur. 5) Sigurður Eysteinn, sambýl-
iskona Birna Björg Sigurðar-
dóttir, þau eiga tvö börn.
Útför Karls verður gerð frá
Djúpavogskirkju á morgun,
mánudaginn 21. október, og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elsku faðir, tengdafaðir, afi og
langafi, við kveðjum þig með trega
í hjarta og minnumst þín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Dóttir, tengdasonur, barna-
börn og barnabarnabörn.
Það er gott æviskeið sem telur
76 ár, sérstaklega þegar gott ævi-
starf og gjöfult er að baki. Þetta
rifjaðist upp fyrir mér þegar ég
frétti lát mágs míns og vinar,
Karls Emilssonar frá Djúpavogi.
Karl dvaldi sér til hressingar og
heilsubótar á sjúkrahúsinu á Norð-
firði þegar kallið kom. Unnur var á
þessum örlagaríka degi stödd á
heimili dóttur sinnar í Reykjavík.
Það var því óvenju langt á milli
Unnar og Kalla þegar leiðir skildi.
Bæði voru þau á heimleið innan
fárra daga, en hér sannaðist sem
endranær „að enginn veit sína ævi
fyrr en öll er“. Karl var fæddur á
Djúpavogi á fyrsta degi ársins
1926. Þar var uppruni hans fram í
ættir, þar átti hann æsku sína. Þar
starfaði Karl mestan hluta ævi
sinnar og þar stóð heimili Unnar
og Kalla, traust og vandað í rúma
fjóra áratugi. Það má því með
sanni segja að Karl hafi verið
Djúpavogsmaður í húð og hár.
Á fyrri tímum voru atvinnuhætt-
ir í sjávarbyggðum þessa lands fá-
breyttir. Hagur fóksins sem þar
bjó byggðist einkum af því sem
sjórinn og þeirra tíma búskapar-
hættir af landinu gáfu. Forsjálni
varð því að vera í fyrirrúmi svo að
afkoma fólksins væri bærileg. En
þótt kostir ungra manna til náms á
þessum árum væru þröngir hindr-
aði það ekki með öllu ungt fólk til
að sækja sér skólavist í fjarlægum
byggðum. Karl var í þessum hópi
en hann hleypti heimdraganum
sextán ára gamall er hann réðst til
skólavistar á Laugarvatni þar sem
hann stundaði nám frá hausti 1942
til vors árið 1944. Karli sóttist
námið á Laugarvatni vel en sér-
staklega vakti þó eftirtekt þátttaka
hans og hæfni í íþróttastarfi skól-
ans. Hann fékk því mikla hvatn-
ingu frá forsvarsmönnum Íþrótta-
skólans á Laugarvatni til að hefja
þar skólagöngu að loknu námi í
Héraðsskólanum. En nú höfðu þau
atvik orðið að Karl hafði kynnst
Jóni Þorsteinssyni íþróttakennara
sem hvatti hann til að ganga til
liðs við fimleikaflokk Ármanns,
sem hann þáði. Áreiðanlega hefur
þar miklu ráðið að Karl fékk starf
við íþróttahúsið og dvaldi auk þess
á heimili Jóns. Þessi framkoma
Jóns Þorsteinssonar, þessa mikla
íþróttafrömuðar, við Karl sýnir vel
hversu miklum kostum Kalli var
búinn á þessum vettvangi. Eftir
nokkurra ára dvöl með Ármanni
þar sem hann æfði og sýndi fim-
leika byrjaði Karl til sjós eins og
sagt var, þar sem starfsvettvangur
hans stóð í rúma tvo áratugi. Þann
tíma var hann í skipsrúmi á bátum
frá Akranesi, Reykjavík, Horna-
firði og Djúpavogi, þar sem hann
gat sér hvarvetna gott orð fyrir
dugnað og samviskusemi.
Að loknu námi við smábátadeild
Stýrimannaskólans í Reykjavík ár-
ið 1960 starfaði Karl lengst af sem
stýrimaður á bátum frá Djúpavogi.
Einnig var hann um tíma skip-
stjóri á Mánatindi og Skálavík.
Sjómannsferli sínum lauk Karl ár-
ið 1974 en þá hafði hann gert út 12
tonna bát, „Antoníu“, um nokkurra
ára skeið. Hugur hans var þó enn
bundinn við sjóinn. Hann fylgdist
vel með aflabrögðum enda var
sjórinn og það sem honum tengdist
jafnan það áhugamál sem efst var í
huga hans. Og eftir að starfsævi
hans lauk tók hann oft að sér ýmis
verk sem tengdust útgerð svo sem
að skera af og fella net og að beita
og stokka upp línur. Þessi ígripa-
vinna veitti Karli mikla ánægju og
þá sérstaklega sá góði félagsskap-
ur sem af leiddi. Karl var tíður
gestur við höfnina þegar skip
komu að landi og einnig átti hann
marga ferð þangað sem víðsýnast
var að fylgjast með trillum sem
voru þá að veiðum skammt undan
landi. Að sjómannsstarfinu loknu
starfaði Karl við verslunarstörf, en
auk þess stjórnaði hann sláturhús-
inu á Djúpavogi í nokkur haust.
Þarna var hann líka í góðu sam-
bandi við fólkið á Djúpavogi og
byggðunum þar í grennd.
Það er um 1960 sem mikil örlög
í lífi Kalla ráðast þegar hann kynn-
ist Unni Jónsdóttur frá Akurnesi
en þau hófu í fyrstu búskap sinn á
heimili foreldra Kalla árið 1961.
Fáum árum síðar hófst svo bú-
skapur þeirra á Þinghól þar sem
hann hefur staðið til þessa dags af
mikilli rausn og myndarskap. Þar
ólust upp fimm börn þeirra Kalla
og Unnar sem hvarvetna hafa get-
ið sér gott orð fyrir ráðvendni og
dugnað. Heimili þeirra hefur verið
vel virt af fólkinu á Djúpavogi og
oft hefur gesti borið að garði á
Þinghól enda stór hópur frænda og
vina skammt undan. Þinghóll hefur
því verið góður og eftirsóttur án-
ingarstaður, einkum þá á þeim ár-
um sem vegir voru seinfarnir og
ýmsar hindranir gátu tafið ferðir
manna. Fyrir hjónaband eignaðist
Karl tvö börn, Rafn, sem lést úr
erfiðum sjúkdómi langt um aldur
fram, og Kolbrúnu, sem býr í
Reykjavík.
Karl var vel meðalmaður að
vexti, grannur en stæltur með
dökkt yfirbragð. Hann hafði skýr-
legt viðmót og mikil festa bjó í
svip hans. Karl var jákvæður og
framsýnn og hafði mikinn metnað
fyrir Djúpavog og byggðina þar í
kring. Gætti stundum nokkurrar
glettni í frásögn hans. Hann skildi
vel þarfir nýrra tíma og var því
ódeigur liðsmaður þeirra breytinga
sem orðið hafa á Djúpavogi hin
síðari ár, þar sem framsýni og góð
fjárgæsla hefur verið ráðandi eins
og svipmót byggðarinnar ber með
sér. Á Djúpavogi var Kalli vel virt-
ur enda jafnan í góðu sambandi við
fólkið þar eins og áður greinir.
Hann kunni því góð skil á gangi
mála og viðhorfum fólksins á
Djúpavogi. Til Karls var því gott
að sækja ráð og stuðning.
Það er vissulega mikið skarð
fyrir skildi að Karl skuli með svo
skjótum hætti hafa horfið á vit
feðra sinna. En víst er að við lygn-
an vog, í klettum prýddri byggð
þar sem hollvættirnir búa, heldur
lífið áfram. Í þessu litríka um-
hverfi átti Kalli góða ævi og mun
saga hans varðveitast vel. Sagan
um góðan heimilisföður og ná-
granna.
Við leiðarlok þökkum við Dóra
samskiptin við þennan góða dreng
og vottum ástvinum hans einlæga
samúð okkar.
Egill Jónsson.
KARL
EMILSSON
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
MINNINGARGREINUM
þarf að fylgja formáli með upp-
lýsingum um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn og loks hvaðan útförin
verður gerð og klukkan hvað.
Ætlast er til að þetta komi að-
eins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í greinun-
um sjálfum.
Formáli
minning-
argreina