Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 51

Morgunblaðið - 20.10.2002, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 51 DAGBÓK Brósi, Caracter, Carmen, Cleo, Dúddi, Elegans, Hár- og snyrting, Hárný, Hársaga, Höfuðlausnir, Jói og félagar, Medulla, Möggurnar, Salon Veh, Perma. w w w. i n t e r c o i f f u r e . i s Námskeið um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar verður haldið föstudagskvöldið 25. okt. og laugardaginn 26. okt. í kórkjallara Hallgrímskirkju. Nánari upplýsingar og skráning í síma 553 8800. Taktu mér eins og ég er, svo ég geti lært hvað ég get orðið Meðvirkni Stefán Jóhannsson, MA, fjölskylduráðgjafi Glæsileg 5-6 herbergja 100 fm hæð til leigu við Laugaveg. Tilvalin fyrir augnlækna. Upplýsingar í símum 551 1945 og 897 0350. Húsnæði til leigu Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Nú kólnar! Glæsilegt úrval minkapelsa Stærðir 36 - 52 Einnig fóðraðir gallajakkar m/skinni Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Prag þann 28. okt. Þú bókar 2 flugsæti, en greiðir aðeins fyrir 1 og getur kynnst þessari fegurstu borg Evrópu á einstökum kjörum. Þú getur valið um úrval góðra hótela í hjarta Prag og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í Prag allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Parkhotel, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Síðustu sætin 2 fyrir 1 til Prag frá kr. 19.250 28. október Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 28. okt, heim 31. okt. 31.400/2 = 15.700 + 3.550 = 19.250. Almennt verð með sköttum. ÖLDUVINNA (wavework) Einkatímar - Námskeið Aldan frá þjáningu til gleði Sálræn andleg og líkamleg vinna. Byggir á dýpstu kennslu og vísindum Kúndalini Jóga. Listin að lifa meðvituð og heil. Sjá wavework.com Hómópatar og Heilsulausnir Ármúla 17, 2. hæð, s. 562 0037 og 869 9293. Guðfinna S. Svavarsdóttir, ölduvinnu- kennari. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert umburðarlyndur og lipur gagnvart fólki en getur líka látið í þér heyra ef þér þykir ástæða til. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu engan hafa svo mikil áhrif á þig að þú gerir eitt- hvað sem stangast á við réttlætiskennd þína. Láttu helgi dagsins sitja í fyrir- rúmi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Skapandi samstarf leiðir til ánægjulegrar niðurstöðu og ástin og rómantíkin blómstrar í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú sérð að þú hefur reist veggi milli þín og annarra. Mundu að annað fólk er jafn metnaðargjarnt og kappsfullt í starfi og þú. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála. Með festu tryggir þú frama þinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú átt á hættu að verða fyr- ir barðinu á manneskju sem á mjög erfitt um þessar mundir. Þú mátt ekki láta það hafa áhrif á þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er nauðsynlegt að fá út- rás fyrir tilfinningarnar og gott ráð að hrópa þær frá sér, þar sem aðstæður leyfa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Á vissum augnablikum get- ur verið rétt að aðhafast ekkert því ef reynt er að hreyfa málum þá rekur allt í strand. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er eins og einhver aft- urkippur hafi komið í starfsgleði þína við tilkomu nýs samstarfsmanns. Láttu það ekki slá þig út af lag- inu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samstarfsmenn þínir eru hvorki hjálplegir né koma með uppbyggilegar hug- myndir. Hafðu léttleikann í fyrirrúmi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú öðlast kjark til að eyða peningum í eitthvað fyrir heimilið eða fjölskylduna og fyllist stolti yfir ákveðninni sem þú sýnir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver sem þarfnast að- stoðar þinnar þorir ekki að tala við þig. Taktu honum vel, því bón hans er vel inn- an þess sem þú ert í fær um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LESANDINN er í austur í vörn gegn þremur grönd- um og þarf að finna rétta afkastið strax í öðrum slag: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 82 ♥ 964 ♦ ÁK742 ♣K98 Austur ♠ D75 ♥ G ♦ D10653 ♣DG105 Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út hjarta- kóng og þú ert feginn að eiga gosann til að þétta lit- inn. Sagnhafi íhugar málið í nokkra stund, en lætur svo lítið hjarta. Makker spilar næst hjartadrottningu og nú þarft þú að henda af þér. Hvaða spil máttu missa? Þú vilt hanga á tíglunum og sennilega væri í lagi að kasta smáu laufi. En ef þú skoðar spilið í heild virðist augljóst að spaðinn er líf- litur sagnhafa. Hann fær aldrei marga slagi á tígul og verður því að stóla á spaðann. Og það gengur upp hjá honum nema makker eigi a.m.k. gosann þriðja: Norður ♠ 82 ♥ 964 ♦ ÁK742 ♣K98 Vestur Austur ♠ G109 ♠ D75 ♥ KD10732 ♥ G ♦ 9 ♦ D10653 ♣643 ♣DG105 Suður ♠ ÁK643 ♥ Á85 ♦ G8 ♣Á72 Segjum að þú hendir laufi í hjartadrottningu. Sagnhafi drepur á hjartaás og lætur tígulgosann fara yfir til þín. Þú drepur og spilar laufdrottningu. Sagn- hafi tekur slaginn í borði og spilar spaða á ásinn. Síðan tígli. Þegar legan þar kemur í ljós, tekur sagnhafi tvo slagi á litinn og spilar spaða. Ef þú lætur lítinn spaða, drepur suður heima og spilar þriðja spaðanum til þín. Þú getur tekið einn tígulslag, en ekki meira vegna sjöunnar í borði. Suður fær þannig tvo frí- slagi á spaða og níu í allt. Þú ert löngu búinn að sjá mótleikinn við þessu: Að henda spaðadrottningu í hjartadrottningu makkers í öðrum slag! BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 20. október, verður sjötug Auð- ur Lella Eiríksdóttir, hár- greiðslumeistari, Lækja- smára 72, Kópavogi. Auður tekur á móti gestum á af- mælisdaginn í félagsheimili flugvirkja, Borgartúni 22, milli kl. 17-19. 80 ÁRA afmæli. Ís-landsvinurinn Arne Bäck, málarameistari, for- vörður og kennari er átt- ræður í dag. Arne hefur allt frá árinu 1955 haldið hér á landi námskeið í eldri máln- ingaraðferðum, gulllögn, marmaramálun og oðringu á vegum íslensku málarasam- takanna og er íslenskum málurum því vel kunnugur. Vinir hans og félagar hér á Íslandi óska honum heilla á þessum tímamótum. Heimili Arne og konu hans Birgit er að Cedervænget 29. piii 2830, Virum, Danmörku. Í ÞÆTTI 11. ágúst sl. minntist ég á það við les- endur, að þeir mættu gjarnan senda ýmsar ábendingar, sem þeim fyndust eiga erindi í þessa pistla. Daginn eftir sendi nem- andi minn úr Kvennaskól- anum í Reykjavík fyrir hálfri öld mér ágætt bréf, sem ég þakka henni. Ég tala ekki um, hversu gömlum kennara þótti vænt um bréfið, því að það sannfærði hann um það, að móðurmáls- kennsla hans hafi ekki með öllu fallið í grýtta jörð. Nú og í næstu pistl- um skal vikið að ýmsu því, sem nemanda mínum hefur blöskrað í tali og skrifum fjölmiðla. – Fyrst verður fyrir orðasam- bandið að fara erlendis um það, þegar haldið er til útlanda. Bréfritari seg- ir, að það sé alveg að fest- ast í málinu. „Í sjónvarpi og útvarpi nota ótrúleg- ustu menn þetta ljóta orðasamband og finnst mér nauðsynlegt að halda áfram að aðvara fólk við að nota orðið þannig.“ Undir þetta tek ég heils hugar. Ég segi hins vegar oft við sjálfan mig, að svo virðist, sem þeir, er helzt þurfa á leiðbeiningum að halda um málfarsleg efni, sniðgangi þessa stuttu pistla. Þessi pistill mun vera hinn fimmti frá 1990, þar sem minnzt hefur verið á ranga notkun ofangreinds orðasambands. Tek ég hér upp smákafla úr ein- um þeirra, þar sem vitnað var í ummæli Ara Páls Kristinssonar, núverandi forstöðumanns Íslenskrar málstofu: „Atviksorðið er- lendis merkir að réttu lagi „í öðru landi“ og felur ekki í sér neina hreyf- ingu. Þess vegna er rangt að segja að maður hafi „farið erlendis“ þegar átt er við að hann hafi farið til útlanda. Hins vegar er hægt að segja að maður hafi verið erlendis.“ Eins má segja, að hann búi er- lendis. Er þá átt við dvöl- ina á staðnum. Aftur á móti fór hann út í gær eða fór utan. Það táknar hreyfinguna frá landinu. J.A.J. Orðabókin Fara erlendis 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. c3 Rf6 4. Be2 g6 5. 0-0 Bg7 6. Bb5+ Bd7 7. Bxd7+ Rbxd7 8. He1 0-0 9. d4 cxd4 10. cxd4 d5 11. e5 Re4 12. Rbd2 Rxd2 13. Bxd2 Db6 14. a4 Hac8 15. Ha3 Hc4 16. h4 Hfc8 17. Hb3 Da6 18. h5 Rf8 19. h6 Bh8 20. Rg5 Re6 21. Rxe6 Dxe6 22. Bc3 b6 23. a5 bxa5 24. Bxa5 Df5 25. Bc3 Df4 26. Hb7 He8 27. Hxa7 f6 28. g3 Df5 29. exf6 Bxf6 30. De2 Kf8 31. Kg2 g5 32. Dh5 Bxd4 33. Bxd4 Hxd4 Staðan kom upp í ung- lingamóti sem fram fór á sama tíma og EM öldunga er lauk fyrir skömmu í Saint Vincent í Ítalíu. Pierluigi Piscopo (2.289) hafði hvítt gegn Ferenc Langheinrich (2.360). 34. Hexe7! og svart- ur gafst upp enda að verða mát eftir 34. ...Hxe7 35. Ha8+. Lokastaða efstu manna á öldungamótinu varð þessi: 1. Vladimir Buk- al 7½ vinning af 9 mögu- legum. 2.–5. Janis Klovans (2.425), Jacob Murey (2.496), Mark Taimanov (2.425) og Boris Khanukov (2.350) 7 v. Ingvar Ásmunds- son fékk 6 vinninga og lenti í 14.–22. sæti. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. LJÓÐABROT Undrast öglis landa eik, hví vér erum bleikir. Fár verðr fagr af sárum. Fann eg örva drif, svanni. Mig fló málmr inn dökkvi magni keyrðr í gögnum. Hvasst beit hjarta ið næsta hættlegt járn, er vætta eg. Þormóður Bessason Kolbrúnarskáld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.