Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 20.10.2002, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 20. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 13.30 Frá John Woo leikstjóra Face Off og MI:2 Sannsöguleg stórmynd um mögnuð stríðsátök. Missið ekki af þessari! Nicholas Cage hefur aldrei verið betri! Sýnd kl. 8 og 10.50. B.i. 16. HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán kl. 5.30, 8 og 10.30. 1/2Kvikmyndir.is Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Mán kl. 5.50, 8 og 10.30. „DREPFYNDIN“ ÞÞ. FBL Yfir 16.000 manns! Einn óvæntasti spennutryllir ársins! Sýnd sunnudag kl. 2.50. B.i. 14. Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30. Mán kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. .Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 2. Mán kl. 4.með ísl. tali. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Mán kl. 4, 6. með ísl. tali.  HL Mbl 1/2Kvikmyndir.is FRUMSÝNING Það verður skorað af krafti. Besta breska gamanmyndin síðan “Bridget Jones’s Diary”. Gamanmynd sem sólar þig upp úr skónum. Sat tvær vikur í fyrsta sæti í Bretlandi. Sýnd kl. 4. með ísl. tali. Sýnd kl. 4. með ísl. tali.  HL Mbl Sýnd kl. 5.50 og 8. B. i. 16. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára. Maðurinn sem getur ekki lifað án hennar leyfir henni ekki að lifa án hans. Hvernig flýrðu þann sem þekkir þig best? Magnaður spennutryllir í anda Sleeping With the Enemy. Einn óvæntasti spennutryllir ársins! 1/2Kvikmyndir.is FRUMSÝNING FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER anthony HOPKINS edward NORTON ralph FIENNES harvey KEITEL emily WATSON mary-louise PARKER philip seymour HOFFMAN 2 VIK UR Á T OPP NUM Í US A Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. B. i. 16. enda er það nú svo að ef einlægnin er til staðar nær hún að gæða flest lífi. Það sannast á merkilegri skífu sem kom út fyrir ekki svo löngu, Inn- ocence & Despair – Langley Schools Music Project, og á er að finna upp- tökur af söng og hljóðfæraslætti kanadískra barna, en á disknum flytja þau lög frá Beach Boys, David Bowie, Wings, Fleetwood Mac, Carpenters / Klaatu og Eagles svo dæmi séu tekin, en lögin voru tekin af tónlistarkennara barnanna um miðjan áttunda áratuginn. Eins og fyrrverandi nemendur hans lýsa honum var Hans Fenger BRESKIR eiga sér orðtaksem hljóðar einhvern veginná þá leið að ekkert sé of ein-kennilegt til að vera satt. Það á víða við í listinni þar sem menn eru á ferð við mörk skynseminnar og fara oftar en ekki út af sporinu. Dæmi um skelfilega tónlist, tónlist sem er svo skelfileg reyndar að hún er einstaklega skemmtileg, eru legió, dæmigert blómabarn, síðhærður og berfættur í sandölum, en engum sög- um fer af speglamussu. Hann er frá Vancouver en tók að sér tónlistar- kennslu í Langley-skólahéraðinu, sem er dreifbýli í Bresku-Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Fenger, sem var þá 24 ára gamall og ómenntaður í tónlist, var mikill hugsjónamaður og hafði meðal annars heillast af kenn- ingu Carls Orffs um það hvernig best sé að kenna börnum; að leyfa þeim að leika sér en stýra leiknum þannig að þau læri af honum. Tónlistarkennsla hans byggðist því á því að kenna börn- unum, sem voru á aldrinum 9 til 12 ára, að spila vinsæl popplög og taka tónlistina upp til að leyfa þeim að heyra í sjálfum sér. Hljóðfæraskipan var almennt mjög einföld, rafbassi, lítið trommusett og National Steel- kjöltugítar, en undirstaðan var að miklu leyti slagverk úr smiðju Orffs, gamelan-kenndir sýlófón- ar. Lögin voru hvert úr sinni átt- inni, nokkur Beach Boys-lög, tvö frá Wings Venus and Mars/Rock Show, Band On The Run, Good Vibrations, Space Oddity, The Long and Winding Road, Band On The Run, I’m Into Some- thing Good, I Get Around, Desperado, To Know Him Is To Love Him, Rhiannon og Klaatu-lagið gamla Calling Occupants of Inter- planetary Craft. Fenger tók upp tvær plötur með börnunum í skólunum í Lochiel, South Carvolth and Glenwood sem pressaðar voru í litlu upplagi, 300 af þeirri fyrri og 200 af síðari, enda voru eintökin fyrir börnin og for- eldra þeirra. Þetta var árið 1976 og nokkrum árum síðar fluttist Fenger aftur til Vancouver. Furðutónlistarfræðingurinn Víkur nú sögunni til Irwins Chus- ids, sem er manna fróðastur um sér- kennilega tónlist og hefur reyndar atvinnu af að hampa slíkri tónlist, hefur gefið út lærða bók um það efni, Songs in the Key of Z, diska með safni af furðutónlist og heldur úti út- varpsþætti. Hann fær send tóndæmi frá fólki víða að sem hann leikur í þætti sínum ef þau eru nógu sérstök og sérkennileg. Eitt sinn barst hon- um diskur frá kanadískum hlustanda með sextán sérkennilegum lögum, þar á meðal upptöku af Bowie- slagaranum Space Oddity, sem gerði hann orðlausan að því er hann segir sjálfur og eins og viðbrögð hlustenda sönnuðu hrifust fleiri. Næstu mánuði hóf Chusid að leita að fleiri upptökum barnanna og hafði aðeins við að styðjast nöfn skólanna sem þau voru í. Ekkert þýddi að hringja í skólayfirvöld því þar kann- aðist enginn við plötur með söng nemenda. Á ljósriti af umslagi plöt- unnar gat Chusid lesið nafn sem kom í ljós að hafði verið stjóri eins skól- ans, en var löngu látinn. Þar sem sonur þess skólastjóra var bráðlif- andi og kennari í einum skólanum tókst Chusid að hafa uppi á Fenger og gat talið hann á að fá að gefa út á disk plötuna sem Space Oddity var af. Í framhjáhlaupi nefndi Fenger þá að hann hefði reyndar tekið upp eina plötu til, sem honum þótti ekki eins vel heppnuð. Chusid segir aftur á móti að sú skífa hafi verið enn betri en sú fyrri og þá miklu til jafnað og þá komið efni á góðan geisladisk, en á diskn- um eru nítján lög. Gríðarlega vel tekið Chusid leitaði til vin- ar síns hjá hollenskri útgáfu, Basta, en stjóri hennar er álíka dellu- karl þegar slæm tónlist er annars vegar. Hon- um tókst að fá eigendur fyrirtækisins til að gefa plötuna út, en þegar kom að því að finna út- gefanda í Bandaríkj- unum gekk allt á aft- urfótunum, öll fyrirtæki sem leitað var til höfnuðu diskn- um, þar á meðal Palm Pictures, Luaka Bop (merki Davids Byrnes), Nonesuch, ParadiseRhino, Emperor Norton, Tommy Boy og Matador, en Matador var eina fyrirtækið sem vildi gefa plötuna út, en var með full- bókað útgáfuplan, vildi fá að geyma hana. Á endanum leitaði by Chusid til vinar síns sem rak smáfyrirtæki í Hoboken. Sá var að leita að plötu til að gefa út sem fyrst og féll fyrir hug- myndinni um leið og hann heyrði plötuna. Skemmst er frá því að segja að The Langley Schools Music Proj- ect hefur verið gríðarlega vel tekið; hvarvetna hefur platan fengið fram- úrskarandi dóma og selst eins og heitar lummur. Má til gamans geta þess að platan var um tíma í efsta sæti lista yfir mest seldu plötur á Amazon.com, sem verður að teljast vel viðunandi fyrir aldarfjórðungs- gamlar upptökur kanadískra ama- töra. 12 tónar flytja inn The Langley Schools Music Project-skífuna. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Við mörk skynseminnar Ekki er langt síðan 26 ára gömul upptaka af skólabörn- um að flytja vinsæl popplög þess tíma var í efsta sæti á sölulista Amazon-netverslunarinnar. Á plötunni er tónlist sem er svo skelfileg að hún er einstaklega skemmtileg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.