Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 4

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÍÐUR Arna hófung sambúð meðEgypta, sér eldrimanni, sem virtist hafasamlagast lífinu á Vest- urlöndum vel. Í fyrstu lék allt í lyndi en með tímanum og einkum eftir að þau eignuðust börn kom annað andlit eiginmannsins í ljós – andlit heit- trúarmannsins. Skyndilegur trúarhiti Guðríður Arna Ingólfsdóttir var ung að árum þegar hún kynntist Abraham Antar Shahin í hinu ljúfa lífi Kaupmannahafnar. Á ýmsu gekk í sambandi þeirra og var svo komið að hún ætlaði að sækja um skilnað þegar hún uppgötvaði að hún væri ófrísk. Við fæðingu frumburðar þeirra, Ingólfs, breyttist Abraham, ekki síst eftir að hann kom heim úr fríi í Egyptalandi en þá bjuggu þau á Íslandi: „Í raun fannst mér hann vera gjör- breyttur,“ segir Guðríður, „allt fas hans var miklu alvörugefnara en áð- ur og hann sýndi syni sínum annars konar áhuga. „Við verðum að gæta okkar vel í uppeldinu,“ sagði hann stundum við mig. „Við megum ekki hætta á að Ingólfur endi í helvíti. Ég verð að gæta að heiðri fjölskyldunnar og koma honum til manns. Það ætla ég mér að gera.“ Ég vissi ekki almennilega hvaðan á mig stóð veðrið, en taldi að Abraham hlyti að vera að ganga í gegnum sams konar þroskaferli og ég. Þess vegna gerði ég ekki athugasemdir við ný- stárlegt tal mannsins míns um Guð sinn Allah og vistina illu í helvíti, hugsaði fremur sem svo með sjálfri mér að ef honum liði betur með því að glugga betur í trúna, þá væri það allt í lagi mín vegna. Þetta var engu að síður hlið á eig- inmanni mínum sem ég þekkti ekki og vissi ekki almennilega hvernig átti að bregðast við. Enda þótt Abraham væri múslimi og kæmi frá Egypta- landi hafði hann alltaf verið meiri Evrópubúi en ég, djammað mikið og fengið sér í glas á góðri stund. Slíkur lifnaður var vitaskuld í hróplegu ósamræmi við boðskap og inntak ísl- am og þess vegna hafði ég alltaf ályktað sem svo að Abraham léti sér trúna í léttu rúmi liggja. Hann hafði heldur aldrei rætt íslam við mig að fyrra bragði, fremur en ég kristna trú við hann, og þess vegna varð ég nokkuð undrandi þegar inn á heim- ilið tóku að streyma trúarrit af ýmsu tagi og annað torskilið lesefni. Ég reyndi að sýna umburðarlyndi gagnvart þessu nýja áhugamáli, enda taldi ég víst að það myndi líða hjá og eitthvað annað taka við. Þetta kann að hljóma kjánalegt og jafnvel ein- feldningslegt af minni hálfu, en þetta sýnir kannski fyrst og fremst hvernig Abraham hafði verið fram að þessu. Mér datt ekki í hug að hann hefði ein- hvern allt annan mann að geyma. Það hvarflaði ekki að mér. Það átti þó eftir að koma á daginn.“ Hvar er efnið mitt? Guðríður og Abraham bjuggu í Egyptalandi og Sádi-Arabíu en fluttu að lokum til Danmerkur þar sem þau höfðu kynnst. Fljótlega fór fjölskyldufaðirinn að sýna af sér und- arlega hegðun og brátt var grunur Guðríðar staðfestur: Hann var orð- inn forfallinn fíkniefnaneytandi. „Eiturlyfjasjúklingur getur blekkt jafnvel nánustu fjölskyldumeðlimi og leynt neyslu sinni í nokkur ár, en þegar hann er farinn að skilja slóðina eftir sig eins og Abraham gerði nú var orðið ljóst að hann var kominn á mjög alvarlegt stig. Orðinn hættu- legur umhverfi sínu og okkur sem fjölskyldu.“ Heba Shahin, dóttir Guðríðar, varð áþreifanlega vör við vandamál föður síns: „Ég man hversu mikla óbeit ég hafði á þessu orði, fíkniefnum. Samt skildi ég ekki almennilega hvað fæl- ist í því, en var nógu þroskuð til þess að vita að það var eitthvað sem fór illa með pabba og setti heimilislífið allt úr skorðum. Einhverju sinni var ég að leika mér inni í eldhúsi. Ég hef alltaf verið hrifin af alls kyns kryddi – kannski kemur arabíska blóðið þar eitthvað við sögu – og fór upp á stól til að teygja mig í einn staukinn sem inni- hélt uppáhaldskryddið mitt. Við hlið- ina sá ég lítinn samanvafinn silfur- pappír og inni í honum var eitthvert duft, sem ég vissi ekki almennilega hvað væri, og smakkaði það því að- eins. Bragðið var ógeðslegt! Ég hellti duftinu í bréfinu í eldhús- vaskinn og skolaði því niður áður en ég henti pappírnum í ruslakörfuna. Nokkru síðar var pabbi eitthvað að baksa í eldhúsinu þegar við heyrum skruðninga og síðan öskur og læti. Með það vorum við Ingi þotin inn í herbergi, enda vissum við hvenær pabbi var kominn í haminn. „Hvar er efnið mitt?“ spurði hann mömmu ógnandi. Hún horfði á hann undrandi og skelkuð og sagðist ekkert vita hvað hann væri að tala um. Þá brjálaðist hann endanlega, lamdi einum eldhússtólnum oft og ítrekað í gólfið með þeim afleiðingum að hann brotnaði, og ásakaði hana um að hafa hent efni sem hann hefði falið uppi í hillu. Þannig gekk þetta langa hríð, en við Ingi biðum milli vonar og ótta inni í herbergi og þorðum okkur hvergi að hræra. Ég man vel hvernig tárin runnu niður kinnar mér, því mér þótti svo sárt að sjá mömmu ásakaða um að gera eitthvað sem ég átti sök á. En ég þorði bara ekki að fara fram og viðurkenna að það hefði verið ég sem henti efninu. Ég vissi ekkert hvað pabbi myndi þá gera við mig og trúði honum til alls.“ Taugakerfið búið Guðríður mátti sæta sífellt meira ofbeldi af hálfu eiginmannsins og að lokum flúði hún í kvennaathvarf í Danmörku. Hún fór heim í íbúðina í fylgd lögreglu og félagsráðgjafa til að sækja fatnað sem hún skildi eftir er hún mátti yfirgefa heimilið í skyndi. Þá hafði Abraham gengið illi- lega í skrokk á henni. „Þegar Abraham sá hvers kyns var, að ég væri inni í herbergi að pakka, ætlaði hann að rjúka inn til mín og sagðist ætla að ræða málin áð- ur en þetta færi út í einhverja vit- leysu. Lögreglumennirnir gripu hann þá traustataki, leiddu hann inn í eldhús og héldu honum þar í skefjum meðan ég athafnaði mig. Ég var hins vegar í svo miklu upp- námi og svo hrædd við að hann myndi ráðast á mig þá og þegar að ég henti bara einhverjum flíkum án þess að hugsa ofan í tösku. Satt að segja vissi ég varla hvað ég var að gera, enda kom síðar í ljós að það var harla lítið gagn í þeim fatagörmum sem ég þó náði að taka með mér. Eina hugsunin sem komst að í huga mér var að komast út úr íbúð- inni. Ég lokaði þess vegna töskunum og dreif mig út með þær án þess svo mikið sem líta útundan mér á mann- inn sem þó var eiginmaður minn til þrettán ára og faðir barnanna minna. Við hröðuðum okkur niður stigana og lögreglumennirnir fylgdu síðan á eftir. Á bílastæðinu skildi leiðir, lög- reglan gekk að sínum bíl og við geng- um hröðum skrefum í átt að bílnum frá athvarfinu. Allt í einu heyrast hróp og köll aft- an við okkur og við sjáum að Abra- ham stormar niður stigaganginn á harðahlaupum á eftir okkur. Mér verður svo mikið um að ég tek þegar á rás án þess að vita almennilega hvert ég er að hlaupa, en félagsráð- gjafinn verður enn hræddari og hljóðar upp yfir sig.“ Spilaborgin hrynur Guðríður fór að lokum til Íslands með börnin í von um að losna undan ofsóknum Abrahams en hann kom fljótlega á eftir. Þar tókst honum að snúa Ingólfi á sitt band og voru þeir nú sameinaðir gegn þeim mæðgum. Baráttan snerist um að halda uppi heiðri fjölskyldunnar, – koma í veg fyrir samneyti Hebu við stráka. En hún var þá komin með kærasta og óttinn við að feðgarnir kæmust að því litaði allt þeirra líf. Dag einn hrundi spilaborgin. Ingi bróðir hennar fékk eftir krókaleiðum upplýsingar hjá Símanum um leyninúmer sem kær- astinn var með og þar með var björn- inn unninn. „Bróðir minn og pabbi urðu algjör- lega vitlausir og það var vita vonlaust fyrir mig að neita. Ég hélt að Ingi væri að fara yfir um, svo reiður var hann. Ég sat í sófanum, pabbi stóð fyrir framan og baunaði á mig enda- lausum spurningum, en Ingi gekk í einhverju æðiskasti um gólfin og tal- aði um þá miklu skömm sem ég hefði fært yfir fjölskylduna. Áfram hélt yfirheyrslan og pabbi minn og bróðir rökkuðu mig mark- visst niður. Eftir nokkra stund komu sem betur fer einhverjir vinir pabba og þá varð að láta staðar numið í yf- irheyrslunni í bili. Pabbi rak mig inn í herbergi og sagði mér að hugsa minn gang þar og hann skyldi svo tala betur við mig á eftir. Pabbi er með eldri aröbum hér- lendis og var með þeim fyrstu sem komu hingað til lands. Síðan þá hafa fjölmargir arabar sest hér að. Eins og annars staðar hafa arabar og þó sérstaklega Egyptar mikla þörf fyrir að halda hópinn og rétt eins og heima kemur það í hlut hinna eldri að hafa þar forystu og leiðsögn. Pabbi hefur alltaf verið nokkurs konar leiðtogi Egypta hér á landi og þeirra fremsti maður. Við Ingi vorum vön því að fjölmennt væri á heimilinu og fylgdumst stundum með pabba þegar hann var að kenna yngri mönnum trúarfræðin og leggja þeim lífsreglurnar. Í þessum hópi hefur alltaf verið borin óttablandin virðing fyrir pabba. Hann hefur notið þessarar virðing- ar og ég held að einmitt þess vegna hafi hann gert svo stífar kröfur til barnanna sinna um að þau hegðuðu sér vel. Og nú mátti auðvitað alls ekki fréttast að dóttir hins virta Abra- hams hefði kallað yfir hann slíka skömm! Þess vegna sagði pabbi mér að halda kyrru fyrir inni í herbergi og koma ekki þaðan út aftur fyrr en allir væru farnir. Ég hlýddi þessu fegin, enda var ég orðin úttauguð eftir yfirheyrsluna og skammirnar og óttaðist hvað pabbi og Ingi myndu gera við mig. Þess vegna sat ég þarna inni og óskaði þess heitast að gestirnir yrðu sem lengst. Ég reyndi að hringja, en náði ekki sambandi við mömmu. Ég læddist fram á gang og inn á klósett. Þar sat ég og grét og reyndi að finna ein- hverja leið til að flýja. Undarleg sinnaskipti Í kjölfar þessara atburða fór Abra- ham að breyta hegðun sinni, tók að vingast við dóttur sína á ný. Vinkona Hebu sýndi því einnig mikinn áhuga að fara með henni til Egyptalands og lét hún loks slag standa og héldu þær ásamt Abraham til Keflavíkur. Í Leifsstöð snerist vinkonunni hins vegar hugur: „Ég trúði ekki mínum eigin aug- um. Þarna sat besta vinkona mín grátandi fyrir framan landganginn að flugvélinni sem átti að flytja okkur hálfa leiðina til Egyptalands og nú var hún hætt við! Hvað var eiginlega í gangi? Ég reyndi að róa hana, hugga hana og hughreysta, en það var sama hvað ég reyndi, hún var ófáanleg til þess að stíga um borð í vélina. Aðrir far- þegar virtu okkur fyrir sér fullir samúðar, enda fór gráturinn í vin- konu minni ekki framhjá neinum. Að lokum voru allir farnir um borð og við vorum enn þrjú fyrir framan. Pabbi hafði lítið haft sig í frammi fram að þessu, en nú skipaði hann mér að koma með sér inn og láta stelpuna eiga sig. Ég horfði óttaslegin á hann og hvíslaði síðan að vinkonu minni að ég væri hrædd við að fara ein með pabba og hún yrði að koma með þess vegna. „Ég er svo hrædd. Þetta gæti eyði- lagt líf mitt,“ sagði ég við hana í lág- um hljóðum, enda var tilhugsunin um það sem Halim Al gerði dætrum sín- um enn föst í huga mér. Hún harðneitaði eftir sem áður. Ég trúði ekki því sem var að ger- ast. Ég nánast grátbað hana um að koma með, þar sem þetta væri nú hennar hugmynd, en hún var ófáan- leg og lét mjög undarlega. Ég leit á pabba og sagðist vera að hugsa um að hætta við líka, en hann tók það ekki í mál, sagði að við færum þá bara tvö og skemmtum okkur vel saman. Ég leit aftur á vinkonu mína. Flug- freyjurnar voru orðnar mjög óþreyjufullar og sögðu okkur að vélin gæti ekki beðið lengur. Hún sagðist ekki geta farið með, það kæmi ekki til greina.“ Hér munt þú eiga heima Kvöld eitt, eftir að þau feðgin voru komin til Egyptalands, fékk Heba grun sinn staðfestan: „Við fórum um kvöldið á kaffihús við hótelið, þar sem við bjuggum, og ég varð mjög áhyggjufull þegar pabbi stakk upp á því að við færum afsíðis í bakgarð og ræddum saman. Þar var enginn, alveg eins og hann vildi hafa það. Við settumst niður og hann pantaði kaffi, rólegur og yfir- vegaður, ólíkt mér sem skynjaði að eitthvað var í aðsigi. Svo leit hann á mig og sagði: „Ég er búinn að hugleiða þetta í ellefu mánuði, Heba mín, og niður- staða mín er sú að ég get ekki leyft þér að fara aftur til Íslands.“ Ég sat stjörf og hélt ég hefði ekki heyrt rétt. Mér tókst hvorki að hreyfa legg né lið. Áfallið var algert. „Við bróðir þinn höfum lengi haft áhyggjur af þér og viljum tryggja að þú lendir ekki í einhverju slæmu,“ bætti pabbi svo við. Hann sagði mér að þeir Ingi hefðu undirbúið ferðina vandlega og ákveð- ið að Ingi ætti að vera heima á Íslandi og vinna til þess að við gætum verið hér og ég gæti sest á skólabekk. „Þetta er best fyrir alla, Heba mín.“ Ég fann hvernig æðarnar þrútn- uðu um allan líkamann og hélt á tíma- bili að það væri að líða yfir mig. Samt trúði ég ekki mínum eigin eyrum og spurði pabba hálfdofin hvað hann ætti eiginlega við. Þá sagði hann mér að Ísland hefði ekki góð áhrif á mig. Ég væri komin á þann aldur að hann væri farinn að hafa talsverðar áhyggjur af mér og þess vegna teldi hann best að ég sneri ekki aftur til Íslands. „Hér munt þú eiga heima,“ sagði hann svo. Bókakafli Frásögn Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur af því hvernig henni tókst að bjarga dóttur sinni Hebu Shahin á ævintýralegan hátt frá Egyptalandi vakti þjóðarathygli fyrr á árinu, en fyrrverandi eiginmaður hennar hafði þá kyrrsett dóttur þeirra í landinu. Hér er gripið niður í frásögn Björns Inga Hrafnssonar af sögu mæðgnanna. Barist fyrir frelsinu Morgunblaðið/Ásdís Guðríður Arna Ingólfsdóttir, t.h., ásamt dóttur sinni Hebu Shahin. Hún segist í upphafi hafa orðið hissa á trúaráhuga manns síns en þó stutt hann í fyrstu. Barist fyrir frelsinu eftir Björn Inga Hrafnsson segir sögu mæðgnanna Guð- ríðar Örnu Ingólfsdóttur og Hebu Shah- in. Bókin sem er bls. 287 að lengd er gefin út af Vöku-Helgafelli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.