Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 7

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 7
unarkonu, sem sagði mér snúðug að þetta væri tóm vitleysa – en svo skoðaði hún mig og sá sér til skelf- ingar að ég hafði reyndar rétt fyrir mér. Hún kallaði á tvær aðstoðarstúlk- ur, báðar óþjálfaðar þorpsstúlkur, og skipaði þeim með skelfingu í rödd- inni að halda mér niðri og þrýsta hnjánum á mér saman svo ég gæti ekki rembst á meðan hún næði í lækninn. Ég sárbændi hana um að taka sjálf á móti barninu enda var hún lærð ljósmóðir, en hún svaraði því til að hún ætlaði ekki að hætta starfi sínu með því að taka á móti konungbornu barni þar sem til þess væri ætlast að ég fæddi með lækni við höndina. Jacqueline var haldið fast af að- stoðarstúlkunum þar til læknirinn kom nokkru síðar. Hún byrjaði ekki strax að gráta. Ég sá að naflastrengurinn hafði vaf- ist tvo eða þrjá hringi um hálsinn og að líkami hennar var öskugrár. Ég hélt niðri í mér andanum á meðan ég beið eftir að hún gæfi frá sér hljóð og bað þess að hún léti í sér heyra svo ég vissi að hún væri heil á húfi. Það var eins og tíminn stæði í stað og ver- öldin öll héldi niðri í sér andanum, en svo gaf Shahirah frá sér væl sem fékk tárin til að renna niður kinnar mínar af gleði. Ég breiddi út faðminn móti henni og lagði hana á brjóst mér, en hún greip strax í geirvörtuna og fór að drekka. Hún var svo ótrú- lega fíngerð. Hún var grönn, miklu nettari en Iddin hafði verið við fæð- ingu, og hún var köld viðkomu. Um leið og hún opnaði annað örþreyttu augnanna og virti andlit mitt fyrir sér af einurð vissi ég að ég tilheyrði henni um allan aldur – ég var orðin móðir í annað sinn. Skömmu síðar kom Bahrin inn í herbergið til að skoða nýju dóttur okkar. Ég rétti höndina í átt til hans þegar hann nálgaðist rúmið og hag- ræddi Shahiruh lítillega svo hann gæti séð hana. Í stað þess að taka í hönd mína lagði hann hana aftur ofan á sængina og klappaði hranalega á hana um leið og hann gjóaði augun- um á barnið okkar. „Ég elska þig,“ muldraði ég ofur- lágt og leit vonaraugum upp á andlit hans. „Það veit ég,“ svaraði hann blæ- brigðalausri röddu, klappaði mér á hnéð og snerist á hæli. „Ég sé þig seinna,“ sagði hann svo og hvarf gegnum vængjahurðina. Klukkutíma eftir að Shahirah fæddist kom Iddin til okkar; ég hafði beðið Mak að sjá til þess, því að ég vildi vera viss um að hann gæti byrj- að að mynda tengsl við systur sína eins fljótt og hægt var. Hann kom inn í herbergið á fullri ferð og ætlaði að fara að kasta sér í fangið á mér, en snarstansaði og rak upp stór augu þegar hann sá litlu systur sína. Ég laut fram til að kyssa hann og faðma og kynnti hann svo fyrir systur sinni. Tengdamóðir mín og Zainah frænka vissu ekki sitt rjúkandi ráð þegar ég sagði Iddin að koma upp í til okkar og hjálpaði honum að koma sér þægi- lega fyrir. Hann starði heillaður á systur sína þegar ég lagði hana í fangið á honum og er hún bærði á sér, opnaði augun og horfði upp á hann var hann frá sér numinn. „Þetta er litla systir mín,“ sagði hann, „ég skal passa mig voða vel.“ Svo hélt hann áfram að brosa við henni. Seinna um kvöldið tók ég Shah- iruh upp úr vöggunni. Það voru ekki til neinir hitakassar á spítalanum og hún var krókloppin svo að ég smeygði henni inn undir náttkjólinn minn til að hlýja henni. Þannig lá hún alla nóttina, í hnipri upp við líkama minn, og svaf á milli þess sem hún drakk af brjóstum mínum. „Raja Shahirah Aishah,“ hvíslaði ég að henni um leið og ég kyssti hana á ennið, „hvað hef ég gert með því að fæða þig inn í líf eins og þetta?“ Þegar vonin ein er eftir eftir Jacqueline Pascarl kemur út hjá JPV-útgáfunni í þýðingu Höllu Sverrisdóttur. Bókin er 302 bls. að lengd. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 7 LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp þess efnis að sameiginleg forsjá barna verði meginregla ef til skilnaðar eða sambúðarslita kemur hjá fólki. Þeir sem leggja fram frum- varpið sakna þessa ákvæðis í nýjum barnalögum sem lögð hafa verið fram til umfjöllunar Alþingis. Bent er og á að slíka meginreglu sé nú verið að setja á oddinn á sumum Norður- landanna. Það er varla tilviljun að hin nýjubarnalög kveða ekki á um að sameiginleg forsjá verði meginregla – tæpast er þarna um hugsunarleysi, mis- gáning eða gleymsku að ræða. Sönnu nær er lík- lega að þeir sem unnu nýju barna- lögin hafi eftir at- hugun og umþenk- ingar komist á þá skoðun að það sé ekki heppilegt að koma hér á sameiginlegri forsjá sem meginreglu. Í samtali sem ég átti fyrir þremur árum við dómara kom fram að sam- eiginleg forsjá hefði þá ekki reynst eins vel og vonir stóðu til. Mörg mál hefðu komið upp þar sem óskað væri breytinga og risið hefðu af þeim sök- um forsjármál. Það er ekkert óeðlilegt við það að sameiginleg forsjá geti reynt mjög á þolrif þeirra sem slíkt fyrirkomulag prófa. „Þetta gengur helst hjá eldra fólki sem þegar hefur alið upp eldri börn sín en miklu síður hjá ungu fólki sem er með ung börn,“ sagði dómarinn ennfremur. Það er skiljanlegt að fólk sem ekki hefur getað leyst ágreining sinn á annan hátt en með sambandsslitum eigi í erfiðleikum með að láta sér koma saman um lausnir í uppeldismálum. Það er viss hætta á að með sameig- inlegri forsjá haldi áfram að koma upp ágreiningsefni sem hinu fráskilda fólk gengur seint að leysa úr. Það er vitað að það tekur flest fólk talsvert langan tíma að jafna sig til- finningalega eftir það skipbrot sem hjónaskilnaður eða sambúðarslit er óhjákvæmilega. Meðan tilfinningalegt öldurót er sem mest má því lítið út af bera til að upp úr sjóði. Þetta vita þeir t.d. sem hafa reynt að halda góðu sambandi við báða hina fráskildu aðila. Börn fráskilins fólks eru í svipaðri aðstöðu, þau finna að ástandið er eld- fimt og vilja hvorugt foreldra sinna særa. Löngunin til þess að gera báð- um jafn réttháum aðilum til hæfis leið- ir venjulega þann sem togast er á um í mikla tilfinningalega streitu. Börn þurfa ró og festu meðan þau eru að alast upp, síendurtekið tilfinn- ingalegt umrót er fjandsamlegt sál- arró. Margt getur orðið til þess að for- eldrum sem fara sameiginlega með forsjá komi illa saman. Í fyrsta lagi hefur þetta fólk oftar en ekki átt í miklum erfiðleikum með að móta sameiginlega stefnu í grund- vallarmálum, – annars hefði það getað leyst sín mál og ekki komið til sambandsslita. Í öðru lagi rekur fólk eðlilega mun meira í sundur eftir skilnað, – líf þess breytist mjög er fram í sækir, tíminn og umhverfið sjá um það. Í þriðja lagi koma mjög oft til nýir makar foreldranna sem líka hafa sínar skoðanir og tilfinningar. Í fjórða lagi koma svo gjarnan til ný systkini og stjúpsystkini og nýjar stórfjölskyldur. Barnið í sameiginlegu forsjánni má því hafa sig allt við að aðlagast öllu þessu og reyna að gera sem flestum til hæfis. Þetta getur skapað mikið álag sem því miður minnkar kannski ekki með árunum heldur jafnvel eykst. Væri ekki ráð að bíða og sjá hvernig þeim börnum reiðir af sem uppkomn- um einstaklingum sem alist hafa upp við sameiginlega forsjá? Það þyrfti að kanna rækilega hvaða áhrif þetta fyr- irkomulag hefur á þá sem reyna það á eigin skinni. Álit sérfræðinga og foreldra hlýtur eðli málsins vegna að skipta minna máli en reynsla fullorðinna einstak- linga sem alist hafa upp við sameig- inlega forsjá – velferð barnanna í bráð og lengd er það sem að er stefnt. Í svona málum er rétt að fara sér hægt og muna að oft er langur vegur á milli óskhyggju og veruleika. Hafa ber líka í huga að raunsönn reynsla í upp- eldismálum fæst ekki á nokkrum ár- um, árangurinn verður að kanna hjá mörgum einstaklingum og á löngum tíma til þess að réttlætanlegt sé að breyta fyrirkomulagi sem komin er löng hefð á, þ.e. að annað hvort for- eldrið hafi forsjá barns og sjái að meg- inhluta um uppeldið en hitt hafi um- gengnisrétt. Af þessum sökum er sameiginleg forsjá sem meginregla varla heppileg nú, heldur ætti sameiginleg forsjá að vera áfram valkostur sem rétt væri að skoða síðar vel í samhengi við árangur og reynslu annarra möguleika í for- sjármálum. Hvað snertir önnur lönd þá væri heppilegt að sjá fyrst hvernig reynslan þar til lengri tíma verður af því að gera sameiginlega forsjá að meginreglu áður en slíkar aðgerðir eru lagðar til grundvallar breytingum á forsjármálum hér. Hafa ber einnig í huga að hvert samfélag hefur sín sér- kenni og það sem reynist vel á einum stað þarf ekki að gera það annars staðar. Þjóðlífsþankar/Væru breytingar til farsældar? Sameiginleg forsjá – val- kostur eða meginregla eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.