Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 10

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir MAROKKÓSK matargerð er hátt skrifuð á heimslistasælkera. Hún einkennist af ómótstæðilegri blönduaf sætu, ljúfu bragði annars vegar og krydduðu ogilmandi hins vegar. Það er ekki nema eðlilegt að marokkósk matargerð sé ilmandi af alls kyns kryddi, þegar hafð- ur er í huga kryddinnflutningur frá arabalöndum til N-Afríku í margar aldir. Í marokkóskri matargerð skal kryddið þó aldrei yfirgnæfa hráefnið, heldur er því ætlað að göfga bragð þess og fanga sem best og upphefja innsta eðli réttanna. Kryddtegundir sem mikið eru notaðar í marokkóskri matargerð eru: kanill, broddkúmen (cummin), túrmerik, engifer, caeynnepipar, paprika, anísfræ, sesamfræ og svartur pipar. Einnig nota Marokkómenn mikið ferskar kryddjurtir og annað krydd, m.a. kóríander, basilíku og myntu, hvítlauk og hunang. Réttirnir hér á eftir ættu að gefa matgæðingum góða hug- mynd og tilfinningu fyrir því hvers konar eldamennsku er um að ræða í landi ævintýra og úlfalda, Marokkó. Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Munúðarfullt Marokkó  Hunang verður til við lífefnafræðilega umbreyt- ingu nektars. Dropar hunangslagarins flytjast og skvettast flugna á milli og þykkna smám saman. Þegar vatnið er á bak og burt verður sykurinn alls- ráðandi og hunangslögurinn verður að hunangi. Gott er að fá sér hunang ef …  … maður er kraftlaus og slappur og þarf að tak- ast á við erfið líkamleg eða andleg verkefni, við meltingartruflunum, ef um er að ræða sýkingar, hita eða blóðleysi svo eitthvað sé nefnt. Hunangshollráð  Geymið hunang ekki í of langan tíma. Best er að neyta þess innan árs og geyma það á þurrum, dimmum stað til þess að ensím þess varðveitist sem best. Hunang matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. Þessi kraftmikla kryddsósa er borin fram t.d. með kús- kús, súpum ýmiss konar og þurrkuðu kjöti. Prófið ykk- ur áfram með sósuna t.d. með grilluðu lambakjöti eða kjúklingi. Nauðsynlegt er að útbúa hana um 12 tímum áður en hún er borin fram. Sósan geymist vel í lokuðu íláti í kæliskáp. 100 g þurrkaður rauður pipar 6 hvítlauksgeirar 4 msk. gróft salt 6 msk. kóríanderfræ 4 msk. cuminfræ 10 msk. ólífuolía 1. Fjarlægið stilka og fræ rauða piparsins og leggið í vatn þar til þeir verða mjúkir. 2. Setjið 2 msk. af grófa saltinu og hvítlauksgeira saman í mortél og merjið vel þar til það er nær orðið að mauki. 3. Leggið blönduna til hliðar í lítilli skál og end- urtakið ferlið með síuðum piparnum ásamt afgang- inum af saltinu og blandið því næst báðum krydd- blöndunum saman. 4. Setjið nú í tómt mortélið kóríander- og kúmenfræin og merjið í duft. 5. Blandið saman við pip- ar-hvítlauksblönduna ásamt örlítilli olíu þar til úr verð- ur jöfn blanda. 6. Setjið að lokum 10 msk. af ólífuolíu saman við (lítið í einu) og blandið öllu vel saman. HARISSA 180 g kúskús 500 ml eplasafi 1 kanilstöng 150 g hindber 150 g bláber 150 g brómber (tilvalið er að nota tilbúna frosna berjablöndu) 150 g jarðarber, skorin í tvennt rifinn börkur af 1 lífrænt ræktaðri sítrónu rifinn börkur af 1 lífrænt ræktaðri appelsínu 200 g hrein jógúrt 2 msk melassi nokkur fersk myntulauf Hellið þurru kúskúsinu í skál. Hellið eplasafa í pott ásamt kan- ilstöng og látið suðu koma upp og takið af hita og hellið yfir kúskús. Þekið með plastfilmu og látið standa í 5 mín. eða þar til kúskús hefur dregið í sig allan safann. Fjarlægið kanilstöng, aðskiljið kúskúskornin með gaffli og blandið saman við þau berjunum og súraldinberkinum. Blandið öllu varlega saman. Hellið kúskúsréttinum í 4 skálar og hellið vænni slettu af jógúrt saman við ásamt fínni bunu af mólassasírópi. Skreytið með ferskum myntulaufum sem búið er að merja ögn í mortéli.  Brasilískri helgi á Caffé kúltúr, Alþjóðahúsinu Hverfisgötu, lýkur í kvöld. Klukkan 20.00 fer fram sýning á Capoeira (bardaga- og danslist) auk þess sem Bossa Nova-sveit leikur tónlist fyrir mat- argesti. Brasilískur gestakokkur seiðir fram suð- rænar veitingar úr hinu fjölþjóðlega eldhúsi stað- arins. Kokkalandsliðið í Grillinu  Íslenska landsliðið í matreiðslu heldur til Lúx- emborgar dagana 16.–21. nóvember til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í matreiðslu. Af því tilefni verður haldinn styrktarkvöldverður í Grillinu á Hótel Sögu þar sem áhugafólki um mat gefst kostur á að sjá landsliðið spreyta sig og bragða á réttum þess. Þriggja rétta máltíð verður borin fram og kostar hún sjö þúsund krónur ásamt víni. Máltíðin hefst klukkan sjö og er sérstakur gestur kvöldsins Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Suðrænt og seiðandi sunnudagskvöld Þessi réttur er ögn nýstárlegri en sá fyrri og er líklega ekki ættaður frá Mar- okkó en sýnir vel hvað hægt er að nota kúskús á fjölbreyttan hátt. Það tekur bara örfáar mínútur að útbúa þennan litríka kost og tilvalið að lífga upp á myrka vetrarmorgna með því að skella hinu litríka salati á morgunverðarborðið. KÚSKÚS MEÐ ÁVÖXTUM Kúskús (couscous) er þjóðarréttur Marokkó, Alsír og Túnis. Í Marokkó er hann yfirleitt borinn fram í samfloti við „tajines“ (samheiti yfir norður-afríska rétti sem eru látnir malla yfir litlum hita í emaleruðum leirfötum. Réttirnir geta inni- haldið t.d. kartöflur, kúrbítur (zucchini), fisk, kjúkling með döðlum, kjöt með sveskjum eða tómötum og eggaldin. Það er mikil og dálítið flókin athöfn að út- búa kúskús á hefðbundinn hátt og verður hún ekki rakin hér. Hins vegar fást í flestum stórmörkuðum handhæg kúskús pastagrjón úr semolina- hveiti sem mjög fljótlegt og einfalt er að útbúa. Leiðbeiningar eru á pakka. Í þessari uppskrift er þetta vinsæla n-afríska meðlæti borðað með kjúklingi. GUFUSTEIKTUR MAROKKÓSKUR KJÚKLINGUR MEÐ GRÆNMETI Á KÚSKÚSBEÐI SAMKVÆMT Kóraninum er áfengisneysla bönnuð. Marokkóbúar drekka því mikið af kaffi og te og marokkóskt te er e.t.v. ástæðan fyrir því hvers vegna ekki er að finna mikið úrval eft- irrétta (miðað við úrval aðalrétta) í marokkóskri matargerð. Teið er hreinlega eftirréttur út af fyrir sig. Te jafngildir eftirrétti GRÆNT TE MEÐ MYNTU fyrir 4–8 Teið skal helst bera fram í fallegum, fínlegum teglösum. Grænt te nokkur myntulaufblöð 10–20 sykurmolar vatn Skolið teketil að innan með heitu vatni og hell- ið í burtu. Komið 2–3 tsk. af grænu tei fyrir í katl- inum og hellið ögn af sjóðandi vatni yfir. Fjar- lægið vatnið svo. Setjið sykurmola (eða hrásykurmola) út í (yfirleitt um 20 molar í stóran tepott). Hellið teketilinn hálffullan af sjóðandi vatni og bætið ferskum myntulaufum saman við og látið standa í nokkrar mínútur. Hellið í teglös. uppskrift fyrir 2 1 beinlaus stór kjúklingabringa 4 perlulaukar, skornir í fernt 1 sellerístilkur, þveginn, þræðir fjar- lægðir og hann skorinn í bita 2 gróft skornir plómutómatar (fást í Hagaup), annars klasatómatar 1 lítill kúrbítur (zucchini) skorinn í litla teninga 2 msk rúsínur 2 msk fersk söxuð steinselja 2 msk fersk söxuð mynta 1/3 bolli kjúklingakraftur (helst heimalagaður) 1 tsk rifinn ferskur engifer 1 marinn hvítlauksgeiri 1 tsk milt karrý 2 msk mangóchutney 1 tsk salt 1/8 tsk mulinn þurrk. rauður pipar 1 tsk kartöflumjöl 1/2 bolli þurrt kúskús Stillið ofn á 230°, Blandið saman í skál kjúklingi, sellerí, tómötum, zucchini, rúsínum, steinselju og myntu. Leggið til hliðar. Hrærið saman í lítilli skál engifer, hvítlauk, karrý, mangóchutney, 3/4 tsk salt, rauðum pipar og kartöflumjöli. Hell- ið yfir kjúklingamaukið og blandið öllu vel saman. Rífið sæmilega stór- an ferkantaðan bút af álpappír og brjótið í tvennt (á ská). Opnið pappír og leggið helminginn af maukinu á annan helming pappírsins (skiljið eftir smá pláss við brotið og látið rúma sæmilega um blönduna). Leggið auðu hlið yfir og lokið vel op- unum þremur á pappírnum með því að brjóta tvisvar vel upp á endana. Endurtakið ferlið með hinn helming blöndunnar. Setjið á bökunarplötu og bakið í ca. 18 mín. Útbúið á með- an kúskús (rétt áður en réttur er tekinn úr ofni). Hellið kúskús á hvorn disk og komið sitthvorri kjúk- lingablöndunni haganlega fyrir ofan á kúskúsbeðinu. Berið fram undir- eins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.