Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 11

Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 11 NÝR veitingastaður að nafni Heitt og kalt var opnaður á dögunum á Grensásvegi 10. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem staður með þessu nafni opnar. Á milli- stríðsárunum var staður sem hét Heitt og kalt starfræktur í Hafn- arstræti 4 og mátti þar fá tveggja rétta máltíð á eina krónu. Það eru þau Brynjar Eymundsson mat- reiðslumeistari og Elsa Guð- mundsdóttir smurbrauðsjómfrú sem reka staðinn. Þau stofnuðu á sínum tíma veisluþjónustuna Veisluna á Seltjarnarnesi og ráku í 13 ár. Meðal annarra starfs- manna eru Óli Gísli Sveinbjörns- son matreiðslumaður og Halldóra Eymundsdóttir smurbrauðsdama. Brynjar og Elsa segjast telja að nokkurra nýjunga gæti hjá þeim á Heitt og kalt, sem ekki hafi sést hér á landi fyrr í veitingahúsum. Staðurinn er tvískiptur þ.e. veit- ingasalur er með miklu úrvali matar á hlaðborðum og svo sér- verslun með „Taka með“ mat í öðru rými. Helsta nýjungin á hlað- borðum staðarins er Súpubarinn þar sem hægt er að fá 6 mismun- andi súpur og heimabökuð brauð. Einnig er á staðnum salatbar og og kaldir og heitir réttir í miklu úrvali. Hægt er að fá hvern hluta hlaðborðs sér eða alla rétti þess, allt eftir óskum og greitt er eftir því. Þau segja að heilbrigði og holl- usta sé í hávegum höfð á Heitt og Kalt og staðurinn er reyklaus. Heitt og kalt Morgunblaðið/Áslaug arberjakeimurinn ríkjandi. Það er létt í áfengi, einungis tæp 8 prósent. Vel kælt er þetta bragðgóður drykkur, sem hentar lík- lega best þeim er vilja nokkra sætu í víninu og þykir hefðbundin freyði- vín of þurr. Það gæti einnig gengið með berjaeftirréttum. Best hentar þetta vín líklega sem fordrykkur eða þá sem „saumaklúbbs- drykkur“ þar sem jarðarberjalit- urinn og bragðið gæti slegið í gegn. Varla vín fyrir þá sem eru hrifnir af þurru kampavíni. Kostar 890 krónur. Fresita Stundum stendur maður sig að því að vera fordómafullur. Freyðivín bragðbætt með jarð- arberjum? Getur maður tekið það alvarlega? Það var vandinn sem ég stóð frammi fyrir þegar ég smakkaði freyðivínið Fresita frá Chile. Vínið er framleitt sem freyði- vín samkvæmt Charmat-aðferð- inni, þ.e. tankgerjun, en jarð- arberjum er bætt við vínið áður en það er sett á flöskur. Þetta gerir vínið fagurrautt og djúp og sæt jarðarberjaangan er yfirþyrmandi í ilm þess. Vínið sjálft freyðir þægilega, er nokkuð sætt og jarð- Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n DAGANA 24.–28. október var í fjórða sinn haldin í Lingotto í Tórínó stærsta matar- og vínuppákoma í heimi, Salone del Gusto. Um er að ræða markað með af- urðum hvaðanæva (ekki frá Íslandi þó og vonandi ræðst bót á því næst?!) og hvert einasta hérað Ítalíu býður upp á smökkun á því besta sem hefðin býður. Hægt er að smakka þúsundir vína frá öllum heimshornum og boðið er upp á hundruð námskeiða „labor- atorio del gusto“ þar sem fólki er kennt að meta og njóta matar og víns á dýpri hátt með tilliti til upp- runa, samsetningar og einkenna. Ráðstefnur, sælkeraferðir og aðrir stærri viðburðir eru einnig í tengslum við matarhátíðina. Talið er að um 140.000 gestir hafi leitt bragðlauka sína á vit hinna miklu matarævintýra í Piemonte undanfarna daga. Þeim sem vilja forvitnast um Sal- one del Gusto er bent á vefsíðuna: www.slowfood.com Umfangsmesta matarsýning heims í Tórínó Morgunblaðið/Hanna Friðriksdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.