Morgunblaðið - 03.11.2002, Page 12
Liggi leið til Kanaríeyja á næstunni
er sniðugt að skoða fyrst slóðina
www.canaryislandsinfo.com
ÍSLENDINGAR sem eru á leið til EES-landa í
frí eða viðskiptaerindum ættu að hafa meðferð-
is vottorðið E111 frá Tryggingastofnun ríkis-
ins.
„Ef ferðamaður frá Íslandi veikist í EES-ríki
á hann að njóta ákveðinna réttinda. Hafi hann
vottorðið E111 frá Tryggingastofnun með sér á
hann ekki að þurfa að borga meira en íbúar við-
komandi lands fyrir þjónustu á heilsugæslu-
stöðvum og sjúkrahúsum sem rekin eru á veg-
um hins opinbera,“ segir Hildur Sverrisdóttir,
lögfræðingur og deildarstjóri alþjóðamála hjá
Tryggingastofnun ríkisins. Vottorðið staðfestir
að viðkomandi sé sjúkratryggður á Íslandi og
eigi rétt á sjúkrahjálp í skyndilegum veikinda-
og slysatilvikum hjá heilbrigðisþjónustu hins
opinbera í dvalarlandinu.
Þarf ekki að framvísa á Norðurlöndum
Hildur bendir á að víða á algengum ferða-
mannastöðum séu bæði heilsugæslustöðvar og
sjúkrahús einkarekin og þá gilda umræddir
samningar ekki og fólk verður þá að bera
kostnaðinn sjálft nema það sé frekar tryggt hjá
sínu tryggingafélagi eða með tryggingum hjá
greiðslukortafyrirtækjum.
Á Norðurlöndum þarf ekki að framvísa
E111-vottorði. Nóg er að sýna fram á með öðr-
um skilríkjum að viðkomandi sé Íslendingur og
hann á þá að njóta sömu kjara og íbúar viðkom-
andi lands á opinberum heilsugæslustöðvum og
sjúkrahúsum.
Enn aðrar reglur gilda síðan ef farið er til
landa utan EES eins og til dæmis til Bandaríkj-
anna. Þar þýðir ekki að framvísa E111-vottorði.
Engu að síður njóta Íslendingar einnig sjúkra-
trygginga hjá Tryggingastofnun þótt ferðast sé
til landa utan EES. Það eru hins vegar ekki
samningar um aðgengi að læknisþjónustu hins
opinbera. Ferðalangar geta fengið skriflega
staðfestningu á að þeir séu sjúkratryggðir fari
þeir til landa utan EES. Tryggingastofnun
endurgreiðir sjúkrakostnað sem fólk hefur orð-
ið fyrir í þeim ríkjum á grundvelli frumrits
greiddra sundurliðaðra reikninga en þá miðast
endurgreiðsla við gjaldskrárnar hér á landi
þ.e.a.s. kannað er hvað sambærileg þjónusta
kostar hér á landi og endurgreitt er samkvæmt
því. Töluverður munur getur verið á kostnaði
við þjónustuna milli landa og þarf þá fólk að
greiða mismuninn sjálft eða vera með trygg-
ingar sem taka að sér að greiða mismuninn.
Hún segir ennfremur að Tryggingastofnun
greiði ekki fyrir heimflutning ef sjúkling þarf
að flytja heim t.d. á börum og hún bendir á að
tryggingarnar hjá tryggingafélögum séu mis-
munandi og fólk verði að kynna sér trygging-
arskilmála áður en haldið er til útlanda.
Helmingur fargjalds með korti
Korthafar kreditkorta eins og Visa og Euro-
pay þurfa að greiða að minnsta kosti helming
farar með kortinu eigi tryggingar sem innifald-
ar eru í árgjaldi að gilda á ferðalaginu.
Þórður Jónsson, forstöðumaður þjónustu-
sviðs korthafa hjá Visa, segir að tryggingar séu
framt að taka með sér E111-vottorð. Hún segir
að sum tryggingafélög hafi ferðasjúkratrygg-
ingu innifalda í heimilistryggingum en hjá
Sjóvá-Almennum geti fólk valið hvort það sé
með slíka trygginu í fjölskyldutryggingu sinni.
Slík trygging kostar 2.250 krónur og gildir fyrir
alla fjölskylduna. Einnig er hægt að kaupa
ferðasjúkratryggingu eina og sér eða sem hluta
af ferðatryggingapakka. Hún kostar fyrir hjón
í hálfsmánaðarferð 1.800 krónur ef tekin er lág-
markstrygging á mann 2. milljónir króna.
Ferðasjúkratrygging greiðir kostnað á
ferðalagi vegna slysa, veikinda eða fráfalls.
Ennfremur greiðir hún ferða- og dvalarkostnað
náins ættingja, ferðarof og heimflutning.
Óþarfi að kaupa tryggingu
ef borgað er með korti?
Þegar fólk er búið að tryggja sig með því að
kaupa farseðla með kreditkorti og er með
sjúkratryggingar Tryggingastofnunar á bakvið
sig er þá nauðsynlegt að kaupa líka sérstaka
slysa- og sjúkratryggingu hjá tryggingafélagi?
Anna Guðrún Auðunsdóttir hjá tjónadeild
Tryggingamiðstöðvarinnar segir að slíkt velti
auðvitað á því hvers konar kort fólk er með og
hvert sé verið að fara.
„Tryggingar á bakvið kortin eru mismunandi
og einnig er misdýrt eftir löndum að leggjast á
spítala, sem og að komast heim ef ekki er hægt
að nýta upphaflega ferð. Í flestum tilfellum er
óþarfi að kaupa sér slysa- og sjúkratryggingu
ef kortatrygging er í gildi. Á hverju ári koma þó
upp nokkur tilfelli sem eru dýrari en vátrygg-
ingarfjárhæð kreditkortanna og við ráðleggj-
um fólki því að skoða þessi mál vel áður en lagt
er af stað.“ Hún bendir í lokin á að margir séu
með fjölskyldutryggingar og þá sé oft innifalin
sjúkra- og slysatrygging. „Í slíkum tilvikum er
óþarfi að kaupa sjúkra- og slysatryggingu sér-
staklega.
mismunandi eftir kortum. „Við erum með ýms-
ar tegundir korta, almennt kort, vildarkort
Visa og Flugleiða, farkort, gullkort, svarta
kortið og síðan viðskiptakort og eðalkort.
Handhafar far- og gullkorta eru t.d. með miklu
viðameiri tryggingar en þeir sem eru með al-
mennt kort.
Öll kreditkortin innifela hins vegar það sem
við teljum kjarna ferðatrygginganna sem eru
þrír þættir, ferðaslysatrygging, sjúkratrygging
og samfylgd fyrir hinn sjúka. Mismunur á milli
korta hvað þessar grunntryggingar varðar er
fyrst og fremst í bótafjárhæðum og hámarki
sjúkrakostnaðar. Mikilvægur hluti þessa ferða-
trygginga er síðan sérhæfð þjónusta á þessu
sviði sem Europ Assistance annast um heim all-
an fyrir hönd tryggingafélagsins. Farkort og
gullkort innihalda hins vegar forfallatryggingu,
sem tekur til veikinda er verða fyrir brottför og
ýmsa aðra tryggingavernd.
Hjá Europay eru allir korthafar tryggðir á
ferðalögum eins og hjá Visa og mismunandi eft-
ir kortategund. Grétar Haraldsson, sölustjóri
markaðssviðs hjá Europay, segir að munurinn
felist aðallega í tryggingarupphæðum. Al-
menna kortið er með lægstu vátryggingarupp-
hæðina 3,6 milljónir og platínukortið veitir
hæstu vátryggingarfjárhæðina sem er um 12
milljónir.
Ódýrt að tryggja sig
Guðný Gunnarsdóttir, ráðgjafi hjá Sjóvá-Al-
mennum, segir að viðskiptavinir séu hvattir til
að tryggja sig á ferðalögum erlendis, en jafn-
Ef veikindi eða slys koma upp á ferðalögum erlendis
Borgar sig að hafa E111-vottorð
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þegar fara á til útlanda borgar sig að hafa með E111-vottorð sem fæst hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins. Vottorðið gildir þó ekki hjá einkareknum sjúkrahúsum né læknastofum innan EES-svæðisins
nema í algjörum undantekningartilvikum.
Tryggingastofnun hefur gefið út
bækling með nánari upplýsingum fyrir
ferðamenn um réttindi þeirra ef þeir
veikjast eða slasast á ferð erlendis.
VEFTORGIÐ www.whatson.is var nýlega opn-
að af Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra.
Með tilkomu veftorgsins er nú útvíkkuð sú
starfsemi sem fram hefur farið með útgáfu upp-
lýsingaritsins What’s on in Reykjavík, What’s
on in the North og ferðakorta á ensku. Það er
fyrirtækið Ferðakort, sem er í eigu Ásprents
hf. á Akureyri, sem hefur gefið út upplýs-
ingaritið What’s on in Reykjavík með upplýs-
ingum um ferðaþjónustu, menningarviðburði og
afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu. Ritinu er
dreift til helstu fyrirtækja í ferðaþjónustu á Ís-
landi og víða um heim, meðal annars á sölu-
skrifstofur Flugleiða erlendis. Í fréttatilkynn-
ingu frá Veftorginu kemur fram að það muni
styðja við uppbyggingu ferðaþjónustu á Íslandi
með því að miðla mikilvægum og tæmandi upp-
lýsingum um þjónustu, menningarviðburði,
hvers kyns afþreyingu og annað sem viðkemur
ferðaþjónustu í landinu. Við hönnun og upp-
setningu veftorgsins hefur verið haft að leið-
arljósi að útlit samrýmist og endurspegli áhuga-
svið vefgesta, að notkun sé auðveld og að
miðlun upplýsinga sé sem einföldust. Lögð er
áhersla á gagnvirkni og tengingar við aðra
ferðavefi, svo sem trip.com og expedia.com, all-
hotels.com og europeonrail.com. Skráning vef-
torgsins á leitarvélar er jafnframt markviss og
byggist á nýjustu tækni. Á www.whatson.is er
meðal annars að finna vefverslun, bókunarkerfi
fyrir þjónustu, sjálfvirka póstlista, spjallþræði,
kannanir, próf, leiki og verðlaunagetraunir.
Net-Vísir ehf. hefur útfært og byggt upp vef-
torgið og sér jafnframt um almennan rekstur
en Annað veldi ehf. hefur hannað veftorgið og
sér um tæknilegan rekstur þess.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra opnaði
formlega veftorgið www.whatson.is.
Veftorgið whats-
on.is opnað
ÞEIR sem þurfa að bíða eitt-
hvað á flugstöðinni í Ósló í Nor-
egi á næstunni geta nú stytt
sér stundirnar með því að
kaupa sér þráðlausan aðgang
að Netinu um breiðbandið.
Fólk kaupir aðgang í gegnum
fartölvuna sína og borgar með
kreditkorti.
Þráðlaus netaðgangur
í flugstöðinni í Ósló
Bílaleigubílar
Sumarhús
í Danmörku
og Mið-Evrópu
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku.
Innifalið í verð;
Ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.)
Sumarhús eru ódýr kostur haust og
vor. Hótel. Heimagisting.
Bændagisting.Tökum nú við pöntunum
á sumarhúsum/húsbílum og
hótelherbergjum fyrir Heimsmót
íslenska hestsins í Herning 2003.
Fylkir Ágústsson,
Fylkir — Bílaleiga ehf.
sími 456 3745
netfang fylkirag@fylkir.is
heimasíða www.fylkir.is
Á góðum bíl í Evrópu
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Pantaðu AVIS bílinn þinn áður en þú ferðast – Það borgar sig
(Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga)
Innifalið í verði er ótakmarkaður
akstur, trygging, vsk.
og flugvallargjald.
Bretland kr. 3.000,- á dag
Ítalía kr. 3.700,- á dag
Frakkland kr. 3.000,- á dag
Spánn kr. 2.200,- á dag
Portúgal kr. 2.600,- á dag
Danmörk kr. 3.500,- á dag
www.avis.is
Við
reynum
betur
Tilvalin leið til að losa um
hauststressið, eiga hressandi
útiveru i Henglinum, slappa af í
heitu pottunum og borða góðan
og framandi mat.
Nesbúð á Nesjavöllum býður upp á
skemmtilega tilbreytingu í Nóvember,mjög
óhefðbundið hlaðborð sem samanstendur
af mörgum bleikjuréttum og framandi
fiskréttum.
Sérstakt tilboð sem innifelur hlað-
borðið, gistingu og morgunverð,
kr 6.200 á mann.
Bleikja og furðufiskar
Hótel Nesbúð Sími 482 3415
www.nesbud.is
ATVINNA mbl.is