Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 13
ferðalög
Í ALBERTVILLE, sem er lítill bær
í um hálftíma akstursfjarlægð frá
tvíborgunum Minneapolis og St.
Paul í Minnesota, er stærsti útsölu-
kjarni (outlets) ríkisins. Þar eru nú
um sjötíu verslanir sem bjóða við-
skiptavinum sínum að gera innkaup
á lækkuðu verði allan ársins hring.
Allt að 70% afsláttur
Veittur er 20–70% afsláttur af
upprunalegu verði og af og til eru í
gangi enn hagstæðari tilboð. Vör-
urnar sem verið er að selja í þessum
búðum hafa yfirleitt þurft að víkja úr
hillum verslana fyrir nýjum vörum.
Við vorum mætt þegar opnað var
um klukkan tíu á föstudagsmorgni.
Fyrsta klukkutímann voru fáir á
ferli og við gátum skoðað okkur um í
rólegheitum. Satt best að segja kom
mér þessi verslunarkjarni á óvart.
Ég hafði skoðað annan slíkan versl-
unarkjarna í Medford í Minnesota
fyrir nokkrum árum og þar voru
verslanirnar færri og úrvalið tak-
markaðra. Ég hefði ekki nennt að
gera mér sérstaka ferð þangað aftur.
Í Albertville voru á hinn bóginn
þekktar verslanir með útibú eins og
Old Navy, Gap, Reebok, Nike,
Adidas, Mikasa, Banana Republic,
Etienne Aigner, Bombay, Tommy
Hilfiger og Polo Ralph Lauren.
Verslunarkjarnarnir í úthverfum
Í útjaðri tvíborganna eru nú að
minnsta kosti fjórir verslunarkjarn-
ar eða „outlets“ sem eru með lækkað
verð allan ársins hring, í North
Branch, Medford, Woodbury og Al-
bertville. Kjarninn í Albertville er
stærstur en allir eru þeir í innan við
klukkustundar akstursfjarlægð frá
tvíborgunum. Nokkur hótel á næstu
slóðum bjóða viðskiptavinum afslátt
á gistingu og svo virðist sem fólk nýti
sér þann möguleika að koma t.d. yfir
helgi og gera þarna innkaupin.
Yfirleitt fara Íslendingar í stærstu
verslunarmiðstöð í Bandaríkjunum
Mall of America þegar þeir halda í
innkaupaleiðangur til Minnesota.
Það er allt öðruvísi að fara í svona
búðarleiðangur. Í fyrsta lagi er verð-
ið lægra og úrvalið auðvitað mun
takmarkaðra en í stærstu verslana-
miðstöð í Bandaríkjunum. En það er
líka indælt að geta andað að sér
fersku lofti áður en farið er í næstu
búð í stað þess að vera í loftleysinu
og tívolískarkalanum í Mall of Am-
erica. Þeir sem eru fótalúnir geta
ferðast á milli með lítilli lest sem ek-
ur á milli búða viðskiptavinum að
kostnaðarlausu.
Og hvað var svo hægt að kaupa í
Albertville? Allt milli himins og jarð-
ar. Þarna var postulín og kristall í
Mikasa og meira að segja stell sem
við þekkjum héðan að heiman,
íþróttaskór og fatnaður í Adidas-,
Reebok- og Nike-búðunum og svo
leikföng, fatnaður á alla aldurshópa,
ilmkerti, ýmiskonar jólavarningur,
bækur, geisladiskar, DVD-myndir-
handklæði og svo framvegis.
Buddan léttist aðeins í þessari
ferð, aðallega var það táningsstúlkan
sem sá margt heillandi en aðrir gátu
líka fundið eitthvað við sitt hæfi.
Næst þegar ég fer á þessar slóðir
ætla ég aftur að kíkja í „outlettið“ í
Albertville.
Útsala allan ársins hring
Lítil lest ekur milli búðanna
Í þessum verslunarkjarna eru margar þekktar merkjaverslanir með útibú eins
og Mikasa, Nike, Adidas, Gap, Old Navy, Polo Ralph Lauren og Reebok.
Í úthverfi tvíborganna í Minne-
sota er risinn veglegur versl-
unarkjarni með um 70 búðum
og þar er útsala allan ársins
hring. Guðbjörg R. Guð-
mundsdóttir gerði sér ferð
þangað fyrir skömmu.
Morgunblaðið/GRG
Skrautleg rauð lest ekur með fótalúna viðskiptavini milli verslana.
Útsöluverslanir í Albertville.
Verslunarkjarninn er á milli
Minneapolis og St. Cloud. Leiðin
er auðrötuð.
Ekið er eftir I 94 í átt að St.
Cloud og þegar komið er að
leiðarlokum er farið út af á
Westbound Exit 210 eða 202
Opið er alla daga frá kl. 10–21
nema sunnudaga frá kl. 11–19.
Nánari upplýsingar um versl-
anirnar í Albertville er að finna
á vefslóðinni www.outlet-
info.com/av.html
Ísland
Karabísk kvöld
Farið er að bjóða upp á Karabísk
kvöld á Fosshóteli Ingólfi í Ölfusi.
Hópum er boðið upp á framandi
rétti úr Karabíska hafinu og eyjum
þess, t.d. kókosstráðan fisk með
piparsósu, karríkjúkling með ban-
önum og hina ýmsu framandi
ávexti. Veigar svo sem Pina Col-
ada og Banana Mama eru bland-
aðar handa gestum og hlaðborðið
og salurinn eru skreytt í karab-
ískum stíl. Gestir keppa í húla
hopp og limbó og leikin er tónlist
við hæfi. Framkvæmdastjóri Foss-
hótela, Renato Gruenefelder, rak
hótel í Dóminíska Lýðveldinu og
flutti með sér hingað þekkingu á
matargerðarlist þeirra og venjum.
Verð á Karabíska kvöldið er frá
3.490 krónum á mann. Einnig er
boðið uppá gistingu frá 2.950 kr. á
mann með morgunverði.
Hótel Eldhestar með tilboð
Hótel Eldhestar í Ölfusi bjóða
gestum upp á sérstaka nóvember-
og desemberpakka.
Í nóvember stendur fólki til boða
gisting í tveggja manna herbergi,
morgunverður og þríréttaður
kvöldverður auk hestaferðar fyrir
þá sem það kjósa á 11.900 krónur.
Í desember kostar pakkinn 12.500
krónur og innifalin er gisting í
tveggja manna herbergi, morg-
unverður og jólahlaðborð auk
hestaferðar fyrir þá sem það
kjósa.
Auk þessa geta gestir komið ein-
göngu á jólahlaðborð sem kostar
3.750 krónur.
Pantanir hjá Hótel Eldhest-
um í síma 480 4800.
Tölvupóstfang: info@eldhest-
ar.is
Allar nánari upplýsingar fást
á söluskrifstofu Fosshótela,
Skipholti 50c, sími 562 4000,
fax 562 4001 eða á bok-
un@fosshotel.is www.fosshot-
el.is
Gildir á me›an birg›ir endast.
1.599kr./pk.
www.hagkaup.is
Tvöfaldur
pakki
Aðeins í dag, sunnudag
ÁRSHÁTÍÐ
Félags eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ,
föstudaginn 15. nóvember. Húsið opnað
kl. 18:00 og borðhald hefst kl. 19:00.
Setning: Ólafur Ólafsson, form. FEB í Rvík.
Veislustjóri: Sr. Hjálmar Jónsson.
Skemmtiatriði:
- Söngfélag Félags eldri borgara syngur undir stjórn
Kristínar Pjetursdóttur.
- Hátíðarræða – Ellert B. Schram.
- Þorvaldur Halldórsson syngur og stjórnar fjöldasöng.
- Happdrætti.
- Jóhannes Kristjánsson – Eftirhermur og gamanmál.
Matseðill:
- Forréttur: Sjávarréttasúpa með kremtoppi.
- Aðalréttur: Lambafilé með gratineruðum kartöflum,
fersku, steiktu grænmeti og villisveppasósu.
- Eftirréttur: Kaffi.
Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi til kl. 01.00.
Verð aðeins kr. 3.500.
Miðapantanir á skrifstofu FEB, sími 588 2111.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.