Morgunblaðið - 03.11.2002, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ VAR austan þræsingur og orðið haustlegt viðÞingvallavatn. Hvítfyssandi öldur skullu á braut-inni við bátaskýlið þar sem bátur SveinbjörnsJóhannessonar á Heiðarbæ stóð í sleða albúinnþess að vera rennt á flot. Í fjöruborðinu skol-
uðust til gul murtuhrogn eftir stórhreingerningu á fleyinu
um morguninn. Sveinbjörn hafði ekki látið leiðindaveður
aftra sér frá að fara kvöldinu áður og leggja net svo blaða-
maðurinn fengi milliliðalaust samband við murtuna. Golli
ljósmyndari hafði áður farið í vitjun ásamt Sveinbirni og
hundinum Spora, sem yfirleitt er í áhöfn murtubátsins. Í
þetta sinn ætlaði Spori þó ekki með. Hvort honum þótti
ekki taka því að fara þar eð þetta var tæpast alvöru murtu-
túr, eða honum leist ekki á veðrið, skal ósagt látið.
Sveinbjörn gerði klárt og bauð blaðamanni að stíga um
borð. Svo settist hann á tunnu við rafmagnsspil innst í báta-
skýlinu og slakaði bátnum í vatnið. Sveinbjörn bað mig að
halda bátnum við sleðann meðan hann tiplaði eins og þaul-
vanur línudansari niður sleðasporið, losaði festar og vatt
sér um borð.
Báturinn er nýr í murtunni frá því í vor, stór álbátur
smíðaður til að vera björgunarbátur á úthöfum en bjargar
nú verðmætum úr Þingvallavatni. Sveinbjörn sagðist til
skamms tíma hafa notast við gamlan trébát, en sá var orð-
inn gisinn af elli og lak því meir sem betur aflaðist. Það
þurfti því oft að ausa. Gamli báturinn var allt öðruvísi í vatn
að leggja, ekki eins kvikur og þessi. Kolbeinn, sonur Svein-
björns, síkkaði kjölinn og lækkaði borðið á nýja bátnum.
Þetta er því orðinn sérhannaður murtubátur og svo rúm-
góður að fjórir geta auðveldlega greitt úr netum um borð.
Sveinbjörn trekkti í gang nýlega utanborðsvél og bakk-
aði á móti öldunni stuttan spöl þar til hægt var að venda.
Svo var dólað stuttan spöl með landi undir lágværu mali
fjórgengisvélarinnar. Netið lá stutt frá landi, því við vest-
hefur þrengst um murtusölu og því miklu m
var. Sveinbjörn segir að murtuaflinn úr Þin
verið meira en 70 tonn á vertíð þegar best lé
út frá fjölda bæja í Þingvallasveit, Grafning
Nú eru þeir nánast einir að Sveinbjörn og J
bóndi í Mjóanesi.
„Þetta getur aldrei orðið ódýr vara,“ segi
flokkar aflann í þrjá kassa. Vænsta murtan
eldis, ýmist slægð eða flökuð. Það eru helst
skammt gengnar eða geldar hrygnur. Hora
smælkið fer í skepnufóður. Þá er murtan sö
ásamt slógi og þetta síðan gefið fénu yfir ve
búskapartíð fékk ég iðulega eitthvert fiskm
fjölbreytnina við fóðrun fjárins. Stundum k
tonn af síld og lét setja tonn af salti með á b
ég loðnu og gotu úr ORA meðan þeir verku
metið er fóðurbætir og gott með vetrarbeiti
kindurnar prótein sem kemur úr fiskinum.
ur af þessu,“ segir Sveinbjörn.
Auk murtuveiða leggur Sveinbjörn silung
arið. Þá er aflinn greiddur úr úti á vatni og l
aftur. Mest fiskast af kuðungableikju og síl
og einn urriði slæðist með. Silungsnetin eru
dýpra en murtunetin og úthaldinu lýkur í ág
bleikjan fer að hrygna. Aftur eru silungsnet
haustin þegar bleikjan er búin að ná sér eft
„Trúirðu því að í fyrra tók ég upp á Þorláks
getað lagt fram í janúar. Það var svo góð tíð
Sveinbjörn segir að þau á Heiðarbæ hafi
hin síðari ár að leggja undir ís. „Við höfum b
þannig. Það hefur verið svo góð veðrátta un
það hefur ekki komið tryggur ís.“ Bleikjan
netin er fremur smá, 400 til 600 grömm. Þau
hana en nota líka til heimilisins. „Það er alv
anvert Þingvallavatn er aðdjúpt og murtan gengur á
grunnið að næturlagi til að hrygna. Sveinbjörn svipti dufl-
inu um borð og spurði hvort undirritaður væri til í að draga.
Hann gat þá einbeitt sér að andófinu. Þegar verið er fyrir
alvöru í murtunni eru gjarnan lögð 30 til 40 net, þegar afla-
brögð eru með besta móti eru 20 net látin nægja og í treg-
fiski geta þau orðið allt að 60. Nú var eitt net látið nægja,
enda veðrið ekki upp á það besta og Sveinbjörn þurfti að-
eins að anna lítilli pöntun.
Netið var bókstaflega bunkað af murtu. Ég segi ekki að
það hafi verið fiskur í hverjum möskva, en margir voru
þeir. Eftir dráttinn var aftur haldið í vör með spriklandi
murturnar og netið í einni kös. Sveinbjörn las ölduna um
leið og hann tók kúrsinn upp í veðrið. Svo beygði hann und-
an og stýrði bátnum nákvæmlega upp í sleðann þar sem
sett var fast. Aftur tiplaði hann upp brautina og dró bátinn
inn í skýlið.
Tvennir tímar í murtu
„Ég er búinn að fara á vatnið í meira en fimmtíu ár,“
sagði Sveinbjörn og greiddi murtuna úr netinu í skut báts-
ins. Hrogn og svil ullu úr fiskinum, enda hrygning í há-
marki. „Ég var 13 til 14 ára þegar ég fór að fara með Þór-
dísi systur minni. Pabbi fékk Akureyrarveikina og var ekki
til mikilla átaka eftir það, en hann sá um allar útréttingar
varðandi veiðarnar.“
Murtuvertíðin stendur ekki lengi. Sveinbjörn segir að á
árum áður hafi venjulega verið byrjað á murtunni eftir
fyrstu rétt; um eða eftir miðjan september. Oft þann 22.
Þegar kominn var miður október dró úr veiðinni, enda
hrygningin þá að mestu afstaðin. Murtan verður og rýrari
því nær sem dregur hrygningu og minna varið í hana sem
matfisk.
Það var góður markaður fyrir murtu á árum áður, en nú
Á murtumiðu
Sveinbjörn fer daglega að vitja um murtunetin á vertíðinni. Á sumrin og síðla hausts leggur hann silungsnet. Hundurinn Spori fer gjarnan með í veiðiferðir. Ef hann verður var vi