Morgunblaðið - 03.11.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 19
bílar
B&L fagnar 10 ára afmæli Hyundai á
Íslandi með veglegri afmælisveislu
sem fram fer í dag í sýningarsal fyr-
irtækisins á Grjóthálsi 1 frá klukkan
12 til 16. Auk þess sem boðið verður
upp á 10 metra langa afmælistertu
verður haldin sýning á flestum gerð-
um Hyundai bíla. Þar á meðal verður
fyrsti bíllinn sem kom til landsins,
Hyundai Pony árg. 1992, auk Getz
2003, nýjasta bílsins frá Hyundai
sem væntanlegur er til landsins upp
úr næstu áramótum. Að auki verða
andlitsmálun, blöðrudýr og VRC
Hyundai tölvuleikir í boði fyrir yngstu
afmælisgestina.
Tíu metra afmælis-
terta í boði Hyundai
NÝTT fyrirtæki í eigu General Mot-
ors tók 17. október síðastliðinn við
rekstri Daewoo í Suður-Kóreu og
útibúum þess utan Kóreu og frá og
með 18. október hefur nýtt dótturfyr-
irtæki General Motors, sem nefnist
GM Daewoo Auto & Technology
Company (skammstafað GMDAT),
yfirtekið bílaverksmiðjur Daewoo
Motor Company í S-Kóreu. GMDAT
mun reka 3 bílaverksmiðjur í S-Kóreu
auk 9 dótturfyrirtækja utan Kóreu –
þar á meðal fyrrverandi sölufyrirtæki
Daewoo í Austurríki, í Benelux-lönd-
unum, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítal-
íu, Puerto Rico, Spáni og Sviss. Auk
þess mun nýtt fyrirtæki í eigu
GMDAT yfirtaka varahlutamiðstöð
Daewoo í Hollandi. Innan þessa nýja
fyrirtækis, GMDAT, verður ennfrem-
ur Hönnunar-, rannsókna-, þróunar-,
sölu- og markaðs- og stjórnunarmið-
stöðin í Bupyung í S-Kóreu. Æðsti
stjórnandi GMDAT er Bretinn Nick
Reilly sem stjórnað hefur Vauxhall
Motors undanfarin ár. Í Evrópu hefur
GMDAT stofnað nýtt fyrirtæki með
aðsetur í Zürich í Sviss sem nefnist
GM Daewoo Europe en það mun
verða fulltrúi GMDAT í Kóreu gagn-
vart sölufyrirtækjum og umboðum í
Evrópu. Jafnframt verður Stjórnun-
armiðstöðin fyrir Evrópu (EOC) hluti
af GM Daewoo Europe. Bílabúð
Benna verður með umboð á Íslandi
fyrir Daewoo-bíla sem framleiddir
verða af GMDAT. Öll þjónusta við
Daewoo-eigendur verður áfram á
vegum Bílabúðar Benna og þjónustu-
umboða um land allt.
GM stofnar fyrir-
tæki um Daewoo
BANDARÍSKI vélhjólaframleiðandinn
Harley Davidson verður 100 ára á
næsta ári og af því tilefni setur fyr-
irtækið á markað hátæknivætt hjól,
V-Rod. Hjólið er allt smíðað úr áli og
er þar af leiðandi eitt léttasta vélhjól
heims. V-Rod er götuhjól, langt og
með lágan þyngdarpunkt. Gaffallinn
er líka langur og beygjuhringurinn
sömuleiðis. Hjólið er aflmikið og skilar
vélin 105 Nm við 6.600 snúninga á
mínútu. Margt er öðruvísi en menn
eiga að venjast í V-Rod. Bensíntank-
urinn er t.a.m. undir sætinu og felg-
urnar eru úr heilsteyptu áli og þar
sjást ekki teinar. Hönnunin er allt
öðru vísi en menn eiga að venjast
með Harley Davidson og tæknin er
sömuleiðis önnur. Hjólið er t.a.m. með
vatnskældum mótor.
Harley-Davidson VRSCA V-Rod
Þyngd: 285 kg.
Vél: 1.130 rsm.
Afl: 115 hestöfl við 8.300
snúninga á mínútu.
Tveir v-laga strokkar.
Lengd: 2,44 cm.
Sætishæð: 66 cm.
Bensíntankur: 14 lítrar.
Hröðun: 4 sekúndur í hundraðið.
Hámarkshraði: 220 km/klst.
Nýr Harley á
afmælisári
♦ ♦ ♦