Morgunblaðið - 03.11.2002, Side 24
Í minningu stórleikara
og lífskúnstners
Róstusamt líf
og litríkur ferill
Richards heit-
ins Harris
ÞRIÐJA gamanmyndin um
gaurana Craig (Ice Cube) og
Day Day (Mike Epps) ber nafnið
Friday After Next og verður
frumsýnd hérlendis á næstunni.
Hún hefst á því að þeir félagar
verða að taka á honum stóra
sínum og fara út í framkvæmdir,
sem eru þeim nánast ofviða.
Þeir standa nefnilega í því að
vera að flytja að heiman og koma sér fyrir úti í hinum
harða heimi þar sem engin elsku mamma er til að-
stoðar. Tilhugsunin ein veldur þeim skelfingu. Það er
vitaskuld kominn föstudagur og fjölskyldan og vin-
irnir hjálpa til við flutningana. Allt gengur að óskum
til að byrja með og jólin nálgast. Á aðfangadagskvöld
fer allt á annan endann. Leikstjóri er Marcus Raboy.
Á eigin vegum í hörðum heimi
EINN sérstæðasti leikstjóri
Bandaríkjanna, Tim Burton,
hefur gjarnan fengist við
goðsagnagerð í myndum á
borð við Edda klippikrumlu
og Sleepy Hollow. Hann er
nú að hefjast handa við slíkt
verkefni af öðru tagi þar
sem er kvikmyndin Big Fish
sem byggð er á skáldsög-
unni Big Fish: A Novel of Mythic Proportions
eftir Daniel Wallace eða Stórfiskur: Skáldsaga
af goðsagnakenndri stærð. Prýðilegir leikarar
hafa slegist í hópinn: Billy Crudup leikur mann
sem reynir að komast að sannleikanum um
deyjandi föður sinn og gerir goðsagnir úr því
sem hann kemst að. Albert Finney leikur föð-
urinn á banabeði en Ewan McGregor á yngri ár-
um.
Tim Burton gerir nýja goðsögn
KVIKMYNDIN Boy’s Don’t
Cry var frumraun leikstjórans
Kimberly Peirce og færði
henni fjölda viðurkenninga og
athygli enda afar sterk frum-
raun. Hún hyggst nú taka fyrir
allt öðruvísi efni þar sem er
sönn saga af næturklúbba-
tvíeyki í Miami, Ingrid Casares
og Chris Paciello, sem ráku
saman vinsælan skemmtistað að nafni Liquid. Að
öðru leyti er Casares einkum þekkt fyrir að vera
vinkona Madonnu og Paciello fyrir að hafa verið
handtekinn 1999 vegna hæpinna viðskiptahátta.
Peirce gengur í næturklúbbaliðið
TÖKUR á Stormy Weather,
næstu bíómynd íslensk-franska
leikstjórans Sólveigar Anspach,
hefjast hérlendis eftir rúma viku.
Íslandstökurnar munu standa yfir
í mánuð en síðan verða þriggja
vikna tökur í Belgíu í desember
og janúar. Með aðalhlutverk
Stormy Weather fara franska
leikkonan Elodie Bouchez, sem
leikið hefur aðalhlutverk í fjölda
bíómynda á undanförnum árum
og m.a. fengið leikkonuverðlaunin
í Cannes, og íslenska skáldkonan
Didda.
Stormy Weather er samstarfs-
verkefni Frakka, Belga og Ís-
lendinga. Að sögn Agnesar Jo-
hansen hjá Sögn ehf., sem er
íslenski meðframleiðandinn, hefur
þetta verkefni verið í þróun og
undirbúningi í liðlega tvö ár og er
stefnt að því að myndin verði
frumsýnd á Canneshátíðinni
næsta vor.
Stormy Weather segir frá
frönskum sálfræðingi/geðlækni,
Cora að nafni, sem fyrir tilviljun
gengur fram á umkomulausa
konu á lestarstöð í París og virð-
ist hún vera í einhvers konar
losti. Þar sem enginn ætlar að
koma henni til hjálpar tekur Cora
málið í sínar hendur og kemur
henni fyrir á spítalanum þar sem
hún vinnur. Ástand konunnar
helst óbreytt um hríð, en hún tal-
ar alls ekkert þannig að Cora veit
ekki hvort hún skilur sig, hvort
hún talar frönsku
eða ekki eða yfirleitt nokkuð
um hver konan er eða hvaðan
hún kemur.
Cora verður æ uppteknari af
því að ná til konunnar en þarf á
sama tíma að kljást við eitt og
annað í eigin lífi. Þegar konan
hverfur síðan af spítalanum einn
góðan veðurdag fyllist Cora hálf-
gerðri örvæntingu; henni finnst
hún hafa brugðist skjólstæðingi
sínum og verði að leita hana uppi.
Eftir nokkra eftirgrennslan
kemst hún að því að konan hafi
verið send til síns heima og að
hún sé íslensk, búsett í Vest-
mannaeyjum. Cora hendir frá sér
öllu því sem bindur hana í París
og fer á eftir henni staðráðin í því
að reyna til þrautar að hjálpa
þessari konu að ná tökum á til-
verunni. Það sem hún áttar sig
hins vegar ekki á er að í raun
snýst málið ekki alfarið um
vandamál íslensku konunnar
heldur ekki síður þau vandamál
sem Cora á við að etja í eigin lífi.
Þetta rennur upp fyrir henni þar
sem hún er komin á framandi
stað á hjara veraldar og sam-
göngur liggja niðri í aftakaveðri.
Að sögn Agnesar var Sólveig
Anspach, leikstjóri og einn fjög-
urra handritshöfunda myndarinn-
ar, á ferð hérlendis í fyrra og
prófaði nær allar ungar leikkonur
á Íslandi, auk nokkurra annarra
sem kallaðar voru í prufur, í hlut-
verk þessa skjólstæðings Coru.
En eftir að Sólveig hafði hitt
Diddu kom aldrei nein önnur til
greina af hennar hálfu.
Með helstu karlhlutverkin fara
svo Baltasar Kormákur sem leik-
ur lækni í Vestmannaeyjum sem
kemur mikið við sögu Coru og
Ingvar E. Sigurðsson sem leikur
eiginmann íslensku konunnar.
Tökur að hefjast á Íslandi á Stormy Weather eftir Sólveigu Anspach
Didda: Skáldkon-
an í fyrsta bíó-
myndarhlutverki
sínu.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Sólveig Anspach: Franskur geðlæknir eltir skjólstæðing sinn til Íslands.
Elodie Bouchez og skáldið
Didda leika aðalhlutverkin
Elodie Bouchez: Í
hópi þekktustu
leikkvenna Frakka
og verið verðlaun-
uð á Cannes.
ÞETTA er nokkuð skrautlegt lífs-
hlaup og er þó aðeins hálf sagan
sögð eða tæplega það. Lífshlaupinu
var þar fyrir utan þjófstartað því
mörgum mánuðum áður en Candice
Bergen fæddist var þungun móður
hennar orðin að umfjöllunarefni
bandarískra fjölmiðla. Hún var
Frances Bergen, fyrrum fyrirsæta,
sem í seinni tíð hefur fetað í fót-
spor dóttur sinnar sem leikkona.
En það var faðirinn sem bar sök á
allri athyglinni. Edgar Bergen var ein-
hver frægasti búktalari, skemmti-
kraftur og grínisti Bandaríkjanna,
einkum fyrir útvarpsþætti sína.
Hann var byrjaður að nota dótt-
urina í auglýsingar strax ársgamla
og tíu ára var hún orðin tíður gest-
ur í útvarpsþætti hans, þar sem
hún er sögð hafa sýnt töluverða
hæfileika í búktali. Ári síðar kom
hún fyrst fram í sjónvarpi; það var
í getraunaþætti Groucho Marx, You
Bet Your Life.
Þótt æska Candice Bergen væri
þannig ekki alveg hversdagsleg –
hún þurfti t.d. að sætta sig við að
frægasta brúða föður hennar,
Charlie McCarthy, ætti stærra
svefnherbergi og meira af fatnaði
en hún sjálf – segist hún sjálf hafa
notið hennar til fulls. „Foreldrar
mínir höfðu heilbrigt gildismat og
gættu þess vandlega að þótt ég æl-
ist upp í geggjuðum kring-
umstæðum yrði ég sjálf ekki geggj-
uð.“ Hún var einbirni þar til hún
var 15 ára en þá kom bróðir í heim-
inn og slaknaði á þrýstingnum á
viðkvæmum aldri. Þá tók hún ást-
fóstri við ljósmyndun sem tóm-
stundagaman en það var fyrir
framan ljósmyndavélina sem hún
vann fyrir sér í fríum frá skólanám-
inu. Fyrirsætustörfin gerðu hana
fjárhagslega sjálfstæða og eins og
oft var til siðs á 7. áratugnum gerði
hún uppreisn gegn foreldrum sín-
um og meintri íhaldssemi þeirra
með róttækni, fjörmiklu og vel
kynntu ástar- og hippalífi.
Fyrirsætustörfin urðu einnig til
að leið hennar lá eins og sjálfkrafa
í bíómyndirnar. Sidney Lumet leik-
stjóri sá hana auglýsa varalit og
réð hana í hlutverk ungrar, ríkrar
lesbíu í kvikmyndinni The Group
(1965). Þá var Candice Bergen 21 árs
að aldri og föður hennar mislíkaði
mjög hlutverkavalið. Þegar hún lék
ári síðar á móti Steve McQueen í The
Sand Pebbles fundu gagnrýnendur
blóðlykt og hófu að setja út á stirð-
an, líflausan leik hennar og þurfti
hún að sitja undir slíku næstu árin.
Enda var það svo að Candice Berg-
en lagði lítt af mörkum til leiklist-
arinnar á þessum tíma utan leggja-
langt fyrirsætuútlitið, sítt, ljóst hár
og fagurlega hoggið andlit með dá-
lítið kuldalegri útgeislun. Sumar
myndir hennar í upphafi 8. áratug-
arins, eins og Soldier Blue, Getting
Straight og The Hunting Party,
áttu þó sína smelli, en það var ekki
fyrr en með Carnal Knowledge
(1971), þeim skarpa samtíðar-, ef
ekki framtíðarspegli Mike Nichols, og
eyðimerkurrómansinum The Wind
And the Lion (1975) sem Bergen fór
að sýna að í henni leyndist hæfi-
leikarík leikkona sem leitaði útrás-
ar. Hún blómstraði hins vegar eft-
irminnilega í hlutverki fyrrum
eiginkonu Burts Reynolds í róm-
antískri gamanmynd Alans Pakula,
Starting Over (1979); atriðið þar
sem hún reynir að sanna sönghæfi-
leika sína fyrir fyrrum eiginmann-
inum er ógleymanlegt og henni
tókst að gera persónuna í senn
hlægilega og brjóstumkennanlega.
Þessi frammistaða skilaði henni
Óskarstilnefningu. Sjálf hefur hún
þakkað Burt Reynolds, „næmi hans
og örlæti“ fyrir hversu vel tókst til.
Um svipað leyti fór Candice Bergen
að láta til sín taka við gamla tóm-
stundagamanið, ljósmyndunina, og
vöktu myndir hennar fyrir Life,
Esquire og Playboy töluverða at-
hygli. Hún sameinaði svo leiklistina
og ljósmyndunina með því að leika
ljósmyndarann Margaret Bourke-White
í Óskarsverðlaunamyndinni Gandhi
(1982). Það var einnig um þetta
leyti sem rótlaust einkalífið komst í
heila höfn þegar hún giftist franska
leikstjóranum Louis Malle en hjóna-
bandi þeirra lauk ekki fyrr en hann
lést árið 1995. Þrátt fyrir 12 ára
aldursmun var samband þeirra
hamingjuríkt og þau eignuðust eina
dóttur. Candice Bergen er nú gift fast-
eignakónginum Marshall Rose.
Eftir alllangt hlé frá leiklist og
kvikmyndum hófst nýtt og tíu ára
langt velgengnistímabil hjá Bergen
árið 1988 þegar hún hóf að leika
hinn skapmikla, taugatrekkta og
uppþurrkaða sjónvarpsfréttaþul
Murphy Brown í samnefndum gam-
anþáttum sem færðu henni fimm
Emmy-verðlaun. Þegar syrpan
rann sitt skeið á enda árið 1998 tók
hún sér frí frá störfum og endur-
nærðist uns hún fór aftur að sýna
kostulegan skapgerðargrínleik í
myndum á borð við Miss Congen-
iality (2000) og nú Sweet Home
Alabama, auk þess að vera með
sinn eigin viðtalsþátt í kapalsjón-
varpi. Hún nýtur virðingar og vel-
gengni og langur vegur síðan hún
þurfti að láta í minni pokann fyrir
nokkrum, allra síst búktal-
aradúkku.
Candice kann tökin
Hún ólst upp með búktalaradúkku sem
eldri bróður, var lengi vel rökkuð niður
sem afleit ung leikkona en sannaði sig
svo um munaði þegar hún var farin að
nálgast þrítugt og fékk Óskarstilnefn-
ingu rúmlega þrítug. Í áratug var Candice
Bergen heimilisvinur víða um heim sem
fréttaþulurinn Murphy Brown í sam-
nefndum sjónvarpsþáttum. Hún er nú
aftur komin á hvíta tjaldið á miðjum aldri
og fer á kostum sem borgarstjóri og
tannhvöss væntanleg tengdamútta Reese
Witherspoon í rómantíska gamansmell-
inum Sweet Home Alabama sem frumsýnd
er hérlendis um helgina.
Árni Þórarinsson
SVIPMYND
hefur þrátt fyrir allsnægtalíf
ekki alveg sagt skilið við gömlu
hipparóttæknina. Hún er þekkt
fyrir að gagnrýna Hollywood-
veldið, sem „orðið er lágkúru-
legt, fyrst og fremst af völdum
sjónvarpsins, sem gerir allt
lágkúrulegt“. Hún, eins og
fleiri sem muna lengra en nem-
ur nefi sínu, saknar þess sköp-
unarfrelsis sem ríkti í drauma-
verksmiðjunni á 8. áratugnum,
nú þegar „kvikmyndir snúast
meira um tækni en innihald“.
Candice Bergen