Morgunblaðið - 03.11.2002, Side 26
26 B SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
RICHARD Harris var án tvímæla
einhver litríkasti leikari sinnar tíð-
ar. Stundum sýndi hann snilldarleik
en oftar var hann eina glætan í
vondri mynd, en aldrei nokkurn tím-
ann var hann leiðinlegur.
Margir sögðu Harris frambæri-
legasta leikara sinnar kynslóðar en
færa má góð og haldbær rök fyrir
því að hann hafi aldrei nýtt alla
þessa hæfileika sína sem skyldi,
sökum langvarandi óreglu en þó
einnig talsverðrar sérvisku. Tvisvar
var hann tilnefndur til Óskarsverð-
launa, fyrst fyrir hlutverkið sem
kom honum á kortið, hlutverk kola-
námumannsins unga sem reynir fyr-
ir sér sem rugby-leikmaður í mynd
Lindsays Andersons This Sporting
Life frá 1963 og svo næstum þrjátíu
árum síðar fyrir hlutverk land-
eigandans þrjóska í mynd Jims
Sheridans The Field frá 1990.
Þekktastur er Harris þó trúlega
sem Arthúr konungur í kunnri
sviðsuppfærslu og síðar söngva-
mynd um Camelot frá 1967, Eng-
lendingurinn sem gerist leiðtogi
Sioux-indíána í hippamyndinni A
Man Called Horse frá 1970, enski
byssubófinn í Óskarsverðlauna-
vestra Clints Eastwood Unforgiven
frá 1992, Markús Árelíus konungur í
Gladiator og nú síðast sem töfra-
maðurinn aldni Albus Dumbledore í
fyrstu Harry Potter-myndinni frá
síðasta ári. Nú og svo gerði hann
auðvitað lagið „MacArthur Park“
vinsælt árið 1969.
Rugby og Stanislavsky
Borinn og barnfæddur Íri ólst
Harris upp í Limerick og var yngst-
ur átta barna myllueiganda. Á yngri
árum var hann liðtækur rugbyleik-
maður en gerðist bókaormur hinn
mesti þegar hann fékk berkla og var
rúmfastur í alllangan tíma. Sér í lagi
voru það verk Stanislavskys sem
heilluðu hinn unga Harris og þegar
hann hafði aldur til afréð hann því
að flytjast til Englands, staðráðinn í
að gerast leikstjóri. Hann fékk inn-
göngu í London Academy of Music
and Dramatic Art og svaf í kolak-
jöllurum til þess að eiga fyrir skóla-
gjöldunum. Á námsbekknum kom á
daginn að hæfileikar hans nutu sín
fremur á sjálfu leiksviðinu en að
baki þess og ekki nema ári eftir út-
skrift lýsti einhver virtasti leikhús-
gagnrýnandi Breta Kenneth Tynan
hann besta leikara sinnar kynslóðar,
ásamt þeim Albert Finney og Peter
O’Toole.
Harris var hluti endurreisnarinn-
ar í leikhúslífi Lundúnaborgar á síð-
ari hluta sjötta áratugarins, ásamt
Finney, O’Toole, Richard Burton,
Tom Courteney og Alan Bates en
allir áttu þeir sameiginlegt þessir
leikarar að vera hrjúfari, reiðari,
kröftugri og tilfinningaríkari en
virðulegir forverar þeirra, Olivier,
Gielgud og félagar. Fleira áttu þeir
sameiginlegt ofannefndir endur-
reisnarmenn því allir áttu þeir erfitt
með að standast lífsins freistingar,
voru gefnir fyrir sopann og áttu
stormasamt einkalíf. Og allir áttu
þeir eftir að öðlast frama fyrir fram-
an tökuvélarnar.
Fyrsta kvikmyndin sem Harris
kom fram í var Shake Hands with
the Devil frá 1959 þar sem James
Cagney fór með aðalhlutverk. Sama
ár lék hann í annarri mynd eftir
leikstjórann Michael Anderson The
Wreck of the Mary Deare á móti
Gary Cooper og Charlton Heston og
fylgdu önnur viðlíka, en síðan fóru
hlutverkin stækkandi í A Terrible
Beauty, The Long and the Short
and the Tall og hinni vinsælu The
Guns of Navarone.
Harris sló þó fyrst í gegn 1962,
þegar hann fékk hlutverk uppreisn-
argjarns háseta í annarri endur-
gerðinni á Mutiny on the Bounty
sem skartaði Marlon Brando og
Trevor Howard í aðalhlutverkum.
Seinna var Harris spurður út í
kynni sín við Brando en hann við-
urkenndi að hafa verið
fullhrokafullur og
óþroskaður til að átta sig
á hvílíku stórmenni hann
lék á móti. Og ekki ku
Brando heldur hafa
kunnað að meta Írann
unga. Er þeir urðu eldri
og eitthvað örlítið þrosk-
aðri átti þeim hins vegar
eftir að verða vel til vina
og hefur Harris lýst
kvöldstund sem þeir áttu
saman þar sem þessir
annáluðu þvermóðsku-
púkar léku sér að því að
mana hvor annan út í að
gera það sem þeim var
mjög svo á móti skapi og
úr varð að Brando fékk
Harris til að syngja og
Harris Brando til að
ræða um myndir sínar.
Frammistaðan í
Bounty-uppreisninni
leiddi til fyrsta aðalhlut-
verksins, í áðurnefndri
This Sporting Life, og
fyrstu Óskarverðlauna-
tilnefningarinnar og svo
tók hvert aðalhlutverkið
við af öðru í myndum á
borð við The Red Desert
eftir Antonioni frá ’64,
Major Dundee eftir
Peckinpah frá sama ári,
Hawaii frá ’66 þar sem hann lék ást-
mann Julie Andrews, The Bible frá
’66, Caprice frá ’67 og áðurnefnd
Camelot frá sama ári.
Harris lét lystisemdir sjöunda
áratugarins svo sannarlega ekki
framhjá sér fara og drakk í sig þá
frelsisbyltingu – með tilheyrandi
víni, vímuefnum og villtum meyjum.
Segja má að afrakstur þess lífsstíls
og daðursins við blómastemningu
vesturstrandar Bandaríkjanna hafi
verið lagið „MacArthurs Park“ eftir
Jimmy Webb sem Harris raulaði og
röflaði á eftirtektarverðan máta svo
það komst í efsta sæti vinsældalista.
Og svo auðvitað myndin A Man
Called Horse eftir Elliot Silverstein
frá ’70, verulegt barn síns tíma sem
Harris hlaut lof fyrir og töluverða
athygli.
Kvikmyndaandúð og lífseigla
Hlutverk Johns Malones Sioux-
foringja var um margt síðasta
stjörnuaðalhlutverk Harris því um
Minning um mann
að nafni Harris
„Ég tel okkur ekki hafa neinn rétt til að láta okkur leið-
ast,“ sagði Richard Harris, írski leikarinn sem er nýlát-
inn, 72 ára gamall, eftir að hafa glatað baráttunni við
mein sem kallast krabbi. Skarphéðinn Guðmundsson
skoðaði líf og leikferil manns sem eitt sinn kallaðist
hestur.
Líkast til mun hlutverk Harris sem Albus Dumble-
dore í fyrstu tveimur Harry Potter-myndunum
halda hvað mest nafni hans á lofti.
AP
Harris í hlutverki rúgbý-kappans
unga í This Sporting Life.
Árið 1965 var Harris e.t.v. á hátindi
ferilsins, í senn virtur og eftirsóttur
sem leikari og kyntákn.
VIÐ FRÁFALL Richards Harris
minnkuðu líkurnar til muna á því að
mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar
Börn náttúrunnar verði nokkurn
tímann endurgerð á enskri tungu.
Sú hugmynd er orðin hátt í áratug-
ar gömul að gera úr myndinni, sem
tilnefnd var til Óskarsverðlauna
1992, alþjóðlega stórmynd með
kunnum engilsaxneskum kvik-
myndastjörnum í
aðalhlutverkum
gamalmennanna
sem strjúka af
elliheimilinu í því
skyni að sækja
heim æskustöðv-
arnar í hinsta
sinn.
Það var ein-
mitt Richard
Harris sem sýndi hugmyndinni um
endurgerðina hvað mestan áhuga,
vildi ekki einasta leika aðal-
hlutverkið, heldur ætlaði hann sér
að framleiða myndina og hugs-
anlega leikstýra. Að sögn Friðriks
Þórs Friðrikssonar voru þreifing-
arnar nokkuð vel á veg komnar árið
1997 er þeir Harris hittust og áttu
nokkra fundi til að ræða hugmyndir
sem Harris hafði fengið um end-
urgerðina. „Harris var mjög hrifinn
af myndinni og fannst fáránlegt
hvað hún hafði fengið litla aðsókn,“
segir Friðrik Þór. „Strax og hann sá
myndina í fyrsta sinn nokkru áður,
hafði hann fengið brennandi áhuga
á því að kaupa réttinn á myndinni
og stuðla að því að hún yrði end-
urgerð. Upphaflega vildi hann bara
leika og meðframleiða en síðar kom
það meira að segja upp að hann
hafði áhuga á að leikstýra henni.“
Þeir Friðrik Þór áttu nokkra fundi
og þá alltaf á Savoy-hótelinu í
Lundúnum, þar sem hann bjó um
þær mundir. Og Friðrik Þór ber
Harris heitnum vel söguna: „Það
var voða gaman að tala við hann.
Hann var edrú um þessar mundir
og hafði vissar skoðanir á því
hvernig hægt væri að skerpa mynd-
ina og ég var alveg sammála þeim.
Hann hafði áhuga á að staðfæra
söguna á heimaslóðir sínar á Írlandi
enda fannst honum hún mjög írsk.
Hafði sjálfur verið lengi fjarri sínum
heimahögum og myndin virðist hafa
slegið á þá strengi í honum enda
var hann búinn að horfa ótal sinn-
um á hana og kunni hana utanað.“
Friðrik Þór viðurkennir að hann
hafði ekki séð Harris fyrir sér í
sama hlutverki og Gísli Halldórsson
fór með, „mér fannst hann of há-
vaxinn í fyrstu en sannfærðist síð-
an eftir að hafa séð hann í mynd-
inni The Field, því þar lék hann sér
eldri mann og gerði vel“.
En hvernig kom karlinn Friðriki
Þór fyrir sjónir? „Hann virkaði mjög
vel á mig en maður greindi það vel
hversu illa hann var farinn, bæði á
líkama og sál.“ Friðrik Þór segir að
fyrir fund þeirra Harris hafi hann
verið varaður við karlinum og
kuldalegri framkomu hans. „Mér
fannst hann bara skemmtilegur
maður með góðan húmor.“
Friðrik Þór segir að þá hafi allt
litið út fyrir að ráðist yrði í end-
urgerðina. „En svo þegar þetta var
alveg að fara af stað og svo gott
sem búið að fjármagna myndina þá
datt Harris í það og ég heyrði ekk-
ert frá honum. Ekki fyrr en rann af
honum nokkrum mánuðum síðan að
hann fór að hafa samband aftur og
ítrekað. Síðasta skiptið sem ég tal-
aði við hann var á afhendingu Evr-
ópsku kvikmyndaverðlaunanna í
París 2000, þegar karlinn var
heiðraður fyrir framlag sitt til kvik-
myndanna. Þá fór hann aftur að
tala við mig um myndina og um-
boðsmaður hans líka og þeir lýstu
yfir að þeir ætluðu að fara að drífa í
þessu. En stuttu eftir það fóru
veikindin að hrjá hann sem aftraði
því að hann gæti hellt sér út í verk-
ið af þeim krafti sem hann hefði
viljað.“
Friðrik Þór segir greinilegt hafa
verið á öllu hversu mikinn áhuga
Harris hafði á verkinu og til marks
um það hafi karlinn verið búinn að
setja töluvert fjármagn í undirbún-
inginn sem meðal annars fólst í að
láta færustu handritshöfunda sem
völ var á skrifa handritið að end-
urgerðinni.
En nú með fráfalli Harris telur
Friðrik Þór líkurnar hafa minnkað
mjög á því að Börn náttúrunnar
verði endurgerð. „Það hafa reyndar
margir sýnt því áhugu og því er það
í raun undir mér komið, hvenær ég
nenni að hella mér út í það,“ segir
Friðrik Þór.
Heimakær Harris, Friðrik Þór
og Náttúran sem næstum varð
Sigríður Hagalín og Gísli Halldórsson snertu marga með túlkun sinni í Börnum
náttúrunnar, þ.á m. Richard Harris.
BANDARÍSKA
leikkonan Debra
Winger var í hópi
þeirra vinsælustu
og virtustu á 8.
áratugnum og
fyrri hluta þess 9.,
Óskarstilnefnd
fyrir An Officer
and a Gentleman
og Terms Of Endearment. Eftir þetta
fór að halla undan fæti af einhverjum
ástæðum og segja má að seinni árin
hafi Debra Winger sem næst horfið af
sjónarsviðinu. Í vikunni bar svo við að
hún hóf að nýju störf fyrir framan
tökuvélarnar vestra eftir sex ára hlé
þar sem hún leikur eiginkonu Eds
Harris í myndinni Radio. Harris leikur
ruðningsboltaþjálfara í menntaskóla
sem verður vinur fatlaðs manns sem
Cuba Gooding jr. leikur en myndin
mun byggð á sönnum atburðum.
Winger snýr aftur
EKKI hefur blás-
ið jafnbyrlega fyrir
Friends-stjörnunni
Matthew Perry á
tjaldinu og á sjón-
varpsskjánum.
Hann er þó engu
að síður að leggja
upp í gerð nýrrar bíómyndar, sem heitir
The Beginning Of Wisdom og mun þar
leika á móti föður sínum, leikaranum
John Bennett Perry. Sagan segir frá
rosknum kúreka, sem Perry eldri leikur,
og þeim vanda sem lát eiginkonu hans
veldur en þau búa saman á búgarði.
Sonur hans sér að gamli kúrekinn ræð-
ur ekki við búskapinn einsamall og ræð-
ur til starfa unga konu sem kemur og
kollvarpar lífinu á býlinu.
Perry og pabbi hans
saman á tjaldið