Morgunblaðið - 03.11.2002, Síða 27
þetta leyti fór gjálífið fyrir alvöru að
taka sinn toll og varla er hægt að
segja að hann hafi leikið í einni ein-
ustu mynd, sem umtalsverð er, á
gervöllum áttunda áratugnum. Til
marks um það endurtók hann tvisv-
ar hlutverk mannsins sem kallaður
var Hestur í mun síðri myndum en
hinni fyrstu og lét hafa sig út í að
leika í draslmyndum á borð við
Orca-drápshvalnum frá 1977. Kann
því kannski engan að undra að hann
hafi þá lýst því oftar en einu sinni
yfir að hann væri orðinn afhuga
kvikmyndum. „Ég hata kvikmynd-
ir,“ sagði hann eitt sinn. „Þær eru
tímasóun. Ég skemmti mér mun
betur með kollu í hönd á öldurhúsi í
samræðum við einhverja asna held-
ur en að sitja á rassinum og glápa á
einhverja asna.“ Árið 1981 gekk
hann meira að segja svo langt að
lýsa því yfir að hann myndi aldrei
framar leika í kvikmynd – enda
kannski ekki nema von því hann
hafði þá nýlokið við að leika í létt-
blárri glansútgáfu af Tarzan the
Ape Man, á móti Samúel-stjörnunni
Bo Derek, undir stjórn eiginmanns
hennar, hins vitahæfileikalausa
Johns Dereks. En um það bil sem
Harris mundaði pennann og sneri
sér að nýju iðjunni sem átti að vera
ritstörf fékk hann símtal frá gamla
drykkjufélaganum Richard Burton,
sem þá var orðinn sjúklingur og
féllst á að leysa hann enn og aftur af
í Arthúrs-hlutverkinu í sviðsupp-
færslu á Camelot, sem vel að
merkja hafði gert kauða forríkan því
hann hafði vit á því á sínum tíma að
tryggja sér sýningarréttinn á verk-
inu.
Árið 1985 er Harris kom reglu-
lega fram á sviði var hann enn harð-
ur á því að taka aldrei framar þátt í
gerð kvikmyndar, „því þær hafa étið
upp of mikinn og dýrmætan tíma úr
lífi mínu“, eins og hann komst að
orði í viðtali við kanadíska blaðið
The Globe and Mail árið 1985. Um
það leyti var Harris búinn að
minnka við sig drykkjuna – sem
hafði að hans eigin sögn verið tvær
vodka-flöskur á dag. Sagan segir að
eitt sinn þegar hann var nær dauða
en lífi af ofdrykkju hafi hann hreytt
hlæjandi og kokhraustur í læknana:
„Ég get ekki dáið, bjánarnir ykkar!“
Þegar hann var spurður hvort þeir
O’Toole og Burton, sem lést úr of-
drykkju, hefðu verið haldnir sjálfs-
tortímingarhvöt þá svaraði hann að
þvert á móti hefðu þeir alltaf haldið
sig óbilandi.
En þrátt fyrir ítrekaðar viljayfir-
lýsingar um hið gagnstæða tókst
Harris ekki að halda sig fjarri hvíta
tjaldinu lengi því landi hans Jim
Sheridan, sem þá var heitasta heitt
eftir að hafa sigrað heiminn með My
Left Foot, taldi hann á að taka að
sér veigamikið hlutverk roskins
írsks landeiganda í The Field.
Myndin var frumsýnd 1990 og vakti
tiltölulega litla athygli að undanskil-
inni frammistöðu Harris sem var
hælt í hástert og færði honum aðra
Óskarsverðlaunatilnefninguna. Þá
gerðist það sem gjarnan á til að ger-
ast með glataða og gleymda snill-
inga í henni Hollywood. Það rifjaðist
upp fyrir mönnum hvurslags hæfi-
leikum karlinn bjó yfir og eftir-
spurnin eftir kröftum hans jókst á
ný. Ekki dró frammistaða hans í
meistaraverki Eastwoods úr þeirri
eftirspurn og hver myndin tók við af
annarri, misveigamikil hlutverk í
misgóðum myndum, Patriot Game,
Wrestling Ernest Hemingway,
Smilla’s Sense of Snow og To Walk
with Lions en nær alltaf stóð hann
upp úr og stal senunni, óháð því
hversu stór eða smá hún var.
Hæverskur, hreinskilinn
og hrokafullur
Bersögli Harris og hreinskilni í
garð starfsbræðra, sem oftar en
ekki átti rætur í kaldhæðinni og
hvassri kímnigáfu hans, gerði hann
að uppáhaldi fjölmiðla – hvað ann-
að? Fékk hann því ófáa upp á móti
sér á lífsleiðinni, oftast nær fyrir að
hafa blammerað þá og móðgað um
of opinberlega. Michael Caine er
einna frægasta dæmið um óvildar-
mann Harris og svaraði Caine óhik-
að fyrir sig m.a. eitt sinn er hann
sagði: „Flestar þessara mynda sem
hann hefur leikið í myndi ég aldrei
nenna að horfa á, ekki einu sinni á
myndbandi.“
Harris veigraði sér heldur aldrei
við að fara fram á háar fjárfúlgur að
launum fyrir framlag sitt til kvik-
mynda, ekki vegna peningagræðgi,
að hans sögn, heldur fyrst og fremst
vegna egósins og þeirrar sannfær-
ingar sinnar að launa ætti ríkulega
fyrir ríkulega hæfileika. Þannig var
karl oft á tíðum æði séður samn-
ingamaður og fór t.a.m. fremur fram
á að fá hluta ágóðans en fasta launa-
greiðslu fyrir hlutverk sitt í Harry
Potter-myndunum. Upphaflega
hafði hann ekki áhuga á að skuld-
binda sig til að leika í myndgerðum
eftir öllum sjö bókunum en hann
segir barnabarn sitt 11 ára gamalt
hafa talið sig á það.
Þrátt fyrir að hafa leikið í all-
mörgum Hollywood-myndum var
honum ætíð mjög svo uppsigað við
vinnuhættina í bíóborginni. „Þar á
bæ vilja menn að leikari finni sér
hlutverkið sitt og endurtaki það síð-
an aftur og aftur … Ég hef hins veg-
ar alltaf gert allt sem í mínu valdi
stendur til að endurtaka mig ekki.“
Og þrátt fyrir stórmennskubrjál-
æði á köflum og yfirlýsingar sem
gáfu til kynna að þar færi hroka-
gikkur hinn mesti sá Richard Harris
ævistarf sitt í mjög svo hæversku
ljósi. Það eina sem hann sagðist
nefnilega ætlast til af sjálfum sér,
og tókst reyndar misvel að uppfylla,
væri að sýna frammistöðu sem hann
skammaðist sín ekki fyrir. „Ég hef
aldrei velt fyrir mér ódauðleikanum.
Hef engan áhuga á því hvað mun
standa áletrað á legsteininum, verð
hvort eð er ekki á staðnum til að sjá
það. Það sem vekur áhuga minn er
hvað gerist núna, og að aðhafast það
sem fær mann til að líða vel er mað-
ur vaknar á morgnana.“
Harris gekk tvisvar í hjónaband
en bæði voru skammlíf, fyrra varði
þó 12 ár og gat af sér þrjá syni, þá
Jared, Jamie og Damien, og all-
nokkur barnabörn. Síðustu myndir
sem hann lék í voru sjónvarps-
myndaröð Julius Ceasar og svo önn-
ur myndin um Harry Potter sem
frumsýnd verður síðar í mánuðin-
um.
skarpi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2002 B 27
bíó
Lið-a-mót
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Tvöfalt sterkara
25%
afsláttur
Staða Reykjavíkur og landsbyggðar í
breyttu alþjóðlegu umhverfi
Mánudaginn 4. nóvember býður Borgarfræðasetur til málstofu
í hátíðarsal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 17
Borgarfræðasetur
Vísindadagar í Háskóla Íslands
Framsaga: Stefán Ólafsson, prófessor.
Hnattvæðing og breyttar forsendur búsetuþróunar
Pallborðsumræður:
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri.
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri.
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar.
Unnur Dís Skaptadóttir, dósent við HÍ.
Stjórnandi: Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri.
Allir eru velkomnir