Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÓÐ þátttaka var í opnunardag- skrá norrænu bókasafnavikunnar á Bókasafni Reykjanesbæjar sl. mánudag. Þetta er í 6. sinn sem samstarfshópur norrænna bóka- safna, PR-hópurinn, stendur fyrir vikunni og hefur Bókasafn Reykja- nesbæjar verið með frá upphafi. Að þessu sinni var áhersla lögð á nor- ræna samvinnu, enda Norð- urlandaráð 50 ára í ár. Bókasafna- vikunni lýkur á sunnudag. Eins og siður er á opnunarhátíð- inni voru rafmagnsljósin slökkt klukkan 18 og lesið við kertaljós eins og tíðkaðist í baðstofum fyrri alda. Það var Jón Páll Eyjólfsson leikari sem las söguna Jólatréð eft- ir Tove Janson. Sigríður Jóhann- esdóttir alþingismaður sagði frá störfum sínum í þágu norrænnar samvinnu og Skúli Skúlason, fyrr- verandi bæjarfulltrúi Reykjanes- bæjar, ræddi um norræna vinabæi og samstarf á milli þeirra og Reykjanesbæjar. Á milli talaðs máls flutti Minni- hlutabandið norræn lög, en bandið er skipað þremur bæjarfulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn Reykja- nesbæjar, sem einnig eru meðlimir Bæjarstjórnarbandsins fræga, þeim Guðbrandi Einarssyni, Sveindísi Valdimarsdóttur og Kjartani Má Kjartanssyni. Að dagskránni stóðu, auk bóka- safnsins, menningarfulltrúi Reykja- nesbæjar og Suðurnesjadeild Nor- ræna félagsins. Áhersla á norræna samvinnu Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Minnihlutabandið lék við opnunina en það skipa bæjarfulltrúarnir Guð- brandur Einarsson, Sveindís Valdimarsdóttir og Kjartan Már Kjartansson. Reykjanesbær SUÐURNES MIKLAR umræður urðu um tillögur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um breytingar á stjórnkerfi Reykja- nesbæjar þegar þær voru til fyrri um- ræðu í bæjarstjórn í fyrrakvöld. Til- laga bæjarfulltrúa minnihlutans um að draga til baka uppsögn fram- kvæmdastjóra Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu var felld með atkvæð- um meirihlutans. Tillögunum var vísað til síðari umræðu. Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnti tillögur sjálfstæðismanna að nýju skipuriti Reykjanesbæjar. Þær fela meðal annars í sér, eins og áður hefur komið fram, fækkun nefnda og æðstu stjórnenda. Sagði hann að á kjörtíma- bilinu myndu sparast um 20 milljónir kr., miðað við varlega áætlun. Telja ranglega staðið að uppsögn Fulltrúar Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar gagnrýndu hvernig staðið var að undirbúningi og framkvæmd tillagnanna og gerðu at- hugasemdir við einstakar breytingar- tillögur. Stóðu þeir saman að tillögu um að draga til baka uppsögn fram- kvæmdastjóra Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofunnar (MOA) en Kjart- an Már Kjartansson, Framsókn- arflokki, gekk mun lengra í gagnrýni á tillögurnar sjálfar en fulltrúar Sam- fylkingarinnar sem tóku undir sumar tillögur sjálfstæðismanna en gagn- rýndu aðrar. Í fyrirhuguðum skipulagsbreyting- um felst að þrír starfsmenn MOA missa vinnuna, framkvæmdastjórinn, ferðamálafulltrúinn og atvinnuráð- gjafinn. Í staðinn verður ráðinn starfsmannastjóri og fjárhagsáætlun- arfulltrúi. Kjartan Már gagnrýndi harðlega að bæjarstjóri skyldi hafa sagt þess- um þremur starfsmönnum upp störf- um í síðustu viku, áður en tillögur um skipulagsbreytingar hefðu verið teknar fyrir í bæjarstjórn. Hann full- yrti að ekki hefði verið rétt staðið að uppsögn framkvæmdastjórans því í starfsmannastefnu Reykjanesbæjar væri kveðið á um að bæjarstjórn réði og segði upp yfirmönnum bæjarins, þar á meðal framkvæmdastjóra MOA. Flutti hann tillögu sem allir fulltrúar minnihlutans stóðu að um að draga uppsögnina til baka, þar til til- lögur að breyttu stjórnskipulagi hefðu verið afgreiddar af bæjar- stjórn. Sagði hann það gert í þeim til- gangi að forða Reykjanesbæ frá ófyr- irsjáanlegum eftirmálum og hugs- anlegum skaðabótakröfum. Fulltrúar meirihlutans upplýstu að framkvæmdastjórinn hefði sex mán- aða uppsagnarfrest og af því að tillög- urnar gengju út á að draga úr kostn- aði væri hver mánuður mikilvægur. Böðvar Jónsson sagði ekki óvenjulegt að fólki væri sagt upp störfum vegna skipulagsbreytinga sem unnið væri að. Ákvörðun bæjarstjórnar yrði síð- an væntanlega staðfest á næsta bæj- arstjórnarfundi. Tillagan var að loknum umræðum felld með sex atkvæðum meirihlut- ans. Létu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins bóka að lokinni afgreiðslu tillög- unnar að uppsögn framkvæmda- stjórans stæði og yrði tillaga þess efnis lögð formlega fyrir bæjarráð á næstunni. Tekið var fram að bæjar- ráð færi með starfsmannaráðningar og uppsagnir í umboði bæjarstjórnar, samkvæmt samþykktum um stjórn bæjarins. Með því fengi uppsögnin af- greiðslu í bæjarstjórn um leið og stjórnskipulagsbreytingar yrðu tekn- ar til síðari umræðu í bæjarstjórn. Aukin miðstýring Kjartan Már gagnrýndi skipulags- breytingarnar einnig efnislega, taldi þær ekki nógu ígrundaðar. Sagði hann að fækkun nefnda fæli í sér aukna miðstýringu. Kvaðst hann álíta að þær fælu ekki í sér þann sparnað sem fullyrt væri, þær drægju úr menntunarstigi starfsmanna Reykja- nesbæjar og væru í rauninni skref afturábak. Þá taldi hann það mikla skammsýni að draga úr þjónustu á sviði atvinnumála þegar atvinnuleysi væri að aukast á Suðurnesjum. Rök- studdi hann álit sitt í ítarlegri bókun. Eyjólfur Eysteinsson, varabæjar- fulltrúi Samfylkingarinnar, kvaðst geta tekið undir flest gagnrýnisatriði Kjartans Más en tók fram að ekki væru tillögurnar alvondar og nefndi að skynsamlegt væri að leggja niður framkvæmda- og tækniráð. Lýsti hann sérstaklega áhyggjum sínum af fækkun lýðræðislega kjörinna full- trúa í nefndum svo og efasemdum um þá tillögu að leggja niður MOA á tím- um aukins atvinnuleysis. Ólafur Thordersen, Samfylking- unni, lýsti þeirri skoðun sinni að breytingarnar væru jákvæðar að flestu leyti en varaði við að farið væri of geyst í þær, og vísaði til umræðna sem áður höfðu farið fram á fundin- um. Breytingar nauðsynlegar Böðvar Jónsson, formaður bæjar- ráðs, sagði að sparnaður væri meg- inástæðan fyrir fækkun nefnda og vakti athygli á því að breytingar væru nauðsynlegar vegna þess að unnið væri að slitum Hafnasamlags Suður- nesja og þar hefði nýtt sviðs bæst við stjórnkerfið að óbreyttu. Hann nefndi sem rök fyrir því að leggja niður MOA að skrifstofan væri komin í samkeppni við einkafyrirtæki um skýrslugerð og fleira en ekki væri leyfilegt að sveitarfélög stæðu í slíkri samkeppni. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagði að útreikningar fjármálastjóra bæjarins bentu til þess að unnt yrði að spara tæpar 38 milljónir á kjörtímabilinu með þeim stjórnkerfisbreytingum sem unnið væri að. Sjálfur vildi hann fara varlegar í sakirnar, vissi að ýmis kostnaður félli til vegna framkvæmd- arinnar, og nokkuð öruggt væri að sá sparnaður næðist sem lagt hefði verið upp með, eða að minnsta kosti 20 milljónir á kjörtímabilinu. Tillaga um stjórnkerfisbreytingar verður tekin til afgreiðslu að lokinni síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar 19. nóvember næstkomandi. Miklar umræður um breytingar á stjórnkerfi bæjarins Fellt að draga upp- sögn framkvæmda- stjóra MOA til baka Reykjanesbær TVEIR menn á sextugsaldri voru fluttir á sjúkrahús Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja í Keflavík til að- hlynningar eftir bílveltu rétt við Grindavík í gærmorgun, en þeir voru ekki taldir alvarlega slasaðir. Að sögn lögreglunnar í Keflavík missti ökumaðurinn vald á bílnum í hálku með þeim afleiðingum að hann fór yfir veginn og út af og valt. Um var að ræða lítinn sendibíl. Tilkynnt var um óhappið rétt fyrir klukkan 9 um morguninn. Bíllinn er stórskemmdur og var fjarlægður af vettvangi með kranabíl. Tveir fluttir á sjúkrahús Grindavík ♦ ♦ ♦ SIGURBJÖRG Kristínardóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands, segir að hljómsveitin geti ekki haldið tónleika í Akoplasthúsinu svo- kallaða við Þórsstíg nema gerðar verði þar ákveðnar breytingar. Sinfóníuhljómsveitin er í upp- námi með væntanlega aðventu- tónleika sína. „Við getum líklega fengi inni í íþróttahúsinu á Hrafnagili og ef ekki vill betur förum við þangað. Við hefðum þó frekar viljað vera innan bæjar- markanna,“ sagði Sigurbjörg. Stjórn Fasteigna Akureyrar- bæjar fjallaði um húsnæðisvanda Sinfóníuhljómsveitarinnar, í framhaldi af erindi frá Sigur- björgu framkvæmdastjóra. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur stjórn Fasteigna ekk- ert því til fyrirstöðu að hljóm- sveitin fái Akoplasthúsið til af- nota fyrir aðventutónleika í desember og aðra tónleika með- an húsið stendur ónotað. Húsið er hins vegar til sölu og því sé ekki hægt að horfa til aðstöðu fyrir hljómsveitina til lengri tíma. Því sé jafnframt óráðlegt að leggja í kostnaðarsamar breytingar. Sigurbjörg sagðist hafa skoðað Akoplasthúsið ásamt Guðmundi Óla Gunnarssyni hljómsveitar- stjóra og þar væru stórir og miklir salir sem gaman væri að nota. Hins vegar væri mikill eft- irhljómur í húsinu og að óbreyttu væri ekki hægt að nota salina til tónleikahalds. „Ég veit ekki hvað þarf að gera mikið til að breyta aðstöðunni en trúlega þarf að setja eitthvað í loftið og á gólfið. Ég sendi bæjaryfirvöldum bréf og spurðist fyrir um hvort áhugi væri fyrir því að gera eitthvað fyrir húsið, þannig að við hefðum þar aðstöðu þar til menningar- húsið risi en hef ekki fengið neitt svar.“ Sigurbjörg sagði að Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, sem nú er á sínu tíunda starfsári, hefði aldrei haft séraðstöðu til æfinga eða tónleikahalds. Hljómsveitin hefði spilað mikið í kirkjum bæj- arins og þar verið vel tekið og einnig í Íþróttaskemmuni þegar hún var og hét. Erfiðara væri að komast inn í kirkjurnar á þess- um árstíma, þar sem starfsemi þeirra ykist eðlilega til muna á aðventunni. „Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast inn með tón- leika á Akureyri og sérstaklega nú með þessa aðventutónleika. Suzuki-nemendur frá Reykjavík, Akureyri og víðar, alls 80–100 börn, munu spila með hljóm- sveitinni á aðventutónleikunum, þannig að við þurfum töluvert pláss.“ Sigurbjörg sagði að mikill áhugi væri fyrir því að fá að- ventutónleika hljómsveitarinnar yfir í Þingeyjarsýslu og ef af yrði færu þeir líklega fram í Ýdölum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Akoplasthúsið? Húsið ónothæft til tónleikahalds nema með breytingum HARÐAR umræður urðu um af- greiðslu umhverfisráðs á lóðaum- sóknum á fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar í vikunni. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í umhverfisráði klofnaði við afgreiðsluna og gekk fulltrúi L- lista í ráðinu til liðs við tvo Sjálf- stæðismenn gegn fulltrúum Fram- sóknar og Samfylkingar. Við af- greiðslu bæjarstjórnar á fundargerð umhverfisráðs stóð af- greiðsla meirihluta ráðsins á út- hlutuninni. Tvö fyrirtæki, Gullströnd ehf. og Fjölnir ehf., sóttu um lóðirnar við Bjarkarlund 1–5, Grenilund 21–23, Grenilund 25–27 og Grenilund 28– 32. Umsóknir beggja fyrirtækjanna voru teknar gildar en meirihluti umhverfisráðs samþykkti að veita Gullströnd allar lóðirnar, sam- kvæmt tillögu frá formanni um- hverfisráðs, Guðmundi Jóhanns- syni, Sjálfstæðisflokki. Jón Ingi Cæsarsson fulltrúi Samfylkingar- innar gerði tillögu um að Fjölnir fengi lóðirnar en tillaga formanns- ins var í öllum tillfellum samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Nokkuð harðar umræður urðu um málið í bæjarstjórn, þar sem fulltrúar minnihlutans gagnrýndu afgreiðslu umhverfisráðs. Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylkingunni, talaði þar um að pólitík eða vin- argreiði hefði ráðið ferðinni en ekki faglegt mat. Oddur Helgi Halldórs- son bæjarfulltrúi og oddviti L-lista sagðist ekki sammála sínum manni í umhverfisráði, sem myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum í ráðinu. Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæðisflokki, sagði það já- kvætt að mörg fyrirtæki vildu byggja á Akureyri og að það væri breyting til batnaðar. Hann sagði hins vegar að ekki væri hægt að úthluta nema einum aðila hverri lóð eða hverjum reit. Oktavía lagði fram tillögu í bæj- arstjórn þess efnis að Fjölnir fengi umræddar lóðir en sú tillaga náði ekki fram að ganga. Samþykkt um- hverfisráðs var samþykkt í bæj- arstjórn með fimm atkvæðum gegn fjórum og fær Gullströnd lóðirnar. Harðar umræður um lóðaúthlutanir í bæjarstjórn Meirihlutinn klofnaði í umhverfisráði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.