Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 23 ...frá Gólfefnum - Teppalandi Kókós- og sísalteppi Fákafeni 9 • Sími 515 9800 • netfang golfefni@golfefni.is • Opið virka daga kl. 8-18 og laugard. kl. 11-14 Reykjanesbær • Hafnargötu 90 • Sími 420 9800 • Opið virka daga kl. 9 - 18 og laugardaga kl. 10-13 GÓLFEFNI T E P P A L A N D Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval vélofinna teppa úr kókos- og sísaltrefjum. Stórar sem smáar mottur eða teppi horn í horn. Gólfefnið sem slegið hefur í gegn! Sendum bækling og sýnishorn hvert á land sem er ef óskað er. Verð frá kr. 3.290 m2stgr. SÉRLEGUR sendiherra Herðu- breiðar, Jón Ármann Héðinsson, kom færandi hendi í Mývatnssveit á dögunum og hafði með sér heið- ursskjal til staðfestingar yfir- burðakosningu Herðubreiðar sem þjóðarfjalls Íslendinga og þótti engum mikið í Mývatnssveit. Skjal- ið afhenti Jón Guðrúnu Maríu Val- geirsdóttur oddvita, að viðstaddri sveitarstjórn og sveitarstjóra. Sigurður Jónsson skáld á Arn- arvatni kom fyrst í Herðubreið- arlindar í vetrarbyrjun árið 1900 í eftirleitaleiðangri með Benedikt Sigurjónssyni frá Grímsstöðum, sem kunnastur var sem Fjalla- Bensi. Hrepptu þeir veður hörð og létu meðal annars fyrirberast á berangri eina skammdegisnótt undir fjallinu, svo sem Sigurður hefur skrifað frásögn um. Fáum árum seinna eða 1904 orti hann mikið kvæði, Herðibreið. Kvæðið er 30 erindi og hefst þannig: Upp af hraungeims hrikabreiðum hamrafjallið tigna rís, glæstan ber á glóðaleiðum gullin-hadd við rætur skýs. Þúsund alda þjalir surfu þvitann harða ár og dag; aldir fæddust, aldir hurfu, enn ert þú með sama brag. Stundum verður mönnum það að nota hendingu úr öðru miklu þekktara kvæði Sigurðar og herma upp á Herðubreið: „Fjalla- drottning móðir mín“, og vissu- lega er það ekki undarlegt svo mjög sem þetta fjall ber af öðrum fjöllum. Því má þó ekki gleyma að þarna er skáldið að ávarpa Mý- vatnssveit, ekki Herðubreið. Fjalla-Bensi var leiðsögumaður með hópferð Húsvíkinga og Ak- ureyringa inn í Lindar 1943. Hugðust ferðalangar meðal ann- ars ganga á fjallið. Var þá Bensi spurður hvort hann hefði ekki gengið á Herðubreið. Því neitaði hann og sagði: „Það eru engar kindur þar“ og undraðist hann svo fávíslega spurningu. En svarið lýs- ir vel viðhorfi fyrri tíðar fólks sem sleit ekki skóm við þvílíkt fánýti, sem tilgangslausar fjallgöngur. Herðibreið nefndi Sigurður á Arnarvatni fjallið ætíð í skrifum sínum. Fyrir margt löngu hefur yngri nafnmynd tekið við og sýnist saklaus málþróun.Vísast er nafnið dregið af breiðum herðum fjallsins og er hverjum manni auðskilið. Sérstakt er það að svo víða sem fjallið blasir við af öræfum Íslands og svo sterk sem mynd þess er í hugum Mývetninga, þá sést það þó ekki frá nokkrum bæ í Mývatns- sveit. Það eru engar kindur þar Morgunblaðið/BFH Guðrún M. Valgeirsdóttir og Jón Ármann Héðinsson með skjalið á milli sín. Mývatnssveit ÁRSÞING Samtaka fámennra skóla fór fram á Hallormsstað ný- lega og sóttu það um 90 gestir víðs vegar að af landinu. Samtökunum er ætlað að vinna að og verja hags- muni fámennra skóla, sem eru um helmingur allra skóla landsins. Fá- mennasti grunnskóli landsins mun vera í Mjóafirði, en þar eru fjórir nemendur við nám. Fámennur leikskóli telst sá skóli sem starfar í einni deild, með 40 börn eða færri, í fámennum grunn- skóla fer fram samkennsla árganga og fámennur framhaldsskóli telst sá sem hefur 300 nemendur eða færri. Sif Vígþórsdóttir hefur verið for- maður samtakanna undanfarið ár, en hún er jafnframt skólastjóri Hallormsstaðaskóla. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að Sam- tök fámennra skóla væru grasrót- arsamtök sem voru formlega stofn- uð árið 1989 á Flúðum, að undan- gengnu þriggja ára starfi í nám- skeiðaformi og öðru slíku. „Samtökin vinna að hagsmuna- málum fámennra skóla, því þar eru oft aðrar áherslur, önnur vanda- mál, aðrir kostir og gallar heldur en í stóru skólunum,“ segir Sif. „Í fámennum grunnskólum einkenn- ast kennsluhættir af samkennslu árganga, þar sem starfið byggist allt á því að það eru fleiri en einn árgangur saman og kennarar þurfa þá að vera færir um að kenna í slíku kerfi. Kennslufræði sam- kennslunnar er allt öðruvísi en að kenna miðlægt einum árgangi í stórum bekk. Fámennir skólar eru oft í nánari samskiptum við leikskóla og fram- haldsskóla,“ segir Sif. Öll skólastig á sömu þúfunni „Við hér á Hallormsstað erum til dæmis svo heppin að á þúfunni hjá okkur erum við með öll skólastig; það er fámennur leikskóli, grunn- skóli og framhaldsskóli, en þar á ég við Hússtjórnarskólann á Hall- ormsstað. Það eru náin tengsl milli þessara stofnana. Elstu krakkarnir í leikskólanum koma til dæmis ári áður en vant er, þau byrja upp úr áramótum hjá okkur og koma einu sinni í viku inn í grunnskólann og þannig myndast önnur tengsl.“ Viðfangsefni þingsins á Hall- ormsstað voru m.a. samskipti, kennsluhættir og viðmót kennara í fámennum skólum, menntun í dreifbýli og heimspeki með börn- um. Þá voru fluttir fyrirlestrar um lífsleikni í leikskóla og sam- tvinnaða mennta- og menningar- starfsemi í dreifbýli. Sérstaklega var fjallað um kennsluhætti í fjar- kennslu, því margir fámennir skól- ar byggjast töluvert orðið á henni. Sif segir að samtökin hafi í gegn- um tíðina beitt sér fyrir fjölmörg- um hagsmunamálum. „Núna erum við t.d. styrkt af endurmenntunar- sjóði grunnskólanna vegna vinnu að vefnámskeiði um kennsluhætti samkennslunnar. Við gefum út fréttabréf og kennslufræðileg rit, höldum úti heimasíðu og látum okkur varða þau mál sem lúta að skólastarfi í dreifbýli. Þá höfum við verið í miklu og góðu samstarfi við menntamálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samtökin hafa verið umsagnaraðilar, t.d. þegar flutningur grunnskólans yfir á sveitarfélögin var ákveðinn, sátu fulltrúar samtakanna í undirbún- ingsnefnd.“ Á aðalfundi SFS sem haldinn var eftir þingið var kosin ný stjórn samtakanna. Koma stjórnarmenn að þessu sinni af Suðurlandi og eru Einar S. Árnason, Kolbrún Hjör- leifsdóttir, Páll M. Skúlason, Val- gerður Guðjónsdóttir og Þórunn Júlíusdóttir. Vefslóð Samtaka fámennra skóla er www.ismennt.is/vefir/sfs/ Ársþing Samtaka fámennra skóla á Hallormsstað Aðrar áherslur en í stórum skólum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Frá ársþingi Samtaka fámennra skóla, sem haldið var á Hallormsstað um helgina. Um 90 manns víðs vegar að af landinu sóttu þingið. Egilsstaðir HAFNARSJÓÐUR Fjarðabyggðar tók nýlega formlega í notkun mannvirki sem unnið hefur verið að í sumar og haust á hans vegum. Stærsti hluti þessara fram- kvæmda var í Neskaupstaðarhöfn. Steypt var þekja ofan nýs stálþils og annaðist Nestak ehf. þann hluta. Á vegum Klæðningar hf. var hlaðinn 380 metra nýr skjól- garður og sá gamli fjarlægður. Al- menn ánægja er með garðinn enda er hann afburðavel hlaðinn. Eins er nú verið að ljúka dýpkun hafnarinnar, sunnan Fiskiðjuvers SVN, og annast Gáma- og tækja- leiga Austurlands það verk. Sam- hliða þessum framkvæmdum var einnig verið að vinna að stækkun hafnarinnar í Mjóafirði á vegum hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, en sú höfn varð ein af höfnum Fjarða- byggðar nú á haustmánuðum. Hefur Vélaleiga Sigga Þórs á Eg- ilsstöðum séð um það verk og er því að ljúka. Fór vígslan fram í Tryggvasafni í Neskaupstað og bauð hafnarnefnd Fjarðabyggðar verktökum þeim sem að þessu hafa unnið til veislu ásamt bæj- arstjórn Fjarðabyggðar, segir í fréttatilkynningu. Vígsla hafnarmann- virkja í Fjarðabyggð Fjarðabyggð Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri býður gesti velkomna til vígslunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.