Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir ævintýraþrá og forvitni. Þú nýtur lífsins en velur jafnframt vandlega þá sem þú ert í samskiptum við. Árið framundan býður upp á mörg tækifæri. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Bjartsýni og sjálfstraust eru mikilvæg í dag. Reyndu að yfirstíga hömlur sem eðlis- læg varkárni og óöryggi setja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þín í fjárútgjöldum í dag. Treystu eðlisávísuninni því hún er traustari en nokkurt bankayfirlit. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Einhver verður þér ósam- mála í dag og þú hefur til- hneigingu til að taka það óstinnt upp. Ekki láta slíkt eftir þér því vandamálið er í þeirra ranni, ekki þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er einn af þessum dög- um þegar glasið virðist vera hálftómt frekar en hálffullt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Málefni heimilisins, fjöl- skyldunnar og fjárhagsins hvíla þungt á þér í dag og þú átt erfitt með að blanda geði við aðra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver kann að hræða þig í dag og draga úr þér kjark. En þú átt ekki að láta það eyðileggja fyrir þér daginn þótt einhver annar hafi farið röngum megin fram úr rúm- inu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur ákveðnar skoðanir á málum í dag en kemur þér ekki að því að láta þær í ljós. Reyndu að dæma aðra með sama umburðarlyndinu og þú vilt verða dæmdur með. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki eyða peningum í dag. Bæði er það óráðlegt og fólk þér nákomið mun taka slíkt óstinnt upp. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Viðræður við aðra verða niðurdrepandi. Þetta er ekki þér að kenna, andrúmsloftið í dag er einfaldlega þannig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að bíta á jaxlinn og ljúka verkefnum sem þér eru falin. Einbeittu þér að smáatriðum og vanaverkum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki bregðast of hart við gagnrýni frá nánum vini í dag. Þú ert á undan þinni samtíð og hugmyndir þínar eru alltaf til þess fallnar að ryðja brautina. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Sýndu foreldrum eða fólki sem er yfir þig sett þolin- mæði í dag þótt það taki ekki undir hugmyndir þínar. Þetta fólk býr ekki yfir sömu hugmyndaauðgi og þú. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT EINBÚINN Yfir dal, yfir sund, yfir gil, yfir grund hef ég gengið á vindléttum fótum. Ég hef leitað mér að, hvar ég ætti mér stað, út um öldur og fjöll og í gjótum. En ég fann ekki neinn, ég er orðinn of seinn, þar er alsett af lifandi og dauðum. Ég er einbúi nú og ég á mér nú bú í eldinum logandi rauðum. Jónas Hallgrímsson Árnað heilla Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Henný Sigurjónsdóttir og Lárus Sigurðsson. Heimili þeirra er á Vífilsgötu 23, Reykja- vík. Svipmyndir – Fríður BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. ágúst sl. í Digra- neskirkju af sr. Magnúsi Björnssyni þau Árndís Hulda Óskarsdóttir og Helgi Freyr Sveinsson. Heimili þeirra er í Galtalind 2, Kópavogi. 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 7. nóvember, er sextugur Gunnlaugur Fjólar Gunn- laugsson Mávahrauni 13, Hafnarfirði. Eiginkona hans er Steinunn Bjarna- dóttir. Í tilefni afmælisins taka þau hjón á móti ætt- ingjum og vinum í Frímúr- arahúsinu Ljósatröð 2, Hafnarfirði, frá kl. 19. Í tvímenningskeppni er oftast ómaksins vert að berjast fyrir hverjum yfir- slag, jafnvel þótt það gæti kostað samninginn í slæmri legu. Örðu máli gegnir í sveitakeppni, þar sem öryggið er í fyrirrúmi. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ 1042 ♥ 10854 ♦ D ♣ÁDG106 Suður ♠ ÁD ♥ Á63 ♦ ÁK765 ♣982 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull 1 hjarta 2 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur spilar út hjarta- kóngi. Hvernig er best að spila: (a) í tvímenningi; (b) í sveitakeppni? Í bestu legu væri hugs- anlegt að fá 12 slagi. Sú teikning væri þessi: Vestur á laufkóng, austur spaða- kóng og fjórlit í tígli. Sagn- hafi myndi svína fyrir lauf- kóng, taka tíguldrottningu, svína spaðadrottningu og spila ÁK og þriðja tíglin- um. Ef austur lendir inni á hann væntanlega ekkert hjarta til að spila og sagn- hafi fær því afganginn – tvo á spaða, einn á hjarta, fjóra á tígul og fimm á lauf. Samtals tólf slagir og nánast örugglega toppur. Þessi spilamennska væri hins vegar allt of glannaleg í sveitakeppni. Þá er öruggast að taka á tígul- drottningu í öðrum slag og spila laufdrottningu úr borði. Og aftur litlu laufi ef vörnin dúkkar. Það væri meira að segja stórhættu- legt að spila laufníu strax í byrjun og svína, því þá gæti stíflan í tíglinum reynst afdrifarík: Norður ♠ 1042 ♥ 10854 ♦ D ♣ÁDG106 Vestur Austur ♠ K83 ♠ G9765 ♥ KDG92 ♥ 7 ♦ 832 ♦ G1094 ♣74 ♣K53 Suður ♠ ÁD ♥ Á63 ♦ ÁK765 ♣982 Skoðum þann mögu- leika: Laufnían fer yfir á kóng austurs, sem síðan skiptir yfir í spaða. Vestur tekur drottninguna með kóngi og brýtur spaðann. Nú er tígullinn stíflaður og sagnhafi fær aðeins átta slagi. Spilið er reyndar ekki 100% öruggt með því að af- blokkera tíguldrottningu strax og spila tvisvar smá- laufi úr borði. Austur gæti átt kónginn fjórða og dúkk- að tvisvar. En sagnhafi læt- ur þá laufið eiga sig og spil- ar ÁK og þriðja tíglinum. Þá fær hann níunda slaginn á tígul ef liturinn fellur 4–3. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 1. d4 e6 2. c4 f5 3. g3 Rf6 4. Bg2 Be7 5. Rf3 0–0 6. 0–0 d6 7. Rc3 c6 8. Dc2 Rbd7 9. d5 Rb6 10. dxc6 bxc6 11. Rd4 Bd7 12. c5 Rbd5 13. Ra4 Re4 14. cxd6 Bxd6 15. f3 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga sem fór fram í húsa- kynnum B&L. Gylfi Þórhallsson (2.130) hafði svart gegn Páli Agnari Þórarins- syni (2.265) og tókst með kraft- mikilli fórn og taflmennsku að knýja fram eina tap a-liðs Hróks í fyrri hluta keppninnar. 15... Rxg3! 16. hxg3 Bxg3 17. f4 Dh4 18. Rf3 Dh6 19. e3 Rf6 20. Rc3 Rg4 21. Hd1 Be8 22. Re2 Bf2+ 23. Kf1 Bxe3 24. Db3 Bb6 25. Rg5 Hf6 26. a4 Hb8 27. a5 Rh2+ og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Glæsilegur sparifatnaður Opið mánudaga—föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Nú kólnar! Glæsilegt úrval minkapelsa Stærðir 36 - 52 Einnig fóðraðir gallajakkar m/skinni Töskur og belti Bankastræti 11 • sími 551 3930 Augustsilk Augustsilk Opið í dag kl. 16-20 í Síðumúla 35 3. hæð Heildsöluverð 100% Silki Stutterma og langerma silkipeysur, náttfatnaður, perlusaumaðir dúkar, pashminur o.fl. Engin kort - lægra verð   Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Alltaf á þriðjudögum… og hvað starfar þú?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.