Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 31
EMBÆTTI umboðs-manns rússneskaþingsins, Dúmunnar,var komið á fót fyrir
fjórum árum, en það var ein af
þeim skuldbindingum sem Rúss-
ar tóku á sig þegar Rússland
gerðist aðili að Evrópuráðinu fyr-
ir sex árum. Prófessor Oleg
Mironov, sem er fyrstur til að
gegna embættinu, kom hingað til
lands í vikunni til að heimsækja
íslenskan starfsbróður sinn,
Tryggva Gunnarsson. Mironov
hélt í gær fyrirlestur í lagadeild
Háskóla Íslands um hvernig
Rússum hafi gengið að fullnægja
þjóðréttarlegum skuldbindingum
sínum á sviði mannréttinda.
Umboðsmaðurinn er sjálf-
stæður og engum háður
Mironov segir, í samtali við
Morgunblaðið, að umboðsmaður
rússneska þingsins, sem sé sjálf-
stæður og engum háður, hafi
fjórum aðalverkefnum að gegna.
Fyrst og fremst sé það hlutverk
umboðsmanns að
standa vörð um
rétt ríkisborgara.
„Í hverjum mán-
uði fáum við
rúmlega 3.000
kvartanir. Við er-
um líka með
skrifstofu þannig
að almenningur
geti leitað til
okkar. Annað
verkefni er að
bæta löggjöf á
sviði mannrétt-
inda. Við höfum
lagt margvísleg-
ar tillögur þar að
lútandi fyrir
Dúmuna. Í þriðja
lagi er hlutverk
okkar að koma á
alþjóðlegu sam-
starfi á þessu
sviði og er heim-
sóknin til Íslands
hlekkur í því
verkefni. Loks á
umboðsmaður að
upplýsa almenn-
ing um réttindi
hans. Umboð okkar er því mjög
stórt og útbreitt,“ segir Mironov,
en alls starfa 170 manns hjá emb-
ættinu.
„Ég efast um að hver einn og
einasti íbúa Rússlands, sem alls
eru 143 milljónir, þekki til emb-
ættis umboðsmanns sem hefur
einungis verið til staðar í rúm
fjögur ár.
Embættið á rætur sínar að
rekja til Svíþjóðar, eftir sjö ár
munu Svíar halda upp á 200 ára
afmæli embættisins en ég á ekki
von á því að allir Svíar þekki
embættið. Það krefst langs tíma
og ákveðinna átaka þar til allur
almenningur í Rússlandi verður
sér meðvitandi um embætti um-
boðsmanns,“ segir Mironov, en
bætir við að mikilvægur grund-
völlur fyrir þessa starfsemi verði
lagður.
51% þeirra kvartana sem ber-
ast umboðsmanni tengist glæpa-
starfsemi af einhverju tagi.
„Þetta eru t.d. kvartanir gagn-
vart lögreglu, saksóknurum og
héraðsdómurum vegna misbeit-
ingar valds, langs málareksturs
fyrir dómi og ýmislegs í þeim
dúr. Þessi þróun er áhyggjuefni,
að mínu mati,“ segir Mironov.
Hann segir að hver kvörtun sé
rannsökuð og komist embættið að
þeirri niðurstöðu að réttindi borg-
aranna hafi verið brotin reyni það
að stuðla að framgangi réttvís-
innar.
„Hlutverk umboðsmanns er
einnig að leita uppi vandamál. Við
sitjum ekki róleg og bíðum eftir
kvörtunum heldur ferðumst um
landið, leitum að vandamálum og
reynum að leysa þau. Við megum
ekki breytast í kerfisskrifstofu,
umboð umboðsmanns er breiðara.
Ríkisvaldið vildi kannski helst að
umboðsmaður sæti inni á skrif-
stofu og biði eftir kvörtunum en
umboðsmaður verður að vera
virkari og eiga sjálfur frum-
kvæði,“ segir Mironov.
Umboðsmaður getur sjálfur
ekki höfðað mál fyrir dómstólum,
hafi verið brotið á réttindum ein-
staklinga, en hann getur leitað til
saksóknara finni hann nægar for-
sendur fyrir málsókn og fengið
mál höfðuð. Segir Mironov að fjöl-
mörg dæmi séu um þetta í starf-
semi embættisins.
Aðspurður hvernig stofnanir og
embættismenn taki athugasemd-
um þegar umboðsmaður bendir á
einhver mein í kerfinu, segir
Mironov að oft verði starfsmenn
embættisins að krefjast þess
harkalega að fá afhent skjöl sem
þeir þurfa við rannsókn mála.
„Ef einhver embættismaður
vill ekki senda okkur þau skjöl
sem við biðjum um leita ég til yf-
irmanns hans og fer fram á að
honum verði refsað. Þetta er ef-
laust auðveldara í ykkar landi þar
sem umboðsmaður þekkir alla
persónulega. Enginn embættis-
maður er hrifinn af umboðsmanni
sínum þar sem við bendum á
galla í þeirra störfum. En okkar
starf miðar ekki að því að draga
upp svarta mynd af t.d. lögreglu
og hernum, heldur er tilgangur-
inn eingöngu að þessar stofnanir
breytist til hins betra og margir
embættismenn skilja þetta,“ seg-
ir Mironov.
Hann segir erfiðast við starfið
að öðlast virðingu, bæði íbúa
landsins og
embættis-
mannanna.
„Þetta er
vandamál
sem umboðs-
menn um all-
an heim eiga
við að stríða.
Þetta er sér-
staklega rétt
í okkar til-
felli. Emb-
ættið er
ungt, einung-
is rúmlega
fjögurra ára
gamalt, og í
gríðarlega
stóru landi.
Það er afar
erfitt að fá
virðingu frá
öllum stétt-
um í land-
inu.“
Lögin virka
ekki
sjálfkrafa
Eins og áð-
ur segir var það ein af skuldbind-
ingum sem Rússar tóku á sig við
inngöngu í Evrópuráðið að emb-
ætti umboðsmanns yrði komið á
fót. Rússar tóku á sig fleiri skuld-
bindingar sem tengjast því að
tryggja mannréttindi borgar-
anna.
Mironov hefur tekið saman
skýrslu um hvernig Rússum hef-
ur tekist að uppfylla þessar
skuldbindingar.
„Löggjöf Rússlands færist sí-
fellt nær því að vera í samræmi
við staðla Evrópuráðsins. Það
gengur hins vegar mun hægar að
framfylgja þessari nýju löggjöf í
Rússlandi en almennt í Evrópu-
ráðinu, því lögin virka ekki sjálf-
krafa. Spilling, skriffinnska og
vanvirðing mannréttinda fyrir-
finnst enn hjá embættismönnum,
lögreglumönnum og dómurum.
En ég er bjartsýnn á að ástandið
í landinu muni batna, ekki síst á
löggjafarsviðinu. Það er mikil-
vægast að bæta efnhagslega og
félagslega stöðu íbúa landsins,“
segir Mironov að lokum.
Umboðsmaður Dúmunnar í Rússlandi
í heimsókn hjá íslenskum starfsbróður
Spilling og vanvirð-
ing mannréttinda
fyrirfinnast enn
Morgunblaðið/Sverrir
51% þeirra kvartana sem berast umboðsmanni tengjast glæpastarfsemi
af einhverju tagi, segir Oleg Mironov, umboðsmaður rússneska þingsins.
Fjögur ár eru liðin frá
því embætti umboðs-
manns rússneska
þingsins var stofnað og
berast því nú rúmlega
3.000 kvartanir mán-
aðarlega. Oleg Miron-
ov, umboðsmaður
þingsins, sagði Nínu
Björk Jónsdóttur að
enn væri langt í land
með að embættið verði
vel þekkt meðal þjóð-
arinnar sem telur alls
143 milljónir, það krefj-
ist langs tíma og nokk-
urra átaka.
nina@mbl.is
naði var
en félagi
kannib-
gla kom
voru tvö
aplötum
eð plasti.
ð hundr-
m voru
æðlingar
plöntur
naðurinn
r miðað
ögn lög-
ir tveir
ögreglu-
þar sem
gær og
sleit hjá
ræði af
flur sem
gleymdri
ð rækta
dir dýnu
eldhús-
Þetta var í annað skipti í þessari
viku sem fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík lagði hald á
kannabisplöntur. Á mánudag voru
tveir menn handteknir eftir að 50
kannabisplöntur fundust við hús-
leit hjá þeim. Sama dag fundust
um 300 grömm af hassi, 200
grömm af marijúna og um 750.000
krónur í reiðufé á heimili tvítugs
manns. Það sem af er árinu hefur
lögreglan í Reykjavík lagt hald á
um 800 slíkar plöntur og ríflega
hálft kíló af marijúana. Að sögn
Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns
fíkniefnadeildarinnar, er talið að
meirihlutinn af því marijúna sem
er selt á Íslandi, sé ræktað hér á
landi. Aðspurður segir hann að vís-
bendingar séu um að ræktunin sé
að færast í aukana, a.m.k. hafi lög-
reglan í Reykjavík lagt hald á fleiri
plöntur en oft áður. Einnig geti
hugsast að ræktunin sé í auknum
mæli að færast til höfuðborgar-
svæðisins.
Lengi hafi verið talið að marijú-
anaræktun færi fyrst og fremst
fram á landsbyggðinni, m.a. vegna
þess að ræktuninni fylgir talsvert
umstang sem getur vakið grun-
semdir. Ásgeir segir að aðgerðin í
gærmorgun hafi tekist vel. Hún
hafi verið tiltölulega stutt og snörp
miðað við það sem oft gerist. Sum
mál séu þess eðlis að oft þurfi að
fylgjast með mönnum vikum sam-
an. Við eftirlitið beitir lögreglan
ýmsum aðferðum sem Ásgeir vill
ekki ræða í smáatriðum en að sjálf-
sögðu sé ekkert leyndarmál að lög-
regla beiti símhlerunum og fylgist
náið með grunuðum. Rannsókn
umfangsmikilla fíkniefnamála geti
kallað á talsverða yfirlegu og þess
eru dæmi að lögreglumenn hafi
unnið að eftirliti í þrjá sólarhringa
samfleytt. „Biðin getur verið leiði-
gjörn en þetta er einfaldlega hluti
af starfinu,“ segir Ásgeir.
n en hún er einfaldlega hluti af starfinu
isrækt-
ymslu
í Ár-
FÍKNIEFNADEILD lögregl-
unnar í Reykjavík rannsakar öll
fíkniefnamál sem koma upp í
umdæmi lögreglunnar og tekur
við rannsókn umfangsmeiri
smyglmála frá tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli. Á þessu ári
hefur lögregla og tollgæsla lagt
hald á talsvert meira af hassi en
á sama tíma í fyrra en mun
minna hefur náðst af e-töflum.
Ásgeir Karlsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík, segir að mestur hluti
e-taflnanna hafi fundist við svo-
kallað götueftirlit lögreglu, þ.e.
verið teknar af fólki sem lög-
reglan hefur talið ástæðu til að
hafa afskipti af, en götueftirlitið
hafi verið eflt mjög á árinu. Að
sögn Ásgeirs eru ekki sérstakar
vísbendingar um að neysla á e-
töflum hafi dregist saman þrátt
fyrir að flestum ætti að vera
orðið það ljóst að um sé að ræða
stórhættulegt eiturlyf.
Meira af
hassi en
minna af
e-töflum
!
"##$ "##"
unur sé þar á. Einnig rannsakaði hún
markmið og upplifun ferðamanna á há-
sem ferðast þar um með ólíkum
angandi og akandi.
u niðurstöður hennar voru þær að
enn á hálendinu vilja upplifa ósnortið
frið og ró. Í Landmannalaugum
rðamenn mun meiri þjónustu og
ppbyggingar er þörf samanborið við
æfi sem leyfa mjög takmarkaða upp-
gu svo að ferðamenn upplifi svæðið
nortið.
þóra kemst að þeirri niðurstöðu að
átinn sé mjög veigamikill þáttur í upp-
lendisferðamanna og að ferðamenn
ekki einsleitur hópur fólks heldur hafi
sjafnar óskir og leitist við að ferðast
á mjög ólíkan hátt. Út frá þessum nið-
m dregur Gunnþóra þá ályktun að
urfi stefnumótun og skipulagningu á
ferðamannastöðum á hálendinu til að ákveða
megi til hvaða hópa ferðamanna eigi að höfða
á hverjum stað fyrir sig.
Gunnþóra segist spurð um hvað taki nú við
hjá sér að hún hafi fullan hug á fara í dokt-
orsnám erlendis eftir að hún lýkur BS-námi.
Hún segir að stóran þátt í velgengni hennar í
tengslum við verkefnið megi rekja til þess að
Anna Dóra Sæþórsdóttir, lektor í ferða-
málafræðum, hafi boðið henni að aðstoða sig
við rannsókn á þolmörkum ferðamennsku á
ýmsum ferðamannstöðum á Íslandi und-
anfarin þrjúr sumur. Sú vinna hafi veitt henni
ómetanlega reynslu og leitt til þess að hún
hafi fengið mikinn áhuga á náttúruferða-
mennsku. Einnig gat hún hafið vinnu við BS-
ritgerð sína, sem tengist rannsókn Önnu
Dóru, fyrr en ella sem síðan nýttist henni að
stórum hluta í verkefninu sem hún sendi í
keppnina.
rir rannsóknir á viðhorfum ferðamanna
Morgunblaðið/Jim Smart
óra Ólafsdóttir er nemi í landfræði og ferðamálafræðum við Háskóla Íslands.