Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Haustráðstefna FLE Auka faglega þekkingu Haustráðstefna Fé-lags löggiltraendurskoðenda verður haldin dagana 8. og 9. nóvember á Hótel Loftleiðum. Fyrri dagur ráðstefnunnar er öllum opinn en sá seinni ein- göngu ætlaður fé- lagsmönnum. Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra ávarpar sam- kunduna, en Guðmundur Snorrason, formaður FLE, svaraði nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Hver er tilgangurinn með ráðstefnunni og … eru þetta árlegar uppákomur? „Einn megintilgangur Félags löggiltra endur- skoðenda, FLE, er að viðhalda og auka faglega þekkingu fé- lagsmanna. Það gerir félagið m.a. með útgáfu tímarits, nám- skeiðahaldi fyrir endurskoðend- ur og starfsmenn þeirra, sam- starfi við hliðstæð erlend félög svo og funda- og ráðstefnuhaldi. Á undanförnum árum hefur fundahald á vegum félagsins ver- ið í nokkuð föstum skorðum. Há- degisfundir eru haldnir mánað- arlega, skattadagur félagsins er í janúar og endurskoðendadagur er í lok apríl. Haustráðstefnur FLE hafa um margra ára skeið verið haldnar í tengslum við að- alfund félagsins í nóvember. Ráðstefnan nú er engin undan- tekning frá þeirri venju.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar og umfjöllunarefni ráð- stefnunnar … og hvers vegna eru þau málefni mál málanna að þessu sinni? „Við val á umfjöllunarefnum er reynt að varpa ljósi á þá þætti í viðskiptalífinu sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og snerta með beinum og óbeinum hætti starfsumhverfi okkar endurskoð- enda. Sem dæmi um efnisval fyrri ára má nefna skattamál og stöðu Íslands í alþjóðlegu tilliti, innherjaviðskipti á verðbréfa- markaðinum, siðferði og reglur, upplýsingatækni og rafræn við- skipti, svo nokkuð sé nefnt. Ráðstefnan nú verður sérstak- lega helguð málefnum lífeyris- sjóða, fjármálamarkaðarins og sprotafyrirtækja. Það þykir við hæfi að fá valinkunna sérfræð- inga til að gera grein fyrir stöð- unni eins og hún blasir við nú og hvernig breytt efnahagsumhverfi hefur þar áhrif. Þessi málefni varða bæði endurskoðendur, fyr- irtæki og allan almenning.“ – Hvernig er ráðstefnan byggð upp, hverjir tala og um hvað? „Á fyrri degi ráðstefnunnar munu Albert Jónsson, forstöðu- maður eignastýringar hjá Líf- eyrissjóði starfsmanna ríkisins, Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, og Már Guð- mundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, fjalla um líf- eyrismál, samfélags- legt hlutverk lífeyris- sjóða, fjárfestingar- stefnu þeirra og ávöxtun, svo nokkuð sé nefnt. Fjármála- markaðurinn verður tekinn fyrir og munu Páll Harðarson, for- stöðumaður rekstrarsviðs hjá Kauphöll Íslands hf., og Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Búnaðarbanka Íslands, reyna að varpa ljósi á stöðuna. Þá verða sprotafyrir- tæki til umfjöllunar og verður m.a. rætt um það hvaða leiðir eru færar fyrir fyrirtæki til að afla fjármagns til að koma góðum hugmyndum í framkvæmd. Um þetta munu þeir fjalla Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, Rúnar Ómars- son, framkvæmdastjóri Nikita ehf., og Magnús Scheving, fram- kvæmdastjóri Latabæjar ehf. Á seinni degi ráðstefnunnar verður tekin fyrir innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla í samræmi við nýjar reglur Evrópusam- bandsins. Um þetta munu fjalla Elva Ósk Wiium, lögfræðingur í fjármálaráðuneyti, og Ólafur Þór Jóhannesson endurskoðandi. Þá munu Sigríður Helga Sveinsdótt- ir og Rúnar B. Jóhannsson end- urskoðendur hugleiða stöðu FLE, hlutverk félagsins og framtíð. Að lokum mun Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur, fjalla um árangurssinnað hugar- far.“ – Er þessi ráðstefna bara fyrir fólk í faginu? „Nei, engan veginn. Eins og fram kemur hér að framan er leitast við að haga efnisvali þann- ig að það veki áhuga fleiri en ein- göngu endurskoðenda. Ég er viss um að dagskráin á föstudag- inn höfðar ekki síður til fjöl- margra sem starfa úti í við- skiptalífinu. Seinni dagur ráðstefnunnar er hins vegar ein- göngu ætlaður félagsmönnum enda meira helgaður faglegri málefnum endurskoðenda.“ – Er ekki hætta á að svona málefni verði rædd of faglega fyrir almenning sem kynni að hafa áhuga? „Nei, það tel ég ekki. Bæði er það að fyrirlesarar á ráðstefnunni eru þekktir fyrir vandaðan og áheyrilegan mál- flutning og svo hitt að málefnin sem þeir munu fjalla um skipta almenning miklu, t.d. lífeyrismál- in. Ég á því ekki von á öðru en að dagskráin höfði til margra.“ Í lokin má geta þess að nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vefnum www.fle.is. Guðmundur Snorrason  Guðmundur Snorrason er fæddur í Reykjavík 1958. Stúd- ent frá MR 1978 og lauk Cand. Oecon-námi á endurskoðunar- sviði frá HÍ 1983. Löggiltur end- urskoðandi 1987. Starfar sem endurskoðandi við Grant Thorn- ton-endurskoðun ehf. sem hann stofnaði ásamt fleirum 1989. Hef- ur starfað í ýmsum fagnefndum á vegum Félags löggiltra endur- skoðenda FLE og setið í stjórn félagsins, varaformaður 1999– 2001 og síðan formaður. Kvænt- ur Sigríði Elsu Oddsdóttur, lyfja- tækni og háskólanema, og eiga þau fjögur börn, Snorra, Ástu Hrund, Berglindi og Brynju. … helguð málefnum lífeyrissjóða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.