Morgunblaðið - 07.11.2002, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Haustráðstefna FLE
Auka faglega
þekkingu
Haustráðstefna Fé-lags löggiltraendurskoðenda
verður haldin dagana 8.
og 9. nóvember á Hótel
Loftleiðum. Fyrri dagur
ráðstefnunnar er öllum
opinn en sá seinni ein-
göngu ætlaður fé-
lagsmönnum. Valgerður
Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra ávarpar sam-
kunduna, en Guðmundur
Snorrason, formaður
FLE, svaraði nokkrum
spurningum Morgun-
blaðsins.
– Hver er tilgangurinn
með ráðstefnunni
og … eru þetta árlegar
uppákomur?
„Einn megintilgangur
Félags löggiltra endur-
skoðenda, FLE, er að viðhalda
og auka faglega þekkingu fé-
lagsmanna. Það gerir félagið
m.a. með útgáfu tímarits, nám-
skeiðahaldi fyrir endurskoðend-
ur og starfsmenn þeirra, sam-
starfi við hliðstæð erlend félög
svo og funda- og ráðstefnuhaldi.
Á undanförnum árum hefur
fundahald á vegum félagsins ver-
ið í nokkuð föstum skorðum. Há-
degisfundir eru haldnir mánað-
arlega, skattadagur félagsins er í
janúar og endurskoðendadagur
er í lok apríl. Haustráðstefnur
FLE hafa um margra ára skeið
verið haldnar í tengslum við að-
alfund félagsins í nóvember.
Ráðstefnan nú er engin undan-
tekning frá þeirri venju.“
– Hverjar verða helstu áhersl-
urnar og umfjöllunarefni ráð-
stefnunnar … og hvers vegna
eru þau málefni mál málanna að
þessu sinni?
„Við val á umfjöllunarefnum er
reynt að varpa ljósi á þá þætti í
viðskiptalífinu sem eru ofarlega
á baugi hverju sinni og snerta
með beinum og óbeinum hætti
starfsumhverfi okkar endurskoð-
enda. Sem dæmi um efnisval
fyrri ára má nefna skattamál og
stöðu Íslands í alþjóðlegu tilliti,
innherjaviðskipti á verðbréfa-
markaðinum, siðferði og reglur,
upplýsingatækni og rafræn við-
skipti, svo nokkuð sé nefnt.
Ráðstefnan nú verður sérstak-
lega helguð málefnum lífeyris-
sjóða, fjármálamarkaðarins og
sprotafyrirtækja. Það þykir við
hæfi að fá valinkunna sérfræð-
inga til að gera grein fyrir stöð-
unni eins og hún blasir við nú og
hvernig breytt efnahagsumhverfi
hefur þar áhrif. Þessi málefni
varða bæði endurskoðendur, fyr-
irtæki og allan almenning.“
– Hvernig er ráðstefnan byggð
upp, hverjir tala og um hvað?
„Á fyrri degi ráðstefnunnar
munu Albert Jónsson, forstöðu-
maður eignastýringar hjá Líf-
eyrissjóði starfsmanna ríkisins,
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, og Már Guð-
mundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabanka Íslands, fjalla um líf-
eyrismál, samfélags-
legt hlutverk lífeyris-
sjóða, fjárfestingar-
stefnu þeirra og
ávöxtun, svo nokkuð
sé nefnt. Fjármála-
markaðurinn verður tekinn fyrir
og munu Páll Harðarson, for-
stöðumaður rekstrarsviðs hjá
Kauphöll Íslands hf., og Edda
Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar Búnaðarbanka
Íslands, reyna að varpa ljósi á
stöðuna. Þá verða sprotafyrir-
tæki til umfjöllunar og verður
m.a. rætt um það hvaða leiðir eru
færar fyrir fyrirtæki til að afla
fjármagns til að koma góðum
hugmyndum í framkvæmd. Um
þetta munu þeir fjalla Úlfar
Steindórsson, framkvæmdastjóri
Nýsköpunarsjóðs, Rúnar Ómars-
son, framkvæmdastjóri Nikita
ehf., og Magnús Scheving, fram-
kvæmdastjóri Latabæjar ehf. Á
seinni degi ráðstefnunnar verður
tekin fyrir innleiðing alþjóðlegra
reikningsskilastaðla í samræmi
við nýjar reglur Evrópusam-
bandsins. Um þetta munu fjalla
Elva Ósk Wiium, lögfræðingur í
fjármálaráðuneyti, og Ólafur Þór
Jóhannesson endurskoðandi. Þá
munu Sigríður Helga Sveinsdótt-
ir og Rúnar B. Jóhannsson end-
urskoðendur hugleiða stöðu
FLE, hlutverk félagsins og
framtíð. Að lokum mun Jóhann
Ingi Gunnarsson sálfræðingur,
fjalla um árangurssinnað hugar-
far.“
– Er þessi ráðstefna bara fyrir
fólk í faginu?
„Nei, engan veginn. Eins og
fram kemur hér að framan er
leitast við að haga efnisvali þann-
ig að það veki áhuga fleiri en ein-
göngu endurskoðenda. Ég er
viss um að dagskráin á föstudag-
inn höfðar ekki síður til fjöl-
margra sem starfa úti í við-
skiptalífinu. Seinni dagur
ráðstefnunnar er hins vegar ein-
göngu ætlaður félagsmönnum
enda meira helgaður faglegri
málefnum endurskoðenda.“
– Er ekki hætta á að
svona málefni verði
rædd of faglega fyrir
almenning sem kynni
að hafa áhuga?
„Nei, það tel ég
ekki. Bæði er það að fyrirlesarar
á ráðstefnunni eru þekktir fyrir
vandaðan og áheyrilegan mál-
flutning og svo hitt að málefnin
sem þeir munu fjalla um skipta
almenning miklu, t.d. lífeyrismál-
in. Ég á því ekki von á öðru en að
dagskráin höfði til margra.“
Í lokin má geta þess að nánari
upplýsingar um ráðstefnuna er
að finna á vefnum www.fle.is.
Guðmundur Snorrason
Guðmundur Snorrason er
fæddur í Reykjavík 1958. Stúd-
ent frá MR 1978 og lauk Cand.
Oecon-námi á endurskoðunar-
sviði frá HÍ 1983. Löggiltur end-
urskoðandi 1987. Starfar sem
endurskoðandi við Grant Thorn-
ton-endurskoðun ehf. sem hann
stofnaði ásamt fleirum 1989. Hef-
ur starfað í ýmsum fagnefndum
á vegum Félags löggiltra endur-
skoðenda FLE og setið í stjórn
félagsins, varaformaður 1999–
2001 og síðan formaður. Kvænt-
ur Sigríði Elsu Oddsdóttur, lyfja-
tækni og háskólanema, og eiga
þau fjögur börn, Snorra, Ástu
Hrund, Berglindi og Brynju.
… helguð
málefnum
lífeyrissjóða