Morgunblaðið - 07.11.2002, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2002 41
hvaðeina er til féll við hestamennsk-
una. Ekki vílaði hann fyrir sér að
taka að sér gjafir fyrir okkur systk-
inin, einnig eftir að hann veiktist.
Einar var mjög skapgóður og sló
oft á létta strengi, hafði þægilega
nærveru, var skapmikill en á já-
kvæðan hátt. Það lýsir frænda mín-
um vel að hann neitaði að gefast upp
fyrir sjúkdómnum sem herjaði á
hann, var staðráðinn í því að vera til
og lifa lífinu til hinstu stundar, fór
meðal annars ríðandi áleiðis á
Landsmót í sumar. Gott var að sjá
hve kært var með honum og Hjöllu
og er missir hennar og fjölskyldunn-
ar mikill.
Elsku Hjalla og fjölskylda, ég vil
fyrir hönd okkar Sigga votta ykkur
dýpstu samúð. Megi Guð styrkja
ykkur á þessari stundu.
Ingibjörg Ingadóttir.
Kveðja frá
Íþróttadeild Fáks
Ég kynntist Einari þegar við hóf-
um störf í Íþróttadeild Fáks árið
2000. Enginn formaður var til staðar
og tók Einar það orðalaust að sér að
vera formaður deildarinnar. Það var
svo um sumarið 2001 að hann kemur
til mín og segir að hann sé að berjast
við illvígan sjúkdóm og hvort ég geti
ekki tekið við formannsstarfinu af
honum, hann viti ekki alveg hvað
hann þurfi að heyja þessa baráttu
lengi.
Þetta er lýsandi um hvernig Einar
var, ætlaði út í baráttuna á fullum
krafti og sigra. Þannig vann hann öll
sín verk, gekk í þau og kláraði með
miklum sóma. Það var gaman að
vinna með Einari, hann var alltaf já-
kvæður og drífandi hvernig sem á
gekk og hreif okkur hin með sér.
Dugnaður og kraftur einkenndi allt-
af hans störf og jafnvel þó að greini-
legt væri að kraftar hans færu þverr-
andi mætti hann á hvert mót og
uppákomu með útrétta hjálparhönd.
Ég þakka þér fyrir samfylgdina
Einar minn og veit að nú ferð þú að
þeysast um á glæstum gæðingum
annars staðar.
Eiginkonu hans, Hjálmfríði Jó-
hannsdóttur, og fjölskyldu færi ég
mína dýpstu samúð.
F.h. Íþróttadeildar Fáks,
Sólveig Ásgeirsdóttir.
Mél eru bruðin. Það glamrar í
beislum. Lítill hópur hestamanna er
tilbúinn að halda áfram eftir stutta
áningu í fjallaskarði. Í þann mund
sem riðið er af stað, stekkur Einar af
baki og kallar til samferðamanns,
„augnablik, það er steinn undir hjá
þér.“ Hann er búinn að losa hann og
kominn á bak, áður en flestir hafa
tekið eftir þessu atviki.
Nokkrir hestamenn standa úti í C
tröð og ræða málin. Hófatak heyrist
ofar í götunni og mennirnir líta upp
en halda áfram að spjalla. Það er
eitthvað einkennilegt við reiðlag
þess sem þar er á ferðinni, og Einar
hleypur fram fyrir hann og biður
hann að stíga af baki. „Hnakkurinn
er alltof aftarlega og gjörðin langt
undir kvið, og þú getur misst stjórn á
hestinum með þetta svona,“ segir
hann og gyrðir hnakkinn á réttum
stað og sýnir þessum ókunna nýliða í
reiðmennsku, hvernig best sé að
bera sig að.
Síðastliðið sumar á Brokshæðum
á leið í Vatnsdalinn. Það er heiðblár
himinn og viljugir hestarnir á yfir-
ferðartölti á dillandi moldargötum
og stóðið rennur á eftir okkur. Ég
segi við Einar, „Þetta er toppurinn.“
„Já,“ segir hann, „…það er ekki
hægt að komast nær himnaríki en
þetta.“
Einar Ásmundsson, greindist með
krabbamein fyrir liðlega ári síðan.
Sami kjarkurinn einkenndi baráttu
hans við þennan óboðna gest, rétt
eins og þegar hann var að eiga við og
temja hestana sína. Hann lét það t.d.
ekki buga sig þegar hann var kominn
í hjólastól fyrir nokkrum vikum, lam-
aður frá brjósti, og krabbinn „henti
honum af baki.“ Að sjálfsögðu fór
hann aftur „á bak,“ og hélt áfram
baráttunni, – einbeittur og æðrulaus.
Elsku Hjalla, Kristín, Addi og
Helga, Rósa og Einar litli, á erfiðum
tímamótum langar okkur að biðja
Hinn hæsta að styrkja ykkur.
Steingrímur og Rósa.
Fjölskylduvinur okkar og ferða-
félagi til margra ára hefur nú lagt
upp í sína síðustu ferð. Það var fyrir
um það bil þrettán árum sem leiðir
okkar mættust þegar dætur okkar
kepptu á sama æskulýðsmótinu í
hestaíþróttum. Það er löngu gleymt
hverjir unnu mótið, en stærsti vinn-
ingur okkar var að kynnast Einari og
Hjöllu, Adda og Kristínu. Fljótlega
urðum við hesthúsfélagar og það leið
ekki sú vika að við værum ekki í sam-
bandi, og bar þar aldrei skugga á.
Þær eru ófáar samverustundirnar
sem við höfum átt, útreiðartúrar og
samvera heima og heiman og ekki
síst ógleymanlegar hestaferðir víða
um landið. Einar var ekki mikið fyrir
margmenni og naut sín best í góðra
vina hópi og lék þá á als oddi. Hann
minntist t.d. oft ferðar sem við fórum
1994 og fannst hún standa upp úr, en
í henni vorum við hjónin ásamt Vil-
fríði dóttur okkar og Steina. Þá var
bara farið af stað og ekkert ákveðið
fyrirfram um dagleiðir nema fyrir
einn dag í einu. Einar var einstak-
lega góður ferðafélagi, hjálpsamur,
ósérhlífinn og aldrei nein vandamál,
bara ævintýri.
Einar reyndist einstök hetja í
veikindum sínum undanfarið ár og
hugsaði aldrei um uppgjöf. Hann
keypti sér t.d. tvö trippi sl. vor, svona
sér til gamans, – sagðist þurfa að
hafa eitthvað fyrir stafni. Maður
verður ríkari af því að kynnast svona
mönnum og lærir að vera ekki að
velta sér upp úr smámálum hvers-
dagsins.
Elsku Hjalla, Kristín og Addi og
Helga, megi Guð styrkja ykkur á
þessari stundu. Minningin lifir um
góðan dreng.
Sæþór og Jónína.
Sumt fólk gerir líf manns ríkara
og bætir það. Þannig var Einar.
Glaðvær, jákvæður, þægilegur,
orkumikill og ósérhlífinn. Maður
sem heillaði alla sem honum kynnt-
ust.
Þegar við hjónin hófum hesta-
mennsku okkar, af miklum áhuga og
takmarkaðri kunnáttu, vorum við
svo heppin að fá leigða stíu í húsi hjá
þeim bræðrum Einari og Magnúsi.
Einar hafði brennandi áhuga á
hrossum og öllu sem þeim viðkom og
ekki var annað hægt en að hrífast
með. Hann var ávallt tilbúinn að leið-
beina og aðstoða og bauð fram að-
stoð sína að fyrra bragði þegar á
þurfti að halda.
Við nutum þess að fara með Einari
í ógleymanleg hestaferðalög um
óbyggðir landsins. Einar var ferða-
vanur, þekkti vel til og hafði mikla
reynslu sem hann naut að miðla af.
Það var í félagsskap hesta og manna
í guðsgrænni náttúrunni sem Einar
naut sín best. Þegar hugsað er til
Einars sér maður hann fyrir sér
skælbrosandi með blik í augum á fal-
legum og viljugum hesti í íslenskri
náttúru.
Það hryggir okkur að fá ekki leng-
ur notið samveru Einars. Að fá ekki
að ríða út og fara í fleiri hestaferða-
lög með Einar í fararbroddi. Einkum
hryggir það þó auðvitað að Einar
skyldi ekki fá að njóta lífsins lengur.
Eitt er þó víst að andi Einars mun
fylgja okkur framvegis, hann verður
með okkur í hvert skipti sem lagt
verður á og ekki síst þegar haldið er í
ferðalög á heiðar og til fjalla.
Barátta, athafnasemi og dugnaður
Einars frá því að sjúkdómur hans
greindist fyrir rétt rúmu ári var
aðdáunarverður en við sumt verður
því miður ekki ráðið.
Elsku Hjalla, Ásmundur, Kristín
og aðrir aðstandendur Einars, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Brynjar og Ingibjörg.
✝ Gunnar Guð-mundsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
október árið 1925.
Hann lést á líknar-
deild Landspítalans í
Kópavogi 30. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Marsibil Björnsdótt-
ir, f. 1889, d. 1940, og
Guðmundur Árna-
son, f. 1877, d. 1954.
Systkini Gunnars
eru fjögur: Björn, f.
1918, Mildiríður, f.
1920, Guðríður, f.
1921, og Ellert, f. 1930. Ellert er
einn eftirlifandi.
Eiginkona Gunnars er Ólafía
Albertsdóttir, f. í Hafnarfirði
1930. Foreldrar hennar voru
María Þórðardóttir, f. 1894, og
Albert Erlendsson, f. 1896. Börn
Gunnars og Ólafíu
eru 1) Viðar, f. 1957,
maki Þuríður Jóns-
dóttir, f. 1960. Börn
þeirra eru Halla, f.
1981, Hanna, f.
1981, Kristín Lóa, f.
1987, Sigrún, f.
1990, og Hildur Ýr,
f. 1994. 2) María, f.
1969, maki Friðbert
Guðmundsson, f.
1963. Dóttir þeirra
er Helena, f. 1995.
Gunnar átti áður
Sævar Björn, f.
1948.
Gunnar og Ólafía bjuggu allan
sinn búskap í Hafnarfirði og vann
Gunnar lengst af hjá pósthúsinu í
Reykjavík.
Útför Gunnars verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt
okkur en ég veit að nú líður þér bet-
ur.
Ég á margar góðar minningar um
þig elsku pabbi minn og þær geymi
ég í hjarta mínu.
Þú varst hæglátur maður og vildir
aldrei láta mikið á þér bera en alltaf
boðinn og búinn að hjálpa ef á þurfti
að halda. Þau voru ófá skiptin sem
þú sóttir Helenu dóttur mína á leik-
skólann þegar hún var yngri og eins
ef hún var veik þá vildir þú alltaf
vera með hana svo við gætum farið í
vinnuna, hún hefur nú misst góðan
afa. Þú hvattir mig ávallt í öllu því
sem ég tók mér fyrir hendur og það
var þér mikils virði að okkur liði vel.
Síðasta ár var erfitt, pabbi minn,
en þú stóðst þig eins og hetja í veik-
indum þínum og sýndir mikla bar-
áttu og dugnað en ég veit að þú varst
ekki tilbúinn að yfirgefa okkur alveg
strax.
Elsku mamma, þú hefur líka stað-
ið þig vel og missir þinn er mikill.
Ég kveð þig nú pabbi minn og eftir
sitja góðar minningar um góðan
pabba.
Þín dóttir
María.
Elsku afi minn. Ég trúi því varla
að þú sért farinn frá okkur og að ég
eigi aldrei eftir að sjá þig aftur, en ég
veit að núna líður þér betur. Þú varst
góður afi og ég á margar góðar
minningar um þig.
Ég sakna þín og ég skal passa
hana ömmu fyrir þig.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Guð geymi þig afi minn.
Þín
Helena.
GUNNAR
GUÐMUNDSSON
Þau ljós sem skærast lýsa,
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Elsku Hjálmfríður, börnin ykk-
ar, Ásmundur og Kristín Helga og
aðrir syrgjendur. Okkar dýpsta
samúð fylgir þessum ljóðlínum.
Blessuð sé minning Einars Ás-
mundssonar.
Starfsmenn Gjábakka.
HINSTA KVEÐJA
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hef-
ur borist. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru
á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist
formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á
útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki
vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með
bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálks-
entimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án
þess að það sé gert með langri grein. Grein-
arhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
www.solsteinar.is sími 564 4566
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði,
áður til heimilis í Smáratúni 5,
Selfossi,
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 9. nóvember kl. 13.30.
Ólöf Guðmundsdóttir, Kristján Gíslason,
Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jón Gunnlaugsson,
Helgi Guðmundsson, Susan Faull,
Guðmundur Guðmundsson, Katrín Bjarnadóttir,
Edda Guðmundsdóttir, Karl H. Hillers,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RAGNHEIÐUR ESTHER EINARSDÓTTIR
hárgreiðslumeistari,
Snorrabraut 56, Reykjavík,
áður Stykkishólmi og Selfossi,
sem lést þriðjudaginn 5. nóvember, verður jarð-
sungin frá Selfosskirkju mánudaginn 11. nóv-
ember kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðríður Sigfúsdóttir, Thormod Haugen,
Margrét D. Sigfúsdóttir, Sigurður Petersen,
Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir,
Dómhildur A. Sigfúsdóttir,
María K. Sigfúsdóttir, Kristbjörn Theódórsson,
Sigurður Sigfússon, Sjöfn Björnsdóttir,
Ragnheiður Esther Briem, Jóhann Friðgeirsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein-
stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi.