Morgunblaðið - 24.11.2002, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sophus J. Nielsen kaupmaður og
Árni Gíslason formaður.
EIN merkustu þáttaskilsem orðið hafa í íslenskriatvinnusögu urðu hinn 25.nóvember árið 1902 þegarsexæringurinn Stanley
sigldi úr höfn á Ísafirði knúinn vél-
arafli, fyrstur íslenskra fiskibáta.
Þessa sjóferð má með sanni kalla
upphaf mestu atvinnubyltingar sem
orðið hefur á Íslandi. Tímamótanna
var minnst með hátíðarhöldum á
Ísafirði í gær.
Fyrir og um aldamótin 1900 varð
töluverð breyting á fiskveiðum hér
við land. Skip stækkuðu og sóttu á
fjarlægari mið en áður. Hingað
sóttu erlend botnvörpuskip og úti í
heimi hafði vélvæðingin haldið inn-
reið sína í fiskiskipaflotann. Strand-
byggðir á Íslandi áttu því undir
högg að sækja, afli var tregari og
erfiðlega gekk að manna bátana því
hluturinn var lítill. Það var því ekki
við öðru að búast en að framsýnir
menn myndu fyrr en seinna koma
auga á nýja möguleika sem svo
sannarlega áttu eftir að bylta at-
vinnulífi þjóðarinnar. Og byltingin
hófst á Vestfjörðum.
Í III. bindi af Sögu Ísfirðinga, eft-
ir Jón Þ. Þór, segir m.a: „Sigfús
Bjarnason, kaupmaður og konsúll,
varð fyrstur Ísfirðinga til að ákveða
að ráðast í útgerð vélknúins báts.
Hann dvaldist í Danmörku veturinn
1898–1899 og kynntist þar bátavél-
um, sem Danir voru þá sem óðast að
taka í notkun. Sigfús hreifst af þess-
ari nýju tækni og gerði ráðstafanir
til að fá vél. Vorið 1899 lét hann
flytja til Ísafjarðar efni í bát, sem
vélin átti að fara í, og hófst smíði
hans síðsumars það ár. Smíðina
önnuðust þeir Ásmundur Ásmunds-
son og Jón Gunnlaugsson í Hnífsdal,
og luku þeir verkinu veturinn 1899–
1900, en vélin kom ekki fyrr en í
apríl 1903, og þar var báturinn, sem
bar nafnið „Cæsar“, sjósettur.“
Töfin, sem varð á því að vél Sig-
fúsar kæmi til landsins, olli því að
hann varð ekki fyrstur Íslendinga
til að gera út vélbát til fiskveiða. Á
meðan hann beið, afréðu þeir Soph-
us J. Nielsen, verslunarstjóri og
Árni Gíslason formaður á Ísafirði,
að panta tveggja hestafla Mölle-
rups-vél í sexæring sem þeir áttu
saman og Stanley hét.
Í endurminningum sínum, Gull-
kistunni, segist Árni hafa hrifist
mjög af þessari nýju tækni sem
hann sá fyrst í dönskum bátum sem
stunduðu kolaveiðar frá Flateyri í
Önundarfirði og einsetti sér þá að
eignast slíkt farartæki. Árið 1900
ámálgaði hann þetta við félaga sinn,
Nielsen verslunarstjóra, sem hugn-
aðist þessi nýjung illa og lét ekki
segjast þrátt fyrir ítrekaða umleit-
an Árna. Síðar kom upp úr dúrnum
að Nielsen átti bróður sem var
starfsmaður mótorverksmiðju C.
Möllerups í Esbjerg. Fyrir orð hans
lét Nielsen að lokum segjast og úr
varð að keypt var teggja hestafla
mótor frá Möllerups. Vélin kom síð-
an með flutningaskipinu Vestu til
Ísafjarðar hinn 5. nóvember 1902.
Með vélinni var sendur ungur vél-
fræðingur, J.H. Jessen, til að að-
stoða við að setja vélina í Stanley og
kenna á hana.
Hesti slátrað í þágu vélvæðingar
Hinn 25. nóvember 1902 var búið
að setja vélina í bátinn og var hann
þá settur á flot og farið að reyna
hann. „Báturinn var inni á Polli og
fór formaður hans ásamt meðeig-
anda sínum og nokkrum bæjar-
mönnum fyrstu ferðina út í Hnífs-
dal. Ferðin gekk ágætlega og gekk
báturinn álíka og sex menn róa.
Hann var 40 mínútur utan úr Hnífs-
dal inn á Ísafjörð en fór þó sjálfsagt
fimm mínútna krók inn Djúpið,“
segir í frétt Vestra af þessum at-
burði og spáði ritstjóri blaðsins að
fleiri myndu fara að dæmi þeirra
Árna og Nielsens og verða sér úti
um vélar í báta sína. Vélin reyndist
afbragðsvel í þessari fyrstu ferð,
þrátt fyrir að eitt og annað kæmi
upp á, eins og við mátti búast. En
hinir framsýnu útgerðarmenn höfðu
ráð undir rifi hverju. T.a.m. hafði
gleymst að senda koppafeiti með
vélinni. Var því brugðið á það ráð að
slátra hesti og nota makkafeiti í stað
koppafeiti og reyndist hún vel.
Efasemdarraddir
Fjórum dögum síðar, eða 29.
nóvember, reri Árni Gíslason í
fyrsta sinni til fiskjar á Stanley
fyrir vélarafli og reyndist vélin vel
í alla staði. Árni reri síðan á Stanl-
ey frá Ísafirði á vetrarvertíðinni ár-
ið 1903 en fór þá út í Bolungarvík og
reri þaðan á vorvertíðinni, fiskaði
vel og þakkaði það að stórum hluta
hinni nýju tækni.
En ekki höfðu þó allir trú á þessu
brölti þeirra félaga, margir sögðu
það beinlínis heimsku að ætla sér að
lenda vélbát upp í grjótvarir í Bol-
ungarvík. Árni lét þessa gagnrýni
eins og vind um eyru þjóta en varð
þó ekki um sel þegar hann lenti vél-
bátnum í fyrsta sinn í Bolungarvík.
Stóð þó hópur manna á kambinum
en aðeins fáir þeirra komu til þess
að hjálpa við hífið en aðrir gengu
hlæjandi á brott. En það tók ekki
langan tíma að sannfæra Bolvíkinga
um ágæti hinnar nýju tækni. Strax
daginn eftir var gott veður og komu
bátarnir allir í land um hádegi
hlaðnir fiski. Árni lét hins vegar
ekki þar við sitja og hélt aftur á mið-
in og kom aftur með fullan bát af
fiski um kvöldið, enda var vinnan
um borð í vélbátnum skiljanlega
mun léttari auk þess sem hann gat
borið meiri afla. Vélbátarnir voru
auk þess fljótari í förum en áraskip-
in, gátu farið í fleiri veiðiferðir á
sama tíma og þannig nýtt sér betur
aflahrotur. Fiskisagan flaug fljótt
um Bolungarvík, fjöldi manna til að
sannreyna söguna og vildu nú óðir
og uppvægir hjálpa til við lend-
inguna á þessum merkilega bát.
Vantrúin á vélbátana kom fram í
mörgum myndum eins og merkja
má í grein, sem Fridtiof Nielsen,
sonur Sophusar Nielsen, ritaði í sjó-
mannablaðið Víking árið 1947 en
þar sagði hann frá því er vélin var
sett í Stanley árið 1902 og fyrstu
reynsluferðinni. „Sem dæmi um
það, hve ótrúin var mikil á þessum
mótorum, og þeir beinlínis álitnir
manndrápstæki, man ég eftir því að
löngu seinna sagði móðir mín mér
frá því, að áður en þessi reynsluför
var farin, hefði kona á Ísafirði spurt
sig, hvort ekki væri nóg að maður-
inn hennar (faðir minn) færi þessa
ferð, þó svo blessaðir drengirnir
væru látnir vera heima! Ferð þessi
til Hnífsdals vakti mikla eftirtekt,
sérstaklega meðal sjómanna, en
dómarnir voru misjafnir, t.d. heyrði
ég seinna, að sjómenn óttuðust að
skellirnir frá útblástursröri mót-
orsins myndu fæla allan fisk burt.“
Þannig vildu margir fara hægt í
sakirnar. Búandkarl ritaði grein í
Þjóðviljann haustið 1906 undir fyr-
irsögninni Landbúnaðurinn við
Djúp og mótorbátaútvegurinn. Þar
segir m.a.: „En lætin í Djúpmönnum
að fá sér þessa báta virðast næstum
benda á, að margir ætli, að aflinn sé
vís sé vélinn fengin í bátinn. Djúp-
menn hefðu sér að skaðlausu vel
getað farið hægar af stað í þessum
mótorbátaútvegi, það er enn með
öllu óséð til hvers hagnaðar hann
verður fyrir útvegsmennina, en
landbúnaðinum verður hann óþarf-
ur, á því er enginn vafi.“
Hátt í 100 vélar á þremur árum
En reynslan af vélbátnum Stanl-
ey þaggaði fljótt niður í efasemd-
armönnum og ekki leið á löngu uns
allir vildi fá sér vél í báta sína. Árni
og Nielsen gerðust umboðsmenn
Möllerups á Íslandi og strax sum-
arið 1903 var byrjað að panta vélar
og smíða skip undir þær. „Þeir
menn voru ekki fáir, sem þótti
þarna geyst farið og spáðu, að þetta
nýjabrum myndi skammt endast.
En slíkar raddir náðu þó engu veðri.
Ekkert gat stöðvað þá þungu öldu
sem risin var með mótorvélunum.
Eftir þrjú ár frá því að fyrsta mót-
orvélin kom hingað til lands voru
allir sexæringar í Bolungarvík
komnir með mótorvélar, tveggja til
fjögurra hestafla. Hér á Ísafirði og í
Hnífsdal voru líka komnar margar
mótorvélar, sumar 10 hestöfl,“ segir
Árni í endurminningum sínum en
hann telur að árið 1905 hafi verið
komnar vélar í upp undir hundrað
báta við Djúp og í næstu byggðar-
lögum.
Ljóst var að vélvæðing íslenska
fiskiskipaflotans var hafin. En slík
bylting var ekki kostnaðarlaus. Vél-
in í Stanley kostaði t.a.m. 900 krón-
ur sem var dágóður skildingur á
þeim tíma og er þá ótalinn kostn-
aður við ýmsar breytingar sem gera
þurfti á bátnum. En menn gerðu sér
þó fljótt grein fyrir að nú var að
duga eða drepast, þróuninni yrði
ekki snúið við. Kaupmenn sáu sér
fljótt hag í vélvæðingunni og studdu
hana með ráðum og dáð og lánuðu
til vélakaupa eða skipasmíða, enda
víst að með henni myndu viðskipti
aukast. Eins urðu um þessar mund-
ir miklar breytingar í bankamálum
landins, útbúum fjölgaði úti á landi
og þau, einkum Íslandbanki, lánuðu
óspart til kaupa og útgerð vélbáta.
Eins mun Landsbankinn hafa lánað
umtalsvert fé í þessu skyni. Fjár-
mögnun vélvæðingarinnar gekk því
vel. Ekki spillti fyrir að útgerð
bátanna gekk afar vel fyrstu árin,
aflabrögð voru góð og bátarnir til-
tölulega fljótir að borga sig upp.
Grettistak ísfirskra sjómanna
En eins og gengur var afkoma
vélbátaútgerðarinnar ærið misjöfn,
margir græddu talsvert fé á
skömmum tíma en aðrir töpuðu
meira og minna, að sögn Árna oftast
fyrir sérsök óhöpp og stundum fyrir
slóðaskap. Hann segir í niðurlagi
æviminninga sinna að ísfirsk sjó-
mannastétt hafi á þessum árum lyft
grettistaki. „Tel ég, að vélbátaút-
vegurinn sem nú er aðalútgerð
Vestfirðinga, hafi reynst happa-
drjúgur og heillaríkur. Hann hefir
stöðugt færzt í aukana; skipunum
hefur fjölgað og þau stækkað, eftir
því sem kringumstæður hentuðu og
reynzlan kenndi mönnum bæði um
stærð og allan útbúnað skipanna.
Undanfari þess fríða vélbátaflota,
sem landsmenn eiga nú, voru litlu
mótorbátarnir, sem hér bar að landi
í byrjun aldarinnar.“
Heimildir
Gullkistan. Endurminningar Árna Gísla-
sonar um fiskveiðar við Ísafjarðardjúp árin
1880–1905. Arngrímur Fr. Bjarnason bjó til
prentunar. Ísafirði 1944.
Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins
forna, III. bindi, eftir Jón Þ. Þór. Ísafirði
1988.
Vélsmiðjur á Ísafirði fimm fyrstu áratugi
þessarar aldar, eftir Jón Pál Halldórsson.
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga. Ísafirði 1985.
100 ár liðin frá því fyrsti íslenski fiskibáturinn sigldi fyrir vélarafli á miðin
Árarnar lagðar til hliðar
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Málverk Sigurðar Guðjónssonar af Stanley, fyrsta íslenska vélbátnum, en ekki er til ljósmynd af bátnum.
Fyrir hartnær 100 árum sigldi sexæringurinn
Stanley frá Ísafirði knúinn vélarafli, fyrstur
íslenskra fiskibáta. Helgi Mar Árnason rekur
hér upphaf einnar mestu atvinnubyltingar
sem orðið hefur á Íslandi.
hema@mbl.is
Ljósmyndir/Björn Pálsson
EINS og gefur að skilja gekk mönnummisjafnlega að fara með hina nýjutækni sem vélvæðingin var. Sumir
voru fljótir að læra meðferð vélanna og
hirtu þær vel en aðrir voru kærulausir og
lögðu sig ekki fram um meðferð vélanna
og urðu hjá þeim tíðar bilanir, margar
vegna trassaskapar. Það varð því fljótt ljóst
að koma þyrfti á fót vélaverkstæði sem ann-
aðist þjónustu við ört stækkandi vélbátaflot-
ann og að kenna þyrfti sjómönnum eitt og
annað um meðferð vélanna. Óhætt er að full-
yrða að Jens Hansen Jessen, Daninn ungi
sem sendur var með hingað til lands til að setja niður
fyrstu mótorvélina, sé lærifaðir allra íslenskra vél-
virkja.
Jessen kom, eins og áður sagði, til að setja niður
vélina í Stanley en hélt að því loknu aftur heim til
Danmerkur. Hann kom hins vegar fljótlega aftur til
Ísafjarðar, kvæntist íslenskri konu og setti árið 1904
á stofn vélsmiðju, hina fyrstu sinnar tegundar á Ís-
landi. Jessen naut við þetta framtak sitt stuðnings
útgerðarmanna á Ísafirði sem gengu í ábyrgð fyrir
15 þúsund króna láni í Sparisjóði Ísfirðinga til
að koma vélsmiðjunni á laggirnar.
Vélsmiðjan er án nokkurs vafa vagga inn-
lendrar þekkingar í vélfræði. Fram til þessa
tíma var ekki um neina vélfræðimenntun að
ræða hér á landi. Með vélsmiðju J.H. Jessen
var lagður grunnur að kennslu í vélfræði og
hún hefur án nokkurs vafa haft mikil áhrif á
uppbyggingu starfsgreinarinnar hérlendis
og viðhorf manna til hennar. Nemendur Jes-
sens voru margir og dreifðust víða um land
að námi loknu. Margir þeirra urðu vélstjórar
á fiski- og flutningaskipum og tveir af nem-
endum Jessens, þeir Gísli Jónsson sem síðar varð al-
þingismaður og Hallgrímur Jónsson, síðar yfirvél-
stjóri hjá Eimskip, luku báðir prófi frá vélfræðideild
Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 1914 og áttu
hvað mestan þátt í stofnun Vélskóla Íslands árið
1915. Þeir settust báðir þar á skólabekk og luku
prófi ári síðar, tveir af þremur fyrstu nemendum
hins nýja skóla.
J.H. Jessen lést úr taugaveiki árið 1910, þá aðeins
27 ára gamall.
Jens Hansen
Jessen
Vagga vélfræði-
menntunar á Íslandi