Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 8
Upplýsingar um uppákomur á að-
ventu í Stokkhólmi er að finna á
slóðinni www.stockholmtown.com
Í TILEFNI af út-
komu nýs ferða-
bæklings Ferða-
skrifstofunnar
Emblu verður efnt
til svokallaðrar
ferðaveislu í Nor-
ræna húsinu næst-
komandi mánu-
dagskvöld, 25. nóvember, kl. 20.
Kynntir verða í máli og myndum
áfangastaðir Emblu. Ákveðið
hefur verið að auka framboð
ferða til Suður-Ameríku með
Ekvador í broddi fylkingar en
landið státar m.a. af Galapagos-
eyjum. Í fréttatilkynningu frá
Emblu kemur fram að af þessu
tilefni kemur til landsins nátt-
úrulífsfræðingur, Robby Delg-
ado, sem verður leiðsögumaður
Emblu í Ekvador, en hann mun
kynna landið í máli og myndum.
Kynningin hefst með myndasýn-
ingu og kynningu á Barbados,
Máritíus og Borg-
undarhólmi en að
því loknu mun
Robby Delgado
kynna Ekvador og
ferð Emblu sem
fyrirhuguð er í
október á næsta
ári. Í kaffihléi gefst
kostur á að spjalla við farar-
stjóra Emblu en síðan hefst
kynning á ferðinni með Austur-
landahraðlestinni, um Síberíu,
Mongólíu og Kína, en hún verður
farin 2. ágúst. Jafnframt verður
nýr ferðaklúbbur Emblu kynntur
og dregið í ferðagetraun.
Kynning á ferðum Emblu
Allar nánari upplýsingar
hjá Ferðaskrifstofunni Emblu
í síma 511 4080, netfang:
info@embla.is eða á heima-
síðunni www.embla.is
Í SÍÐUSTU viku var Liseberg-skemmtigarðurinn
í Gautaborg í Svíþjóð opnaður sem jólagarður.
Þetta er í þriðja skipti sem jólaland er opnað í
skemmtigarði Gautaborgarbúa. Milljónir jólaljósa
prýða hann, kórar koma og taka jólalög, seldur er
sænskur jólamatur og hægt að gæða sér á pip-
arkökum og jólaglögg. Opið er í ýmis tæki og hægt
að heilsa upp á sænsk húsdýr og jafnvel bregða
sér á hestbak. Þá er hægt að fara á skauta og rús-
ínan í pylsuendanum er jólamarkaður þar sem
hægt er að kaupa jólagjafir, allskonar jólagóðgæti
eins og heimalagað sinnep, marsípan, te og krydd
og skoða sænskt handverk hjá um sjötíu sölu-
aðilum.
Jólastemmning í Gautaborg
Frekari upplýsingar um jólalandið í
skemmtigarði Gautaborgarbúa er á slóðinni
www.liseberg.se
Í BOTANICAL Garden í New York eða grasa-
garðinum þar í borg verður opnuð sérstök jólasýn-
ing hinn 29. nóvember og stendur hún fram til 5.
janúar. Garðurinn verður ljósum prýddur og 29.
nóvember verður formlega opnað stórt svæði þar
sem litlar lestir líða framhjá smækkuðum, þekktum
byggingum í New York. Búið er að setja upp eft-
irlíkingar af um 95 byggingum í borginni. Þá er bú-
ið að hanna fjöll, fossa, læki og landslag sem fellur
að stærð lestanna. Við hönnunina voru notuð efni
eins og ber, könglar, kanilstangir, laufblöð, fræ og
blóm.
Garða- og lestarsýning í tilefni jóla
Nánari upplýsingar fást á
slóðinni www.nybg.org
KOMIÐ er út kort af ferða-
leiðum sunnan Hofsjökuls.
Landsvirkjun lét gera kortið
en fjölmargir komu að gerð
þess.
Kortið er gefið út á íslensku
og ensku og annast Hið ís-
lenska bókmenntafélag dreif-
ingu. Það verður til sölu í
bókabúðum og á ferða-
mannastöðum sunnanlands
og kostar þúsund krónur.
Kort af ferðaleiðum
sunnan Hofsjökuls
TIL stendur að ráðast í viðamiklar
framkvæmdir við Geysi í Haukadal í vor
en Guðmundur Jónsson arkitekt hefur
hannað framtíðarskipulag fyrir svæðið.
„Mikil uppbygging hefur átt sér stað
við Geysi á undanförnum árum en það
þurfti að tryggja framtíðarskipulag sem
gerir ráð fyrir enn frekari þróun á
þessu svæði,“ segir Guðmundur. „Einn-
ig vildum við gera breytingar á bíla-
stæðaskipulagi og aðkomunni að Geysi,
sem er óhentug, sérstaklega fyrir gang-
andi vegfarendur sem þurfa að fara yfir
þjóðveginn til að komast að sjálfu
hverasvæðinu.
Í tillögu minni lagði ég því ríka
áherslu á að skilja að gangandi og ak-
andi vegfarendur, til dæmis með því að
hanna undirgöng undir veginn. Í þess-
um göngum er síðan áformað að hafa
sýningu um hverasvæðið sem fólk getur
skoðað á leiðinni að hverunum.“
Guðmundur segir að sporöskjulagað
torg verði hjarta svæðisins og út frá því
liggi aðalæðarnar eins og í undirgöngin,
á hótelið og á Geysissýninguna. Á torg-
inu verður höfðað til náttúrunnar í
kring með nútímalegu samspili vatns og
gufu.
Auk aðkomunnar hefur Guðmundur
skipulagt hvernig unnt sé að stækka
þær byggingar sem fyrir eru og tengja
þær torginu. Þá segir hann hótelið við
Geysi kjörið ráðstefnu- og heilsuhótel
og hefur einnig lagt til breytingar þar
að lútandi.
Már Sigurðsson, sem er eigandi Hót-
els Geysis, segir að búið sé að kynna
skipulagið fyrir ýmsum sem málið varð-
ar, þ.á m. ráðuneytum, og almennt ríki
mikil ánægja með þessar tillögur Guð-
mundar. Hann segir að í þeim hafi kom-
ið fram nýstárlegar og skemmtilegar
hugmyndir sem muni gjörbreyta staðn-
um. Einnig var Oddur Hermannsson
landslagsarkitekt Má innan handar við
skipulagsvinnu staðarins í heild.
„Ég tel líklegt að hafist verði handa
við þessar breytingar í vor. Ef þær ná
fram að ganga verður gjörbylting á að-
komu, þjónustu og fræðslu fyrir bæði
innlenda og erlenda ferðamenn.“
Búið að hanna framtíðarskipulag við Geysissvæðið í Haukadal
Grafa á
undirgöng
að hvera-
svæðinu
Í framtíðarskipulagi Geysissvæðisins er m.a. gert ráð fyrir að hótelið verði ráðstefnu- og heilsuhótel.
Torgið verður miðja Geysissvæðisins og út frá því liggur leið í undirgöng, á hótelið, bílastæðin og á
Geysissýninguna.
Bílaleigubílar
Sumarhús
í Danmörku
og Mið-Evrópu
Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975 pr. viku.
Innifalið í verð;
Ótakmarkaður akstur, allar
tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.)
Sumarhús eru ódýr kostur haust og
vor. Hótel. Heimagisting.
Bændagisting.Tökum nú við pöntunum
á sumarhúsum/húsbílum og
hótelherbergjum fyrir Heimsmót
íslenska hestsins í Herning 2003.
Fylkir Ágústsson,
Fylkir — Bílaleiga ehf.
sími 456 3745
netfang fylkirag@fylkir.is
heimasíða www.fylkir.is