Morgunblaðið - 24.11.2002, Qupperneq 11
nn
einkamál Austfirðinga. Hér er um stórkostlegt
landsmál að ræða, sem varðar framtíðarhagsmuni
höfuðborgarbúa. Það er t.d. ljóst að eftir að það
náðist mikilvægur samningur varðandi aldraða í
landinu, þá þurfum við enn frekar á vexti að halda í
þjóðarframleiðslunni og að haldið verði fast við
áform um uppbyggingu atvinnuveganna í landinu,
því við getum ekki fengið meiri peninga til sam-
neyslunnar, nema við aukum tekjur samfélagsins.“
Gaman að kosningabaráttu
Það hefur vakið athygli að Páll Pétursson, ráð-
herra Framsóknarflokksins, náði ekki kjöri í kosn-
ingum á kjördæmisþingi í Norðvesturkjördæmi um
síðustu helgi. Halldór og Páll hófu báðir þing-
mennsku árið 1974 og eru því með lengstan starfs-
aldur á þingi. Þar sem Páll verður ekki í framboði,
stefnir í að Halldór verði að loknum næstu kosn-
ingum sá þingmaður sem á lengsta þingsetu að
baki - aðeins 55 ára að aldri. Halldór segist telja að
niðurstaðan í kosningunni hafi hvorki komið Páli né
öðrum algjörlega á óvart.
„Það liggur ljóst fyrir að þegar menn eru búnir
að vera svona lengi í stjórnmálum og erum komnir
á ákveðinn aldur, þá verður krafan um endurnýjun
sterkari. Það þýðir ekki að viðkomandi einstakling-
ar hafi eitthvað á móti Páli eða öðrum á líkum aldri.
Það sjónarmið getur einfaldlega verið uppi að kom-
inn sé tími á yngra fólk og endurnýjun þurfi að eiga
sér stað. Ég tel það hafa gerst þarna og mér finnst
Páll hafa tekið því afskaplega vel.“
Annars leggst kosningaveturinn vel í Halldór.
„Mér finnst alltaf gaman að kosningabaráttu og ég
geng til hennar fullur bjartsýni. Mér finnst ég hafa
öðlast góðan styrk upp á síðkastið og vera betur
undir kosningar búinn en oftast áður. Ég held að
það eigi við um flokkinn í heild, enda höfum við
staðið fyrir endurskipulagningu á innra starfi hans
og flokksskrifstofunni með góðum árangri. Allt
held ég að þetta skili sér. Það hefur gengið vel á
undanförnum árum og við höfum skilað miklu og
góðu verki. Það er stöðugleiki í þjóðfélaginu, vöxtur
í þjóðartekjum, og gott jafnvægi í utanríkisvið-
skiptum og ríkisfjármálum. Mér finnst því sam-
félagið vera vel í stakk búið að takast á við framtíð-
ina.“
Markmiðið að stýra ríkisstjórn
– Þú talar um stöðugleika í ríkisfjármálum, en er
friður á stjórnarheimilinu?
„Já, það er ágætur friður á stjórnarheimilinu.
Við erum ekki sammála um allt, höfum aldrei verið
og munum eflaust aldrei verða það, en okkur hefur
tekist að leysa öll mál sem upp hafa komið. Þar hafa
báðir aðilar þurft að gefa nokkuð eftir, eins og gef-
ur að skilja og fylgir sambúð á öllum heimilum. Við
settum okkur að halda áfram uppbyggingu stór-
iðju. Það virðist ætla að takast. Við settum okkur að
einkavæða fjármálamarkaðinn. Það ætlar að tak-
ast. Við settum okkur að verja meira fjármagni til
félags- og samfélagsmála. Það höfum við gert. Við
ætluðum okkur að auka kaupmátt almennings og
lækka skatta. Allt hefur þetta gengið eftir. Þegar
vel gengur, þá getur maður ekki verið annað en
ánægður og þakklátur.“
Halldór sagði á haustfundi landsstjórnar og
þingflokks Framsóknarflokksins í september sl. að
aðalmarkmiðið ætti að vera að stýra ríkisstjórn eft-
ir næstu kosningar. „Við höfðum einnig það mark-
mið í síðustu kosningum að við vildum ná forystu í
ríkisstjórn. Við fengum ekki kosningu sem gaf til-
efni til þess síðast og því fór sem fór. En það er
áfram markmið okkar, eins og annarra stjórnmála-
flokka. Það hlýtur að vera eðlilegur metnaður af
hálfu Framsóknarflokksins að stýra ríkisstjórn. Ég
set fram það markmið af fullri einurð, m.a. vegna
þess að ég tel að forystustörf Framsóknarflokksins
hafi gengið vel og ég hafi öðlast nægilega reynslu á
undanförnum áratugum til að taka það hlutverk að
mér. Það er síðan kjósenda að ákveða hvort það
verður að veruleika.“
– Hversu góður þarf árangurinn að vera?
„Ég hef engar prósentur í því sambandi í huga,
en það hlýtur að liggja í eðli máls að þegar slíkt
markmið er sett fram, þá erum við að vonast til að
fá meiri stuðning í næstu kosningum en í þeim síð-
ustu.“
Morgunblaðið/Kristinn
tjóra NATO, George Robertson, með Davíð Oddssyni for-
nríkisráðherra.
Morgunblaðið/RAX
Á myndinni að neðan eru Halldór Ás-
grímsson og Guðni Ágústsson í kastljósi
fjölmiðla.
Við munum ekki eiga sterka
höfuðborg nema eiga sterka
landsbyggð. Og landsbyggðin
verður heldur ekki sterk
nema með öflugri höfuðborg.
pebl@mbl.is
Til vinstri: Fundur utanríkisráðherra
NATO og Rússlands í Háskólabíói í sumar.
Halldór Ásgrímsson og Colin Powell,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ræðast
við meðan verið er að undirbúa mynda-
töku af öllum ráðherrunum. Með þeim á
myndinni eru ungverski utanríkisráðherr-
ann og sá gríski.
Ég tel t.d. fráleitt að breyta
heilsugæslunni, eða grund-
vallarþáttum í heilsugæsl-
unni, vegna verkfalla á
vinnustöðunum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 11
ÍSÍÐUSTU viku ákvað Halldór Ásgrímssonutanríkisráðherra að senda embættis-menn til höfuðborga allra 15 aðildarríkja
Evrópusambandsins, ESB. Erindið var að
skýra frá því hvers vegna Íslendingar gætu
ekki sætt sig við tillögur framkvæmda-
stjórnar ESB um aukin framlög Íslands í þró-
unarsjóð EFTA, vegna framlaga til fátækari
ríkja sambandsins. Einnig að mótmæla þeim
áformum að Ísland, Noregur og Liechtenstein
leggi fram fjármagn í uppbyggingarsjóði ESB.
Talað var um að þetta væri „maður á mann“-
aðferðin, en hún er gjarnan notuð í handbolta
þegar lið eru undir og skammt er til leiksloka.
Sýnir þetta í hnotskurn hversu Ísland má sín
lítils í samskiptum við risann ESB?
„Það liggur ljóst fyrir að við höfum átt í
vaxandi erfiðleikum með að verja EES-
samninginn,“ segir Halldór. „Þetta er dæmi
um tillögur framkvæmdastjórnar ESB sem
eru ekki í neinu samræmi við samninginn.
Lögð hefur verið á það áhersla undanfarin ár
að við yrðum að gera okkur grein fyrir því að
við værum ekki fullgildir aðilar og gætum því
ekki notið fullra réttinda. En núna eigum við
allt í einu að borga inn í sjóði ESB eins og að-
ildarríkin. Við höfum borgað í styrktarstjóði,
sem notaðir hafa verið vegna fátækustu
ríkjanna, án þess að okkur beri skylda til þess
samkvæmt EES-samningnum. Og nú á að
skylda okkur til að borga í uppbyggingasjóð-
ina, sem notaðir eru í öllum aðildarríkjunum.
Við Íslendingar eigum nóg með okkar
vandamál á þessu sviði. Við erum með sam-
göngukostnað sem er langtum hærri en víð-
ast annars staðar og dreifðan landbúnað sem
býr við erfið skilyrði. Þessar kröfur eru því
mjög ósanngjarnar og við hljótum að fara
fram af fullri einurð á pólitískum vettvangi til
þess að reyna að hrinda þeim.
Síðan stöndum við frammi fyrir því að okk-
ar sjávarafurðir njóta fulls tollfrelsis í Mið- og
Austur-Evrópu, samkvæmt fríversl-
unarsamningum. Útlit er fyrir að með stækk-
un ESB verði lagðir tollar á þau viðskipti. Við
getum ekki sætt okkur við svona upplegg og
það hlýtur að vera skylda utanríkisþjónust-
unnar að bregðast við af fullum krafti til þess
að ná fram sanngirni í þetta samnings-
umboð.“
Hvorki bjartsýnn né svartsýnn
Halldór segist hvorki bjartsýnn né svart-
sýnn á að þessar tilraunir skili árangri. „Mér
finnst við búa við vaxandi tómlæti varðandi
EES-samninginn og það hefur valdið mér
áhyggjum um nokkurt skeið. Þessir atburðir
nú styrkja mig í þeirri trú að ég hafi á réttu að
standa. Það er ekki síst ástæðan fyrir því að
ég hef talið nauðsynlegt að kanna miklu betur
kosti og galla aðildar að ESB og þess að hafa
beinni áhrif á þróun mála. Við getum ekki ver-
ið stöðugt með lífið í lúkunum og í vörn út af
mikilvægustu hagsmunamálum þjóðarinnar.“
Halldór hefur sagt nauðsynlegt að komi til
viðræðna um inngöngu í ESB verði að árétta
sérstöðu svæðisins umhverfis Ísland með
óyggjandi hætti. Það þurfi ekki að vera sett
fram sem almenn undanþága frá sjávarút-
vegsstefnu ESB, heldur geti það fallið undir
svokallaða nálægðarreglu. Það feli í sér að
ákvarðanir um nýtingu á auðlind Íslendinga,
sem ekki er sameiginleg með öðrum aðildar-
ríkjum ESB, yrðu teknar hér á landi. Óvíst sé
hvort slík sérstaða hlyti samþykki allra aðild-
arríkja ESB og ljóst að án slíks sérákvæðis
myndum við um alla framtíð sigla okkar sjó
utan ESB. En er ekki útilokað að slíkt sam-
þykki fáist hjá fiskveiðiþjóðum á borð við
Spánverja sem eiga í samkeppni við Íslend-
inga?
„Ég hefði talið það útilokað fyrir tíu árum,
en tel ekki svo vera í dag,“ segir Halldór. „Það
er til dæmis ljóst að eyríkið Malta hefur feng-
ið fulla stjórn á sínum málum innan 25 mílna.
Og þetta ríki er í miðju Miðjarðarhafi. Margt
hefur komið fram að undanförnu, sem bendir
til að sérstaða Íslands gæti hlotið viðurkenn-
ingu og því er rangt að útiloka það fyrirfram.“
– Gefa þín samtöl við ráðamenn í Evrópu
tilefni til þess að ætla að þetta geti gengið
eftir?
„Já, það er mitt mat. Ég tel fulla ástæðu til
að ætla að það sé hugsanlegt.“ Halldór segir
fleiri grundvallaratriði ráða afstöðu Fram-
sóknarflokksins. „Ég nefni sem dæmi
greiðslur til og frá ESB, m.a. í landbúnaði. Ég
varð þess áskynja á Möltu að ráðamenn þar
reikna með að tekið verði tillit til sérstöðu ey-
ríkja í þeim samningum sem verið er að
leggja lokahönd á, og ættu að skýrast á
næstu tveimur vikum. Til dæmis hafa þeir
fengið fram skilning á því að það sé eðlilegt
að taka tillit til þess að eyríki þurfi að fara
með vörur sínar gegnum tvær hafnir, fyrst á
viðkomandi eyju og síðan á meginlandinu,
sem skerði samkeppnisstöðu eyríkja. Ýmis
svona atriði, sem eru að koma fram í þessum
viðræðum, eru eftirtektarverð fyrir okkur. Við
höfum ekki efni á því að útiloka allt fyrirfram
og fylgjast ekki með því sem er að gerast. Ég
tel að samningurinn um EES, eins og fram-
kvæmdastjórn ESB leggur spilin á borðið
núna, sé í mjög mikilli hættu. Það liggur alveg
fyrir að mínu mati að við getum ekki gengið
til samninga á þeim grundvelli sem hún er að
boða. Og ef þeir samningar takast ekki, ja
hvað þá?“
– Hvað þá?
„Það er ekki einfalt að ráða í þá stöðu og í
sjálfu sér ekki tímabært. Við verðum að nálg-
ast þessi mál með opnum huga, en ekki með
því að útiloka hlutina fyrirfram í allar áttir.“
– Kemur til greina þegar vegnir hafa verið
ólíkir hagsmunir að hnika eitthvað til afstöðu
Íslendinga varðandi yfirráð yfir fiskimið-
unum?
„Ég tel það grundvallaratriði að við höfum
sjálfir stjórn á fiskveiðiauðlindinni. Ég geri mér
hins vegar grein fyrir því að miðað við núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi og sameiginlegu
fiskveiðistjórnunina hjá ESB, þá eru end-
anlegar ákvarðanir um heildarkvóta teknar á
sameiginlegum fundum sjávarútvegs-
ráðherra allra landanna. Það er þó engin
ástæða til að ætla annað, en að þar yrðu til-
lögur sjávarútvegsráðherra Íslands og ís-
lenskra vísindamanna samþykktar. Það liggur
líka ljóst fyrir að við yrðum að gangast inn á
fjárfestingarfrelsi í sjávarútveginum. Það er
ekki sú sama hindrun í dag og ég taldi fyrir tíu
árum. Ég tel að við höfum öðlast það mikla
burði á þessu sviði, að ekki sé ástæða til að
óttast það með sama hætti, enda eru íslensk
fyrirtæki að fjárfesta í ríkum mæli erlendis.“
Hvers virði eru slíkir flokkar?
– Nú standa fyrir dyrum miklar breytingar
á ESB, m.a. er aðildarríkjum að fjölga úr 15 í
25. Knýr nokkuð á um aðild Íslands áður en
ljóst verður hvað breytingarnar hafa í för með
sér?
„Það er alveg rétt að það er ekkert sem
knýr á um endanlega afstöðu í dag. En um-
ræðan er mjög nauðsynleg vegna þess að við
verðum að vita hvert stefnir. Við getum ekki
leyft okkur að byggja afstöðu í þessu grund-
vallarmáli á ranghugmyndum og öfgum á
báða bóga. Við segjum að ESB og stækkun
þess sé hið besta mál fyrir Evrópu og um-
heiminn. En við segjum líka að það sé gott
fyrir alla nema okkur. Við verðum þá að
minnsta kosti að vita af hverju það er gott
fyrir alla aðra en okkur.“
Skoðanir eru skiptar í Framsóknarflokk-
num um hvort sækja eigi um aðild að ESB, en
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og
varaformaður flokksins hefur lýst því yfir að
fremur eigi að styrkja EES-samninginn en
stefna að inngöngu í ESB. Er stefna Fram-
sóknarflokksins í Evrópumálum trúverðug
þegar orð forystumannanna eru misvísandi?
„Ég tel orð okkar ekki vera misvísandi. Við
fylgjum báðir stefnu flokksins, en höfum jafn-
framt báðir lýst því yfir að opinská umræða
um þessi mál sé nauðsynleg. Þetta er ekki
spurning um að allir flokksmenn séu ná-
kvæmlega á sama máli heldur hvaða afstöðu
flokkurinn tekur. Það er skylda mín sem for-
manns flokksins og utanríkisráðherra að taka
á þeim málum, sem varða framtíð Íslands, og
þar er ekkert mál eins mikilvægt og þetta. Ég
hef enga heimild til þess að láta mig það engu
skipta. Ég held áfram að gera það. Ég tel það
mína skyldu. Ég tel það skyldu Framsókn-
arflokksins. Ég tel það skyldu gagnvart þeim
kjósendum sem bera traust til okkar. Ég tel
það ekki síst skyldu gagnvart unga fólkinu
sem er að hasla sér völl í flokknum í vaxandi
mæli og búa sig undir að taka við honum. En
það er aldrei neitt stórmál uppi í neinu sam-
félagi án mismunandi skoðana og einhverra
átaka. Og ég kvíði því engu. En ég geri engar
kröfur til þess að hver einasti maður sé sam-
mála mér, hvorki í flokknum né þjóðfélaginu.
Það getur enginn gert.“
– Þú ert ekki hræddur um klofning út af
þessu máli?
„Nei, ég er ekki hræddur um klofning. Ég
tel að framsóknarmenn séu það þroskaðir að
þeir þoli það að hafa mismunandi sjónarmið.
Framsóknarflokkurinn hefur aldrei skorast
undan því að taka á viðkvæmum málum og
leiða þau til lykta með lýræðislegum hætti í
íslensku samfélagi. Ef stjórnmálaflokkar taka
bara á málum sem allir flokksmenn eru sam-
mála um – hvers virði eru slíkir flokkar? Ég
held þeir séu einskis virði.“
Samningurinn um EES
í mjög mikilli hættu