Morgunblaðið - 24.11.2002, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2002 B 13
ferðalög
AUK þess sýndi ég nú þá sérstöku
kænsku á skrifstofunni í Baramke
að ganga rakleitt inn til yfirmanns-
ins og þakka honum fyrir síðast.
Maðurinn mundi sýnilega ekki eftir
mér enda er ég heldur ekki viss um
að þetta hafi verið sami maðurinn og
síðast en hvernig sem því er nú hátt-
að urðu þarna óvæntir fagnaðar-
fundir. Piltungar voru sendir út og
suður til að útvega eyðublöð og
stimpla svo ég þyrfti sem allra
minnst fyrir lífinu að hafa og gæti
setið ótrufluð og skraflað við minn
góða kunningja.
– Afleitt að geta ekki boðið te,
sagði hann afsakandi. Ramadan, þú
veist…
Og klukkutíma síðar stikaði ég út
með loforð um að leyfið fengi ég
ekki síðar en daginn eftir og að
hætti Sýrlendinga stóð það auðvit-
að.
Það er sérstakt að vera á göngu
klukkan hálfsex til sex á Ramadan,
þegar ekki sála er á ferli utan mín
og kannski stöku villikattar. Ég
verð gripin jákvæðri Palli var einn í
heiminum-tilfinningu, öll hljóð
borgarinnar hafa skyndilega þagn-
að, matarilminnn leggur úr hverju
húsi og það eina sem heyrist er
kannski smjatt og vellíðunarstunur
þegar menn fá nú loks að borða eftir
tólf tíma föstu. Þá hef ég á tilfinn-
ingunni að ég sé að læðast um, eft-
irlitsmaðurinn minn sem hefur ekki
haft baun að gera hafi stolist heim
til sín að fá sér kjúklingabein og átt-
ar sig ekki á að ég er að gera stór-
merkilegar atferlisrannsóknir á
borginni hans.
Flugeldasýning á Kassiounfjalli
Meðal annars vakti það athygli
mína hvað lítið var um að vera sex-
tánda nóvember en þann dag fyrir
þrjátíu og tveimur árum tók gamli
forsetinn við og lofaði nýrri framtíð
sem stóð þar til árið 2000 að hann dó
drottni sínum. Þá voru hátíðahöld í
skólanum með ræðuhöldum og
húrrahrópum en nú var allt með
öðrum brag. Um kvöldið var þó flug-
eldasýning uppi á Kassiounfjalli fyr-
ir ofan Damaskus sem var æði til-
komumikil, orrustuvélar flugu yfir
borgina allan daginn til að sýna
mátt og megin sýrlenska hersins og
sjónvarpið sýndi rækilega frá fund-
um fyrirmanna sem minntust tíma-
mótanna af verulegri geðshræringu.
En hinn almenni borgari tók engan
þátt í því nema að horfa á flugelda-
sýninguna án þess þó að falla í stafi.
Við höfum Basjar núna, sagði sýr-
lenskur kunningi. Við metum gamla
manninn, hann stóð uppi í hárinu á
Bandaríkjamönnum og það ríkti
stöðugleiki á stjórnarárum hans.
Það er allt gott og gilt. En nú erum
við að hugsa um framtíðina. Og enn
hefur Basjar ekkert gert nema allt
heldur gott. Við erum sáttir við það
og nennum ekki að vera alltaf að
hugsa um það sem liðið er.
Og með það förum við kötturinn
heim á leið það kvöldið og fundum
þennan ágæta stað PC Virus til að
senda þessa grein heim. Því svona
staðir spretta upp eins og gorkúlur
og kostar 2 krónur mínútan og hér
situr æska höfuðborgarinnar
löngum stundum og fer í tölvuleiki
og gramsar á Netinu við mikla
ánægju.
Forsetafrúnni að þakka
Þetta er forsetafrúnni okkar að
þakka, sagði unglingsstrákur. Hún
lærði tölvufræði í Bretlandi og vissi
að þetta yrði að koma í Sýrlandi.
Forsetafrúin er greinilega hin
elskaðasta kona, því auk þess að
hafa talið manninn sinn á að leyfa
sýrlenskum krökkum að fara í tölvu-
leiki hefur hún gerst verndari ým-
issa góðgerðarsamtaka og ýtir stíft
á eftir því að öll lög og reglur um
bætt réttindi kvenna séu ekki fyrir
borð borin.
Flugeldar og skriffinnska
Stundum hef ég kvartað undan
skriffinnsku í Sýrlandi, skrifar
Jóhanna Kristjónsdóttir, en
að þessu sinni hefur allt geng-
ið með greiðum brag. Þegar
upp var staðið hafði ég stimpil
um dvalarleyfi til loka janúar
en venjulega hefur verið veitt
leyfi til fjögurra vikna.
Dagbók frá Damaskus
Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun halda námskeið í söng
dagana 2.-14. desember. Þar mun hann fyrst og fremst vinna
með ítalska óperutónlist fyrir nemendur sem lokið hafa
5. stigsprófi í söng. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa,
jafnt nemendum sem atvinnusöngvurum, en fjöldi þátttakenda
takmarkast við tuttugu manns. Kennt verður í Bústaðakirkju.
Sameiginlegur „Master-Class“ verður laugardagana 7. og 14. des.
og mun hann fara fram í Íslensku óperunni.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari mun verða undirleikari
á námskeiðinu. Námskeiðinu lýkur með stórtónleikum
í Háskólabíói sunnudaginn 15. des. þar sem Kristján mun
koma fram ásamt völdum þátttakendum og hefjast þeir kl. 14.00.
Skráning fer fram á netinu og er slóðin www.utansviga.is.
Einnig eru upplýsingar í síma 822 1990.
„Master-Class“
Námskeið í óperusöng