Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. N ÝJA árið gekk í garð sem fyrr undir hinni árvissu flugeldasýningu lands- manna, sem ku vera ein sú mikilfenglegasta sem sögur fara af. Á nýársdag vökn- uðu menn svo til geislandi nýárssólar sem með sinni ómótstæðilegu út- geislun hefur vafalaust lokkað fleiri en einn og fleiri en tvo upp úr bólinu og út í hið ljómandi nýár. Mikið er talað um að árstíðirnar séu að rugl- ast í heiminum og vel getur eitthvað verið til í því. Við skulum hins vegar gæta þess að láta ekki árstíðirnar rugla okkur eða skilyrða. Mörgum finnst janúar frekar leiðinlegur og óspennandi mánuður og fá e.t.v. dálítið „eft- irjólasjokk“ þegar hversdagsleikinn, sem oft er kenndur við gráma, tekur aftur við. Janúar er hins vegar frábær mánuður (a.m.k. fyrir þá sem hafa ekki eytt um efni fram um jólin og bíða með ugg í brjósti eftir febrúar Visa-reikningnum!). Sólin fer hækkandi með degi hverjum og það er líka enginn sem segir að veislan þurfi að taka enda. Ef maður hins vegar hugsar þannig, er afskaplega eðlilegt að þunglyndið sé á næsta leiti. Njótum mánaðar- ins með því að fara í vetrarlautarferðir með vinum og fjölskyldu og skála áfram fyrir árinu 2002 og lífinu í kampa- og freyðivíni (áfengu eða óáfengu). Kampavín og gott freyðivín kem- ur manni í svo gott skap og nægir það eitt að heyra tappann skjótast af miklum æsingi upp úr flöskunni til að erta hláturtaugarnar og kalla fram bros og létta jafnvel alþyngstu brúnir. Kampavínsveislur úti sem inni í ársbyrjun eru vel við hæfi og skemmtileg tilbreyting. Er- ik Olaf-Hansen mælir jafnvel með kampavíns- meðferð gegn vorþreytu í hinni frábæru bók sinni Drekktu vín – lifðu betur, lifðu lengur, og segir t.a.m. í því sambandi: „Komi vinir í heim- sókn, sem eru undir áhrifum þunglyndis (og að mínu viti einnig eftirjólaþunglyndis) og fara að nöldra um heimsins eymd, ofbeldi, stríð, skatta, atvinnuleysi, volæði o.s.frv., er það valið tilefni fyrir gestgjafann til að segja: „Tja, eiginlega á ég tvær kampavínsflöskur sem þarf að drekka.“ Og sjáið hvað gerist.“ Áfram með veisluna semsagt, en færum okkur úr þunga kjötinu og rauðvíninu yfir í hvítt kjöt (kjúkling, kalkún, kanínu), fiskmeti og skelfisk, grænmeti og ávöxti og drekkum kampavín eða freyðivín með. Matur H a n n a Fr i ð r i k s d ó t t i r Geislandi veislusól Morgunblaðið/Áslaug Bakið einn klassískan hvítan marengs eða marga litla toppa, setjið á bakka og stráið fersk- um granateplafræjum yfir. Drekkið sætt eða þurrt kampa- eða freyðivín með. MARENGS MEÐ GRANATEPLAFRÆJUM Tilvalið í nýársútiveisluna: fyrir 4 350 g skinnlausar kjúklingabringur 1 stór grænn papayaávöxtur 1 búnt fersk mynta 1 búnt ferskur kóríander 2 stk. rauður pipar, fræ fjarlægð og fínt saxað 2 msk. fiskisósa 1 msk. hrísgrjónaedik 1 msk. límónusafi 2 tsk. sykur 2 msk. fíntsaxaðar salthnetur Komið kjúklingabringum fyrir í stórum potti og hellið vatni yfir þannig að rétt flæði yfir. Bætið hrísgrjónaediki saman við og látið malla í 10 mín. Fjarlægið kjúk- linginn upp úr vatninu og látið kólna al- veg. Tætið hann niður í ræmur. Afhýðið papaya og skerið kjötið í langar ræmur og leggið á stóran disk. Blandið saman myntulaufum, söxuðum kóríander, rauð- um pipar, fiskisósu, límónusafa og sykri. Hellið blöndunni yfir papayaræmurnar og kjúkling þar ofan á. Stráið söxuðum hnet- unum yfir. Borðið með snittubrauði og drekkið þurrt kampa- eða freyðivín með. KALT KJÚKLINGASALAT MEÐ PAPAYA  Mat er ekki bara hægt að borða, heldur er bein- línis hægt að velta sér upp úr honum sér til heilsu- bótar og yndisauka. Er ekki upplagt eftir að hafa innbyrt heilu matarfjöllin yfir hátíðarnar að láta matinn vinna fyrir sig utan frá? Prófið eftirfarandi útvortis "matarkúra" sem hluta af nýjársdekrinu. Þurr húð Ef þið eruð með þurra húð, prófið þá eftirfarandi maska: Stappið vel þroskaðan banana og blandið saman við hann 1 tsk. af rjóma og tveimur af sætri möndluolíu. Blandið öllu vel saman og bætið saman við 1 tsk. af kartöflumjöli. Hrærið á ný og smyrjið blöndunni á andlitið og látið virka í 30 mín. Skolið maskann af með volgu vatni. Hárkúr Hvort sem hár er stutt eða sítt þarf því að líða vel og vera vel nært. Berið eftirfarandi blöndu í hár- ið vikulega og hárið smjattar af vellíðan: Setjið sam- an í skál: 2 msk. af laxerolíu, 1 msk. af hlutlausu henna og eina stífþeytta eggjahvítu. Blandið vel saman og berið í hársvörðinn og nuddið létt inn í hann. Skolið vel. Rauðvínsnudd Í heilsulindinni Centro salute erba vita í Monte- grimano Terme á Ítalíu er boðið upp á rauðvíns- nudd. Forstöðumaður staðarins, Carlo Berlini, segir að afi sinn hafi stundað vínþerapíuna og nuddað bændur héraðsins með svo góðum árangri að hann hafi ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á meðferðina. Hann hefur gert rannsóknir og tilraunir með nuddið og fundið út að það hefur ekki ein- göngu góð áhrif á gigt og verki í liðum, heldur stuðl- ar einnig að yngingu húðarinnar. Nuddið fer fram í heitum potti og er 20 mínútna vatnsnudd í 20 lítr- um af rauðvíni þynntu með jarðhitavatni sem í er bætt ferskum jurtum (tegundir breytilegar eftir þörfum hvers einstaklings), t.d. melissa, birki og ka- milla. Það myndi kosta sitt að fara í slíkt bað á Íslandi (yrði í það minnsta að brugga, nema e.t.v. verjandi að splæsa einni góðri Chianti í fótabaðið!). Matur útvortis í ársbyrjun Rauðvínsnuddáhugafólki er bent á vefsíð- una www.montegrimanoterme.it varðandi frekari upplýsingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.