Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 14
Rob Schneider og þrá hans eftir öðrum líkama Gamanmyndin The Hot Chick frumsýnd hér- lendis fyrir helgina. Reuters Daniel Radcliffe í hlutverki hins geysi- vinsæla Harry Potter. G ÓÐU fréttirnar eru marg- ar. Regnboginn, eina mið- borgarbíóið (ef hægt er að tala um miðborg) sem lifað hefur af gjörningaveður af öllum áttum, fékk andlitslyftingu sem Michael Jackson væri stoltur af. Út var rutt stólum sem orðnir voru þeir verstu í bíósölum borgarinnar og endurnýjaðir með þeim bestu sem gerast í almennum sölum. Anddyrið lagað og endurbætt, þannig á að bregðast við kröfum tímans. Hliðstæðum breytingum er að ljúka á minni sölum Laugarásbíós þar sem betrumbætur voru gerðar í hólf og gólf. Hallandi sæti, aukið pláss milli sætaraða, o.s.frv. SAMbíóin tóku við rekstri Há- skólabíós í kjölfar lokunar Bíóborg- arinnar/Austurbæjarbíós. Endurnýj- uðu hljóðkerfið og gerðu ýmsar aðrar breytingar, útlits- og tæknilegar, til að aðlaga það nútímanum. Önnur jákvæð tíðindi gerðust í kjölfar yfirtöku SAMbíóanna á rekstri Háskólabíós. Þar verður kvik- myndaklúbburinn Filmundur rekinn áfram með svipuðu sniði og nú hefur hin stóra blokkin í bíórekstrinum, kennd við Norðurljós, tekið upp hlið- stæða þjónustu með tilkomu Bíó- félagsins 101. Við megum því eiga von á stórauknu framboði af listræn- um verkum og jaðarmyndum á hvíta tjaldið sem til þessa hafa rataða beint á myndbönd, hátíðir eða jafnvel feng- ið að rykfalla til eilífðarnóns í geymslum kvikmyndainnflytjenda. Þessar breytingar gera það að verkum að Kvikmyndahátíð í Reykjavík mun breyta um hlutverk á næsta ári, komast í sitt upprunalega og menningarlega form. Verða byggð á ný á listrænum myndum frá öllum heimshornum með góðum gestum en ekki á kynningum dreifingaraðil- anna. Enda Reykjavíkurborg búin að ákveða að auka myndarlega framlag sitt til hátíðarinnar og beðið eftir að stjórnvöld geri slíkt hið sama. Einkar ánægjulegt er að fylgjast með afrekum heimildarmyndagerð- armanna okkar sem frumsýndu fjölda athyglisverðra mynda einsog Varði Goes Europe, Noi og Pam og mennirnir þeirra, Hljóðlát sprengja, Hlemmur o.fl. Mynddiskurinn (DVD) er sífellt sýnilegri og fyrsti listinn yfir þá vin- sælustu birtist í Morgunblaðinu í desember. Sem markar þáttaskil, myndbandið er á greinilegu undan- haldi hér sem annars staðar í heim- inum. DVD-spilarar seljast nú betur en myndbandstæki. Ástæða er til að vekja athygli á þeirri staðreynd að innflytjendur mynddiska láta gjarn- an lög um íslenskan texta sem vind um eyrun þjóta en flytja þá inn ótextaða. Þessa þróun verður að stöðva og þar sem íslenskan er komin í umræðuna skal þess getið að nú telst það beinlínis til tíðinda ef heiti kvikmynda eru þýdd, sama er uppi á teningnum hvað snertir myndbönd og diska. Menntamálaráðuneytinu virðist standa á sama. Eddan er að eldast og þroskast og var afhendingin í ár stórt stökk fram á við þó enn beri nokkuð á offramboði hátíðleika. Enn sem fyrr er mynd- fæðin meginhausverkurinn þar á bæ en hátíðin er orðin föst í sessi og hressir sannarlega upp á tilveruna og hvetur fagfólkið til dáða. Eftirminnilegast frá veisluhöldun- um er ræða Baltasars Kormáks er Frá D-TOX til K-PAX Dramatíkin stendur upp úr þegar Sæbjörn Valdimars- son veltir fyrir sér kvikmyndaárinu 2002. Árinu sem borgaryfirvöld munduðu niðurrifstólin og brutu niður menningarsetrið Stjörnubíó til að rýma fyrir blikk- beljualmættinu. Í næstu götu var kvikmyndasýningum hætt í Bíóborginni – áður Austurbæjarbíói. Annars er annállinn unninn samkvæmt sínum óhefðbundnu for- sendum, fjallar um myndirnar sem sjaldnast eru vegnar og metnar um áramót. Kvikmyndaannáll 2002 Bend It Like Beckham: Sýn pakistansks Breta á samskipti kynja og kynþátta í nútímanum. MARGAR amerískar gamanmyndir hafa byggst á líkamsskiptum, þ.e. að barn kemst í líkama fullorðins eða öfugt, karl verður að konu og öfugt og á þeirri frumlegu hugmynd grundvallast The Hot Chick. Sam- starfsmaður Robs Schneider í hand- ritsgerð, Tom Brady, sem einnig leik- stýrir The Hot Chick, fékk hana þegar hann heyrði einhverju sinni Schneider herma eftir fornri kærustu sinni. Sumsé: Væri það ekki gasa- lega fyndið ef átján ára mennta- skólaskvísa vaknaði einn vondan veðurdag í líkama Robs Schneider? Jú, það væri sko fyndið, sögðu þeir fé- lagar og bjuggu því til myndina The Hot Chick um hremmingar Jessicu Spencer. Nú er að sjá hvort okkur hinum finnst þetta fyndið. Myndin hefur hlotið þokkalegar viðtökur vestra, a.m.k. ef miðað er við myndir Saturday Night Live-grínara yf- irleitt; sú viðmiðun gerir raunar ekki strangar kröfur um hnyttni. Þessir ungu grínarar eru flestir ekkert sérstaklega ungir; Rob Schneider er tæplega fertugur, sonur filippseyskrar móður og föður af gyðingaættum. Fjölskyldan bjó í San Francisco, faðirinn er fasteigna- miðlari og móðirin fyrrum leikskóla- kennari sem nú er skólastjórnar- formaður; hún fór með aukahlutverk í mynd sonar síns, Deuce Bigalow: Male Gigolo (2000). Rob Schneider er lítill vexti og byrjaði snemma að slá því upp í grín til að öðlast styrk og vinsældir. Hann varð ungur mikill aðdáandi grínistanna í breska Monty Python-hópnum og ekki síður Peters heitins Sellers, auk landa sinna Rich- ards Pryor og Genes Wilder. Undir þeim áhrifum fór hann fimmtán ára að aldri að skrifa grínsketsa og koma fram með uppistand á grínklúbbum í San Fransisco. Eftir að hafa lokið við gagnfræðaskólann var hann staðráðinn í að gera uppistand að ævistarfi sínu, en hélt fyrst í lang- þráða þroskaferð til Evrópu. Henni lauk þegar Schneider var rændur í París en náði að skrapa saman fyrir fargjaldinu heim til San Fransisco. Þangað kominn fór hann að koma fram að nýju á grínklúbbunum og náði svo langt að hita upp fyrir menn á borð við Jay Leno og Jerry Seinfeld, en náði fyrst til breiðari áhorfendahóps árið 1987 þegar hann kom fram í skemmtiþætti Davids Letterman. Þremur árum síðar kom stóra tæki- færið þegar Lorne Michaels, stjórnandi Saturday Night Live, sá hann í kap- alsjónvarpsþætti og bauð honum að gerast einn af handritshöfundum sínum. Ekki leið á löngu uns Schneid- er var byrjaður að leika eigin grín- atriði í þáttunum og náði miklum vinsældum fyrir persónur eins og Richard „the Richmeister“ Laymer og „viðkvæma nakta manninn“. Árið 1994 hætti Rob Schneider í Sat- urday Night Live og vildi útskrifast yfir í kvikmyndirnar. Hann lék smá- hlutverk í myndum á borð við Home Alone 2, Surf Ninjas og Judge Dredd, en lék svo í skammlífri en velmetinni sjónvarpssyrpu, Men Behaving Badly, sem hér hefur verið sýnd. Sem skjólstæðingur Adams Sandler kom hann fram í myndum hans The Waterboy (1998) og Big Daddy (1999), en síðan samdi Schneider og lék aðalhlutverkið í Deuce Bigalow: Male Gigolo, fisk- tankaspúlara sem á kvöldin gerist glaumgosi og flagari. Myndin var rökkuð niður af gagnrýnendum en náði töluverðum vinsældum og sama má segja um þá næstu, The Animal (2001), þar sem Schneider lék mann sem er illa leikinn eftir bílslys, er tjaslað saman með líffærum dýra og fær fyrir vikið ofurkrafta. Og þannig standa leikar núna þeg- ar Rob Schneider birtist í þriðju gam- anmynd sinni sem byggist á ein- hverjum tilbrigðum við líkamsskipti eða líkamsrugling. Kannski þráir hann innst inni að vera ekki svona lítill og skrýtinn í útliti. Hann segist hafa verið dálítið hræddur við það verkefni að leika átján ára skvísu. „Mér hraus hugur við að gera hana trúverðuga en samt fyndna og án þess að hæðast að konum. Ég hafði ekkert vegakort til að fara eftir. Reyndi bara að opna mig tilfinn- ingalega...“ Einmitt það. Í vitlausum líkömum Grínistarnir sem komið hafa fram í bandarísku sjónvarpssyrpunni Saturday Night Live gegnum áratugina virðast allir voða ófullnægðir þar og telja að þeir geti „fundið sig“ á hvíta tjaldinu. Þangað stefna þeir í einfaldri röð og grípa yf- irleitt í tómt í skelfilegum „gam- anmyndum“ sem ganga mest út á geiflur og grófan hamagang og virðast fengnar fyrir smáaura á brunaútsölu Jims Carrey. Einn þeirra, sem kann að vera örlítið sniðugri og geðugri en sumir aðrir, er Rob Schneider. Hann var lengi illa lukk- aður skuggi af Adam Sandler enda skjól- stæðingur hans. En hann hefur verið að feta sig inn í birtuna á eigin spýtur og leikur nú aðalhlutverkið í The Hot Chick, sem frumsýnd var hérlendis fyrir helgina. Árni Þórarinsson SVIPMYND þykir góð eftirherma og mun ráða yfir um fimmtíu röddum þekktra skemmtikrafta og leikara. Í einkalífinu er hann mikill vindlareykingamaður, safnari Hawaiiskyrtna og alls kyns muna og minja frá fyrri áratugum og klæðist sjálfur gjarnan tísku 8. áratugarins. Hann er einn af eigendum veitingastaðarins Eleven í San Fransisco og á DNA Lounge-klúbbinn í fé- lagi við John Schneider, bróður sinn sem einnig er umboðsmaður leik- arans. Hann er fráskilinn faðir einnar dóttur. Reuters Rob Schneider

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.