Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvenær var ferðin farin og hversu lengi varaði hún? „Við fórum að morgni 14. nóvember sl. með B737-800 frá Travel Service. Flogið var beint með millilendingu í Halifax. Komum svo heim að morgni 21. nóvember.“ Hvar hélstu til? „Við vorum á fimm stjarna hóteli sem heitir Barcelo Capella og er um 30 km frá höfuðborginni Santo Domingo. Hótelið er í stórum fallegum hótelgarði, sem er sérlega vel við haldið. Í honum eru nokkrir veitingastaðir, tvær sundlaugar, líkams- ræktaraðstaða, snyrti- og nuddstofa og nokkrar verslanir.“ Hvernig var maturinn? „Ferðin var þannig að það var allt innifalið, bæði matur og innlendir drykkir. Á hótelinu voru nokkrir matsölustaðir, sem hægt var að velja úr. Maturinn var fjölbreyttur og góður. Mikið var um alls kyns kjúklingarétti og grænmetisrétti en einnig var nánast allt annað í boði. Hráefnið í matnum var gott og matreiðslan og þjónustan ágæt. Við ströndina og við sund- laugarnar voru barir þar sem hægt var að svala þorstanum hvenær sem var og virtist romm og pinacolada í mestu uppá- haldi hjá flestum. Innlenda léttvínið og bjórinn voru ekki upp á marga fiska og betra að kaupa sér innflutt vín og bjór. Slíkt var á svipuðu verði og hér heima.“ Skoðuðuð þið ykkur um? „Við fórum í tvær skipulagðar ferðir. Önnur ferðin var hálfs- dagsferð í höfuðborgina Santo Domingo. Á leiðinni þangað var stansað við helli þar sem „augun þrjú“ eru. Í þessum helli eru neðanjarðarvötn, sem mynduðust í jarðskjálftum. Þetta er alveg ofboðslega fallegur staður. Síðan var keyrt áfram inn í höfuðborgina. Þar voru margir markverðir staðir skoðaðir, t.d. dómkirkjan þar sem bein Kristófers Kólumbusar eru talin hvíla og hús Kólumbusarfjölskyldunnar. Kristófer Kólumbus kom til eyjarinnar 1492 og heillaðist af náttúrufegurðinni og kallaði eyjuna „Paradísareyju“. Í lok ferðarinnar fórum við á markað þar sem fólk keypti alls konar handunna muni. Seinni ferðin sem við fórum var sigling til eyjunnar Saona. Saona er friðlýstur þjóðgarður og stærsta smáeyjan við strendur Dóminíska lýðveldisins. Saona-eyjan er undurfögur með heiðbláum sjó umhverfis og hvítri strönd þar sem sand- urinn í sjónum er fínn sem flauel, hrein paradís. Fyrst var keyrt með rútu til austurhluta landsins og þar farið um borð í seglskip, sem sigldi með okkur til Saona. Um borð í skipinu lá fólk í sólbaði, dansaði og drakk romm og kók. Hélt áhöfnin mönnum við efnið með skemmtilegum uppátækjum og fögnuði. Þegar út í eyjuna kom var boðið upp á hádeg- ismat að hætti heimamanna. Síðan sólaði fólk sig, kafaði og lék sér fram eftir degi. Frá eyjunni fórum við til baka með stórum hraðbátum. Þessi ferð var alveg frábær og ætti eng- inn sem fer á þennan stað að missa af henni.“ Hvernig myndir þú lýsa þjóðfélagi heimamanna? „Í Dóminíska lýðveldinu eru 70–80% landsmanna múlattar, þ.e. blendingar úr Spánverjum, indíánum og Afríkubúum. Tungumál þeirra er spænska og flestir eru rómversk- kaþólskrar trúar. Þeir búa flestir við mikla fátækt. Húsin sem flest fólkið býr í eru litlir skúrar án rennandi vatns og raf- magns. Það er mikið atvinnuleysi meðal heimamanna en margir hafa atvinnu hluta úr árinu í kringum ferðamenn. En allir þeir heimamenn, sem við töluðum við, voru mjög elsku- legt og þægilegt fólk og flestir töluðu þeir ensku.“ Hver er eftirminnilegasta ferð sem þú hefur farið? „Við höfum ferðast talsvert í gegnum tíðina. Hver ferð er sér- stök á sinn hátt og viljum við helst ekki fara tvisvar á sama staðinn, frekar fara og sjá eitthvað nýtt. Þessi ferð er eft- irminnilegust í dag þar sem hún er svo nýyfirstaðin. Þetta var algjör slökunarferð þar sem maður lá í sólbaði, borðaði góð- an mat, skoðaði fallega staði og bara naut lífsins til hins ýtr- asta.“ Rósa Ingvarsdóttir, kennari við Rimaskóla, er svo til nýkomin heim frá Dóminíska lýðveldinu ásamt eiginmanni sínum, Ásbirni Torfasyni. Þar skoðaði hún marga fallega staði, borðaði góðan mat, lá í sólbaði, slakaði á og naut þess að vera til. Hótel Barcelo Capella er stutt frá Santo Domingo. Slappað af á hvítri ströndinni. Rósa Ingvarsdóttir svalar þorstanum í hótelgarðinum. Slakað á í Dóminíska lýðveldinu Hvaðan ertu að koma? Á LANGADRAGI búa heiðurshjónin Eva og Edvin Thorson. Á þessum fagra stað í norskum fjallaskógi, með útsýni yfir skógi klædda fjallgarða svo langt sem augað eygir og fjörðum lík stöðuvötn inni á milli þeirra, hófu þau allsérstakan búskap fyrir rúmum tveimur áratugum. Árið 1978, þegar þau bæði stóðu á sextugu, seldu þau eigur sínar í höf- uðstaðnum og festu kaup á jörðinni Langedrag, með það fyrir augum að láta gamlan draum rætast. „Þegar við vorum orðin sextug höfðum við nóg til að lifa af, en ekki nóg til að lifa fyrir,“ segir Edvin, að- spurður um hvernig það kom til að hann seldi fjölskyldufyrirtækið – sem rak herrafataverzlanir og framleiddi „heilsutreyjuna“ svonefndu sem Ed- vin fann upp um 1950 og skapaði grundvöllinn fyrir velgengni hans í fatabransanum. Hann útskýrir, að hann hafi átt sumar af beztu stundum uppvaxt- arára sinna með dýrum sem afi hans og faðir héldu skammt utan við Osló. Hann hafi síðan rekið í áratugi reið- skóla í Egbergparken í Osló. Og það sem Edvin segir að sér hafi þótt mik- ilvægast við þá starfsemi var að gefa borgarbörnunum tækifæri til að um- gangast hross og önnur dýr; að hans mati sé ekkert eins mannbætandi og að vera í nánum tengslum við dýrin. Það hafi því lengi verið draumur hans og Evu, sem hafa verið par frá því þau voru 17 ára, að eignast land þar sem þau gætu komið upp aðstöðu til að leyfa sem flestum börnum að komast í snertingu við hinar ýmsu skepnur; húsdýr, tamin og villt dýr. Í stuttu máli fundu þau staðinn til að láta þessa drauma sína rætast að Langadragi, jörð í 1000 m hæð um 200 km frá Osló þar sem búskap hafði verið hætt. Þar þurftu þau að byggja allt upp frá grunni; þau byrjuðu á að reisa hús fyrir sig sjálf, því næst yfir húsdýrin – sem í fyrstu voru geitur, kindur og norskir fjarðahestar en fjölgaði síðan smám saman – og skóla- búðir, sem frá upphafi hafa verið kjarninn í starfseminni. Allar eru byggingarnar reistar í gömlum norskum bjálkahúsastíl. Vöxturinn í starfseminni hefur verið stöðugur og Eva kvað segja um bónda sinn að hann sé ekki ánægður nema eitt nýtt hús sé byggt á hverju ári. Nú eru að sögn Edvins 26 dýrategundir haldnar á Langedrag, alls um 250 dýr, bæði tamin og villt. Á árinu 2001 lögðu um 90.000 gestir leið sína að Langadragi, en aðsóknin hefur farið sívaxandi. „Að standa í stað er afturför,“ segir Ed- vin, sem sannarlega er ekki á að merkja að sé kominn yfir áttrætt. Upp á aðsóknina hefur hjálpað, að gerð var sjónvarpsþáttaröð í 26 hlut- um um lífið á Langadragi (Livet på Langedrag), sem sýnd var í norska sjónvarpinu á árunum 2000–2001. Í þáttunum var lífinu með dýrunum á Langadragi fylgt eftir með augum barna, árið um kring. Þættirnir urðu mjög vinsælir og hafa nú verið teknir til sýningar í Svíþjóð – og hver veit nema þeir eigi eftir að sjást í íslenzku sjónvarpi? Húsdýrategundirnar sem haldnar eru á Langadragi eru meðal annars jakuxar, mufflon-kindur og bezoir- geitur – en þetta eru allt afbrigði þessara húsdýrategunda sem eru nær því að vera eins og þessi dýr voru villt, áður en maðurinn fór að rækta þau eftir sínum þörfum. Heimili úlfa Samhliða uppbyggingu húsdýra- garðsins fór Edvin að sinna öðru áhugamáli sínu – villidýrum. Hann kom upp girðingu fyrir úlfa og síðar gaupur og refi. Úlfarnir eru þau dýr sem flestum gestum á Langadragi Náttúran er bezti læri- meistarinn Morgunblaðið/Auðunn Tuve talar við úlfasystkinin Ask og Emblu. Edvin K. Thorsson Edvin K. Thorsson, húsbóndi að Langadragi, messar yfir gestum. Því sem næst miðja vegu milli Oslóar og Björgvinjar liggur í 1000 metra hæð yfir sjáv- armáli „dýrabærinn“ Lange- drag. Auðunn Arnórsson komst að því að þetta er stað- ur sem sannarlega er heim- sóknar verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.