Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 5 Vín vikunnar koma að þessu sinni öll frá suðurhveli jarðar, frá Ástralíu, Nýja- Sjálandi og Chile. Undurraga Carmenere 2001 Undurraga var eitt fyrsta vínið frá Chile sem selt var hér á landi. Vínin voru í bocks- beutel-flöskum, svipuðum þeim sem þýsku Franken-vínin og hið portú- galska Mateus eru í, og voru seld um skeið á Óðins- véum og í Perlunni en hurfu síðar af markaðnum. Vín frá Undurraga hef- ur nú skotið upp kollinum á reynslu- sölulistanum Carmenere 2001. Carmenere-þrúgan á uppruna sinn að rekja til Bordeaux og er skyld Merlot. Fyrir nokkrum árum upp- götvuðu vínbændur í Chile að í land- inu var að finna mikið af Carmenere, sem allir höfðu til þessa talið að væri Merlot. Þetta er létt og einfalt vín, dökk ber og jörð í nefi, þurrt og kryddað í munni með nokkurri sýru. Kostar 1.290 krónur. Antu Mapu Carmenere 2001 Annað Carmenere-vín í reynslusölu er Antu Mapu Carmenere frá Lomas de Cauq- uenes. Antu Mapu-línan er fyrst og fremst stíluð inn á út- flutning til Bandaríkjanna og Bretlands. Mildur og fremur hlutlaus berjaávöxtur ein- kennir ilm þess, í munni þurrt, svo- lítið grænt með dökkum lakkrís. Kostar 1.390 krónur. Cloudy Bay Sauvignon Blanc 2001 Cloudy Bay er tvímælalaust þekktasta vín Nýja-Sjálands og raunar það vín sem kom Nýja-Sjálandi og þá ekki síst Sauvignon Blanc-vínum landsins á kort- ið. Það hefur verið fáanlegt á veit- ingahúsum hér á landi um árabil og er nú loksins fáanlegt á sérlista. Þetta er vín sem klikkar aldrei, er alltaf jafn unaðslega gott. Ávöxt- urinn í nefi, ferskur en samt djúpur og þroskaður, skarpur, en samt þykkur. Sætur greip, perur en líka nýslegið gras og blóm. Í munni langt og mikið. Yndislegt eitt og sér en jafnframt gott með sjávarréttum, ekki síst þegar einhver asísk áhrif eru fyrir hendi. Kostar 1.990 krónur. Banrock Station Næsta nágrannaríki Nýja- Sjálands er Ástralía og þar er enn lengri hefð fyrir víngerð en á Nýja- Sjálandi. Hvítvínið Banrock Station Colombard Chardonnay er nú í reynslusölu. Í ilmi má greina síróp, sæt epli og perur. Uppbygging víns- ins er fremur einföld, léttur og sæt- ur ávöxtur, þægilegt vín þar sem sítrus og hitabeltisávöxtur er í for- grunni. Verðið er í fínu lagi, það kostar einungis 990 krónur. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n 2 rauðar paprikur 1 gul paprika 100 g grænar steinlausar ólífur 50 g kapers í saltlegi lítið steinseljubúnt (með flötum blöðum ef fæst) Þvoið paprikur og fjarlægið fræ og allan hvítan kjarna og skerið í bita (ekki of litla). Mýkið í 3 msk af ólífuolíu á pönnu sem ekki festist við við vægan hita í u.þ.b. 5 mín. Veltið af og til með trésleif. Skerið ólífur í tvennt. Skolið kap- ers í sigti undir góðri bunu af köldu vatni til að ná úr þeim mesta salt- bragðinu. Blandið hvoru tveggja saman við paprikubitana. Saltið ör- lítið og piprið eftir smekk og látið malla við vægan hita undir loki í u.þ.b. 25 mín. og hrærið oft og reglu- lega í á meðan. Skolið steinselju, saxið fínt og bætið henni út á pönnuna í lok suðu- tímans. Berið salatið fram heitt eða volgt. * Kalt paprikusalat í dósum frá Saclà er fyrirtaks forréttur með góðu grófu brauði, sniðugt líka að setja 2–3 msk af paprikusneiðum úr dósinni saman við blaðsalat, tómata ogögn af ólífuolíu og blanda vel. * Það ku indverskt húsráð að sjóða paprikubróðurinn, rauðan pip- ar, í mjólk og drekka gegn kvefi og særindum í hálsi. Prófi þeir sem þora! Morgunblaðið/Hanna HEITT PAPRIKUSALAT MEÐ ÓLÍFUM PAPRIKUR eru meinhollar, sér- staklega þær rauðu, því þær inni- halda mest af C-vítamíni. Ef þær eru borðaðar reglulega um þessar mundir gera þær sitt til að halda burt kvefi og flensum. En ekki bara það: þar sem rauðar paprikur eru mjög auðugar af beta-karótíni virka þær einnig sem náttúrulegt andox- unarefni og tryggja manni því mikla orku og styrk. Á þessum flensutím- um skiptir ekki hvað minnstu máli að hugsa um mataræðið til að berja frá sér bakteríurnar. Spergilkál (brok- kolí) er einnig mjög auðugt af andox- unarefnum sem hjálpa og gefa frum- um líkamans aukinn kraft og er því líka fyrirtaks flensufyrirbygging. Gulrætur, kúrbítur og tómatar innhalda hátt hlutfall af karótíni sem eflir varnir líkamans á sama hátt og andoxunarefni sem finnast í plóm- um, bláberjum, brómberjum, grænu blaðsalati og í spínati. Dálítið af hvít- lauk er náttúrlega ómissandi vegna þess að hann er sótthreinsandi. Hnetur, perur, epli og möndlur skulu vera við höndina og svo mátu- lega mikið magn af fiski og kjöti og öllu hinu góðgætinu og meira en nóg af vatni. Paprikur gegn pest Yfirleitt gengur af eftir stór- veislur og tilvalið er að slá í púkk og slá saman í nýárs- veislu úti sem inni. Kaldur hamborgarhryggur eða skinka, kartöflusalat og laufabrauð henta t.d. vel í útiveisluna. Veisluafgangar í nýárslautarferð V i l t u v e r ð a M i c r o s o f t s é r f r æ ð i n g u r ? Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · skoli@raf.is · www.raf.is Nánari upplýsingar í síma 568 5010 og á www.raf.is/ctec Rafiðnaðarskólinn er framsækinn skóli með alþjóðlegar vottanir sem býður fjölbreytt og vandað nám og fyrsta flokks kennslu. Fyrir þá sem vilja ná árangri Settu stefnuna á alþjóðlega prófgráðu Nú er einnig hægt að stunda nám um helgar. Hentar m.a. þeim sem búa utan Reykjavíkur. Margskonar möguleikar á samsetningu náms allt eftir tíma og efnahag. Í boði eru hefðbundnar námsbrautir, stök námskeið eða sérhannað nám eftir þörfum hvers og eins. A+ - PC Technician Network+ - Network Technician MCP - Microsoft Certified Professional MCSA - Microsoft Certified Systems Administrator MCSE - Microsoft Certified Systems Engineer MCDBA - Microsoft Certified Database Administrator

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.