Morgunblaðið - 06.01.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.01.2003, Qupperneq 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VALSMENN FÁ LIÐSAUKA Í KÖRFUKNATTLEIK / B12 ALBERT Sævarsson, markvörður Grindvík- inga, er að íhuga hvort hann eigi að fara til Færeyja og leika þar með B68 í Tóftum, en lið staðarins varð í sjötta sæti deildarinnar í fyrra. Forráðamenn B68 höfðu samband við Albert og hafa áhuga á að fá hann til liðsins. „Það er rétt, þeir eru búnir að tala við mig en ég á alveg eftir að ákveða hvað ég geri,“ sagði Albert í samtali við Morgunblaðið í gær. Fyrir nokkrum árum stóð til að Albert færi til Færeyja og gengi til liðs við þarlent félag, en af því varð ekki. Albert sagðist þekkja nokkuð til í Færeyjum enda væri eiginkona hans færeysk. Þegar deildakeppnin hófst í fyrra hafði Al- bert ekki misst af leik með Grindvíkingum í efstu deild. Hann hafði þá leikið 121 leik í röð í deildinni en missti af fyrstu leikjunum í sumar vegna meiðsla. Albert á leið til Færeyja? DONTE Mathis, bandarískur körfu- knattleiksmaður, kom til liðs við úr- valsdeildarlið Skallagríms á laugar- daginn og lék með því gegn ÍR í deildinni í gærkvöld. Hann kemur í staðinn fyrir Isaac Hawkins sem lék með Borgnesingum fyrir áramótin en var sagt upp fyrir jólafríið. Mathis er 27 ára gamall bakvörður 1.90 metrar á hæð og lék síðast í Þýskalandi með 1. deildarliðinu Mitteldeutscher BC. Þar skoraði hann oft á fjórða tug stiga, í einni af sterkustu deildum Evrópu. Í Banda- ríkjunum lék hann með háskólaliði Southwest Texas. Ólafur Helgason, formaður körfu- knattleiksdeildar Skallagríms, sagði við Morgunblaðið í gær að atvinnu- leyfi fyrir júgóslavnesku bræðurna Darko og Milos Ristic væru loksins að komast í höfn. Þeir voru komnir með leikheimild með Skallagrími í desember en gátu ekki komið til landsins þar sem bið var á að at- vinnuleyfin lægju fyrir. „Bræðurnir eru væntanlegir hingað næsta laug- ardag og verða þá með þegar við mætum Snæfelli í Stykkishólmi þann 17. janúar,“ sagði Ólafur Helgason. Mathis til Skallagríms og bræð- urnir vænt- anlegir Tímamótamark Ólafs var annaðmark Íslendinga í leiknum og með því jafnaði hann metin, 2:2. Markið skoraði Ólafur með því að stökkva upp jafnfætis og skjóta firnafast efst í markhornið hægra megin við Mustafa Torlo, markvörð Slóveníumanna. „Mér gæti ekki verið meira sama,“ sagði Ólafur þegar honum var greint frá áfang- anum í leikslok. „Tölfræði er góð fyrir ykkur blaðamenn, fyrir mig skiptir þetta harla litlu máli.“ Ólafur skoraði alls fimm mörk í leiknum, tvö með langskoti, tvö úr vítakasti og eitt af línu. Ólafur hefur skorað 704 mörk í 160 landsleikjum, sem er að með- altali 4,4 mörk í leik. Hann hefur átta sinnum náð að skora tíu mörk eða meira í landsleik. Kristján Arason skoraði 1.089 mörk í 238 landsleikjum, eða að meðaltali 4,6 mörk í leik. Hann hef- ur náð því að skora oftast tíu mörk eða fleiri í landsleik, eða níu sinnum. Flest mörk skoraði hann í landsleik gegn Ungverjalandi 1985, eða 15. Valdimar Grímsson skoraði 932 mörk í 158 landsleikjum, eða að meðaltali 3,6 mörk í leik. Hann skoraði sjö sinnum yfir tíu mörk í leik, flest 13 í leik gegn Portúgal 1998. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 730 mörk í 236 landsleikjum, eða að meðaltali 3 mörk í leik. Hann skor- aði fimm sinnum tíu mörk eða fleiri í leik. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Stefánsson með sendingu á línu í leiknum í gærkvöldi í Laugardalshöll. Ólafur rauf 700 marka múrinn ÓLAFUR Stefánsson rauf 700 marka múrinn með íslenska lands- liðinu í handknattleik, þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í leikn- um gegn Slóveníu í Laugardalshöllinni í gærkvöldi í jafnteflisleik, 26:26. Ólafur er fjórði leikmaðurinn sem nær því afreki, en áður höfðu þeir Kristján Arason, Valdimar Grímsson og Sigurður Valur Sveinsson náð þeim áfanga – allir vinstrihandarleikmenn. Ekkert náðst í Duran- ona á Kúbu ENN er óvíst hvort Ró- bert Julian Duranona komi til móts við ís- lenska landsliðið í handknattleik fyrir heimsmeistarakeppn- ina í Portúgal. Duran- ona er í fríi á Kúbu og forráðamenn landsliðs- ins hafa enn ekki náð sambandi við hann, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Duranona lék mjög vel í tveimur leikjum með Wetzlar í þýsku 1. deildinni í kringum jól- in og gæti því reynst landsliðinu góður liðs- auki. ■ Landsliðsþjálfarinn/B2 ■ Leikirnir/B6 2003  MÁNUDAGUR 6. JANÚAR BLAÐ B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.