Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 C 27HeimiliFasteignir Húseigendafélaginuberast fjölmarg-ar fyrirspurnir er tengjast lögnum í fjöl- eignarhúsum. Sér- staklega algengt er að fyrirspurnir þessar lúti að því hvort lagnir sem end- urnýja þarf séu í sameign allra eigenda, sameign sumra eigenda eða í sér- eign. Það hefur áhrif á kostn- aðarskiptingu á milli eig- enda fjöleignarhúss hvort lagnirnar teljist séreign eða sameign. Það er meginregla að jafnan eru líkur á því að lagnir í fjöleignarhúsi séu í sameign allra eigenda í fjöleign- arhúsinu. Í fjöleignarhúsalögunum segir, að til sameignar fjöleign- arhúss teljist allar lagnir sem þjóna sameiginlegum þörfum og þörfum heildarinnar, án tillits til þess hvar þær liggja í húsinu. Með öllum lögn- um er átt við raflagnir, kaldavatns- lagnir, skolplagnir o.s.frv. Sameign sumra Jafnframt segir í lögunum, að um sameign sumra sé að ræða þegar lega sameignar eða afnot hennar eða möguleikar til þess eru með þeim hætti að sanngjarnt og eðlilegt sé, að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang að henni og afnota- möguleika. Á þetta meðal annars við um lagnir og er um að ræða undantekn- ingu frá þeirri meginreglu sem nefnd er hér að ofan. Undantekn- inguna ber að skýra þröngt sam- kvæmt almennum lögskýringasjón- armiðum. Lagnir í fjöleignarhúsum eru í eðli sínu bæði viðameiri og flóknari en gerist í annars konar byggingum. Má ætla, að slíkt lagnakerfi miðist fyrst og fremst við hagkvæmni og kostnað þar sem ákvörðun er tekin út frá aðstæðum og hagsmunum hússins í heild, en ekki með sérstöku tilliti til þess að lega eða afnot lagna gagnist beinlínis fleiri eða færri eignarhlutum hússins. Ráða þannig aðstæður og hagkvæmni því oft hvort fleiri eða færri eru um tiltekna lögn. Slík ákvörðun þjónar sameig- inlegum þörfum heildarinnar. Kærunefnd fjöleignarhúsamála hefur í fjölmörgum álitum sínum túlkað framangreind ákvæði laga um fjöleignarhús á þann hátt að sem sanngjarnast sé fyrir heildina þegar til lengri tíma er litið þannig að íbúar fjöl- eignarhúsa búi að þessu leyti við það réttaröryggi sem bú- seta í fjöleignarhúsi getur veitt. Nefna má eitt álit kærunefndarinnar þar sem deilt var um skiptingu kostnaðar vegna kaldavatns- lagna. Álitsbeiðandi taldi að um væri að ræða lagnir sem tilheyrðu sameign allra eigenda. Gagnaðili taldi hins vegar að þar sem lagnirnar þjónuðu eingöngu þörfum tveggja íbúða í húsinu væri um sérkostnað þeirra að ræða. Niðurstaða nefndarinnar var sú að lagnirnar væru sameign allra eig- enda þar til þær væru komnar inn fyrir vegg viðkomandi íbúðar. Á sama hátt hefur nefndin komist að þeirri niðurstöðu að lagnir séu í sameign allra eigenda þar til þær eru komnar upp fyrir gólf íbúða. Öll álit kærunefndarinnar er snúa að skiptingu kostnaðar vegna lagna eru byggð á sömu grunnsjónar- miðum og nefnd eru hér að framan og hefur nefndin gefið um það skýr fordæmi að hvers konar lagnir í fjöl- eignarhúsum séu í sameign allra eigenda þangað til þær eru komnar inn fyrir vegg eða upp fyrir gólf í hverjum eignarhluta fyrir sig. Eru lagnir í séreign eða sameign allra eigenda? Hús og lög eftir Hrund Kristinsdóttur, lögfræðing hjá Húseigenda- félaginu/huso2@islandia.is Teikning/Brian Pilkington Alltaf á þriðjudögum BÚMENN AUGLÝSA ÍBÚÐ Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Blásalir 24 í Kópavogi Til sölu er 10% búseturéttur í nýlegri fullbúinni íbúð í Blásölum 24 í Kópavogi. Íbúðin er í 10 hæða fjölbýlishúsi og er til afhendingar strax. Um er að ræða 2ja herb. íbúð sem er 98,3 fm brúttó flatarmál. Íbúðin er á 7. hæð með frábæru útsýni. Umsóknarfrestur er til 23. janúar n.k. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 552 5644 milli kl. 9-15. bumenn@bumenn.is EINBÝLISHÚS HEIÐARGERÐI Mjög fallegt 187 fm einbýlishús, hæð og ris ásamt 32,8 fm bíl- skúr. Góðar stofur, sólskáli, fallegur skjól- góður garður með verönd og heitum potti. Ný eldhúsinnrétting, Fimm herbergi. Fallegt, flísalagt bað. Húsið hefur verið mikið endurnýjað. Verð 27,9 millj. Í SMÍÐUM MARÍUBAUGUR Keðjuhús á einni hæð 174,9 fm ásamt 27,6 fm innb. bílskúr. Skiptist í 4 svefnherb., 2 baðherb., eld- hús/borðstofu og stofu. Er selt tilbúið til innréttinga. Verð 18.250þús. RAÐHÚS/ PARHÚS VÖLVUFELL Gott 114,6 fm raðhús á einni hæð ásamt 21,4 fm bílskúr. Skiptist í 3 svefnherb., rúmgóða stofu, fallegt eldhús og nýlega standsett baðherb. Góður garð- ur í suður frá stofu. Verð 16,9 millj. HRYGGJARSEL Gott raðhús 272 fm, tvær hæðir, kjallari og 54,6 fm tvöfaldur bílskúr. Stofur og fimm herb., rúmgott eld- hús með búri, mjög gott baðherbergi. Rúmgóð gestasnyrting og þvottaherb. Aukaíbúð er í kjallaranum. Góð áhvílandi lán. Verð 23,9 millj. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 w w w . s t a k f e l l . i s HÆÐIR NJÖRVASUND 4ra herb. íbúð 93 fm á 1. hæð. Skiptist í 2 samliggjandi stofur og tvö svefnherb., eldhús og bað. Bílskúr 28 fm fylgir eigninni. Verð 14,2 millj. KLAPPARSTÍGUR Efri hæð og ris alls 144,6 fm í eldra timburhúsi við neðan- verðan Klapparstíg. Skiptist í 7-8 herbergi, 2 baðherb. og eldhús. Austursvalir. Eignin þarfnast endurnýjunar. Laus strax. Verð 14,5 millj. 4RA - 6 HERBERGJA RÁNARGATA 4 - 5 herb. íbúð á 2. hæð og risi ásamt tveimur herb./geymslum í kjallara, alls 132,5 fm. Nýleg innrétting og tæki í eldhúsi. Þvottaherb. í í búð. Nýlegar lagnir og rafmagn. Frábær staðsetning. Laus fljótlega. OFANLEITI Fjögurra herbergja íbúð 110,7 fm á 2. hæð í góðu fjölbýli ásamt stæði í bílageymslu. Skiptist í stóra stofu, þrjú herb., baðherb. og eldhús. Parket á gólfum. Laus til afhendingar. Verð 16,9 millj. 2-3JA HERBERGJA VESTURBERG 2ja herb. íbúð 63,6 fm á 4. hæð í góðu lyftuhúsi. Stofa, svefn- herb., eldhús og bað. Austursvalir. Sam- eiginl. Þvottahús á hæðinni. Laus strax. Verð 7,9 millj. BAKKASEL Gullfalleg 2ja herb. íbúð 64,2 fm á jarðhæð með sérinngangi í rað- húsi. Nýlegar innréttingar og tæki í eldhúsi og á baði. Parket og flísar á gólfum. Sér- lega falleg eign. HÁALEITISBRAUT 2ja herb. íbúð 70 fm í kjallara í góðu fjölbýli með sér- inngangi. Fallegt eldhús. Rúmgóð stofa og svefnherbergi. Parket á holi og stofu. Áhv. 3,8 millj. FASTEIGNAMARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Sími 588 9090  Fax 588 9095  Síðumúla 21 Til sölu glæsilegar íbúðir við Suðurhlíð 38, Fossvogi Glæsilegar íbúðir í vönduðu fjölbýlishúsi á þessum fallega útsýnisstað við Fossvoginn. Allar íbúðirnar afhendast fullbúnar en án gólfefna og fylgja 1-3 stæði í bílageymslu hverri íbúð. Stærð íbúða er u.þ.b. 90 fm, 105 fm, 126 fm, 132 fm, 140 fm og 180 fm. Lyftur. Stórar suður- og vestursvalir og sérlóðir. Afhending næsta vor. Skilalýsing íbúða Frágangur íbúða: Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan og án gólfefna, en baðherbergi verða flísalögð, einnig verða gólf í þvottahúsum flísalögð. Lofthæð í íbúðunum er um 2,6 m. Eldhús: Eldhúsinnréttingar eru frá HTH og hægt er að velja um nokkrar viðartegundir. Hægt er að velja granít-borðplötur af nokkrum gerðum frá S. Helgasyni og flísar eru á milli efri og neðri skápa. Salerni: Salerni eru vegghengd og með innfelldum kassa, blöndunartæki fyrir baðkar og/eða sturtubotn verða hitastýrð. Önnur blöndunartæki eru einnar handar tæki. Aðrar innréttingar: Skápar verða í svefnherbergjum og anddyri. Arinn, heitur pottur og lýsing. Gert er ráð fyrir arni í nær öllum íbúðum og tengt er fyrir heitum potti á svölum þriðju og fjórðu hæðar og einnig í garði fyrstu hæðar. Innfelld lýsing er að hluta í íbúðum. Frágangur sameignar: Húsið verður fullfrágengið að utan, stigagangar og efsta hæðin verða álklædd, annað verður steinað í ljósum lit. Gluggar verða úr áli að utan en tré að innan, sólstoppgler er í gluggum á suður- og suðvesturhliðum hússins. Svalir þriðju og fjórðu hæðar verða flísalagðar og með snjóbræðslu, svalir annarrar hæðar eru flísalagðar án snjóbræðslu og verönd á fyrstu hæð verður hellulögð. Loft í stigagöngum eru sandspörtluð og máluð með plastmálningu. Gólf í stigagöngum eru flísalögð, en önnur gólf í sameign eru meðhöndluð á sérstakan viðhaldsfrían hátt (Lakro-meðferð). Lýsing í sameign verður fullfrágengin með hreyf- iskynjurum. Lyftur verða fullfrágengnar og póstkassar settir upp í anddyri ásamt mynddyrasímum. Bílakjallari: Í bílageymslu eru stæði fyrir 79 bíla. Hurð að bílageymslu verður úr stáli og fylgir fjarstýring hverri íbúð. Öryggismyndavél verður í bílageymslu og við alla aðalinnganga. Gert er ráð fyrir að allar íbúðir geti tengst öryggiskerfi en um þá þjónustu semur hver fyrir sig. Sameign og lóð verða fullfrágengin við afhendingu, þ.m.t púttvöllur og tennisvöllur. Túnþökur, tré og runnar verða eins og sýnt er á teikningum. Stígar verða hellulagðir, bílastæði malbikuð, upplýst og merkt. Snjóbræðslulagnir verða í stígum næst húsinu og í rampi. Jón Guðmundsson, löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Byggingaraðili Gigant ehf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.