Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.01.2003, Blaðsíða 42
42 C ÞRIÐJUDAGUR 14. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir VITASTÍGUR Vorum að fá í einkasölu afskaplega hlýlega 2ja herb íbúð. Forstofa, hol og stofa með dökku parketi. Fal- legur bogadreginn gluggi í stofu. Baðherb. mikið endurnýjað. Upprunaleg gólfborð lökkuð í baðherb. og svefnherb. aldamótagólflistar í svefnherb. Íbúðin er mæld 37,8 fm en gólfflötur er stærri þar sem hann er undir súð. Mjög góð eign fyrir einstakling eða par. V. 6,8 M SÆBÓLSBRAUT Falleg 2ja herb. íbúð á 1. hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin er 59 fm ásamt 10 fm geymslu. Hol m. parketi og skápum. Baðherb. er nýuppgert, tengt fyrir þvottavél. Rúmgott svefnh. m. fataskápum. Eldhús m. snyrtilegri hvítri innréttingu, borðkrók og parketi. Stofan er rúmgóð m. parketi og suðursvalir. V. 9,9 M. VESTURBERG - BYGGINGA- SJÓÐUR Góð 3ja herb. íbúð á 2. hæð í lyftu- blokk. Forstofa m. Nbro eik á gólfi. Gangur m. park- eti. Eldhús m. flísum og ágætri innréttingu. Stofa m. parketi, austursvalir. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf. Parket á svefnherbergjum, skápar í hjónaherb. Sérgeymsla. Sameiginlegt þvottahús á hverri hæð m. sameig. vélum. Frábær staðsetning . Áhv 4,1 M. V. 9,5 M. BARÐASTAÐIR - GRAFAR- VOGI Vorum að fá í sölu þessa glæsilegu 3ja herb. íbúð í nýlegri lyftublokk. Innréttingar úr mahóní, eik- arparket allstaðar en flísar á baði og þvottah. sem er innaf eldhúsi . Fatask. í herb. Eldhús m. fallegri inn- réttingu og borðkrók. Suðursvalir með fallegu út- sýni. Sérgeymsla. Örskammt frá útivistarsvæðum og golfvelli. V. 13,8 M. KLUKKURIMI Mjög góð 87 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Stofa, borðstofa og gangur eru með parketi á gólfi, 2 svefnherbergi með dúk og góðum skápum og eldhús með dúk á gólfi og falleg- um innréttingum. Geymslur eru góðar, bæði í kjall- ara og einnig er mikið pláss yfir allri íbúðinni. Suð- ursvalir. V 11,7 M. EYJABAKKI Vorum að fá í einkasölu góða 100 fm íbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli. Hús allt ný- tekið í gegn að utan og nýlegir gluggar. Suðursvalir. Örstutt í skóla og alla þjónustu. V.11,5 M. Áhv. 2 M. FUNALIND Virkilega glæsileg 151 fm íbúð á tveimur hæðum í litlu fjölbýli. Vandaðar mahóní- innr. og parket. Rúmgóðar stofur, tvennar svalir. Tvö baðherbergi, flísalögð í hólf og gólf. 3-4 svefnher- bergi. Skipti möguleg á sérbýli í Rvík, t.d hæð eða rað/parhús. Áhv 6,1 M. V. 17,9 M. KLEPPSVEGUR 4-5 HERBERGJA MIÐ- HÆÐ Í ÞRÍBÝLISHÚSI ÁSAMT 36 FM BÍLSKÚR. Tvær bjartar samliggjandi stofur. Eldhús m. borð- krók og eldri innréttingu. Hjónaherb. Baðherb. er flí- salagt með dúkflísum á gólfi. Tvær geymslur eru á hæðinni. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús. Bíl- skúr með hita, vatni og rafmagni. Bílskúrshurð með sjálfvirkum opnara. Stór garður í rækt. Fallegt út- sýni. V.14,5 M. BARÐAVOGUR Mjög góð miðhæð í þrí- býli m. bílskúr. Eldhús m. parketi og fallegri ljósri innr. og borðkrók. Tvær stofur, önnur notuð sem herb. í dag. suð-vestursv. Tvö herb. m. parketi og skápum. Baðh. m. flísum gólfi og veggjum. Sameig- inl. þvottah. í kjallara. 28 fm bílsk. m. rafm og hita. V. 13,2 M. ÓÐINSGATA Mjög góð, ca 125fm efri hæð og ris í steyptu húsi við Óðinsgötu. Frábært skipulag, stórar stofur. Þrjú svefnherbergi, öll með skápum. Hjónaherb. er gert úr tveimur herb. þannig að það er stórt og rúmgott. Tvö bað-/snyrtiherbergi. Tvennar svalir. Tvær geymslur. Útsýni. Sérhiti. Umgengni og ástand til fyr- irmyndar. LYNGBREKKA Góð 106 fm hæð á góð- um stað í Kópavoginum. Flísar og parket á herb. og baði, teppi á stofu. Góð eign í rólegu hverfi. Áhv. 9 M. Verð 13,7 M. KLUKKURIMI GLÆSILEGT 170 FM PAR- HÚS Á GÓÐUM STAÐ MEÐ SÉRBÍLSKÚR. Forstofa með flísum og fallegum skáp. Hol með flísum. Stór- glæsilegt flísalagt eldhús, rúmgóð stofa með parketi á gólfi og útgengi á vesturverönd. Gestasnyrting með flísum. Glæsilegt sjónvarpshol. Hjónaherb. með parketi, stóru fataherb og útgengi á svalir. Tvö stór herbergi með parketi. Stórt baðherb. með flísum, sturtuklefa, baðkari og fallegri innréttingu. Stutt í alla þjónustu. V. 20,9 M. LAUFBREKKA Glæsilegt 200 fm einbýli í Kópavogi. Á efri hæð er parket á öllum gólfum, hæðin skiptist í 4 svefnherb. baðherb. með sturtu og baðkari og gott sjónvarpshol. Á neðri hæðinni er allt flísalagt, þar eru 2 stofur, borðstofa og sólstofa, eld- hús, aukaherb. og geymsla. Vandaðar innréttingar og frágangur til fyrirmyndar. Góður garður. V. 21,8 M. NJÁLSGATA Erum með til sölu 40 fm vel skipulagt kósý einbýli í miðbænum. Skiptist í stofu, eldhús og svefnher- bergi. Flísar og parket á gólfum - góðar innréttingar. Verð 5,5 millj. Áhvílandi ca 2,3 millj. BLÁSALIR Erum með í sölu glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í einstaklega vandaðri 12 hæða blokk. Útsýn- ið er í einu orði sagt “stórkostlegt“ úr öllum íbúð- um. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Í öllum herbergjum eru sjónvarps- og símatenglar, auk þess sem hljóðeinangrun íbúðana á sér ekki hliðstæðu í öðrum fjölbýlum. Öll sameign skilast fullbúin og að auki fullkláruð lóð með tveimur leiksvæðum. Hægt er að kaupa stæði í góðri bílageymslu og öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara. Byggingaraðili tek- ur á sig afföll af allt að 9 millj. húsbr. og við getum látið sölu á þinni eign mæta kaupum á þessum ein- stöku íbúðum. Nú er hver að verða síðastur að tryg- gja sér íbúð, því þetta rennur út. Komið og skoðið, og þið munuð ekki sjá eftir því. Verð frá 12,5 M. KÓRSALIR - „PENTHOUSE“ Eigum eftir tvær glæsilegar 4ra herb. „penthouse“- íb. í nýrri lyftublokk á þessum geysivinsæla útsýnis- stað í Kópavogi. Íbúðirnar skilast fullbúnar að utan sem innan án gólfefna. Stæði í bílageymslu fylgir. Meiriháttar útsýni. 138-146 fm V.16,9-17,6 millj.  Laufás fasteignasala í 27 ár Magnús Axelsson lögg. fasteignasali Einar Harðarson sölustjóri Sæunn S. Magnúsdóttir skjalavarsla MARBAKKABRAUT Mjög góð mið- hæð í þríbýli ásamt bílskúr. Hæðin skiptist í eldhús, tvær stofur önnur notuð sem herb. í dag, tvö herb. sameiginlegt þvottahús, litla geymslu og 28 fm bíl- skúr. Suð-vestursvalir. Parket og flísar á gólfum. Hús- ið skilast tilbúið að utan og fokhelt að innan. V. 14,2 M. LÓMASALIR Eigum eftir ca 8 nýjar glæsilegar og vandaðar 3ja og 4ra herb. íbúðir. Íbúðirnar eru 102-130 fm með sér- inngangi af svölum í nýju 4ra hæða lyftuhúsi. Eign- inni fylgir stæði í upphituðu bílastæðishúsi og geymsla. Lyfta úr bílageymslu upp á hæðir. Bygging- araðilar taka á sig öll aföll af húsbréfum og lánar allt að 85% af verði eignar. Látum sölu mæta kaup- um. Verð 16,5 m. KAMBAHRAUN - HVERA- GERÐI Erum með í sölu glæsilegt einbýlishús með stórum bílskúr á besta stað í hjarta blómabæj- arins. Eignin skiptist í stofu/borðstofu með teppi, eldhús með parketi, bað m. flísum, þvottahús og 3 svefnherbergi m. dúkum og filtteppum. Bílskúrinn er m. tveimur innkeyrsludyrum. V. 15,5 M. ODDABRAUT - ÞORLÁKS- HÖFN Vorum að fá í sölu 5 herb. 112,6 fm hæð í tvíbýli m. bílskúr. Þrjú af herb. m. dúk en það fjórða flísalagt. Skápar í tveimur barnaherb. og í hjónaherb. Stofa og hol eru dúklögð. Salerni og baðkar eru nýleg. Nýtt bárujárn er á húsinu sem og bílskúrnum. Eldhús m. dúk, innrétting þarfnast lagfæringar. Þvottah. inn af eldhúsi og búr inn af þvottah. Lóð er frágengin og plan grúsfyllt. V. 10,2 m. NJARÐVÍK Kirkjubraut - Njarðvík. GLÆSI- LEGT 143,9 FM EINBÝLISHÚS MEÐ FRÁBÆRUM GARÐI OG HEITUM POTTI Forstofa m. flísum og fal- legum skáp. Gestasnyrting m. flísum og nýjum tækj- um. Parket á sjónvarpsholi, stofu og borðstofu. Glæsilegt eldhús með eikarinnrétt. og góðum tækj- um. Parket á svefnherbergisgangi, hjónaherbergi eins og hinum á herbergjunum. Gott baðherb. m. flísum, innrétt. og sturtu. Þvottahús með útgengi út á nýjaverönd. Glæsileg lóð með afgirtri verönd. Leyfi er fyrir 50 fm bílskúr. V. 13,9 M. Vegna mikillar sölu vantar allar tegundir eigna á skrá í öllum hverfum LAUGAVEGUR Vorum að fá frábæra 101,5 fm 3ja herb. „Penthouse“-íb. við Laugaveg- inn. Teiknuð af Tryggva Tryggvasyni arkitekt. Parket á gólfum og lofthæð fer úr 3 m út við veggi og upp í ca 5,5 m í miðju. Stórir fallegir þakgluggar gefa sér- stök birtuskilyrði. Tvö svefnherb. m. parketi. Hill- usamstæða m. sjónvarpi í snúningsvegg sem hægt er að snúa á milli stofu og stærra svefnherbergis. Allar dyr eru vandaðar rennidyr. Einfalt og fallegt eldhús með halogen-helluborði. Stórt baðherb. flísa- lagt m. baðkari. Mikil sérsmíði er í íbúðinni, sem ger- ir hana mjög sérstaka. Stórar suðursvalir. V. 15,5 M. LEIRUBAKKI Falleg 90 fm 3ja herbergja íbúð með sérinngangi á jarðhæð.Mjög huggulegt eldhús með nýlegum innréttingum, stórt hjónaher- bergi, parket á gólfum en flísar á baði. FALLEG EIGN. V. 12,8 M. DALSEL Vorum að fá í sölu mjög góða 120 fm íbúð, ásamt stæði í bílageymslu, í barnvænu hverfi. Íbúðin skipt- ist í stofu, hol, forstofu m. náttúruflísum, eldhús m. upprunal. innrétt, baðherb. m. baðkari, hjónaherb. m. parketi og 2 barnaherb. Að auki er 11 fm herb. í kjallara með aðgang að snyrtingu, tilvalið til útleigu, sameiginlegt þurrkherbergi og sér- geymsl í kjallara. Áhv 4,2 M. V. 13,6 M. KÓRSALIR Glæsileg 125,7 fm íbúð í nýju lyftuhúsi. Fullbúin og laus fljótlega. Forstofa m. flís- um og skáp. Rúmgóð stofa m. suð-vestursvölum. Eldhús m. fallegri innréttingu, boðkrók og plássi fyr- ir uppþvottavél. Hjónaherb. með fallegum skáp. Tvö herbergi með skápum. Gott sjónvarpshol. Parket á öllum gólfum. Baðherbergið er flísalagt m. baðkari og sturtu. Hér færðu nýja parketið í kaupbæti. Vönd- uð og góð eign. V. 16,9 M KRISTNIBRAUT Glæsileg íbúð á góðum stað. Forstofa m. parketi og fallegum skáp. Eldhús m. parketi, glæsilegri innrétt. Björt og rúmgóð stofa m. hornglugga og svölum til suð-austurs. Sjónvarpshol m. parketi. Rúmgóð svefnherb. m. parketi og fallegum skápum. Hjóna- herb. m. útgengi út á flísalagðar svalir. Glæsilegt baðherb. m. hornbaðkeri. Þvottaherb. m. flísum og innrétt. Stór og góð geymsla. Stæði í bílahúsi. Útsýn- ið er stórfenglegt. V. 18,7 M. sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð www.laufas.is Lárus I. Magnússon sölumaður, Vegna mikillar sölu og eftirspurnar vantar eignir á skrá í öllum hverfumSeljendur athugið SKYLDI það þykja tíðindi á Ís-landi þó út sé komin skýrsla,þær eru víst ekki svo fáar sem samdar eru, settar á þrykk og í geymslu, síðan ekki söguna meir. En nú er ekki aðeins komin út skýrsla, það er skýrslan sem hefur séð dagsins ljós og best að segja það strax; hún er mikil tíðindi og hún er mikill fengur. Höfundar skýrslunnar eru ekki geistlegrar stéttar menn en þó með nafnbótina páfar í heimi lagnanna, en sá heimur á að sjálfsögðu engan heil- agleika. Skýrsla þessi segir frá merkum rannsóknum og prófunum sem gerð- ar hafa verið á „sveigjanlegum hita- veiturörum“ eins og þar er sagt og mun þá átt við pexplaströr og ál- plaströr. Höfundar skýrslunnar eru verk- fræðingarnir Ásbjörn Einarsson og Páll Árnason, en prófanirnar eru gerðar fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og hefðu eflaust ekki orðið að veru- leika ef það öfluga fyrirtæki hefði ekki staðið undir kostnaði við þær. Prófanir þessar hafa að sjálfsögðu beina hagnýta þýðingu fyrir OR og eru grundvöllur þeirrar tímamóta- ákvörðunar að nota plaströr í heim- æðar hitaveitna. Þeirri ákvörðun er þegar búið að fagna í þessum pistlum en fögnum henni enn, sjaldan er góð vísa of oft kveðin. En hvað segir í skýrslunni? Leyf- um okkur að taka upp orðréttar nið- urstöður, sem birtast í upphafi skýrslunnar.  Engin merki eru um að aðrar séríslenskar aðstæður en mikið hitaálag hafi áhrif á endingu þeirra plaströra og álplaströra sem helst eru notuð fyrir heitt vatn. Engin merki eru um að súlfíð eða gegn- umstreymi hafi áhrif á endingu.  Sum sýnin hafa hita/þrýstiþol umfram lágmarkskröfu staðla, líka í gegnumstreymi og jarðhitavatni.  Búast má við yfir 30 ára líftíma góðra PEX-röra í heimæðum OR.  Súrefniskápurnar endast líklega nokkru skemur en rörin.  Franskur staðall fyrir útskol- unarprófanir er ónothæfur.  Mjög skortir á eyðingu súrefnis í jarðhitavatni og við hvaða að- stæður súlfíð í vatninu tryggi að ekki þurfi að hafa áhyggjur af súr- efni sem plaströrin hleypa í gegn- um sig. (Innskot: súlfíð=brennisteinn). Nú er kátt í vatíkani Fyrir það fyrsta er ástæða til að fagna því að stærsta og sterkasta orkufyrirtæki landsins á sviði jarð- hita, Orkuveita Reykjavíkur, skuli standa að baki og kosta slíkar próf- anir. Hérlendis hafa of margir verið skilningslausir á hvað rannsóknir og prófanir geta haft mikla hagnýta þýð- ingu, þetta eru merk tímamót fyrir lagnamenn. Enginn frýr þeim Ásbirni og Páli vits, sleppum seinni hluta þessarar frægu setningar, þeir eru því vel að því komnir að leiða þessar prófanir og ekki síður er ánægjulegt fyrir þá sem eru á hliðarlínunni að lesa jafn afgerandi og jákvæðar niðurstöður ritaðar með þeirra höndum. Vissulega hefði verið ánægjulegra að þessar prófanir hefðu verið gerðar einum eða tveimur áratugum fyrr, en eigum við ekki að segja að betra sé seint en aldrei. Hins vegar geta sumir víst aldrei sleppt illkvittninni með öllu og segja sem svo að ef þessi skýrsla væri orðin nokkurra ára eða áratuga gömul hefði það komið í veg fyrir mikinn skaða, komið í veg fyrir að notuð væru óhæf lagnaefni og komið í veg fyrir að góð efni væru útilokuð. Prófanir eftir vísindalegum aðferð- um eru góðar og gildar, en þar er ver- ið að reyna að sanna langtímaþol á skömmum tíma. Gleymum því ekki að pexrör hafa verið notuð hérlendis í þrjátíu ár þrátt fyrir að allir páfarnir hafi reynt eftir bestu getu að þvælast fyrir og hamla notkun þeirra. Sú reynsla, reynsla raunveruleikans, er ekki minna virði en þessar ágætu prófanir sem nú hafa verið gefnar út í skýrslu, sem að vísu er nefnd áfangaskýrsla. Skýrslan er komin út Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.